Morgunblaðið - 09.10.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
5
Friðrik Sophusson og Birgir
ísleifur Gunnarsson um breytingar
í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins:
Breytingarnar
til mikilla bóta
„ÉG STYÐ þessar breytingar eindregið. Ég hef reyndar lengi verið þeirrar
skoðunar að formaður flokksins eigi að vera í ríkisstjórninni," sagði Fríðrik
Sóphusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er blaðamaður Morgunblaðs-
ins spurði hann í gær, hvort hann teldi nóg aðgert með þeim breytingum
sem nú hafa verið ákveðnar í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins.
Friðrik sagði að Sjálfstæðis-
flokkurinn tæki þátt í þessu
stjórnarsamstarfi til þess að ná
árangri. Ríkisstjórnin næði ekki
árangri, nema hún hefði traust.
„Ef þessar breytingar leiða til
vaxandi trúar almennings á
stjórninni og styrkja hana til þess
að takast á við erfið úrlausnarefni,
sem blasa við á næstunni, þá er
nóg að gert,“ sagði Friðrik.
„Ég tel reyndar, eins og svo
fjölmargir aðrir,“ sagði Friðrik,
„að nú sé komin röðin að framsókn
að sýna viðleitni til þess að styrkja
stjórnina. Það er hins vegar mál
sem þeir verða að leysa sjálfir."
Varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins sagðist vilja árna for-
manni flokksins og ráðherrum
hans allra heilla í nýjum störfum.
Birgir Isleifur Gunnarsson, sem
nú er staddur í Bandaríkjunum,
sagði i samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær, er hann var
Tímabundnar
uppsagnir
„VIÐ SÖGÐUM lausráðnu starfs-
fólki upp um stundarsakir vegna
hráefnisskorts. Það hefur allt
verið boðað aftur til vinnu næst-
komandi þriðjudag, en þá reiknum
við með að Olafur Bekkur landi
hér,“ sagði Svavar Magnússon,
framkvæmdastjóri Hraðfrysti-
húss Magnúsar Gamalíelssonar hf.
á ólafsfirði, en lausráðnu starfs-
fólki þar hafði verið tilkynnt upp-
sögn frá og með deginum í dag,
miðvikudegi 9. október, með viku
fyrirvara.
spurður hvort hann teldi nóg að
gert varðandi breytingar á ráð-
herraliði Sjálfstæðisflokksins: .Ég
er þeirrar skoðunar að þessar
breytingar séu til mikilla bóta og
sérstaklega hafi það verið mikil-
vægt að Þorsteinn kæmist inn i
ríkisstjórn, því hans staða sem
formaður flokksins var orðin óvið-
unandi. Mér finnst þetta jafnframt
vera rétt leið að stokka upp ráðu-
neytum, og tel ég að þetta veiti
ferskum blæ inn í rikisstjórnina
og styrki hana verulega. Sjálfur
tel ég að ekki hefði verið raunhæft
að reikna með frekari breytingum
á þessu stigi.“
Jólabók um
Reyni Pétur
og gönguna
REYNIR Pétur Ingvarsson göngu-
garpur frá Sólheimum í Grímsnesi
og íslandsganga hans í sumar verdur
efni bókar, sem Eðvarð Ingólfsson
hefur skrifað fyrir kristilegu útgáf-
una Kkálholt. Heiti bókarinnar hefur
ekki verið ákveðið en bókin á að
koma út fyrir jól.
Bók sina byggir Eðvarð á við-
tölum við Reyni, starfsfólk á Sól-
heimum og fleiri, frásagnir af
göngunni, lýsingar á þvi sem fyrir
augu og eyru bar og fjölmörgum
myndum.
Bókin um Reyni Pétur og Sól-
heimagönguna verður 140-150
blaðsíður.
15 ára afmœlishátíð á Broadway
Pantið miöa tímanlega þar sem uppselt var um sl. helgi. Sími 77500.
STÓRSÝNING
Sumargleöinnar
hefur svo sannarlega slegid í gegn.
17 úrvals skemmtlkraftar meö þá Ragga Bjarna,
Ómar Ragnarsson, Bessa Bjarna, Óla og Hemma
Gunn í fararbroddi sem fara á kostum í stórglæsilegri
sýningu sem býöur upp á söng, dans, grín og gleöi
eins og best veröur á kosiö.
Sumargleðin hefur aldrei veriö
fjölbreyttari, f;örugri eöa betri en einmitt nú,
þaöermálmanna.
Matseðill
Rœkjukokteill
Villikryddað lambalœri
Fyllt bökuð epli með kókos-
fyllingu og rjóma
Þrátt fyrir aö menn hafi stundað stjórnunarstörf um langan
aldur, hefur þaö reynst þátttakendum lærdómsríkt að sækja
námskeið, deila reynslu sinni með öðrum og heyra hvernig
vandamál annarra fyrirtækja eru leyst.
MARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS: __________________ ________________________
• Kynna meginreglur stjórnunarfræðanna
• Vekja stjórnendur til umhugsunar um þann fjölbreytileika
sem ríkir í stjórnun
• Veita stjórnendum innsýn (eigin stjórnunaraðferðir og samskipti
þeirra við starfsmenn
Hvað er stjórnun
Stjórnskipulag og tegundir
Einstaklingurinn og vinnan
Starfshvatning
Upplýsingastreymi
Verkefnastjórnun
Skipulagsbreytingar
Leiðb.: Höskuldur Frímannsson, rekstrarhagfræðingur
Tími og staður: 14.-17. okt. kl. 14-18, Ánanaustum 15
Stjórnunarfélag
íslands
Ánanaustum 15
Sími: 6210 66
Framkvæmdaaætlun og forgangsroð aðgerða
• Verkefnagerð og undirbuning þátttakenda fyrir fund
• Hlutverk fundarstjóra
• Tímaáætlun, truflanir
• Skilgreiningu og endurgreiningu verkefna
• Hvernig ber að fylgja aætlunum eftir
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, hópvinnu og fundarhöldum.
Leiðbeinandi: Sigurður örn Gíslason, rekstrarráðgjafi.
Tími og staður: 14.-15. okt. kl. 9-12, Ánanaustum 15