Morgunblaðið - 09.10.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 09.10.1985, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985 Tarkovski Síðastliðið mánudagskveld var dagskrá í sjónvarpinu um sovéska kvikmyndaleikstjór- ann Andrei Tarkovski. Var fyrst sýndur þáttur er nefndist: Tark- ovski á íslandi og síðan myndin: Heimþrá (Nostalgia) er Tarkovski gerði á Ítalíu og lýsir angist og söknuði þess er fær aldrei að líta aftur heimahagana. Ég býst við að kvikmyndagagnrýnendur blaðs- ins hafi fjallað um kvikmynd þessa, en á minni könnu er sjón- varpsþátturinn. í kynningartexta sjónvarpsins segir: Sjónvarpsþátt- ur um heimsókn kvikmyndaleik- stjórans Andrei Tarkovski til Is- lands í vor. Ennfremur ræðir Árni Bergmann við Tarkovski og sýnd eru brot úr fyrri kvikmyndum hans. Umsjónarmaður Sveinbjörn I. Baldvinsson. Það var margt athyglisvert í þessum sjónvarps- þætti, þótt brotin úr kvikmyndum Tarkovski hafi nú ekki sagt langa sögu um þennan sérstæða kvik- myndagerðarmann. Hitt fannst mér öllu athyglisverðara hve upp- teknir kvikmyndatökumennirnir voru af íslensku landslagi. En máski hefir hið nöturlega íslenska snjófjúk er þarna gladdi augað átt að gefa hugmynd um sálarástand þess manns er hefir verið útilokað- ur um eilífð frá föðurlandi sínu og ástvinum — og það án nokkurr- ar sýnilegrar ástæðu. Útlegð Já, það dugir svo sannarlega skammt að yngja upp ásjónu kerfis er leikur þannig hinn almenna borgara. Eða getur nokkur íslend- ingur ímyndað sér þá sálarkvöl er fylgir útlegðardómi? Tarkovski elskar sitt föðurland, börnin, ætt- ingja, æskuvinina, ilminn af rússn- eska barrinu, sólina þegar hún speglast á gullnum hvolfþökum Kremlar. Samt kýs hann að hverfa frá þessu öllu saman til hagkerfis er hefir neytt stórmeistara á borð við Kurosawa til að betla fé svo hann megi ljúka Lear, til hagkerfis sem hefir slökkt á ítölsku og frönsku bylgjunni, til hagkerfis er krefst hraðrar atburðarásar, kláms eða gríns. Hver er ástæða þess að slíkt „kvikmyndaskáld" slítur líf sitt upp með rótum og hverfur til hins miskunnarlausa samkeppnisheims Vesturlanda? Ástæðan er ofureinföld. Tarkovski hafði séð grímulausa ásýnd alræð- isins hann var kominn á rauða Iistann. Rauði listinn Já, það er sko ekkert grín að lenda á rauða listanum þar sem „alræði öreiganna" ríkir. Þeir sem lenda á þeim lista breytast í eins konar „ómenn" slíka er Orwell lýs- ir svo í 1984: X var í hópi þeirra, sem kallaðir voru „ómenn“. Hann var ekki til; hafði aldrei verið til. (Bls. 37.) Menn bregðast misjafn- lega við slíkum „ómennisstjórnar- háttum", sumir hverfa að mestu inní heim þagnarinnar, aðrir stunda línudans eða þiggja kaffi í húsi rithöfundasamtakanna eða skjóta sig. Enn aðrir fara að dæmi Tarkovski. í fyrrgreindri sjón- varpskvikmynd var Tarkovski teymdur í sumarbústað við Álfta- vatn. Var það vel við hæfi því umhverfið var eitthvað svo rússn- eskt og bústaðurinn sömuleiðis, það vantaði bara sleðaferð slíka er Pasternak lýsir svo í sjálfsævi- sögunni: Hvítur frerinn kastaði frá sér stjörnuskininu og lýsti okkur veginn. Þessi glampandi hvíti snjór á milli trjánna vakti hjá manni geig, það var eins og logandi kerti hefðu verið sett í skóginn. