Morgunblaðið - 09.10.1985, Síða 27
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Nýmæli
Ikjölfar þeirra breytinga á
ráðherraskipan Sjálf-
stæðisflokksins í ríkisstjórn,
sem tilkynnt var um í fyrra-
dag, hefur þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins nú sam-
þykkt tillögur Þorsteins
Pálssonar um tilfærslur ráð-
herra á milli ráðuneyta. Hér
er um nýmæli að ræða í ís-
lenskum stjórnmálum. Það
hefur oft gerst áður, að ein-
stakir ráðherrar í ríkis-
stjórnum hafa ákveðið að
láta af ráðherrastörfum,
eins og Geir Hallgrímsson
hefur gert nú. Hins vegar er
það óvenjulegt hér að verk-
efnaskiptingu á milli ráð-
herra sé breytt á miðju kjör-
tímabili á þann hátt, sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
gert nú.
Slík breyting hefur lengi
tíðkast í öðrum löndum og þá
alveg sérstaklega í Bret-
landi, þegar þreytumerki
hafa sést á rikisstjórnum. Þá
er gjarnan gripið til þess
ráðs til þess að gefa ríkis-
stjórn nýjan svip og kannski
nýtt líf, að færa ráðherra á
milli embætta og taka nýja
menn inn í ríkisstjórn. Til-
drög þess að Geir Hallgríms-
son hættir í ríkisstjórn eru
önnur eins og kunnugt er, en
það var skynsamlega ráðið
hjá Þorsteini Pálssyni að
nota þetta tækifæri til víð-
tækari breytinga á verkefna-
skiptingu milli ráðherra
Sjálfstæðisflokksins.
Allir ráðherrar Sjálfstæð-
isflokksins í ríkisstjórninni
takast nú á við ný verkefni.
Hvað svo sem segja má um
störf þeirra í gömlu ráðu-
neytunum er alveg ljóst, að
nýjum verkefnum fylgir nýr
kraftur. Þess vegna er fyllsta
ástæða til að ætla, a.m.k. þar
til annað kemur í ljós, að
þessi breyting muni leiða til
efnislegs árangurs, sem er
auðvitað það sem að er
stefnt. Andlitssnyrting ein
hefur ekki áhrif nema í
skamman tíma.
Að vísu má gera ýmsar at-
hugasemdir við hina nýju
verkefnaskiptingu ráðherr-
anna út frá efnislegum sjón-
armiðum. Þeir, sem hafa t.d.
gagnrýnt Matthías Bjarna-
son og Ragnhildi Helgadótt-
ur fyrir það, að þau hafi ver-
ið ófús til niðurskurðar í hin-
um gömlu ráðuneytum sín-
um, þar sem mestur hluti
ríkisútgjalda hefur verið,
munu spyrja sem svo, hvaða
efnislega breytingu það hafi
í för með sér, að Ragnhildur
fari í heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið og Matthías
haldi samgöngumálum. Hin-
ir, sem vilja verja velferð-
arkerfið og byggðastefnuna í
samgöngumálum munu hins
vegar fagna þessari niður-
stöðu. Það á svo eftir að
koma í ljós, hvernig hún fell-
ur saman við fjármálapólitík
hins nýja fjármálaráðherra,
sem tekur við sínu nýja
starfi við þær aðstæður, að
beðið verður með eftirvænt-
ingu eftir niðurskurðartil-
lögum hans. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur með at-
burðum síðustu vikna
skuldbundið sig svo sterk-
lega til verulegs niðurskurð-
ar á ríkisútgjöldum, að
formaður hans á ekki ann-
arra kosta völ en standa við
þau fyrirheit.
En hvað sem slíkum
vangaveltum líður er alveg
ljóst, að breytt verkefna-
skipting ráðherra á miðju
kjörtímabili er merkt ný-
mæli í íslenzkum stjórnmál-
um, sem lengi hefur verið
beðið eftir. Að þessu leyti
marka fyrstu afskipti Þor-
steins Pálssonar af ríkis-
stjórnarskipan tímamót.
