Morgunblaðið - 09.10.1985, Qupperneq 41
YFIRDÓMNEFND Norrænu tónlist-
ardaganna 1986 hefur nú valið tón-
verk til flutnings á næstu Norrænu
tónlistardögum, sem haldnir verða í
Reykjavík, 29. september til 4. okt-
ober 1986.
Fjallað var um 130 verk, stór og
smá, sem samin hafa verið á
Norðurlöndunum sl. tíu ár. Meðal-
aldur tónskáldanna reyndist vera
um 40 ár. Um þriðjungur verkanna
var valinn til flutnings hér,
þ. á m. þrjú íslensk verk eftir
Atla Ingólfsson, Hafliða Hall-
grímsson og John Speight. Sú
hugmynd hefur komið fram að
hvetja tónlistarmenn utan Reykja-
víkur til þátttöku í hátíðinni.
Hefur Akureyri verið nefnd f þvf
sambandi.
Yfirdómnefnd skipuðu þeir Poul
Ruders frá Danmörku, Alfred
Jansson frá Noregi, Daniel Börtz
frá Svíþjóð, dr. Ilkka Oramo frá
Finnlandi og frá íslandi var for-
maður hennar, Guðmundur Emils-
son.
Fréttatilkynning
kunningsskapar okkar Helga. Oft
þurfti ég að gista í skólanum
meðan á byggingarframkvæmdum
stóð og eitt kvöldið sögðu þær
Helgadætur að nú skyldi ég koma
heim að Gerðubergi og kynnast
föður þeirra.
Ég hafði þá heyrt talað töluvert
um bóndann, og enn var þessi
glettnisglampi í augum þeirra
systra. A hlaði hitti ég Helga, sem
síðar átti eftir að verða vinur
minn. Ekki var laust við svipaðan
glampa í augum bónda og dætra
hans. Viss er ég um það, að hann
hugsaði sem svo, að þessi strákl-
ingur gæti sennilega teiknað
sæmilegan skóla, en um fjárbú-
skap vissi hann nákvæmlega ekki
neitt. Sjálfsagt var það þess vegna
sem Helgi fór með mig beint í fjár-
hús, þar sem lesin voru yfir mér
vísindi þeirrar búgreinar. Undir-
ritaður hafði að vísu verið í sveit
nokkur sumur hjá frænku minni
góðri og manni hennar og taldi sig
þekkja nokkuð til sauðkindarinn-
ar, enda umgengist þær nokkuð.
Þegar Helgi bóndi fór að lýsa
þessum elskum sínum með vís-
indalegu orðbragði varð ég dolfall-
inn. Hann umgekkst þessa vini
sína sem manneskjur, ræddi við
þá og brosti þessu sérkennilega
brosi sínu, — brosi, sem fylgdi
honum fram í andlátið. Vini mín-
um fannst lúmskt gaman að þess-
um fáfróða leikmanni.
Ekki er ég þó í neinum vafa um
það að Helgi vorkenndi mér ofur-
lítið og hætti því að tala um þessa
vísindagrein sína og vék orðum
sínum að skólabyggingunni. Þótt-
ist hann þá ekkert skilja í þeim
efnum og fór allt í einu að spyrja
mig spjörunum úr, því í raun
vantaði ekki áhugann fyrir mann-
virkinu. Ég skildi þó hvað hann
var að fara. Hann fann skilnings-
leysið hjá mér varðandi búskapinn
og vildi að ég fengi orðið smá
stund. Að lokum sýndi hann mér
uppáhaldslambið sitt hjá stoltri
móður. Þar skyldu leiðir okkar að
sinni og andrúmsloftið á milli
okkar allt annað og betra bragð í
munni.
Eftir þetta urðu ferðir mínar
öllu tíðari að Gerðubergi og svo
fór að ég reyndi að taka mér í
munn vísindaleg orðatiltæki
Helga, — en Helgi brosti jafnan
þar eð þessi hugtök mín hentuðu
ekki alla tíð.
Við brugðum okkur á hestbak
einu sinni eða tvisvar. í þeim ferð-
um var ekki sagt mikið, en Helgi
naut fegurðar og tignarlegra leikja
___________________________
hestanna og sjá mátti í augum
Helga að hann naut fagurs um-
hverfis sveitar, sem hann ann.
Þessar ferðir enduðu þó ávallt í
fjárhúsi þar sem hann naut þess
að sýna mér lamb, — lamb sem
ef til vill var sjúkt, — þá skorti
ekki lýsingarorðin og umhyggjuna.
