Morgunblaðið - 09.10.1985, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER1985
|
42
fclk í
fiéttum
Hann grennti sig um
rúmlega hundrað kíló
Læknirinn sagði við mig ákveðið en ósköp vingjarnlega: „Þér lítið út eins og svín,
étið sem slíkt og eruð einfaldlega svín. Þér eigið í mesta lagi eftir að lifa í sex
mánuði. „Peter Eifler frá Andernach hjá Koblenz í Þýskalandi vó rúmlega tvö hundruð
kíló fyrir 1 Vfe ári og er 1,72 sm á hæð. í dag hefur hann þó náð af sér meira en helm-
ingi þyngdar og er orðinn 99 kíló.
Hann segir það hafa verið mikið sálarvíti að grenna sig en hafi þó tekist það og það
sé aðeins eitt sem verði að fylgja megrun hjá fólki og það sé nógu mikil viljafesta.
Eftir eitt og hálft ár sagði hann að fjölskylda sín hefði lagt af rúmlega tvö hundruð
kíló. Peter fann ekki upp neina undraaðferð heldur borðaði hollari mat og í minna
magni en venjulega, hreyfði sig mikið og ákvað að láta þolinmæði og þrautseigju ráða!
Núna er aðaláhugamálið að hjálpa öllum öðrum sem eiga við þyngdarvandamálið að
stríða.
Elízabeth Taylor
kom sá og sigraði
Elísabeth Taylor kom sá og sigraði í
Frakklandi fyrir skömmu þar sem hún
var á Deauville-kvikmyndahátíðinni. Síðan
flaug hún til Parísar að taka við menningar
heiðursverðlaunum sem nefnast „The com-
mander of Arts and Letters" sem hún hiaut
fyrir starf sitt í þágu kvikmynda.
Við fjölskyldan
vorum allt of
þung en núna
höfum við lagt
mikið af.
með
Arna Valsdóttl
ilutverk!
nefm umsöng
fjölui i Stúder
um þ ‘ssar muJ
em nú f
tó í sam-
sem er
bikhússi
nynd/Vilbo
Einarsdó
ERNA VALSDÓTTIR SEM FER
MEÐ HLUTVERK EKKÓ í
SAMNEFNDUM SÖNGLEIK
„Mér hefði aldrei dottið í hug að
stytta mér aldur út af strákapa“
Eg hata þig — hata —
með lafandi tíkarbrjóst
... og hálsinn. Hvaða fyrirbæri
væri nógu vitlaust til að reyna
við þig... vonlaust."
Ekkó sem er unglingsstúlka
stendur fyrir framan spegilinn
sinn og úr andliti hennar má lesa
megnustu andúð á því er við
blasir. Umræddur táningur er
aðalpersóna söngleiksins Ekkó
sem Stúdentaleikhúsið er með á
fjölunum í Félagsstofnun stúd-
enta þessa dagana og það er
Arna Valsdóttir sem fer með
hlutverkið.
Hún hefur ekki sést mikið á
sviði og við fórum því á stúfana
og hittum hana sem snöggvast
til að forvitnast dálítið um hagi
hennar.
„í rauninni er mér farið að
þykja afskaplega vænt um Ekkó
og það er ýmislegt sem ég sé líkt
með okkur, jafnvel í dag því það
er nú ekki svo ýkja langt síðan
ég var sjálf á þessum aldri.
Að visu erum við ekki alltaf á
eitt sáttar og það kemur fyrir
að mér finnst hún ekki nógu hörð
af sér. Mér hefði t.d. aldrei dottið
í hug að reyna að stytta mér
aldur út af einhverjum strákapa,
en það datt henni í hug.
Annars hefur leiktjáningin
meira snúist um það að „lifa
persónuleikann" frekar en að
leika beint, það er, „að vera eins-
konar „ekkó“.“
— Arna, er þetta fyrsta hlut-
verkið þitt?
„Eiginlega með texta. Ég hef
að vísu komið nálægt leiklistinni
áður, en það hafa þá verið hóp-
senur eða smáhlutverk. Svo hef
ég unnið töluvert á bak við, þ.e.
við leikmyndagerð o.s.frv. sem
er alveg eins skemmtilegt.
Aftur á móti hef ég sungið
nokkuð lengi og í raun alltaf
þurft að koma hljóði að, þar sem
ég hef verið. Líklega hef ég verið
tólf ára þegar ég ásamt vinum
mínum tók upp á því að syngja
negrasálma á Akureyri á hinum
ýmsu samkundum."
— Þið fóruð með þennan söng-
leik út á land. Hvernig tókst til?
„Öll ferðin eins og hún lagði
sigvarfrábær.
Við ferðuðumst um landið í
mánuð og héldum sýningu næst-
um daglega þannig að þetta var
mjög strembið. Það var lagt af
stað í býtið á morgnana og ekið
á næsta stað til að setja upp
sýningu. Við sváfum í félags-
heimilum og í skólum og það tók
mig nokkurn tíma að venjast
rúminu mínu aftur eftir legur á
hörðum gólfum mestan tímann.
En allt var þetta mjög
skemmtilegt og ótrúlegt að við
sem kúldruðumst öll saman í
rútu o.s.frv. í heilan mánuð
skyldum aldrei lenda í neinu
meiriháttar ósamkomulagi. Ef
eitthvað kom upp á var það aldrei
það stórvægilegt að það væri
ekki auðleysarilegt og við unnum
sem ein manneskja.
Okkur var alls staðar tekið vel
og sýningin ágætlega sótt. Þó
stóð okkur ekki á sama í Stykkis-
hólmi. Það var með fyrstu sýn-
ingunum og ekkert búið að aug-
lýsa. Ætli það hafi ekki mætt sjö
manns, en við sýndum samt og
ákváðum í leiðinni að setja á
stofn nefnd til að sinna auglýs-
ingamálum."
„Hvað varstu að gera áður en
þú tókst að þér hlutverk Ekkó?
„Ég hef verið í Myndlista- og
handíðaskólanum undanfarin ár
og er reyndar að hefja þar fjórða
og síðasta árið í grafík. Ég hyggst
einbeita mér af krafti að náminu
að söngleiknum loknum og svo
heillar tónlistin líka og mig lang-
ar að halda áfram á þeirri braut.
Ég hef óteljandi hugmyndir í
kollinum en það er nú lítið lengra
á veg komið."
— Þú hefur alveg sloppið við
kvefið sem tröllríður borgar-
búum?
„Undanfarið hef ég gætt mín
veí og sloppið, drukkið heitt, tala
ekki of mikið og brýni ekki raust-
ina. Aftur á móti vorum við öll
meira og minna kvefuð í ferðinni
og það var nú heldur slæmt."