Ganga má út frá því sem
vísu, að eftir þessa breytingu
á ríkisstjórninni verði það
algengt í stjórnmálabaráttu
næstu ára, að gripið verði til
slíkra aðgerða einhvern tíma
á kjörtímabili til þess að
veita ríkisstjórn, sem komin
er í hugmyndaleg og starfs-
leg þrot, nýtt líf. Að vísu
mun framtakssemi eða
skortur á því hjá ráðherrun-
um í hinum nýju ráðuneyt-
um ráða miklu um hversu vel
þessar breytingar heppnast.
Fyrirfram er ekki ástæða til
að gera ráð fyrir öðru, en að
áhrifin verði jákvæð. Það
hefur líka styrkt stöðu for-
manns Sjálfstæðisflokksins
hve fljótt og átakalítið þess-
ar breytingar gengu fyrir sig
og sýnir það eitt út af fyrir
sig vaxandi styrk hans í
störfum.
Byggingarsjóðiir verkamanna
er fyrir þá lægst launuðu
Málflutningi Búseta svarað
— eftir Halldór
Blöndal
Athygli mín hefur verið vakin á
viðtali, sem fréttamaður í ríkisút-
varpi átti fyrir skömmu við Jón
Rúnar Sveinsson, formann Búseta
í Reykjavík. Þar var ýmislegt sagt
eða gefið í skyn, sem nauðsynlegt
er að leiðrétta, þótt seint sé. Og
það er best gert með því að skýra
í stórum dráttum viðhorf mín til
Búseta og hlutverks Byggingar-
sjóðs verkamanna.
35. gr. húsnæðislaganna
í 33. gr. húsnæðislaganna er
fjallað um hlutverk Byggingar-
sjóðs verkamanna, sem hafi að
markmiði að bæta úr húsnæðis-
þörf láglaunafólks. Samkvæmt
henni teljast félagslegar íbúðir:
a) fbúðir í verkamannabústöðum
sem byggðar eru eða keyptar á
vegum stjórna verkamannabú-
staða og ætlaðar eru til sölu
handa láglaunafólki sem full-
nægir skilyrðum þeim sem sett
eru í þessum kafla laganna.
b) Leiguíbúðir sem byggðar eru
eða keyptar af sveitarfélögum
og ætlaðar eru til útleigu við
hóflegum kjörum handa lág-
launafólki eða öðrum þeim sem
þarfnast af félagslegum ástæð-
um aðstoðar við húsnæðisöflun.
c) Leiguíbúðir sem byggðar eru
eða keyptar af sveitarfélögum,
stofnunum á þeirra vegum
og/eða ríkisins eða af félags-
samtökum og ætlaðar eru til
útleigu við hóflegum kjörum
fyrir námsfólk, aldraða, ör-
yrkja, og aðra sem ekki hafa
aðstöðu til þess að eignast eigið
húsnæði við hæfi.
Ég bið menn veita athygli þeim
orðalagsmun, sem er á einstökum
stafliðum, og íhuga merkingu orð-
anna. Þá skýrist fyrir mönnum:
a) að íbúðir í verkamannabústöð-
um skuli vera sú almenna
lausn, sem láglaunafólki býðst,
enda styðst hún við áratuga-
hefð;
b) að sveitarfélögum skuli áfram
veitt sérstök lánsfyrirgreiðsla
vegna þeirrar almennu félags-
legu þarfar, sem jafnan er fyrir
hendi varðandi húsnæðisöflun
af persónulegum og mjög ólík-
um ástæðum;
c) að námsmenn, aldraðir og ör-
yrkjar eru nefndir sérstaklega
og þykir mér ærin ástæða til
að skýra það nánar vegna
umræðunnar um Búseta.
Hjónagarðar
í hjónagörðum Félagsstofnunar
stúdenta eru 55 íbúðir, sem nýtast
stúdentum. Ekki þarf að taka
fram, að það er hvergi nærri nóg
til að anna eftirspurn, mætti ugg-
laust margfalda íbúðafjöldann
með þrem eða fjórum og dygði
ekki samt. Á Akureyri hafa menn
velt fyrir sér, hvort ekki sé tíma-
bært að reisa hjónagarða. Og
auðvitað er sama þörfin í Tækni-
skólanum og Sjómannaskólanum í
Reykjavík, svo að dæmi séu tekin.
