Morgunblaðið - 16.06.1985, Side 23

Morgunblaðið - 16.06.1985, Side 23
MORG UNBLAÐID, SUNNUDAGUR 16. JUNI 1986 K Zó kemur fólk alls staðar að með mis- munandi bakgrunn og skoðanir. í sumar verð ég baðvörður en næsta vetur langar mig í nám. Ég er ákveðinn í hvað ég ætla og hvernig ég fer að því en ég vil síður uppvísa þjóðina um fyrirætl- anirnar. Svo undarlega sem það kann að hljóma þá er maður alltaf dreginn í ákveðinn dilk eftir því hvað maður ætlar sér og þá býst fólk við ákveðnum einkennum. Ég vil síður vera fulltrúi vissra fræða, en það er öruggt að ég veit hvað ég vil. Mig langar í stóra sundlaug! Á þjóðhátíðardaginn vona ég að allir hafi það gott og séu rólegir og kurteisir í umferðinni." Auður Alexandersdóttir AUÐUR ALEXANDERS- DÓTTIR KSRV: Verð að vinna tíu milljónir í happdrætti ÞAÐ varð engin stórvægileg breyting í lífi mínu við að verða stúdent, þótt óneitanlega sé það þægilegt. Ég kunni afskaplega vel við mig í Kvennó, þar er bæði fá- mennt og góðmennt og gott sam- starf milli kennara, nemenda og starfsmanna. Ég hélt mig mikið í eldhúsi skólans og fékk þannig viðurnefnið búrkötturinn, en þar sem skólatíminn er nýliðinn eru minningarnar þaðan frekar graut- arkenndar og ekkert sem stendur mér sérstaklega fyrir hugskots- sjónum. í sumar ætla ég að vinna sem gangastúlka í Hafnarbúðum, en er að sækja um háskóla í Árhus í Danmörku þar sem mig langar til að læra tómstundaráðgjðf. Eg hef áhuga á að starfa með unglingum og minn stóri draumur er að geta keypt stórt gamalt hús og sett upp mína eigin félagsmiðstöð. En áður en það getur orðið að veruleika þarf ég að vinna tíu milljónir í happadrætti! Ingi Rúnar Jónsson INGI RÚNAR JÓNSSON MÍ: Oákveðnari núna en þegar ég byrjaði „ÞAÐ ER viss áfangi að hafa lokið stúdentsprófi, en þó ekkert loka- takmark. Þegar leið að prófunum hlakkaði ég mjög til að þeim lyki en nú gerir maður sér grein fyrir að annað tekur við. Að vera stúd- ent er eins konar stökkpallur út í lífið. Þegar sótt er um starf er oftast grunnskilyrði að umsækj- andi hafi lokið menntaskóla eða fjölbraut og allt framhaldsnám byggir einnig á stúdentsprófi. Ég var í heimavist í Torfnesi og hafði mjög gaman af. Að mínu mati er það hverjum manni hollt að vera um lengri eða skemmri tíma í heimavist svo ekki sé talað um stað eins og Torfnes þar sem húsnæðið er mjög gott og mátu- lega margt á hverri vist. Ég er alveg óráðinn hvað ég ætla að gera í framtíðinni, jafnvel enn óákveðnari en þegar ég byrj- aði í MÍ. Þó hallast ég mest í átt að náttúrugreinunum, ef til vill verður fiskifræði fyrir valinu. Ég bý inní ísafjarðardjúpi og verð þar fram á sumar og athuga minn gang. Hvað verður úr vangavelt- unum þori ég ekki að segja. Morgunbladid/Júlíus Tómas Guðbjartsson TÓMAS GUÐ- BJARTSSON MR: Sé eftir félagsskapnum MÉR LÍÐUR stórvel eftir prófin, en sé mjög mikið eftir félags- skapnum. Síðasta vetur vorum við fimmtán