Morgunblaðið - 09.10.1985, Side 34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Helga Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 30. júlí 18%
Dáin 29. september 1985
Mánudaginn 7. október sl. var
gerð útför ömmu minnar, Helgu
Sigurðardóttur, sem lengst af bjó
að Vesturgötu 54 hér í Reykjavík.
Hún var fædd suður með sjó, þar
sem nú standa tóftir Hábæjar í
Leiru, dóttir hjónanna Guðbjargar
Eyjólfsdóttur frá Hvammi á Hvít-
ársíðu, og Sigurðar Þórðarsonar,
sem ættaður var frá Vetleifsholts-
hjáleigu á Rangárvöllum.
Helga ólst upp á ísafirði til
fermingaraldurs en fluttist þá til
Reykjavíkur og réðst í vist til
föðurbróður síns, Þórðar Þórðar-
sonar frá Hjalla í Ölfusi. Að vera
í vist á þessum árum var mikil og
oft á tíðum erfið vinna, launin lág,
og varð vinnufólk að ganga mögl-
unarlaust að hverju því starfi sem
fyrir það var lagt.
Ung að árum giftist hún Pétri
Jóhannssyni vélstjóra, sem ættað-
ur var frá Söðulsholti í Eyja-
hreppi, og eignuðust þau fjögur
börn, Öldu, Sigríði, Sæmundu og
Sigurð, sem öil eru á lífi. Eftir 8
ára hjúskap slitu þau Helga sam-
búð, og stóð hún þá ein uppi með
börnin ung. Þetta voru erfiðir
tímar, og kom þá í ljós, hve mikill
dugnaður, orka og útsjónarsemi
þjó í þessari konu. Helga amma
var einstök kona, lágvaxin og snör
í hreyfingum, hreinskilin og
ákveðin í skoðunum, en mest bar
á kærleikanum og góðmennskunni,
sem var með einsdæmum, og á
erfiðum tímum hjá ýmsum virtist
geta hennar til að hjálpa öðrum
ótrúlega mikil.
Eftir að þau hjón skildu, fluttu
foreldrar Helgu til hennar ásamt
Eiði syni sínum. Eiður bjó síðan
alla tíð hjá Helgu systur sinni, sem
annaðist hann ávallt vel, og lagði
hann sitt til heimilisins. Hann dó
fyrir 3 árum, en þá voru þau bæði
komin á Elliheimilið Grund.
Fyrstu minningar mínar um
Helgu ömmu eru frá Vesturgötu
54, gömlu timburhúsi, sem nú er
búið að rífa. Þar dvaldist ég oftar
en ekki þangað til ég var orðinn
halffullorðinn. Ég fékk oft að sofa
þar, og þegar ég var smápolli fékk
ég að sofa uppí hjá ömmu minni,
undir þykkri sæng, og mér leið vel
þar. Hún dekraði mikið við mig
hún Helga amma mín.
Margar eru minningarnar frá
Vesturbænum og Vesturgötunni
frá þessum árum og minnist ég
þess að strákarnir, leikfélagar
mínir, sem oft komu með mér heim
til Helgu ömmu, sögðu að ég ætti
alveg sérstaklega góða ömmu, og
sumir þeirra kölluðu hana ávallt
Helgu ömmu, þótt auðvitað væri
hún aðeins mín amma. Það var
eins og ósk þeirra um það, hvernig
ömmur ættu að vera, birtist í
henni, og ekki sakar að geta þess,
að hún bakaði bestu kleinur og
pönnukökur vestan Lækjar, að
okkur fannst, að ekki sé minnst á
marengsterturnar á hátíðum.
Ég fór oft með henni í heimsókn-
ir, stuttar og langar. Stundum fór-
um við upp í Borgarnes með gamla
Laxfossi til að heimsækja skyld-
fólk, og þóttu mér það ævintýra-
legar ferðir. Hún tók mig með sér
í vegavinnu, en þar var hún ráðs-
kona á sumrum. Ég reyndi að
hjálpa henni í kartöflugarðinum,
en lengst af hafði hún garð við
Borgarholt, þar sem nú er íþrótta-
svæði KR. Hjónin í Borgarholti,
þau Rannveig og Hallgrímur, voru
mikið vinafólk Helgu ömmu.