Þess vegna er orðinu „námsfólk"
skotið inn í staflið c í 33. gr.
Hugsunin er auðvitað sú, að stofn-
un á borð við Félagsstofnun stúd-
enta standi fyrir framkvæmdum,
enda út í hött annað en slíkum
hjónagörðum sé ætlaður staður í
næsta nágrenni skóla, ef hægt er.
í Byggingarsjóði verkamanna
liggja fyrir umsóknir um 150 íbúð-
ir í hjónagörðum frá Félagsstofn-
un stúdenta og jafnmargar frá
Bandalagi íslenskra sérskólanema.
Auðvitað eingöngu handa þeim
nemendum sem nám stunda
hverju sinni.
Það þarf afbrigðilega hug-
kvæmni til að skilja orðið „náms-
fólk“ í texta laganna svo, að átt
sé við íbúðir til lífstíðar á vegum
húsnæðissamvinnufélags en ekki
Halldór Blöndal
„Þetta er sú nýja stefna,
sem Alþýðuflokkurinn
hefur markað í hús-
næðismálum. Hvflíkur
óravegur er ekki milli
þessarar „hugsjónar“
eða hinnar, sem Héðinn
Valdimarsson gerði að
veruleika með fyrstu
skóflustungunni að
fyrsta verkamannabú-
staðnum fyrir hálfri öld.
Ekki vafi á að hann hefði
jafnvel kunnað verr við
sig í nýja Alþýðuflokkn-
um en þeim gamla.“
íverustað nemenda meðan á námi
stendur. Leyfist mér að leiða fram
sem vitni ungt fólk, sem verður
að flytja búferlum og stunda nám
á fjarlægum stöðum um margra
ára skeið, en fær ekki inni í hjóna-
görðum. Það væri þakklátt fyrir
afdrep á námstímanum. Þarf ekki
að taka fram, að í hjónagörðum
gildir sú regla, að um leið og maður
lýkur námi eða hættir, er honum
sagt upp húsnæðinu.
Öryrkjar
Hússjóður Öryrkjabandalagsins
á og rekur 250 íbúðir. Þörfin á að
fjölga þeim er svo rík og biðlistinn
svo langur, að nýjum nöfnum hef-
ur ekki verið bætt við í rúmt ár,
til að vekja ekki falskar vonir.
Öryrkjabandalagið er nú að búa
sig undir nýtt byggingarátak. Ég
þarf ekki að taka fram, að öryrkj-
arnir búa yfir bestu þekkingunni
á því, hvers konar íbúðir þeir vilji
og hvar, enda er nú unnið að því
að samræma hugmyndir og skoð-
anir. Og rekstur Hússjóðs Ör-
yrkjabandalagsins hefur verið með
slíkum ágætum að mér kemur á
óvart ef þær raddir eru háværar
innan bandalagsins að leita annað
til að gera betur.
Sjálfsbjörg á og rekur 36 íbúðir
og er svipað um hana að segja og
Öryrkjabandalagið að frekari
íbúðabyggingar eru í undirbún-
ingi. Blindrafélagið á og rekur 23
íbúðir og kemur til athugunar
hvort áhugi sé á að nýta sér ákvæði
stafliðar c í 33. gr.
Af þessari upptalningu er ljóst,
að full þörf var á að setja í lög,
að félagssamtök þeirra, sem sér-
staklega vinna að málefnum ör-
yrkja, eigi þess kost að reisa leigu-
íbúðir, sem falla undir þá félags-
legu aðstoð, sem Byggingasjóður
verkamanna veitir.
Aldraöir
Ég veit ekki um fjölda þeirra
þjónustuíbúða fyrir aldraða, sem
byggðar hafa verið af bæjarfélög-
um, samtökum aldraðra, Verzlun-
armannafélagi Reykjavíkur o.fl.