saman í einum bekk, í pínulitilli stofu, og þá er ekki hjá því komist að kynnast öllum félög- unum mjög vel. Að vera inspector í MR var fullt starf og jafn lærdómsríkt og að vera í skólanum. Ég kynntist ótrúlegasta fólki en þegar reynt er að gera vel í skólanum líka þá er þetta þrælavinna. í sumar verð ég að mála húsið hennar ömmu minnar í sólskininu sem ég er búinn spá. Næsta haust ætla ég síðan að reyna við læknis- fræðina. Það eru margir sem reyna að draga úr mér kjarkinn, segja að atvinnumöguleikar séu lélegir og þar fram eftir götunum. En það þýðir ekkert annað en að treysta á sjálfan sig. Fyrir utan læknisfræðina hef ég mikinn áhuga á fjallgöngum og langar til að komast einhvern tím- ann í Himalayafjöllin og þar sem ég er bjartsýnn maður þá kemst ég þangað fyrr eða síðar! Morgunblaöið/ Júlíus Anna Gunnarsdóttir ANNA GUNNARS- DÓTTIR MR: Fer til * Israels í haust ÞAÐ ER unaðslegt að vera búinn með þennan áfanga. Þó síðastliðin fjögur ár hafi ekki verið erfið þá er fínt að vera laus við bækurnar í bili. í heild er skólinn mér mjög minnisstæður. Hann heldur fast í gamlar hefðir og andinn er mjög sérstæður, engir langir ópersónu- legir gangar né stórir salir sem auðvelt er að týnast í. Þeir félagar sem ég eignaðist i MR eiga lika eftir að endast mér allt lífið. Þó að námið sé strangt og félagslif ekki upp á sitt besta, þá er auðvelt að kynnast fólki í bekkjakerfi og vinnáttuböndin verða traustari Um framtíðina vil ég litið spá. Ég er mikil ævintýramanneskja og þrái það heitast að komast til Litlu-Asiu, helst ísrael. Stefnan er að fara þangað næsta haust aö vinna á samyrkjubúi. Síðan ætla ég að ferðast en hvert verður hald- ið er enn óráðið. Þegar ég verð búin að fá nægju mína af heimin- um kem ég aftur heim og fer lík- lega í nám, hvað það verður veit ég ekki.“ COSPER — Þú skalt láta það sem bann segir sem vind um eyrun þjóta; þetta er fyrri maöurinn minn. CO2-Argon - suóuvélar meö innbyggöu hleðslutæki (80 AMP) og startstraum (250 AMP) Verö: 180 Amper 1-fasa Kr. 28.500,- 200 Amper 3-fasa Kr. 27.803,- 300 Amper 3-fasa Kr. 31.208,- Greiðslukjör Ótrúlega hagstætt verð - hafið _________samband strax._______________ JP-ENfill RERXg Armúla 36, simi 82424, Pósthólf 4180. 104 Reyk|avik Dráttarvéladekk: verömeðsöiusk. 600x16 6PLY kr. 3.685.- 600x19 6PLY kr. 3.523.- 650x16 6PLY kr. 3.875.- 750x16 6PLY kr. 4.997.- 900x16 10PLY kr. 11.003.- 10x28 6PLY kr. 12.765.- 11x28 6PLY kr. 15.260.- 12x28 6PLY kr. 16.439.- 13x28 6PLY kr. 19.978.- 14x30 6PLY kr. 26.560.- 14x34 6PLY kr. 30.663.- Vagndekk: 10.0x15 10PLY kr. 6.943.- 11.5x15 10PLY kr. 8.608.- 12.5x15 14PLY uppseld-væntanleg 13.0x16 10PLY kr. 11.665.- Heyvinnuvéladekk: 300x4 kr. 594.- 400x4 kr. 654.- 350x6 kr. 748.- 350x8 kr. 789.- 400x8 kr. 962.- 400x12 kr. 1.123.- BÚNADARDEILD SAMBANDSINS ÁRMULA3 108 REYKJAVÍK SIMI 38900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.