Morgunblaðið - 09.10.1985, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÖBER1985
Verk eftir Ólöfu Grímeu Þorláksdóttur.
Úr hugarheimi
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Meðal þess, sem Listahátíð
kvenna býður upp á, er sýning
tveggja aldinna kvenna í Lista-
skála alþýðu við Grensásveg.
Báðar teljast konurnar naivist-
ar, auk þess sem myndheimur
þeirra er í ætt við alþýðumál-
verkið. Þær mála báðar af fingr-
um fram, svo sem hugurinn býð-
ur hverju sinni og undir áhrifum
frá umhverfi sínu og myndum úr
listaverkabókum.
Hin yngri þeirra er Sigurlaug
Jónasdóttir f. í Öxney á Breiða-
firði hinn 4. júlí 1913. Hún hefur
stundað kvöldnámskeið í Mynd-
listarskóla Reykjavíkur. Hefur
málað í fimmtán ár.
í sýningarskrá segir, að þetta
sé hennar fyrsta sýning á ís-
landi, en þar sem ég hef séð
myndir hennar áður og minnir
sterklega, að ég hafi ritað um
þær, þá tel ég, að hún hafi a.m.k.
tekið þátt í samsýningu hér í
borg.
Verk Sigurlaugar hafa mörg
yfir sér ferskan og myndrænan
blæ, og í þeim er eitthvað hreint
og upprunalegt, er hrífur. Skilj-
anega eru þau misjöfn, en mynd-
ir eins og „Vetrarleikir (8) og
„Uppboðið" (19) standa fyrir
sínu og eru einkar skemmtileg á
að horfa. Bæði eru vinnubrögðin
fersk og einlæg, og svo skín það i
gegn, að myndefnið er eigin og
sterk lifun.
í sýningarskrá er litmynd af
málverki, er nefnist „Skinnspýt-
ing“ og er af tveimur mönnum í
stigum með skinn á milli sín.
Fyrir ofan þá getur að líta telpu
eða dreng, er liggur á þaki húss-
ins og horfir á þá. Myndin er
gott dæmi um eðlislæg áhrif, er
Sigurlaug hefur orðið fyrir við
skoðun listaverkabóka svo og
samruna þeirra. T.d. hefur telp-
an (drengurinn) sterkan svip af
fígúrum Botero, og mennirnir í
stigunum koma einnig kunnug-
lega fyrir sjónir. Þetta er ekki
sagt listakonunni til hnjóðs, þvf
fer fjarri, en skýrir um margt
vinnubrögð naivista og hvernig
þeir horfa á tilveruna.
ÓLöf Grímea Þorláksdóttir (
Gríma) er fædd 25. september
1895 á Lambanesreykjum í
Fljótum. Hún hefur stundað
kvöldnámskeið f myndlist f
Myndlistarskóla Reykjavíkur og
fengist við að mála í rúm tutt-
ugu ár. Gríma hefur haldið
einkasýningu í fyrrum húsa-
kynnum Klausturhóla, nú
Listmunahúsinu, við Lækjargötu
og tekið þátt í samsýningum.
Myndheimur Grímu er af allt
öðrum toga en Sigurlaugar og er
meira i ætt við gamlan útsaum,
textíla og blómamálverk, hvers
konar alþýðulist og bróderí.
Allur samanburður er þannig
út i hött, nema þá hvað fölskva-
laus einlægnin er að baki mynd-
gerð beggja.
Það eru blómin, gróandinn,
mannfólkið og hinn ófreski ljóð-
ræni veruleiki að baki, sem eiga
hug Grímu allan. Hún málar
þessi myndefni sín upp aftur og
aftur í margvíslegri, en þó
skyldri mynd og nær iðulega
árangrL er ber sterkri lifun
vitni. Eg vísa hér til tveggja
mynda, er undirstrika þessi orð
min: „Blátt fólk og landslag" (2)
og „Sumar“ (II). í báðum þessum
myndum koma fram bestu hliðar
Grímu i málverkinu, sem eru
fersk- og upprunaleikinn.
Það er yfirleitt sól og sumar í
myndum Grímu og gaman að
vera til, ást til náttúrunnar og
mannlifsins.
Styrkur sýningar þessara
tveggja listakvenna liggur i þvi,
að þeim liggur eitthvað á hjarta,
Verk eftir Sigurlaugu Jónaadóttur.
þær lifa í nútið, sem er f senn
fortíð og framtíð og því tíma-
laus. Þær þurfa því ekki að hafa
áhuga á listastefnum né að vera
nútímalegar. Þær vilja syngja
sjálfar, en ekki vera hjáróma
raddir, dauft hvísl í alþjóðlegum
samkór.
Og þó eru þær í hæsta máta
alþjóðlegar í myndrænni við-
leitni sinni, en það kemur af
sjálfu sér.
Konur hefðu naumast getað
hugsað sér betri stuðning en
þessa litlu en fallegu sýningu,
því að hún er svo einlæg og
opinská og aðdáunin fölskvalaus
til grómagns lífsins svo og
áþreifanlegrar málefnalegrar
rökræðu...
