Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 23
Endurminningar Söru Keays:
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
23
HÖFÐABAKKA 9 — REYKJAVÍK
SIMI 685411
Sagði hjákonunni frá
Falklandseyiamálinu
liinHon H nllÁLor AP " V
I/ondon, 8. október. AP.
CECIL Parkinson, fyrrum við-
skiptaráðherra Bretlands og for-
maður íhaldsflokksins, sagði hjá-
konu sinni Söru Keays frá ríkis-
stjórnarfundum um Falklands-
eyja-stríðið, að því er fram kemur
í útdrætti úr bók hennar, sem
breska blaðið Daily Mirror birti í
dag.
Þar segir Sara Keays ennfrem-
ur, að Parkinson hafi frætt sig
„um baksvið þessara sögulegu
viðburða". Hún segir, að ráðherr-
ann hafi sagt sér frá „ólíkum
skapgerðum samstarfsmanna
sinna í ráðherranefndinni, sem
fór með Falklandseyjamálið, og
viðleitni þeirra til að kynna sam-
ráðherrum í ríkisstjórninni og
þjóðinni ákvarðanir sínar".
„Mér þótti það forréttindi að
fá að vita svona mikið um það,
sem var að gerast á bak við tjöld-
in,“ skrifar Sara Keays.
Þegar Parkinson lét í ljós beyg
við að láta til skarar skríða á
Falklandseyjum á fundi með
Margaret Thatcher forsætisráð-
herra, átaldi hún hann „með orð-
um, sem mátti skilja á þann veg,
að það væri ekki rúm fyrir bleyð-
Sara Keays
ur 1 ráðherranefndinni", sagði í
bók Söru Keays.
Bretar náðu Falklandseyjum á
sitt vald árið 1982 í kjölfar inn-
rásar Argentínumanna.
Parkinson var viðskiptaráð-
herra á þessum tíma og síðan
kosningastjóri Margaret Thatch-
er, en hún var endurkjörin 1983.
Cecil Parkinson
Hann sagði af sér sem formaður
íhaldsflokksins í októbermánuði
1983, þegar uppvíst varð um ást-
arsamband þeirra Söru Keays og
að hún bar barn hans undir belti.
Ungfrú Keays var þá ritari Park-
insons.
í bókinni segir hún frá því, að
Parkinson hafi „sárbænt" sig um
að gangast undir fóstureyðingu
til að bjarga embættisframa
hans.
Daily Mirror styður Verka-
mannaflokkinn, sem er í stjórn-
arandstöðu. Ber birtingu út-
dráttarins upp á sama dag og
setningu landsfundar íhalds-
flokksins í Blackpool á Norð-
vestur-Englandi.
Breska fréttastofan sagði í
dag, að margir fulltrúanna á
landsfundinum hefðu verið með
Daily Mirror í höndunum í fund-
arsalnum og sumir verið að
glugga í sögu Söru Keays, meðan
á umræðunum stóð.
Tillögur Sovét-
manna ná ekki til
SS-20 eldflauganna
Bobb, H. október. AP.
TILLÖGUR Sovétmanna sem miða
að því að draga úr kjarnorkuvopna-
vígbúnaði, eru óaðgengilegar í núver-
andi formi og virðast til þess gerðar
að reka fleyg í samvinnu og samstarf
Atlanlshafsbandalagsríkjanna, að
mati aðstoðarutanrikisráðherra Vest
ur-Þýskalands, Lutz Stavenhagen.
Hann varaði þó við því að tillögunum
yrði hafnað alfarið og sagði að Sovét-
menn hefðu þrátt fyrir allt nálgast
afstöðu Atlantshafsbandalagsins
með þessum nýju tillögum.
Stavenhagen benti á að tillög-
urnar næðu ekki til SS-20-eld-
flauga Sovétríkjanna, sem beint
er að Vestur-Evrópu, þó þær taki
til Pershing 2-eldflauga Atlants-
hafsbandalagsins. Leiðtogi Sovét-
ríkjanna, Mikhail Gorbachev, sem
var á ferð i Frakklandi i síðustu
viku, hvatti til algjörs banns við
geimvopnum og til helmings
minnkunar á kjarnorkuvopnum
stórveldanna. Gorbachev gerði
einnig að tillögu sinni að beinar
viðræður færu fram milli Sovét-
manna annars vegar og kjarnorku-
veldanna i Evrópu, Bretlands og
Frakklands, hinsvegar um fækkun
meðaldrægra eldflauga i Evrópu.
Vopnaðir menn á varðbergi
Sýrlenskir hermenn með alvæpni eru nú á hverju strái í Tripoli í
Líbanon en þar hafa stuðningsmenn þeirra og önnur fylking, sem
styður Palestínumenn, borist á banaspjót að undanförnu. Er borgin
víða í rústum eins og sjá má og flestir íbúanna flúnir á brott.
