Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 31

Morgunblaðið - 16.06.1985, Síða 31
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNl 1985 B 31 Stjörnugjöfin STJÖRNUBÍÓ: í fylgsnum hjartans ictrkV,í Saga hermanns ★★★ LAUGARÁSBÍÓ: Uppreisnin á Bounty ★★★ Flótti til sigurs ★★ Undarleg paradís ★★★ AUSTURBÆJARBÍÓ: Á bláþræöi ★★ Lögregluskólinn ★★ Sjö samurajar ★★★★ Hrafninn flýgur ★★★V!í BÍÓHÖLLIN: Hefnd busanna ★★ Dásamlegir kroppar ★1/2 Næturklúbburinn ★★★ 2010 ★★1/2 HÁSKÓLABÍÓ: Löggan í Beverly Hills ★★★1/2 REGNBOGINN: Vogun vinnur ’/2 Vígvellir ★★★ Ólgandi blóö ★ NYJA BÍÓ: Ævintýrasteinninn ★★★1/2 HAFNARFJARÐARBÍÓ: Hvítir mávar ★1/2 SV FRÉTTAPUNKTAR i vikunni sem leiö var frum- sýnd nýjasta mynd John Huston og ber hún nafniö Prizzi’s Honor. Hún hefur hlotið einróma lof og þykir ein besta mynd hins fræga leikstjóra um árabil. Lengi lifir í gömlum giæöum. I myndinni leikur Jack Nichol- son (hálfgeröur tengdasonur Huston), harösvíraðan útsendara mafiunnar, en hin eftirsótta Kath- leen Turner, (Romancing the Stone), herskáan kvenmann, sem settur er til höfuös honum. En svo grípur ástin inní. Séö hef- ur maöur á prenti aö hér sé um eina af „myndum ársins" aö ræöa og allavega er úrvals- mannskapur á ferðinni. Viö ætt- um þvi aö leggja Prizzi’s Honor á minniö. A View to a Kill, Bond-myndin nr. 14, sem Bióhöllin hreppti á dögunum, hefur gengiö meö ágætum vestan hafs, þar sem þessi kvikmyndasería hefur aldr- ei notiö viölíka mikilla vinsælda og í Vestur-Evrópu. Hins vegar hafa dómarnir veriö svona og svona... Sú mynd sem nýtur langsam- lega mestra vinsælda í Vestur- heimi í dag er hins vegar Rambo: inum eftir verölaunamyndinni hans Milosar Forman um Ama- deus Mozart. Von er á henni til landsins áöur en líöur á löngu, en óvíst er aö hún veröi tekin til sýn- inga fyrr en meö haustinu. Aö- sókn er léleg yfir hásumariö og reynslan hefur sýnt að þá ganga helst engar aörar myndir en þær sem hlaðnar eru hasar og látum. I ævisögu sinni, Roman, rekur Polanski raunasöguna um útreiö hugmyndarinnar aö kvikmynd- inni Pirates, sem hann ætlaöi sér aö gera næst á eftir hinni vinsælu Chinatown. Þá voru kvikmynda- verin á eftir Polanski og Nichol- son ætlaöi aö fara meö aðalhlut- verkiö. Svo fór þó aö lokum aö hinn snjalli leikstjóri sat uppi með hugmyndina. En nýjustu fréttir herma aö gamall vinur Polanski, framleiö- andinn Dino De Laurentiis, hafi lagt fram fé í þetta kostnaöar- sama fyrirtæki og tökur eru hafn- ar aö nokkur á Seychell-eyjum og Túnis. Meö aöalhlutverkiö fer Walter Matthau og þá hefur hinn umtalaöi leikstjóri grafiö upp enn eina, gullfallega hnátuna, hina sautján ár Chalotte Lewis, til aö fara meö eitt hlutverkanna. SV Turner og Nicholson í nýjustu mynd hins aldna meistara John Huston, Prizzi’s Honor. First Blood II, meö sjálfum Stall- pne á nýjan leik i titilhlutverkinu. Hún hefur hlotiö lygilega aösókn og hefur slegiö út öll áöur þekkt aösóknarmet. Fyrstu dagana tók hún inn hvorki meira né minna en röskar 30 millj. dala, reyndar í einum 2000 kvikmyndahúsum. Spekúlantar reikna meö aö Rambo.. veröi búin aö slá Indi- ana Jones, E.T. og Stars Wars myndirnar út seinni part sumars. Þaö má reikna með aö íslenskir kvikmyndahúsagestir fái tæki- færi til aö sjá myndina í Háskóla- bíói áöur en langt um líöur. Talandi um Háskólabíó má bæta því viö aö Eddie Murphy og félagar hafa seitt til sín tæplega fjörutíu þúsund gesti á Beverly Hills Cop, og er lítið lát á aö- sókn. Og hún minnkar vafalaust ekkert aö ráöi meö tilkomu næstu myndar, The Terminator, sem er mikil aösóknarmynd meö vöðvafjallinu Arnold Schwarzen- egger í aöalhlutverki. Margir bíöa meö öndina í háls- Síöasti „fundur" Romans Pol- anski, Charlotte Lewis, sem fer meö vænt hlutverk ( nýjustu mynd hins pólska listamanns, Pirates. Og hann er sem sagt ekki hættur í kvikmyndabrans- anum. Sem betur fer. Chuck Norris í slagsmálum í nýjustu myndinni sinni, „Code of Silence“. CHUCK NORRIS GER- IR ÞAÐ LOKSINS GOTT Úti í Bandaríkjunum var ekki alls fyrir löngu frumsýnd nýjasta hasarmyndin meö vööva- og kar- atetröllinu Chuck Norris og eftir því sem Vincent Canby kvik- myndagagnrýnandi hjá The New York Times segir, hefur Chuck loksins slegiö í gegn aö einhverju marki. Þaö