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Tryggvadóttir kynna starf í grunnskóla og Bogi Arn- ar Finnbogason samstarf heimila og skóla. Annan hvern fimmtu- dag mun Ragnar Jón Gunnarsson huga að umhverfi fólks og skipu- lagsmálum almennt. Markmiðið er að benda á mikilvægi umhverfisins f daglegu lífi fólks og hvetja til umræðu um það. Sigurður Sigurðsson mun síðan annan hvern fimmtudag koma á fram- færi almennum fróðleik um neytendamál og svara skriflegum fyrirspurnum hlustenda. Einnig mun hann fjalla um auglýsing- ar og markaðsaðstæður á íslandi. Aftan- stund ■■■■ Aftanstund, 1 Q 25 harnaþáttur — með innlendu og erlendu efni, er á dag- skrá sjónvarps kl. 19.25 í kvöld og kennir þar ýmissa grasa að vanda. Fyrst í Aftanstundinni verður Söguhornið. Hall- dór Torfason segir ævin- týrið „Mýslurnar". Þá verður „Maður er manns gaman" og „Forðum okkur háska frá“, teiknimynda- flokkur frá Tékkóslóvakíu um það sem ekki má í umferðinni. Sögumaður er Sigrún Edda Björnsdóttir. ílr tékkneska teiknimyndaflokknum „Forðum okkur hiska fri“. „í dagsins önn .. ■■■■ Þáttaröðin „I 1 o 30 dags'ns 1 ó — önn ...“ hóf göngu sína sl. mánudag og verða þættirnir á dagskrá Barnaútvarpið ■■■■ Barnaútvarpið 1 7 00 er á dagskrá 1 I — útvarps, rásar 1, kl. 17.00 í dag að vanda. Flutt verður tónlist úr nýlegum og gömlum kvik- myndum. Knútur R. Magnússon heldur áfram lestri þýðingar Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka „Bronssverðið", en sagan er eftir Jóhannes Hegg- land. Umsjónarmaður Barna- útvarpsins er Kristín Helgadóttir og henni til aðstoðar eru þau Orri Hauksson og Ljósbrá Baldursdóttir, bæði 14 ára gömul. rásar 1 fjóra daga vikunn- ar, frá mánudegi til fimmtudags. í þáttunum verða fjöl- skyldan og heimilið í brennidepli og er stefnt að því að veita fræðslu og hvatningu í dagsins önn. Markmiðið er að hlúa að fjölskyldunni og höfða til fólks á öllum aldri. Tekin verða fyrir málefni hvers- dagsins svo sem heil- brigði, næring, uppeldi, samvera, skóli, umhverfi og neytendamál. Þetta eru sex sjálfstæðir þættir með jafnmörgum umsjónar- mönnum og verða þeir á dagskrá ýmist vikulega eða aðra hverja viku kl. 13.30 á fyrrnefndum dög- um. Á mánudögum mun Sverrir Guðjónsson beina athyglinni að fjölskyld- unni sem heild og sýna dæmi um samveru sem eflt gæti innbyrðis tengsl hennar. Rætt verður við fólk úr mismunandi fjöl- skyldugerðum og fjöl- skyldur sem hafa fatlaða fjölskyldumeðlimi. Á þriðjudögum fjallar Jónína Benediktsdóttir um heilsuvernd. Leitað verður ráða hjá sérfræð- ingum á hverju sviði sem tekið verður fyrir og þann- ig reynt að fræða fólk um hvað það sjálft geti gert sér til heilsubótar. Annan hvern miðviku- dag mun Kristín H. ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 9. október 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Leikfimi. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veöurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Sætukoppur" eftir Judy Blume. Bryndls Vlglunds- dóttir les pýðingu slna (10). 9.20 Leikfimi. Tilkynningar. Tðnleikar, pulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn páttur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. 