Hríslumar.
• •
Frumkvæði Kasp-
arovs koðnaði niður
Skák
Margeir Pétursson
ÞRETTÁNDA skákin í einvígi
Karpovs og Kasparovs um heims-
meistaratitilinn varð dauflegri en
flestir höfðu búist við. Skákin varð
jafntefli eftir 24 leiki, en Kasparov,
sem hafði hvítt, hafði betri stöðu
framan af. Karpov beitti Nimzo-
indverskri vörn í fjórða skiptið í
einvíginu. Kasparov tefldi mjög
hvasst, fórnaði peði í tíunda leik,
og fékk mjög frjálsa stöðu. I 14.
leik gaf Karpov peðið til baka til
að fá fram uppskipti, en engu að
síður var staða áskorandans betri.
18. leikur Kasparovs var hins vegar
ekki nægilega góður og eftir að
Karpov náði drottningakaupum i
20. leik var jafnteflið tryggt.
Kasparov var bjartsýnn áður
en 13. skákin var tefld í gær.
Haft var eftir honum að 13 væri
hans happatala. Hann væri
fæddur 13. apríl og eftir að hann
væri búinn að afgreiða Karpov
yrði hann 13. heimsmeistarinn.
En þrátt fyrir að Kasparov færi
vel af stað í gær reyndist Karpov
sýnd veiði en ekki gefin. Heims-
meistarinn lét engan bilbug á sér
finna, þrátt fyrir hinn hroðalega
afleik sinn í 11. skákinni fyrir
viku.
Staðan í einvíginu er því enn
jöfn, báðir hafa hlotið sex og
hálfan vinning. Fjórtánda skákin
verður tefld á morgun, þá hefur
Karpov hvítt.
Þetta var níunda jafnteflið í
einvíginu. Hvert jafntefli kostar
þá u.þ.b. 240.000 ísl. krónur, því
við hvert jafntefli er einn hundr-
aðasti tekinn af verðlaunasjóðn-
um og settur í sjóð til styrktar
skák í þriðja heiminum.
Þrettánda einvígisskáin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart. Anatoly Karpov.
Nimzoindverks vörn
1. d4 — RfG, 2. c4 — e6, 3. Rc3 —
Bb4,4. Rf3 — c5,5. g3 - Rc6,
í fyrstu skákinni Iék Karpov
hér 5. — Re4, 6. Dd3 — Da5 og
tapaði.. Sfðan hefur hann vafa-
laust rannsakað afbrigðið gaum-
gæfilega.
6. Bg2 — Re4, 7. Bd2 — Bxc3, 8.
Bxc3 — 0-0,9.0-0 — f5,10. Be3
Kasparov ákvað að fórna peði
eftir rúmlega hálfrar klukku-
stundar umhugsun. Vafalaust er
framhaldið 10. Dc2 — b6,11. Be3
— Ba6 of hægfara fyrir hvítan.
10. — Rxc3, 11. Dd3 — cxd4, 12.
Rxd4 — Re4,13. c5!
Setur svart í töluverðan vanda,
því 13. — Rxc5? tapar manni
eftir 14. Rxc6,13. Bxe4 var hins
vegar slæmt vegna 13. — Re5.
13. — Rxd4,14. Bxd4 — b6
Ef svartur hefði reynt að halda
umframpeðinu, hefði Bc8 aldrei
komist í spilið.
15. Bxe4 — fxe4, 16. Dxe4 — Ba6,
17. cxb6 — axb6
IA
Þó Karpov hafi náð að létta á
stöðu sinni með uppskiptum og
fá fram mislita biskupa, er staða
hvíts ennþá öllu betri. Hann
hefur færri peðaeyjur, sem er
kostur, traustari kóngsstöðu og
þar að auki getur hann ráðist á
svarta peðið á b6. Nú kom vel til
greina að leika 18. a4 eða 18.
Hfbl, en í staðinn verður Kasp-
arov of bráður á sér.
18. De5?! — Df6,19. De3 — Dh6!
Það er mjög mikilvægt fyrir
svart að ná drottningauppskipt-
um og í framhaldinu skiptir tví-
peðið á h-línunni litlu máli. Víki
hvfta drottningin sér undan,
hefur svartur unnið leik, þannig
að Kasparov ákveður að láta að
vilja heimsmeistarans.
20. Dxb6 — gxh6, 21. Hfel —
Bc4, 22. a3 - b5, 23. Hadl —
HÍ5!, 24. Bb2 — Hd5 og í þessari
stöðu var samið jafntefli.