Morgunblaðið - 09.10.1985, Síða 52
j*
HUEKKURIHBMSKEÐJU
OPIMM 1000-00.30
MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
fslendingur í Noregi:
Kærður fyrir morðtil-
raun við lögregluþjón
í fórum mannsins
fannst jafnvirði rúm-
lega hálfrar millj-
ónar króna — Grun-
aður um heróínsölu
Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðs-
infl í Noregi 8. október.
ÍSLENSKUR raaður hefur verið
ksrður fyrir tilraun til að myrða
norskan lögregluþjón um helgina.
jl Maðurinn beindi skammbyssu að
höfði lögregluþjónsins, en skot hljóp
ekki úr byssunni - annað hvort vegna
þess, að byssan stóð á sér þegar
hann tók í gikkinn, eða lögreglu-
þjónninn náði að afvopna íslending-
inn.
Skammbyssan, sem maðurinn
beitti, er 6.75 kaliber og voru fimm
skot í henni. í fórum mannsins
fundust 100 þúsund norskar krón-
ur eða sem svarar hálfri milljón í
íslenzkum krónum. Maðurinn, sem
er 31 árs gamall, er grunaður um
fíkniefnamisferli, sölu á heróíni.
Dagbladet í Osló hefur eftir
vitnum að atburðinum, að maður-
inn hafi tekið í gikkinn en skot
hafi ekki hlaupið úr byssunni.
Verdens Gang/Símamynd
Frode Johnsen, lögregluþjónn í Osló,
og fyrirsagnir norsku blaðannna
Dagbladet og Verdens Gang af at-
burðinum þegar íslenskur maður
ógnaði norskum lögregluþjóni með
byssu.
„Byssan verður rannsökuð af
tæknimönnum lögreglunnur til
þess að ganga úr skugga um hvort
hún standi á sér,“ segir blaðið í
frétt sinni. Verdens Gang segir í
frétt, að lögregluþjóninum hafi
tekist að afvopna manninn.
Tildrög málsins eru þau, að á
laugardag var norski lögreglu-
þjónninn Frode Johnsen á vakt
ásamt félaga sínum. Þeir voru
beðnir að athuga ferðir grunsam-
legs manns í norðurhluta Osló.
„Þegar við komum á staðinn fór
félagi minn út úr bifreiðinni, en ég
ók um nágrennið. Skyndilega kom
ég auga á manninn, stöðvaði bif-
reiðina og hljóp á eftir honum,"
sagði Frode Johnsen í samtali við
Verdens Gang.
Maðurinn sneri sér skyndilega
við og dró upp byssuna og miðaði
með hönd á gikk á Johnsen, sem
var óvopnaður. „Ég kastaði mér á
manninn og reyndi að ná taki á
byssunni, en hann sleit sig lausan
og miðaði á höfuð mitt,“ sagði
Johansen. Lögregluþjónninn brást
hart við og náði taki á byssunni
og þvingaði hana úr hendi íslend-
ingsins, sem nú situr í gæsluvarð-
haldi sakaður um morðtilraun.
Sjálfstæðisráðherrar í nýja stóla næsta miðvikudag:
Albert snérist hug-
ur síðdegís í gær
„Stuðla með því að einingu í flokknum/4 segir
Albert Guðmundsson verðandi iðnaðarráðherra
ALBERT Guðmundsson fjármálaráðherra hafnaði í gærmorgun
þeirri hugmynd Þorsteins Pálssonar formanns Sjálfstæðisflokksins
að hann tæki við starfi iðnaðarráðherra í næstu viku, en síðdegis
í gær hafði honum svo snúist hugur, þannig að á þingflokksfundi
Sjálfstæðisflokksins kl. 18 í gær voru tillögur formannsins um til-
færslur ráðherra á milli ráðuneyta samþykktar samhljóða.
Blaðamaður Morgunblaðsins
spurði fjármálaráðherra í gær
hvað hefði orðið til þess að hon-
um snerist hugur: „Það er samtal
sem ég og formaður flokksins
áttum í dag, sem breytti afstöðu
minni,“ sagði Albert. Hann sagði
að i þessu samtali hefði formað-
urinn lagt mikla áherslu á að
eining yrði um framkvæmd
þeirra breytinga sém hann hefði
í huga. „Eg tók þeim rökum,"
Flugfreyjur með
verkfallsheimild
FLUGFREYJUR hafa veitt stjórn
sinni og samninganefnd heimild til
* verkfallsboóunar í yfirstandandi
kjaradeilu við Flugleiðir. Engin
ákvörðun hefur þó verið tekin um
boðun vinnustöðvunar, að sögn
Margrétar Guðmundsdóttur, for-
manns Flugfreyjufélags íslands.
Flugfreyjur hafa verið með
launaliði samnings sfns lausan frá
1. september sl. Samningafundir
hafa til þessa verið árangurslausir
- sá síðasti var haldinn hjá ríkis-
sáttasemjara sl. föstudag, en þang-
að var deilunni vísað 19. septem-
ber. Nýr fundur hefur ekki verið
boðaður.