Að ógleymdum þeim vernduðu
þjónustuíbúðum aldraðra, sem
risið hafa í Garðabæ að frumkvæði
Sjómannadagsráðs í Reykjavík og
Hafnarfirði. En hitt er mér ljóst,
að þessar framkvæmdir hafa fært
mönnum heim sanninn um nauð-
syn þeirra. Fyrirspurnum linnir
ekki, enda er mér sagt að hundruð
manna bíði þess, að röðin komi að
þeim.
Orðið „húsnýtingarstefna" hef-
ur skotist inn í málið. Og þróunin
hefur orðið sú, að vel roskið og
aldrað fólk hefur rýmt einbýlishús
sín eða íbúðir til að flytjast í þjón-
ustuíbúðir aldraðra. Sama þörfin
er auðvitað fyrir hendi hjá því
gamla fólki, sem leigir, og því sjálf-
gert að fella það undir félagslegan
þátt verkamannabústaðakerfisins
að Sjómannadagsráð, samtök aldr-
aðra og aðrir slíkir aðilar geti reist
og leigt þjónustuíbúðir handa
þessu fólki svo að það njóti öryggis
í ellinni. Öryggi og þjónustu aldr-
aðra verður best fyrir komið í slíku
sérhönnuðu húsnæði.
Hvað vill Alþýðu-
flokkurinn?
Hinn 1. október sl. ver Alþýðu-
blaðið verulegum hluta af forsíð-
unni með framhaldi á 3. síðu í að
útskýra, hvað liggur til grundvall-
ar hugmyndinni um Búseta. Til
skýringar er tveggja dálka mynd
af lystibátum með þessum texta:
„Sumir kjósa að leggja peningana
sína í bát eða sumarbústað og búa
í leiguhúsnæði." Af mörgum fjól-
um í þessari grein held ég þessum
til haga:
„Búseturéttarhugmyndin er
komin til íslands frá Norður-
löndum, borin hingað af fólki
sem þar hefur verið í námi eða
atvinnu um tíma.
Þannig er allt í einu risin upp
sú krafa hérlendis að fólk fái
sjálft að ákveða hvort það vill
fjárfesta í steinsteypunni eða
greiða leigu fyrir hana í ein-
hverju formi. Þetta er ekki leng-
ur spurning um að byggja yfir
þá sem ekki geta keypt sér eigið
húsnæði, heldur er nú líka komið
' upp úr kafinu að til er fólk sem
ekki vill leggja fjármuni sína í
síkt.“
„Ef Norðurlandabúar eru
27
Búseturétturinn
spurning um valfrelsi
j — Ekki lengur bara spurning um að byggja yfir þá
' sem ekki geta keypt eigin íbúð. Til er fólk sem kýs
heldur að geta varið fjármunum sínum í annað.
Þ*4 er útbreiddur miukiiuing-
ur •« A íaiandi eigi menn sitt eigiö
ibúðnrbAsnmdi. Su kenning er
toöan af tveimur meginástmðura.
Annnn *eg*r býr tóiuverður
fJöMi fóikt i Wgubúsnmöi, þar af
stör blntl eM þntgmndi okurkjor,
hl„. —... mm ... fJoldS
verið kölluð, gat gengiö meöan Á siövi árum hefur lika vax-
velflestir þjóöíélagsþegnar gátu andi fjöldi íslendinga búiö er-
vaöiö I bankavíxlum sem aldrei lendts, einkum á hinum Noröur-
þurfti aö borga. Framh. á bls. 3
|ir cr eiguBrreiiur
——m.m á Ibéónm sinum
rignarréttur aö nafninu tll og
metra aö aegja svo bmpina að
baaa veröur iöulega afsannaöur
meö opinberu nauðnngarnpp-
boöi.
Þaö þarf þvi enginn aö veröa
verulega hissa, þótt nú séu risin
upp tiltölulega öflug samtök (ef
miðað er viö félagafjölda) sem
krefjast þess aö fólk eigi kost á
ööru en vafasömum fjárfesting-
um I stetnsteypu, viö öflun ibúö-
arhúsnmöis.