Sjödægra
Nýlega lauk litilli en eftirtekt-
arverðri sýningu í Gallerí Borg,
er bar heitið Sjödægra.
Var það hvort tveggja, að á
sýningunni voru sjö myndverk
og svo stóð hún yfir í sjö daga.
Það er ákaflega hæpið að ætl-
ast til þess, að listdómur birtist
á sýningartímabilinu, þegar sýn-
ingar eru opnar í jafn skamman
tíma og eru ekki af stærra um-
fangi né tilefni. Til þess eru sýn-
ingar i höfuðborginni of margar.
Ungur maður, Stefán Axel
Valdimarsson að nafni, var hér
að kynna verk sin i fyrsta skipti
opinberlega. Hann nam við
Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands og stundar nú nám við Jan
Van Eyck Academie í Maas-
tricht Hollandi.
Af sýningunni að ráða er hér
um mikið listamannsefni að
ræða og kom það meira fram í
sjálfum vinnubrögðunum en ein-
staka myndum.
Sterkasta og heillegasta
myndin á sýningunni var ótví-
rætt sú, er bar fallega nafnið
„Erotika", sem var í senn ljóð-
ræn og unnin á sérkennilegan
hátt með óvenjulegri tækni.
Eitthvað ágætt var og í öllum
myndunum, og nú bíður maður
einungis framhaldsins og óskar
listspírunni vinnufriðar.
Tvær sýningar
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
„Konan til gagns
og gamans“
Listahátíð kvenna er enn I
fullum gangi er þessar línur eru
festar á blað og hefur kvenpen-
ingurinn svo til einokað alla sýn-
ingarsali borgarinnar um skeið.
Það hefur því minna en ella
borið á list karla undanfarið og
var með sanni tími kominn til,
því að öll tilbreyting er af hinu
góða en hvort þetta markar
tímamót veit ég ekki, en óum-
deilanlega hefur framtakið
stuggað við ýmsum.
Einn er sá maður, sem taldi
sig þurfa að sýna kvenþjóðinni
virðingu sína og samstöðu á
þessum tímamótum og setti í því
tilefni upp sýningu í Gallerí
Grjóti á Skólavörðustig 4a og að
sjálfsögðu til heiðurs konum.
Nefnist sýningin: „Konan til
gagns og gamans" og saman-
stendur af 20 minimal-skúlptúr-
verkum, og gerandinn að baki
þeim er Magnús Tómasson
myndlistarmaður.
Magnús er óþarfi að kynna,
því að hann hefur komið víða við
og haldið margar sýningar, sem
athygli hafa vakið, og er einn
þeirra, sem kjörnir hafa verið í
hið háa listráð Listasafns fs-
lands. Sýningin í Gallerí Grjóti
er ekki stór I sniðum, en þeim
mun skemmtilegri til skoðunar.
Magnús Tómasson
En mér til efs, að Magnús hafi í
annan tíma staðið að baki jafn
heilsteyptri sýningu verka sinna.
Undirtónn sýningarinnar er
öðru fremur tilfinning gerand-
ans til kvenlegra forma og at-
hafnasemi. Tjámiðillinn er sjálft
áþreifanlegt rúmtaksformið og
um það fer listamaðurinn var-
færnum og ástúðlegum höndum.
Á launkýminn hátt mótar hann
kvenleg form, er hann þykist sjá
í hinum hversdagslegustu hlut-
um, og lyftir þeim á listrænan
stall í bókstaflegri merkingu.
Oft er hér að baki mikil hug*
vitssemi, sem á ættir að rekja til
tilrauna dadaistanna gömlu svo
sem Man Ray, og þó er í þeim
persónulegur tónn, sem er það,
sem mestu varðar.
Sum þessara skúlptúrverka
segja á sinn einfalda og sjón-
ræna hátt miklu meira en langar
og skeleggar blaðagreinar og
hitta um leið í mark.
Tónleikar á Kjaryalsstöðum:
Tónlist eftir
Jórunni Viðar
Tónllst
Rögnvaldur Sigurjónsson
Enginn veit sína ævina fyrr en
öll er. Ég fór á eftirmiðdagstónleika
sl. sunnudag sem haldnir voru á
Kjarvalsstöðum, afslappaður og
hugsaði mér gott til glóðarinnar
að hlusta á verk eftir Jórunni Viðar
og þar með að njóta góðrar tónlist-
ar, flutta af ágætum listakonum.