Nokkrum dögum áður en hún
lést, heimsótti ég hana á Elliheim-
ilið Grund, en þar hafði hún dval-
ist undanfarin ár. Ég gerði mér
far um að heimsækja hana nokkuð
reglulega, segja henni frá högum
mínum á hverjum tima og hvað
væri að gerast í fjölskyldunni, því
hún vildi fylgjast vel með hvað
væri að gerast hjá sínum nánustu.
Hún var þá orðin nokkuð lasburða,
enda hafði hún verið skorin upp
við lærbroti nokkru áður. Upp kom
í huga minn, meðan ég dvaldi hjá
henni, í hve mikilli þakkarskuld ég
væri við hana Helgu ömmu mína,
og ég hefði viljað launa henni
betur fyrir hennar þátt í uppeldi
mínu.
En þannig er nú lífið nú á tímum
— margt af því sem maður vildi
hafa gert, varð ekki gert, það var
orðið of seint. Annað hafði gengið
fyrir. Með Helgu ömmu er gengin
ein af hetjum hversdagslífsins,
dugleg og góð kona, sem kynntist
flestum hliðum lífsins, frá tímum
kreppu og slæma kjara fram á dag
allsnægtarþjóðfélagsins. En ávallt
var hennar lífsstefna sú að sælla
væri að gefa en þiggja.
Minningin um góða konu mun
geymast í hugum allra sem Helgu
ömmu kynntust, og bið ég góðan
Guð að blessa hana og varðveita.
Ragnar Guðmundsson
Með þessum fáu línum vil ég
kveðja eina af mínum beztu vin-
konum. Hún lézt þann 29. septem-
ber og var til moldar borin á mánu-
daginn.
Helga var ekkert skyld mér, en
hún var góð vinkona móður
minnar og kom oft og þáði kaffi-
sopa hjá henni. Móðir mín dó þegar
ég var kornung, aðeins 13 ára.
Einhvern veginn æxlaðist það
þannig til að ég hitti Helgu oftar
og oftar á förnum vegi. Það endaði
með því að ég flutti til hennar og
bjó hjá henni í um það bil 2 ár.
Það var engin önnur en Helga,
sem bauð upp á kaffi þegar ég svo
gifti mig.
Maður skyldi þó ætla að Helga
hafi haft nóg á sinni könnu. Börnin
átti hún fjögur. Þar fyrir utan
hafði hún á heimili sínu bróður
sinn, þar til þau fóru á elliheimili.
Þegar eitthvað bjátaði á í lífinu,
þá var slegið á þráðinn til Helgu.
Það brást ekki að þar var alltaf
hægt að fá góð ráð.
Það er mikil eftirsjá þegar þvílík
sómakona kveður þennan heim,
sem Helga var. öll eigum við þó
eftir að fara sömu leið. Ef minning
okkar er ekki síðri en hennar þá
lifðum við til góðs.
Blessuð sé minning Helgu.
Kristín Sigurðardóttir
Vestmannaeyjar:
Skemmdar-
verk unnin
á vörubíl
Veslmannaeyjum 7. október.
MIKLAR skemmdir voru unnar á
vörubifreið, þegar brotizt var inn í
húsnæði Fiskiðjunnar aðfaranótt síð-
astliðins laugardags. Skemmdarvarg-
urinn braut upp læstar útidyr, braut
framrúðu bifreiðarinnar og spegla og
vann á henni enn frekara tjón.
Þá festi hann sjóslöngu ofan á
vélina, þannig að sjór fossaði um
hana þar til að var komið morgun-
inn eftir. Einnig braut hann upp
læstar dyr á klórgeymslu fyrirtæk-
isins og skrúfaði þar frá klórdælum.
Hefur maðurinn síðan orðið að
forða sér í snarhasti vegna megnrar
klórmengunar í húsinu, sem getur
verið skaðleg fólki. Ljóst er af
ummerkjum að þarna hefur fullorð-
inn verið að verki, en skemmdar-
vargurinn er enn ófundinn.
HKj
radauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
Kópavogur — Kópavogur
Almennur fólagsfundur Sjálfstæölsfélags
Kópavogs veröur haldlnn í Hamraborg 1.
flmmtudaglnn 10. október kl. 20.30. Olafur
G. Elnarsson alþinglsmaóur formaður þing-
flokks Sjálfstæöisflokksins ræöir stööuna í
þjóömálunum.