Á íslandi hefur löngum veriö
rekin sú stefna i húsncðismálum
almennings aö hver og einn skuli
eiga sitt eigið húsnaeöi til aö búa i.
Þaö er reyndar ákaflega hæpiö aö
tala um þetta fyrirbrigöi sem
stefnu i húsnseöismálum, miklu
frekar er hér um stefnuleysi aö
rseöa, húsnasöismarkaöurínn er
einfaldlega látinn ráöa sér sjálfur.
Til þess aö koma i veg fyrir aö
fólk yrði úti á milli húsa hinna
efnameiri hefur þó veriö gripiö ti!
tvenns konar aögeröa af hálfu
stjórnvalda. Byggöir hafa veriö
svokallaöir verkamannabústaöir,
sem aö forminu til eru eign þeirra
sem i þeim búa, en þessu kerfi
svipar hins vegar I eöli sinu mjög
til búseturéttarkerfisins sera rekiö
hcfur veríö á Norðurlöndum I
fjölmarga áratugí meö ágsetum
árangri. Hins vegar hafa menn svo
fieyöst til þess í sumum sveitarfé-
lögum aö reka fáeinar leiguibúöir,
handa fólki sem vonlaust er um aö
geti haldiö i sér lifinu með ööru
móti.
Vmislegt hefur svo hjálpast að
viö aö halda eftirspurninni eftir
þessum tveim tegundum husnæö-
is I lágmarki. Þanmg hefur lengst
af veriö litiö niöur á fólk sem býr
i leiguhúsnaeði á vegum hins opin-
bera og jafnvel veriö rætt af nokk-
urri lítilsvirðingu um þá sem búa
i verkamannabústööum
Á siöari árum hefur það hins
vegar gerst aö því fólki sem ekki
hefur ráö á aö fjárfesu í stein-
steypu, hefur fjölgaö mjög. Þetta
er i sjálfu sér ákaflega rökrétt af-
leiöing af verötryggingu lána.
Sjálfseignarstefnan sem svo hefur
Forsíða Alþýðublaösins 1. október sl.
spurðir hvers vegna þeir kaupi
sér ekki eigin íbúð fremur en
„hírast" í leiguhúsnæði ár eftir
ár, er svarið gjarnan á þá lund
að þeir kjósi einfaldlega heldur
að verja peningunum í það að
eiga seglbát eða sumarbústað eða
þá einhverja kostnaðarsama
tómstundaiðju."
Þetta er sú nýja stefna, sem
Alþýðuflokkurinn hefur markað í
húsnæðismálum. Hvílíkur óraveg-
ur er ekki milli þessarar „hugsjón-
ar“ eða hinnar, sem Héðinn Valdi-
marsson gerði að veruleika með
fyrstu skóflustungunni að fyrsta
verkamannabústaðnum fyrir
hálfri öld. Ekki vafi á að hann
hefði jafnvel kunnað verr við sig
í nýja Alþýðuflokknum en þeim
gamla.
Búseti
Ekki ætla ég öllum forystu-
mönnum Búseta að hugsa eins og
Alþýðublaðið. En eins og þeir
leggja málið fyrir er tvennt ljóst.
Þeir vilja meiri lánafyrirgreiðslu
en aðrir og þeir vilja láta greiða
sína vexti meira niður úr ríkissjóði
en hjá öðrum. Þeir vilja m.ö.o.
njóta sömu kjara og láglaunafólk
og aðrir þeir, sem verst eru settir
í þjóðfélaginu.
Um verkamannabústaði gildir
sú regla, að við byggingu þeirra
er hver verkþáttur tekinn út um
mánaðamót og 80% kostnaðar
greiddur úr Byggingarsjóði verka-
manna óg viðkomandi bæjarfélagi
og er þetta fé vaxtalaust á bygg-
ingartíma. Þessara forréttinda vill
Búseti njóta.