Ég þarf ekki að orðlengja það, að
ég skemmti mér hið besta, því bæði
var að verkin sem leikin voru, voru
hin áheyrilegustu (með undantekn-
ingum þó) og svo var frammistaða
listakvennanna með hinum mestu
ágætum. En hvað var þá að? Ekk-
ert, nema að undirritaður hefir lagt
alla gagnrýnistilburði á hilluna,
e.t.v. um alla framtíð, og þess vegna
var ég alveg óviðbúinn þegar Jón
Ásgeirsson, aðalgagnrýnandi
Morgunblaðsins, hringdi í mig og
sagði sfnar farir ekki sléttar. Hann
hafði ruglast á tfmanum og mætt
um kvöldið á Kjarvalsstöðum í
staðinn fyrir kl. 5 um eftirmið-
daginn. Hann var sleginn hann Jón,
og skildi ég hann vel. Hann sagði
eins og satt er, að það væri hrein-
asta hneyksli ef engin grein birtist
í Morgunblaðinu um jafn ágætan
listamann og Jórunni Viðar, og var
ég honum alveg sammála. Og þess
vegna er ég hér kominn að skrifa
nokkrar lfnur um þessa tónleika.
En fyrst vil ég setja harðlega út á
það að ekki skuli hafa verið ná-
kvæm efnisskrá á boðstólum á tón-
leikunum, heldur var efnisskráin
lesin upp og finnst mér þetta heldur
lágkúrulegt þegar heil kvennalista-
hátíð er hér í gangi, sem ætti nú
að hafa ráð á því að láta fjölrita
eina litla efnisskrá. En snúum
okkur þá að tónleikunum. Þeir hóf-
ust á Þjóðlífsþætti, svítu í 5 þáttum
fyrir fiðlu og píanó. Laufey Sigurð-
ardóttir lék á fiðluna og Selma
Guðmundsdóttir á píanóið. Þessi
svíta er bæði falleg og skemmtilega
vel skrifuð fyrir hljóðfærin, sér-
staklega þó fyrir fiðluna. Jórunn
hefir lagt sig fram við að rýna ofan
í þjóðlögin okkar, og eru verk henn-
ar mjög í þeim anda. Það er auðvit-
að spurning hve langt á að fara í
þeim efnum og gæti það stundum
orkað tvímælis. Það þótti mér t.d.
f næsta verki sem var Hugleiðing
um 5 gamlar stemmur fyrir píanó.
Lára Rafnsdóttir lék á píanóið. En
árans píanóið, það er eins og það
vilji ekki taka þessum stemmum
torfbæjanna inn á sína strengi. Það
verða einhverskonar árekstrar þar
Jórunn Viðar
sem rímnalagið og píanóið vilja
eiginlega ekkert með hvort annað
gera. Annaðhvort eru einhver hlaup
á tangentunum sem rímnalagið
kannast ekkert við eða þá að píanó-
ið stynur undan þurrum hamra-
gangi og litlausum hljómasam-
böndum stemmunnar. En tilraunin
er allrar virðingar verð, en það
hefir bara ekki tekist ennþá, að
koma þessum rímnalögum af
nokkru viti á nótnaborðið, hvorki
hjá Jóni Leifs né öðrum sem það
hafa reynt. Því miður. Að endingu
voru flutt fjögur sönglög með
píanóundirspili, en það voru Gesta-
boð, ljóð eftir Einar Braga, Karl
sat undir kletti, ljóð Halldóru B.
Björnsson, Vort líf, ljóð Steins
Steinars og að endingu Únglingur-
inn í skóginum Halldórs Laxness.
Þetta var hápunktur tónleikanna
hvað tónsmíðarnar varðaði því
lögin voru hvert öðru betra og hefir
Jórunn áberandi gáfu til að sam-
eina ljóð og lag. Hún kann að
„mála“ ljóðin í tónum og var kímni
hennar sérlega skemmtileg t.d. I
hinu fræga kvæði Vort líf, og svo
hin impressjóníska stemmning í
Únglingnum I skóginum. Katrín
Sigurðardóttir og Vilhelmína ól-
afsdóttir fluttu þessi lög skínandi
vel og eins og áður segir þá léku
þessar ungu listakonur allar mjög
vel. Jórunn Viðar er þekkt sem
óvenjulega gáfuð listakona, alveg
frá unga aldri, bæði sem píanóleik-
ari og tónskáld, og kom það glöggt
í ljós á þessum umræddu tónleikum
að hún hefir ýmislegt til þessara
mála að leggja.
F.h. séra Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahúsprestur, sr. ólafur Skúlason, sr.
Ragnar Fjalar Lirusson, Ólafur Jónsson leknir, formaður læknaráðs, sr.
Hjalti Guðmundsson, Jóhannes Pálmason, frkvstj. Borgarspítalans, Páll Gísla-
son leknir, formaður stjórnar Borgarspítalans, sr. Tómas Sveinsson og sr.
Halldór S. Gröndal.
Sjúkrahússprestur settur
inn í embætti sitt
SÉRA Sigfinnur Þorleifsson, hinn
nýi sjúkrahússprestur BorgarspítaÞ
ans, var settur inn í embætti sitt af
séra Ólafi Skúlasyni, við almenna
guðsþjónustu á Borgarspítalanum sl.
sunnuda?.
Á meðfylgjandi mynd eru þeir
prestar sem inna af hendi kirkju-
lega þjónustu á Borgarspítalanum
og stofnunum hans auk stjórnenda
spítalans.
(Frétutilkjnninx