þýöir aö hetjur eins og Clint Eastwood og Charles Bronson þurfa aö fara aö vara sig. „Code of Silence" (Lögmál þagnarinnar) heitir myndin og er fyrsta flokks hasarmynd um Chicago-löggu, er kann sitthvaö fyrir sér i slagsmálum og er jafn- vigur á hnefa og lappir, sem lendir í bófastriöi út af kókaín- smygli. Chuck hefur ekki látiö af þeim vana sínum aö brytja menn niöur meö þaulæföum jaöar- höggum og sérlega háum spörk- um og aö segja ekki mikiö í vinn- unni og eftir því sem myndir hans hafa oröiö betri hefur sjálfstraust hans aukist. Norris er meiriháttar „ný“ kvikmyndastjarna segir Canby, og hefur ekki verið uppgötvaöur af neinum framleiöendum eöa mikilsmetnum gagnrýnendum, heldur óbrotnum almúganum, hinum sama og á sínum tíma uppgötvaöi þá Eastwood og Bronson og haföi gaman af þeim löngu áöur en þeir komust í tísku. Þótt fáir menningarvitarnir í New York hafi séö Norris-mynd eöa heyrt af sltkri, hafa myndir hans uppá síðkastið dregið aö sér fé eins og mykjan flugur. Síö- asta mynd hans, „Missing in Act- ion", gaf 10 milljónir dollara í aöra hönd og aörar þrjár hafa til samans gefiö 100 milljónir í kassann. Samanboriö viö þá Eastwood og Bronson er Chuck Norris enn- þá svona heldur ómótaöur kvik- myndaleikari. Þar til hann lék í Lögmáli þagnarinnar haföi hann ekki unniö meö kvikmyndagerö- armönnum, sem þekktir voru fyr- ir gáfur eöa stíl. Norris er ennþá ungur miöaö viö hina tvo þótt hann hafi byrjaö seint í kvik- myndunum. Hann er nú hálf- fimmtugur en Eastwood er hálf- sextugur og Bronson veröur 63ja þegar „Death Wish 3“ veröur frumsýnd á þessu ári. Ekkert viröist þó ætla aö veröa honum aö falli enda hefur hann alltaf litið út eins og einhver sem lifaö hefur tvö eöa þrjú ólík jaröfræöileg tímabil. Áöur en Norris byrjaöi aö leika sin ofurmenni var hann í banda- ríska flughernum í Kóreu þar sem hann lærði þaö sem hann kann í karate og júdó. Seinna setti hann á fót skóla í þessum iþróttum og vegnaöi bara vel. i sjö ár var hann heimsmeistari í milliþungavigt í karate eöa þar til hann dró sig ósigraöur í hlé áriö 1974. Þaö var Steve heitinn Mc- Queen — sonur hans var nem- andi hjá Norris — sem fyrst kom honum af staö í kvikmynda- leiknum, sem hingaö til hefur ein- göngu veriö beint aö sórstökum kung-fu- og karate-aödáendum. En nú virðist semsagt loksins vera komið tækifæriö hans Norr- is til aö slá í gegn eftir allar þess- ar myndir sínar (12 aö tölu) og koma sér á stall meö þeim East- wood og Bronson og öörum slík- um. Ef þaö er þá draumurinn. — ai Framleiðendur „Enemy Mine“, Helmut Gattinger og Stanley O’Toole og leikstjórinn Wolfgang Petersen (t.h.) TÖKUM Á „ENEMY MINE“ LOKIÐ Enemy Mine er svo aö segja tilbúin til sýninga. Tökum lauk fyrir nokkrum vikum og veröur hún frumsýnd um næstkomandi jól. Þaö hefur gengiö á ýmsu hjá framleiöendum myndarinnar, Stanley O’Toole og 20th Century Fox. Upphaflega átti myndin aö kosta um 20 milljón dali, en end- anlegur kostnaöur er aö minnsta kosti 32 milljónir. Enemy Mine er fyrsta banda- ríska kvikmyndin sem er gerö aö mestu, ef ekki öllu leyti í Þýska- landi, heimalandi leikstjórans, Wolfgangs Petersen, en eins og menn muna tók hann við af Rich- ard Loncraine. Fyrstu atriöi myndarinnar voru tekin hér á landi í ársbyrjun 1984, en þá hljóp snuröa á þráö- inn. Leikstjóranum og framleiö- andanum samdist ekki, og sá siöarnefndi hringdi héöan í Wolfgang Petersen og bauö hon- um aö leikstýra myndinni. Wolf- gang afþakkaöi boöiö, en sá sig um hönd eftir aö hann las hand- ritið. Hann setti fram ýmsar kröf- ur ef hann ætti aö taka aö sér leikstjórn; sú mikilvægasta aö allt efni yröi tekiö upp á nýtt (sem þýöir aö þaö sem var tekiö hér- lendis veröur ekki notaö) og aö myndin yröi öll tekin upp í Ba- varia-kvikmyndaverinu í Þýska- landi, en þaö þekkir Wolfgang betur en sjálfan sig. Þar geröi hann sinar tvær fyrstu myndir, Das Boot (Kafbátinn) og Söguna endalausu. Framleiöandinn gekk aö þessum kröfum Wolfgangs, enda leist þeim mjög vel á leik- stjórn hans eftir aö hafa séö Söguna endalausu. 20th Century Fox bindur mikl- ar vonir viö þessa kvikmynd, enda er hún langstærsta og metnaðarfyllsta myndin sem þeir standa aö á þessu ári. HJÓ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.