Margrét sagði að mikið bæri í
milli deiluaðila en hún vildi ekki
upplýsa í hverju helstu kröfur
flugfreyja væru fólgnar. „Við vild-
um gjarnan að atvinnurekendur
kæmu meira til móts við okkur en
við gerum okkur vonir um að deil -
an leysist á næstunni. Sem stendur
er þetta í biðstöðu," sagði hún.
sagði Albert, „og með því að
skipta um skoðun í þessu efni vil
ég stuðla að einingu í flokknum.“
Albert lagði áherslu á að þess-
ar breytingar væru ákveðnar í
sátt og samlyndi og að hann
tæki sáttur við embætti iðnaðar-
ráðherra.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins greindi
fréttamönnum frá því hverjar
tilfærslurnar verða að afloknum
þingflokksfundinum í gær, en
frá þeim var greint á baksíðu
Morgunblaðsins í gær. Þorsteinn
verður fjármálaráðherra, Sverr-
ir Hermannsson menntamála-
ráðherra, Ragnhildur Helgadótt-
ir heilbrigðis- og tryggingaráð-
herra, Matthías Bjarnason við-
skipta- og samgönguráðherra,
Albert Guðmundsson iðnaðar-
ráðherra og Geir Hallgrímsson
utanríkisráðherra. Um áramótin
hættir Geir svo ráðherradómi að
eigin ósk og við embætti utan-
ríkisráðherra tekur Matthías Á.
Mathiesen, sem verður ráðuneyt-
islaus til þess tíma.
Sjá nánar fréttir, viðtöl við
þingmenn og ráðherra Sjálfstæð-
isflokksins, forsætisráðherra og
fulltrúa stjórnarandstöðunnar á
bls. 4 og 5.
Morgunbl&dið/Júlíus
Eldri borgurum boðið í
kynnisferð um borgina
í tilefni Umferðarviku í Reykjavík bauð umferðardeild lögreglunnar
eldri borgurum í kynnisferð um borgina í gær og leiðbeindi þeim
um notkun gangbrautarljósa og hvernig best er að ganga yfir götu.
Farið var í tveimur strætisvögnum og ekið vítt og breitt um borg-
ina. Á meðfylgjandi mynd má sjá óskar Ólason, yfirlögregluþjón
í umferðardeild lögreglunnar, við leiðbeiningarstörf í þessari
fræðslu- og kynnisferð sem verður endurtekin í dag fyrir þá sem
ekki komust með í gær.
Sjá nánar aukablað um Umferðarviku í Reykjavík og frétt um
umferðarkönnun barnanna á bls. 2.
Fiskaflinn ekki
meiri síðan 1980
Þorskaflinn fyrstu níu mánuöi ársins 268.645 lestir
HEILDARAFLI landsmanna var um síðustu mánaðamót orðinn nálægt einni
milljón lesta og hefur aflinn ekki orðið svo mikili á þessum árstíma síðan
1980 er hann varð rétt rúm ein milljón lesta. f septembermánuði var meiri
afli af þorski og öðrum botnfiski en í sama mánuði í fyrra og það sem af er
árinu er þorskaflinn 43.391 lest meiri en í fyrra. Heildaraflinn á þessum tíma
í fyrra var 924.570 lestir.
Heildaraflinn í september var alls
143.697 lestir á móti 40.665 lestum
í sama mánuði í fyrra. Munar þar
mestu 96.636 lesta loðnuafli, en i
sama mánuði í fyrra veiddist engin
loðna. Afli annarra helztu tegunda
varð einnig meiri nú en í fyrra eða
svipaður. Þorskaflinn var nú 17.290
lestir en í fyrra 15.329. Annar botn-
fiskafli var 25.495 lestir á móti
20.252 lestum í fyrra. Þorskafli báta
nú var 6.479 lestir á móti 5.438 í
fyrra og þorskafli togara 10.811 á
móti 9.891 lest í fyrra. Annar botn-
fiskafli báta var 5.731 lest á móti
4.532 lestum í fyrra og annar botn-
fiskafli togara var nú 19.764 lestir
en í fyrra 15.720. Heildarafli togar-
anna var því tæpum 5.000 lestum
meiri nú og heildarafli bátanna
rúmum 98.000 lestum meiri.
Það sem af er árinu er þorskafli
báta 137.716 lestir á móti 109.133
lestum í fyrra, annar botnfiskafli
69.540 lestir á móti 75.596 lestum,
loðnuaflinn 471.349 lestir á móti
437.685 lestum í fyrra og afli ann-
arra tegunda svipaður. Afli báta er
því 54.370 lestum meiri nú. Þorskafli
togara er nú 130.848 lestir en í fyrra
115.950. Afli af öðrum botnfiski er
137.769 lestir á móti 155.662 í fyrra.
Afli togaranna er því tæpum 3.000
lestum minni nú. Heildarþorskafl-
inn nú er 268.564 lestir en var í fyrra
225.073. Afli af öðrum botnfiski er
207.309 lestir en var í fyrra 231.258.
Miðað við árstíma er þetta bezta
aflaár hér við land síðan 1980.
Heildarafli þennan árstíma aftur
til 1979 fer hér á eftir: 1985, 975.955
lestir, 1984, 924.570, 1983, 541.593,
1982, 615.610, 1981, 898.177, 1980,
1.021.350 og 1979 1.236.850 lestir.
Aflamismunur þessi ár stafar aðal-
lega af mismunandi þorsk- og loðnu-
afla.