10.40 Þáttur Valborgar Bents- dóttur. 11.10 Úr atvinnullfinu. Iðnaðarrásin. Umsjón: Gunn- ar B. Hinz, Hjörtur Hjartar og Páll Kr. Pálsson. 11J0 Morguntónleikar Þjóðlög frá ýmsum löndum. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Sam- starf heimila og skóla. Um- sjón: Bogi Arnar Finnboga- son. 14.00 Miðdegissagan: „A strðndinni" eftir Nevil Shute. Njörður P. Njarðvlk les þýð- ingus(na(14). 14.30 Hljómskálatónlist. Guð- mundur Gilsson kynnir. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örni Ingi. RÚVAK. 15/45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Slðdegistónleikar a. Sónatlna nr. 1 I fls-moll eftir Jean Sibelius. Erik T. Tawaststjerna leikur á planó. b. Tónlist úr „Pétri Gaut“ eftir Edvard Grieg. Sinfónlu- hljómsveitin I San Francisco leikur. Edo De Waart stjórn- ar. c. Sænskur hátlðarforleikur eftir August Sðderman og „Haustljóð" eftir Wilhelm Peterson-Berger. Fllharmon- lusveitin I Stokkhólmi leikur,- Björn Hallman stjórnar. 17.00 Barnaútvarpiö Meðal efnis: „Bronssverðið" eftir Johannes Heggland. Knútur R. Magnússon heldur áfram lestri pýðingar Ingólfs Jónssonar frá Prestbakka. Stjórnandi: Kristln Helga- dóttir. 17.50 Siðdegisútvarp. — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.45 Málræktarpáttur Helgi J. Halldórsson flytur. 19.50 Eftir fréttir Jón Asgeírsson fram- kvæmdastjóri Rauöa kross fslands flytur þáttinn. 20.00 Hálftlminn — Elln Kristinsdóttir. 20.30 Ipróttir Umsjón: Samúel örn Erlings- son. 20.50 Tónamál Soffla Guðmundsdóttir kynnir. RÚVAK. 21.30 Flakkaö um ftallu Thor Vilhjálmsson flytur frumsamda ferðapætti (6). SJÓNVARP 19.25 Aftanstund Barnaþáttur meö innlendu og erlendu efni. Söguhornið — Halldór Torfason segir ævintýriö Mýslurnar. Maöur er manns gaman og Forðum okkur háska frá — teíkni- myndaflokkur frá Tékkóslóv- aklu um það sem ekki má I umferðinni. Sögumaður: Sigrún Edda Björnsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá MIÐVIKUDAGUR 9. október 20.40 Svipmyndir úr forsetatör Þáttur frá opinberri heim- sókn forseta fslands til Spán- ar og Hollands I sfðasta mánuði. Umsjónarmaöur Helgi E. Helgason. 21.20 Dallas I þungum þönkum Bandarlskur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi Björn Baldursson. 22.10 Þjóðverjar og heimsstyrj- öldin slöari (Die Deutschen im Zweiten Weltkrieg) 5. Hernaður I lofti og á höf- unum. Nýr þýskur heimilda- myndaflokkur I sex þáttum sem lýsir gangi heimsstyrj- aldarinnar 1939—1945 af sjónarhóli Þjóðverja. Þýð- andi Veturliöi Guönason. Þulir: Guðmundur Ingi Kristj- ánsson og Marla Marlus- dóttir. 23.35 Fréttir I dagskrárlok 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orð kvölds- ' ins. 22.25 Bókaþáttur. Umsjón: Njörður P. Njarðvlk. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 9. október 10.00—12.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö. Stjórn- andi: Jón Axel Ölafsson. 15.00—16.00NÚ er lag. Gömul og ný úrvalslög aö hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16.00—17.00 Dægurflugur. Nýjustu dægurlögin. Stjórn- andi: Leopold Sveinsson. 17.00—15.00 Tapað fundið. Sögukorn um popptónlist. Stjórnandi: Gunnlaugur Sig- fússon. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.