Morgunblaðið - 09.10.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.10.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985 31 Atvinnulausum fækk- aði í síðasta mánuði Ovissa ríkir þó um atvinnuhorfur á næstunni í SEPTEMBER voru skráðir 9.000 atvinnuleysisdagar á landinu öllu eða færri dagar en í nokkrum öðrum mánuði ársins, að því er segir í yfir- liti frá vinnumálaskrifstofu félags- málaráðuneytisins. Þetta svarar til þess að 416 manns hafi verið á at- vinnuleysisskrá allan mánuðinn, sem jafngildir 0,3% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði í mánuðinum, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Skráðir atvinnuleysisdagar voru 3.500 færri en í ágústmánuði síðast- liðnum og 2.500 færri en í september- mánuði árin 1984 og 1983. t yfirlitinu segir ennfremur, að þrátt fyrir gott atvinnuástand undanfarna mánuði ríki nú nokkur óvissa um atvinnuhorfur á næst- Ragnheiður Arnardóttir Endursýningar á „Skammdegiu ENDURSÝNINGAR eru nú hafnar á kvikmyndinni Skammdegi í Nýja Bíói í Reykjavík, en að þeim sýning- um loknum liggur leið myndarinnar á kvikmyndahátíð erlendis. Með aðalhlutverk i myndinni fara Ragnheiður Arnardóttir, María Sigurðardóttir, Hallmar Sigurðsson og Eggert Þorleifsson. Handrit myndarinnar er eftir Þrá- in Bertelsson, sem leikstýrði myndinni, og Ara Kristinsson, sem annaðist kvikmyndatöku. Tónlist er eftir Lárus Grímsson og fram- leiðandi fyrir Nýtt lif er Jón Her- mannsson. Hjá Nýju lífi er nú unnið af kappi við vinnslu á fjórðu kvik- mynd fyrirtækisins, sem heitir Löggulíf og er sjálfstætt framhald kvikmyndanna Nýtt líf og Dalalif. Löggulíf verður frumsýnd í Nýja blói laugardaginn 21. desember nk. ílr frétuulky «■!»*■ WIKA Allar stærðir og gerðir SöiLQirílJQygjyir Vesturgötu 16, »ími 1328Q unni. Undanfarnar vikur hafa Vinnumálaskrifstofunni borist til- kynningar um uppsagnir hátt í 500 starfsmanna frá ýmsum fyrir- tækjum, aðallega verktakafyrir- tækjum. Á sama tíma hefur verið sótt um leyfi fyrir 100 útlendinga til starfa við fiskvinnslu víðsvegar um land, en á öðrum stöðum vofir yfir atvinnuleysi, þar sem fisk- veiðikvótar eru á þrotum. Þessa dagana stendur yfir á vegum Vinnumálaskrifstofunnar og Þjóðhagsstofnunar sérstök könnun á atvinnuástandi nú á haustdögum og horfum á fyrsta fjórðungi næsta árs, en sambæri- leg könnun fór fram á vegum þessara aðila síðastliðið vor. Til- gangurinn er fyrst og fremst sá, að fá mynd af eftirspurnarástand- inu á vinnumarkaðnum og líkleg- um breytingum á næstunni með hliðsjón af óskum og áformum fyrirtækja um breytingar á starfs- mannahaldi. Blaóburóarfólk óskast! T a, Austurbær Úthverfi Leifsgata Langholtsvegur 7 —108 Barónsstígur Sunnuvegur * * *++* * ******* Nú þegar haustar hefur Álafoss margt á prjónunum. í garð ganga Álafossdagar, og þá fitjum við upp á ýmsu! Maraþontrefilinn prjónum við meðan á Álafossdögunum stendur. Frá því að búðin er opnuð þar til við lokum á kvöldin verður aldrei lykkjufall! Svo efnum við til getraunar um endanlega lengd trefilsins. Hugmyndahornið er ætlað þeim sem eiga hugmynd til að hrinda í framkvæmd. Þar verða kunnáttumenn til skrafs og ráðagerða. Þú kemur með uppástungu og í sameiningu leggið þið drögin að draumapeys- unni, pilsinu eða kjólnum. Á Bólvirkinu verður sitt lítið af hverju. Þar gefur að líta ýmis listaverk unnin úr lopa. Við sýnum líka prjóna af öllum stærðum og gerðum. Öll búðin verður síðan uppfull af lopa í öllum regnbogans litum og prjónamynstrum í miklu úrvali. 10% afsláttur verður veittur af staðgreiddum vörum alla Álafossdagana. Svo hjálpið þið okkur að prjóna Maraþontrefilinn. Tískusýningar verða í versluninni báða laugardagana á meðan á Álafossdögunum stendur. Álafossdögunum lýkur á laugardaginn kemur. Verið velkomin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.