Ég fékk þær upplýsingar á skrif-
stofu Verkamannabústaða í
Reykjavík, að 100 fermetra íbúð
kostaði nú um 2,6 millj. kr. Lán úr
Byggingarsjóði verkamanna næmi
2.080 þús. kr., en lán úr Byggingar-
sjóði ríkisins yrði að núvirði 820
þús. kr. til þeirra, sem enga íbúð
eiga fyrir. Þessara forréttinda,
rúmlega 1,2 millj. kr. á íbúð, vill
Búseti líka njóta.
Búseti hefur sótt um lán úr
Byggingarsjóði verkamanna vegna
116 íbúða. Eg hygg að ekki sé fjarri
lagi, að það sé um fjórðungur
þeirra íbúða, sem fokheldar verða
á þessu ári og byggðar eru af ungu
fólki, sem enga á fyrir. Lánsum-
sókn Búseta vegna 116 íbúða
nemur 241 millj. kr., en vegna 348
íbúða ungs fólks í Byggung og
víðar 285 millj. kr. Það þýðir m.ö.o.
að hægt yrði að hækka hin al-
mennu íbúðarlán um 300 þús. kr.
eða úr 820 þús. kr. í 1.135 þús. kr.
ef allir ættu að sitja við sama borð
og því fé yrði skipt jafnt milli
allra, sem Búseti ætlar sér umfram
aðra.
Síðast en ekki síst eru greiddir
3,5% vextir af lánum í Byggingar-
sjóði ríkisins en 1% vextir í Bygg-
ingarsjóði verkamanna. Sá mis-
munur nemur 500 þús. kr. á láns-
tímanum samkvæmt því dæmi,
sem ég hef hér tekið. Þessa litlu
hálfu milljón biður Búseti líka um
sér til handa og ætlar hinum að
greiða með hærri sköttum, sem
hafa brotist í því að eignast þak
yfir höfuðið.
Að síðustu
Það er misskilningur hjá Joni
Rúnari Sveinssyni að ég og mínir
líkar viljum berjast á móti því að
búsetaréttur sé skilgreindur í lög-
um. Fjarri því. En hitt er rétt að
við erum ekki reiðubúnir til að
greiða sjálfir og láta allan fjöldann
greiða hærri skatta en ella til að
gera þeim lífið hægara sem hafa
sömu möguleika og við til að afla
tekna. Við viljum láta Búseta njóta
sama réttar og Byggung og aðrir
landsmenn. Svo einfalt er það.
Ég dreg ekki úr nauðsyn þess,
að Byggingarsjóður verkamanna
starfi áfram á sama grundvelli og
hingað til og greiði úr húsnæðis-
vanda þeirra sem standa höllum
fæti og þurfa á sérstakri fyrir-
greiðslu að halda af þeim sökum.
Og það skulu vera mín lokaorð, að
ég trúi því ekki að óreyndu að
Félagsstofnun stúdenta, Öryrkja-
bandalagið, Styrktarfélag vangef-
inna, Sjómannadagsráð, Samtök
aldraðra eða aðrir slíkir aðilar
verði settir út I horn í stjórn Hús-
næðisstofnunar ríkisins fyrir Bú-
seta, enda skortir til þess laga-
heimild. Þá fer ég að trúa því sem
Alþýðublaðið segir, að áhrifa
skandinavískra krata sé farið að
gæta hér meir en góðu hófi gegnir.
Vestnorrænt þingmannaráð:
Samstarf íslands, Grænlands
og Færeyja til hagnýting-
ar sameiginlegra auðlinda
Nefndarmenn, sem sæti eiga í vestnorræna þingmannaráðinu, héldu blaða-
mannafund tii að kynna efni fyrsta fundar ráðsins, sem haldinn var í Nuuk á
Græniandi 24. september. Frá vinstri: Friðjón Þórðarson, sem er varamaður
Péturs Sigurðssonar í ráðinu, Steingrfmur Sigfusson, Páll Pétursson, formað-
ur, og Eiður Guðnason.