Eftir að Helgi fluttist til Reykja-
víkur kom það nokkrum sinnum
fyrir að við hittumst sameiginlegir
vinir, séra Árni Pálsson, fyrrver-
andi prestur í Söðulsholti, Sigurð-
ur Helgason, áður skólastjóri í
Laugagerði, og Hörður Kristjáns-
son þá byggingareftirlitsmaður.
Þessar stundir voru mér góðar og
einkar kærar.
Þó ég sakni Helga bónda á
Gerðubergi eru þessi orð mín ekki
sorgarorð, heldur þakkir til al-
máttugs fyrir að hafa fengið tæki-
færi til að kynnast þessum merkis-
manni. Helgi var maður stóryrtur
á stundum, en hann var ávallt
maður til þess að standa við þau.
Hafi Helgi þökk fyrir vináttu
hans, hafi hann þökk fyrir sér-
stætt bros og grínaktuga fram-
komu. Slíkir menn eru ekki marg-
ir, en þeir slíkir sem ég hefi kynnst
hafa verið og eru mér mikils virði.
Hvíli hann í friði.
Guðm. Þór Pálsson
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
Minning:
Helgi Finnbogason
Fæddur 13. október 1916
Dáinn 27. september 1985
Látinn er vinur minn, Helgi
Finnbogason, bóndi á Gerðubergi
í Eyjahreppi, en við þann stað
hefi ég ávallt kennt hann, þótt
fæddur hafi verið á Hítardal í
Hraunshreppi.
Bóndinn, vinur minn, fluttist að
Gerðubergi árið 1947, að mig
minnir, og bjó þar til hausts 1975
er hann fluttist til Reykjavíkur og
hóf störf vestur í sveitum við virkj-
anir.
Helgi Finnbogason gerði jörð-
inni vel til og hafði þar í frammi
framkvæmdir, enda hafði hann
trú og ánægju á búskap, þá einkum
fjárbúskap, en í þeirri grein land-
búnaðar var hann sérfræðingur og
barst þekking hans á þeim sviðum
víða um sveitir landsins, enda var
búgrein þessi honum vísindi.
Kunningsskapur okkar Helga
hófst við byggingu Laugargerðis-
skóla í Eyjahreppi. Hafði hann
mikla trú á þeirri framkvæmd,
þótt dætur hans væru þá vaxnar
úr grasi og kæmu ekki til þess að
njóta skólans sem kennslustofnun-
ar. Áhugi þeirra sjálfra tengdist
þó skólanum, þar sem þær unnu
báðar við uppbygginguna. Rósa,
eldri dóttirin, var matráðskona á
meðan á byggingarframkvæmdum
stóð. Glaðværðin var þá oft mikil
I matskálanum, enda Rósa þannig
skapi farin, svo og mannskapurinn
allur undir stjórn Harðar Krist-
jánssonar byggingarmeistara frá
Stykkishólmi. I gleðinni sem þar
ríkti skorti sjaldan heiti á ljúf-
fengum réttum, ekki síst ef ein-
hvers var saknað við matarborðið.
Sigríður, yngri dóttirin, tók við
þegar skólinn var vígður og bar
þar, ásamt öðrum yngismeyjum,
fram veitingar og starfaði þar
reyndar í mötuneyti skólans í
nokkur ár.
Sakir glettni dætra Helga Finn-
bogasonar urðu þær tengiliður
Minning:
Börge Sörensen
Hann Börge er dáinn.
Sjálfsagt hefur það engum
komið á óvart, sem til þekkti. Og
þó. Svo lengi virtist hann liggja
við dauðans dyr, en samt var engu
líkara en dauðinn sjálfur veigraði
sér við að ganga á hólm við hann
og gera út af við þennan máttvana
mann, sem lífið hafði leikið svo
hart, að svipta hann heilsu og
kröftum og öllum möguleikum til
að fá nokkra bót meina sinna.
Börge Sörensen var hálf-áttræð-
ur er hann lést 27. september sl.
Fæddur var hann hér í borg, 10.
júlí 1910. Foreldrar hans voru Carl
Gunnar Wilkens Sörensen, dansk-
ur maður, franskur í föðurætt, sem
árum saman var vélameistari á
skipum Eimskipafélagsins og
Guðrún Júlíana Norðfjörð Ólafs-
dóttir, factors í Keflavík. Auk
Börge áttu þau hjón eina dóttur,
Brynhildi, sem árum saman hefur
starfað í utanríkisþjónustunni við
góðan orðstír.
