Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 59

Morgunblaðið - 10.05.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 1985 Strætó og rás 2 3320-7158 og 6151—5339 skrifa: Af hverju eru ekki seld barnak- ort í strætó alveg eins og fullorð- inskort? Af hverju þurfa 12 ára krakkar að borga fullorðinsgjald í strætó og rútur? T.d. förum við um þrisvar sinnum í viku í Bláfjöll og þurfum að borga 150 krónur í rútuna, en stelpa, sem er jafngöm- ul okkur en er lítil eftir aldri, þarf aðeins að borga 110 krónur. Um daginn skrifaði einhver maður og sagði að alltaf væru spiluð sömu lögin, Wham og Dur- an Duran á rás 2, en við erum því algjörlega ósammála. Við hlustum mikið á rás 2 og heyrum ekki mik- ið Wham og Duran Duran. Auð- vitað eru sömu lögin spiluð aftur og aftur. Þetta eru lögin sem fólk- ið vill heyra. Jæja, nú kemur þó eitt jákvætt. Hvemig væri að fá þátt á rás 2, sem spilaði vinsælustu lögin frá árunum 1980—1982 fyrst það er alltaf verið að spila einhver lög frá 1960? Við skulum sjá um það. Unglingarnir, sjónvarpið og Jón Páll Unglingur úr Kópavogi skrifar: Alltaf er maður að heyra fólk tala um hvað unglingarnir séu slæmir, flækjast um á kvöldin og þar fram eftir götunum. Hvernig eiga krakkarnir að geta hangið heima á kvöldin og um helgar þeg- ar það eru ekki einu sinni al- mennilegar myndir í sjónvarpinu. Það eina sem kemst að eru fræðslu- og dýralífsmyndir. Þær eru ágætar að vissu leyti, en okkur unglingunum finnast þær ekki skemmtilegar. Hvernig væri að sjónvarpið tæki bíóin til fyrir- myndar. Ég get talið upp ótal myndir, sem eru mjög góðar t.d. Karate Kid, 16 ára, Með lögregl- una á hælunum, Lögregluskólinn, Heavenly Bodies og fleiri. Það er a.m.k. hægt að hlæja að þessum myndum. Svo verður að fara að bæta Skonrokk. Hvernig er með lagið „Everything she wants“, með Wham? Átti ekki að sýna það í byrjun apríl? Síðan vil ég minnast á hann Jón Pál. Hvernig í ósköpunum datt ykkur í hug að setja hann i leik- bann — „sterkasta mann heims“? Engin manneslya botnar upp né niður í þessu. Eg las viðtalið við Jón í Æskunni um daginn og þar sagði hann að hann ætli að keppa i Skotlandi í keppni sem heitir „World-series" þann 25. maí. Þar verði haldin þrjú mót og hið fjórða í Hollandi. Mig langar að vita hvort hann megi taka þátt í þess- um mótum? En eitt er víst að ég styð Jón og margir fleiri. Haltu þínu striki Jón Páll, og láttu eng- an stoppa þig. Þessir hringdu . Lyklakippa fannst ÁsU hringdi: Ég fann lyklakippu með um 11 lyklum á á Grenimelnum um daginn. Síminn hjá mér er 23974. Styðjum við bak- ið á „Rikshaw“ Sigga, Didda, Tóta og Þóra hringdu: Við viljum vekja athygli á hljómsveitinni „Rikshaw". Okkur finnst hún mjög góð og er hún alls ekki að stæla Duran Duran þó að það séu margir sem halda því fram. Hljómsveitin hefur fágaða og skemmtilega sviðsframkomu og von er á plötu með henni innan tíðar Rikshaw er ein besta hljómsveit landsins í dag og finnst okkur að islenskir ungl- ingar eigi að iaka höndum sam- an og styðja Rikshaw einlægt við að koma henni á erlendan mark- að. Afskræming mannslíkamans V.B. hringdi: Ég er öldruð kona sem horfir töluvert á sjónvarpið. Nýlega var íþróttaþáttur og sýnd var m.a. keppni hjá vaxtarræktarfólki. Aðra eins afskræmingu á mannslíkama hef ég ekki séð fyrr, og ég fór að hugsa með sjálfri mér hvernig þessir llkam- ar yrðu þegar fólkið færi að reskjast. Ég sá í anda andlitsfrítt fólk með Hkamann þakinn húðpokum og sepum þegar vöðvarnir færu að rýrna. Þetta fyrirbæri á ekk- ert skylt við íþróttir og vonandi eru þessar misþyrmingar á lík- amanum aðeins tískufyrirbæri, sem líður hjá fyrr en seinna. Til hvaða konu er ort? Geróur hringdi: Ég vil vita til hvaða konu er ort í eftirfarandi kvæði. Kvæðið er eftir Hannes Hafstein. Nei, smáfríð er hún ekki o« engin skýjadis en engn samt eg bekki sem ég inér Heldur kts. Þó hún sé hoidug nokkué er hondin ofursmá bún er sro iturlokkuA með cskulétU orá. Hsildsölubirgöir: Agnar Ludvigsaon hf. Nýlondugölu 21, simi 12134. OPffilHUTIMAR IIM HEL6MA Föstudagur til kl. 7 (19.00) Laugardagur kl.9—4(16.00) SUNNUDAGUR HÚSGAGNASÝNING milli kl. 2 og 5 (14.00—17.00) Notið þetta tækifæri til að skoða stærstu húsgagnaverslun landsins BDS6A6NABÖLL1N BÍLDSHÖFÐA 20 - 110 REYKJAVÍK* 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.