FYRSTI fundur vestnorræns þing-
mannaráðs, sem í eiga sæti fulltrúar
íslands, Grænlands og Færeyja, var
haldinn í Nuuk á Grænlandi 24.
september sl., en ráðið var stofnað
til eflingar samstarfs milli þjóðanna
á sviði menningar-, viðskipta- og
samgöngumála auk varðveislu sam-
eiginlegra auðlinda þjóðanna.
Árið 1981 fengu þeir íslendingar
sem þá sátu í Norðurlandaráði
samþykkta tillögu um að vinna að
auknu samstarfi þessara þriggja
landa. Grænlendingar héldu hins-
vegar að sér höndunum þá og vildu
ekki taka þátt í samstarfinu fyrr
en þeir væru lausir úr Efnahags-
bandalaginu. Þeir boðuðu þvi til
fundarins nú.
Fyrir íslands hönd eiga sex full-
trúar sæti í ráðinu, einn frá hverj-
um stjórnmálaflokki. Páll Péturs-
son er formaður íslensku nefndar-
innar og aðrir fulltrúar eru: Pétur
Sigurðsson, Eiður Guðnason,
Steingrímur Sigfússon, Stefán
Benediktsson og Sigríður Dúna
Kristmundsdóttir. Formaður fær-
eysku nefndarinnar er Erlendur
Patursson, en þaðan kom einnig
sex manna nefnd. í Grænlandi eiga
fimm menn sæti í nefndinni og
formaður hennar og jafnframt
formaður ráðsins er Jens Lyberth.
Fundir eru haldnir á ársfresti og
verður næsti fundur ráðsins hald-
inn hér á landi næsta sumar.
Formaður ráðsins er kosinn ár-
lega.
Á seinni árum hafa ýmis um-
hverfissamtök beint starfsemi
sinni að löndum þessum og hafa
t.d. Grænlendingar orðið fyrir
verulegu tjóni af þess völdum og
eiga nú Færeyingar og íslendingar
undir högg að sækja einnig. Ráðið
telur því nauðsyn að þessar þjóðir
vinni saman að sameiginlegum
hagsmunamálum.
Á fundinum í Nuuk samþykkti
ráðið að beina þeim tilmælum til
landsstjórnanna og ríkisstjórnar
íslands að hefja umræður um
gagnkvæma miðlun frétta- og
heimildamynda um menningu
iandanna, náttúru og atvinnulíf.
Eiður Guðnason sagði á blaða-
mannafundi er haldinn var til að
kynna samþykktir fyrsta fundar
ráðsins að dagskrárgerð væri
skammt á veg komin bæði á
Grænlandi og í Færeyjum en þó
væri okkur eflaust fengur í að
kynnast þjóðum þessum meira en
við hefðum haft tækifæri til til
þessa. „Lítið hefur borist okkur
af frétta- og fræðsluefni frá þess-
um nágrannalöndum okkar en þó
er áhugi fyrir því. T.d. var sam-
þykkt í útvarpsráði fyrir stuttu
að beina því til útvarpsstjóra hvort
ekki væri hægt að koma á nánara
samstarfi við þjóðir þessar á sviði
sjónvarps- og útvarpsmála."
Á fundinum í Nuuk var einnig
rætt um að kanna möguleika á
sameiginlegri afstöðu til hagnýt-
ingar auðlinda á hafsvæðum þjóð-
anna í ljósi þess að löndin þrjú
greinir nokkuð á varðandi nýtingu
vissra fiskistofna. Þá beinir ráðið
þeim tilmælum til ríkisstjórnar
Islands og landsstjórna Græn-
lands og Færeyja að vinna að því
að komið verði á föstum sam-
göngum milli landanna þriggja.
Þá var rætt um hvort ekki mætti
auðga atvinnulíf á Grænlandi með
aukinni loðdýrarækt með hliðsjón
af bættum samgöngum og var þá
m.a. refarækt höfð í huga. Lagt
er til að skipst verði á upplýsingum
um loðdýrarækt vegna lítillar
þekkingar á henni á Grænlandi og
á þann hátt yrði athugað hvort
loðdýrarækt kynni að vera raun-
hæfur möguleiki í atvinnulífi á
Grænlandi.