Sjálfstæöisfólk í Kópavogi er hvatt til aö
mæta.
Stjórnin.
Seltirningar — aðalfundur
Aðalfundur Sjálf-
stæðisfélags Sel-
tirninga veröur hald-
inn mióvikudaginn
9. október kl. 20.30 í
húsnæði félagsins
aö Austurströnd 3,
Seltjarnarnesi.
Fundarefni:
Venjuleg aöalfund-
arstörf og Vilhjálmur
Egilsson, form. SUS,
flytur erindi um
skuldasöfnun ls-
lendinga. Missiö ekki af góöu erindi sem á eríndi til okkar allra.
Stjórnin.
Hvöt — Hádegisfundur
Hvöt, félag sjálfstæölskvenna i Reykjavik,
heldur almennan félagsfund í Valhöll laugar-
daginn 12. okt. nk. kl. 12.00-14.00.
Oagskrá:
1. Kosning kjörnefndar fyrir aöalfund fé-
lagsins
2. Kvennaráðstefna SÞ í Nairobi í sumar.
Sigríður Snævar sendiráöunautur í utan-
ríkisþjónustunni, sem skipuð var formaö-
ur sendinefndar jslands á kvennaráö-
stefnu Sameinuöu þjóöanna í Nairobi í
júli sl. veröur gestur fundarins.
Félagskonur f jölmenniö og takiö meö ykkur gesti. Lóttur hádegisveröur.
Stjórnin.
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
Almennur fulltrúa-
ráðsfundur
Almennur fundur i fulltrúaráöi sjálfstæðis-
fólaganna í Reykjavík veröur haldinn miö-
vikudaginn 16. okt. kl. 20.30 í Sjálfstæöis-
húsinu Valhöll Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Ákvöröun tekin um hvort halda skuli próf-
kjör vegna borgarstjórnarkosninga vorið
1986.
2. Ræöa Davíös Oddssonar borgarstjóra.
3. Önnurmál.
Fulltrúaráösmeölimir eru hvattir til aö f jölmenna’
Stjórnin
Þjóðmálafundur
í Vestmannaeyjum
Þjóðmálafundur
á Hvolsvelli
Alþingismennirnir
Árni Johnsen og Ól-
afur G. Einarsson
form. þingsflokks
Sjálfstæóisflokksins
ræöa stööu þjóö-
mála á almennum
fundi i Samkomu-
húsinu miövikudag-
inn 9. október kl.
20.30.
Heimamenn eru
hvattirtilaðmæta.
Alþingismennirnir
Þorsteinn Pálsson
form. Sjálfstæöis-
flokksins og Pálmi
Jónsson ræöa stööu
þjóðmála á almenn-
um fundi i Hvoli,
miövikudaginn 9.
októberkl. 20.30.
Heimamenn og ná-
grannar eru hvattir
til aö mæta.
Sjálfstæóisfélögin.
Sjáltstæðisfelagió
Landsmálafélagið Vörður
Almennur félagsfundur
Landsmálafélagiö Vöröur heldur almennan
félagsfund fimmtudaginn 10. okt. kl. 20.30 í
S jálfstæðishúsinu Valhöll Háaleitisbraut 1.
Dagskrá:
1. Kosning kjörnefndar fyrir aöalfund.
2. Ræöa Þorstelns Pálssonar formanns
Sjálfstæðisflokksins.
3. önnurmál.
Seltirningar —
Viðtalstímar
Fulltrúar meirihluta sjálfstæöismanna veröa meö viötalstima í Félags-
heimili Sjálfstæðisflokksins, Austurströnd 3, Seltjarnarnesi nk. laugar-
dag 12. okt. kl. 14.00-16.00e.h.
Til viötals veröa bæjarfulltrúarnir Sigurgeir Sigurösson, Guömar
Magnússon og Asgeir S. Asgeirsson.
Bæjarbúar eru hvattir til aö lita við og ræöa viö bæjarfulltrúana um
bæjarmálin.
Sjálfstæðisfélögin á Seltjarnarnesi.
VJterkurog
k/ hagkvæmur
auglýsingamiöill!