Börge var einn af 52 stúdentum
Alþingishátíðarvorsins 1930.
Hann var einkar vel látinn meðal
skólafélaga sinna, hlédrægur og
hógvær og mikið prúðmenni í allri
framkomu. Eftir stúdentspróf
innritaðist Börge í heimspekideild,
en ekki er víst að mikið hafi orðið
úr námi hans þar. Á sumrin vann
hann í vélsmiðju í Reykjavík.
Hann tók þátt í grískunámi í
guðfræðideild og lauk því námi á
útmánuðum 1932 og fékk ljúflega
lofræðu kennarans, Kristins Ár-
mannssonar, fyrir áhuga sinn á
hinni göfugu tungu, grískunni.
Ekki skal hér rakið hvenær og
hvernig sú mikla meinsemd fór að
búa um sig og brjóta niður heilsu
Börge Sörensen. En engin ráð virt-
ust koma þar að haldi, svo að árum
saman var hann fjötraður við
sjúkrabeð og mátti sig þaðan
hvergi hræra.
En inn í þennan heim veikinda
og vanmáttar þar sem Börge hlaut
að búa Iagði mikið bjartan og hlýj-
an geisla, þar sem var hin einlæga
ást og einstaka umhyggja eigin-
konu hans, Soffíu Jónsdóttur, sem
hann gekk að eiga 12. apríl 1947.
Allir sem til þekktu undruðust og
dáðust að þeirri óumræðilegu
umhyggju og nákvæmu hjúkrun
sem hún veitti manni sínum.
Hverja stund, hvern dag, ár eftir
ár var hún hans ljúfa líkn, hans
fagnaðarvon og vegferðarbjarmi.
Mörg seinustu misserin var
Börge svo aðfram kominn og svo
máttar þrotinn, að honum var
algerlega um megn að tjá sig
ókunnugum á nokkurn hátt. En
samt var það svo, að það var eins
og vottaði fyrir brosviprum á vör-
um hans þegar hann sá okkur
bekkjarbræður sína. Það birti yfir
svip hans eins Og glit gamalla
minninga kæmu upp í huga hans
frá löngu liðnum samverudögum á
skólaárunum.
Minnug þeirra skóladaga kveðj-
um við Börge Sörensen í ljósi hinna
eilífu fyrirheita:
Sælir eru hógværir, því að þeir
munu landið erfa.
Bekkjarbróðir
Norrænir tónlistardagar 1986:
Þrjú íslensk verk
á efnisskránni
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3
AUGLÝSIR:
Bifreiðaeigendur, vitið þið að það tekur aöeins 15 mínútur að
fá bílinn þveginn og bónaðan, ótrúlegt en satt.
fl I Ath. eftirfarandi:
Mótttakan er í austurenda hússins,
þar er bíllinn settur á færiband og
leggur síðan af stað í ferö sína gegnum
húsiö. Eigendur fylgjast meö honum.
Fyrst fer bíllinn í hinrt ómissandi
háþrýstiþvott, þar sem öll lausleg
óhreinindi, sandur og því um líkt,
eru skoluð af honum, um leið fer
hann í undirvagnsþvott. Viðskipta-
vinir eru mjög ánægðir með þá þjón-
ustu, því óhreinindi safnast mikið
fyrir undir brettum og sílsum.
Síöan er hann þveginn meö mjúkum
burstum (vélþvottur), þar á eftir kemur
handþvotturinn (svampar og sápa.) Hægt
er aö sleppa burstum og f á bílinn ein-
göngu handþveginn.
Næst fer bíllinn í bónvélina og er þar
sprautað yfir hann bóni og síðan herði.
Aö þessu loknu er burrkun og snyrting.
8 bílar eöa fleiri geta verið í húsinu í einu,
t.d. einn í móttöku, annar í háþrýstiþvotti,
þriðji í handþvotti o.s.frv.
Bíll, sem þveginn er oft og reglulega,
endist lengur, endursöluverð er hærra
og ökumaður ekur ánægðari og örugg-
ari á hreinum bíl.
Tíma þarf ekki aö panta.
Þeir sem koma með bílinn sinn í fyrsta
skipti til okkar undrast hvað margt
skeöur á stuttum tíma (15 mínútum).
Bón- og þvottastöðin hf.
Sigtúni 3,
Sími 14820.