Eiður sagði að hann væri nær
viss um að hægt væri að selja
matvæli til Grænlands. „Markaður
fyrir unnar kjötvörur er þar mik-
ill. Samgöngumálin eru hinsvegar
vandamál sem þarf að finna lausn
á, en við eigum bæði flugfélög og
skipafélög sem eru fullfær um að
sinna slíkum flutningum."
200—300 fyrirtæki og stofnanir missa öryggisgæsluna:
Verið ad fórna okkur fyrir
stóra slaginn um áramótin
— segir framkvæmdastjóri Securitas um
viðræðuslitin við Dagsbrún í fyrrinótt
ENGAR horfur eru á skjótu samkomulagi í vinnudeilu Dagsbrúnar og örygg-
isgæslufyrirtækisins Securitas eftir að slitnaði upp úr samningaviðræðum
aðila í fyrrinótt. Mikið ber enn á milli í deilunni og frásögnum talsmanna
deiluaðila af ástæðu viðræðuslitanna. Verkfall starfsmanna Securitas hófst
á miðnætti í fyrrinótt og hefur nýr samningafundur ekki verið boðaður.
„Þegar gert var matarhlé á
mánudagskvöldið bar ekki nema
um hálft prósent í milli," sagði
Jóhann Óli Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Securitas, í samtali
við blm. Morgunblaðsins í gær.
„Þá settum við fram tillögu í deil-
unni en fengum til baka nýja
kröfugerð, sem varð til þess að
viðræðunum var slitið, enda færði
sú kröfugerð okkur aftur um 3-4
vikur. Ég bý mig nú undir að loka
- enda á ég ekki annarra kosta
völ, fyrirtækið rís einfaldlega ekki
undir þeim aukna kostnaði, sem
við þyrftum að standa undir ef
gengið yrði að kröfunum. Það er
greinilegt að Dagsbrún ætlar að
fórna þessu fyrirtæki og starfs-
mönnum þess til að brýna menn
fyrir stóra slaginn, sem er fyrir-
sjáanlegur um áramótin."
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Dagsbrúnar, vísaði þessum
staðhæfingum á bug. „Það slitnaði
upp úr viðræðunum vegna þess að
Securitas er ekki reiðubúið að
bjóða neina kauphækkun, ef frá
er talið 2,5-3% álag fyrir þá starfs-
menn sem fara á námskeið er gera
þá miklu hæfari," sagði hann.
„Fyrirtækið hefur í engu komið til
móts við grundvallarkröfu okkar
um 10% hækkun grunnlauna. Það
er því beinlínis út í hött, að ekki
hafi borið nema hálft prósent á
milli - það bar kannski hálft pró-
sent í milli hvað varðar námskeiðs-
álagið en sjálf kaupkrafan var
órædd. Til að auðvelda viðræðurn-
ar höfðum við orðið ásáttir um að
fresta að ræða helstu ágreinings-
efnin á meðan önnur atriði voru
rædd. Við ítrekuðum svo kaupkröf-
ur okkar aðfaranótt þriðjudagsins
og skárum þær niður í 10 prósent
en þá sleit fyrirtækið viðræðun-
um.“ Þröstur tók fram, að af hálfu
Dagsbrúnar hefði krafan um 10%
grunnkaupshækkun ekki verið úr-
slitakrafa.
Ónnur meginkrafa starfsmanna
Securitas er að samið verði um
forgangsrétt þeirra til vinnu. Fall-
ið hefur verið frá fyrri kröfu um
styttingu vinnuvikunnar úr 40
stundum í 36.
Securitas hefur með höndum
öryggisgæslu og eftirlit á milli 200
og 300 stöðum í Reykjavlk og ná-
grenni, þ.e. með byggingum, fyrir-
tækjum og stofnunum. Öll sú
starfsemi liggur nú niðri en Jó-
hann óli Guðmundsson sagðist
sjálfur vera í stjórnstöð til að
sinna bráðablóðflutningum og
neyðarköllum.