Morgunblaðið - 22.10.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.10.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 Gjaldþrotamál Flugfisks Flateyri hf. Framkvæmdastofnun kunnugt um að veð voru ekki örugg ÞEGAR stjórn Framkvæmdastofnunar ákvað í sumar að veita Flugfíski Flateyri hf. og aðaleigendum fyrirtækisins tveggja milljóna kr. lán úr Byggða- sjóði var stjórnarmönnum ljóst að veð fyrir lántökunni voru ekki örugg, að sögn Stefáns Guðmundssonar sem var stjórnarformaður Framkvæmdastofn- unar og Guðmundar Malmquist sem var lögfræðingur hennar. Var það sér- staklega bókað að lánið skyldi veitt „með þeim veðum sem bjóðast". Venju- lega er ekkert bókað um veð í stjórninni. Þá var jafnframt bókað að samið yrði um greiðslu eldri vanskila fyr- irtækisins, en það var ekki gert þegar lánið var greitt út, og hefur enn ekki verið gert og er skuld Flugfisks við Byggðasjóð nú rúmar 3 milljónir kr. Stefán Guðmundsson alþingis- maður, formaður stjórnar Byggða- stofnunar (áður Framkvæmda- stofnunar) sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að stofnunin væri til þess að efla byggð í landinu og yrði að taka vissa áhættu við lánveiting- ar. Það hefði verið gert í þessu til- viki. „Við vissum að veð væru ekki glæsileg, en töldum að með þessu láni væri hægt að bjarga fyrirtæk- inu. Við vissum að fyrirtækið stóð tæpt, en álitum að ef framleiðsla þess á plaströrum fyrir Vegagerðina kæmist á legg, gæti það rétt við,“ sagði Stefán. Ekki sagði hann að það væri aigengt að stofnunin lán- aði gegn ótryggum veðum og sagði að í svona tilvikum væri ef til vill hreinlegast að veita beina styrki. Lánið skiptist í tvennt, helming- urinn var lánaður til Flugfisks Flateyri hf. og hinn helmingurinn til væntanlegra hluthafa til greiðslu hlutafjár. Var sá hluti lánsins lán- aður framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins og eiginkonu hans sem eru stærstu hluthafarnir. Lánin eru veitt til tíu ára með fyrstu afborgun 1987, verðtryggð með 2% vöxtum. ■ Vanskil af eldri lánum Byggðasjóðs eru orðin 784 þúsund kr. og er skuld þrotabúanna við Byggðasjóð því rúmar 3 milljónir. Stærsti hlutinn, 2 milljónir kr., er á aftasta veðrétti í gömlu vélsmiðjuhúsi og lýsistanki. Steingrímur Eiríksson lögfræð- ingur Iðnlánasjóðs sagði í samtali við Morgunblaðið að það hefði verið staðfast álit starfsmanna sjóðsins að nægar tryggingar væru fyrir lán- um Iðnlánasjóðs til eiganda Flug- fisks. Iðnlánasjóður veitti fyrirtæk- inu 7 lán á árunum 1980-83, samtals að fjárhæð 654 þúsund krónur. Lán- in eru með veði í lýsistanknum. Aðspurður vildi hann ekki fullyrða um að veðið væri pottþétt nú, en menn hefðu talið það á sínum tíma. Ekki kvaðst Steingrímur geta upp- lýst um stöðu skuldanna að svo stöddu — það myndi skýrast þegar sjóðurinn gerði kröfur sínar í þrota- búið. Morgunblaðinu er kunnugt um að sjóðurinn sendi uppboðsbeiðni á lýsistanknum til sýslumannsins á Isafirði í ársbyrjun 1984, en af hálfu sjóðsins var þess síðan óskað að beðið yrði með uppboðsaðgerðir og stendur málið þannig enn þann dag í dag. Þegar Steingrímur var spurð- ur um þetta atriði sagði hann að á árunum 1984 og 1985 hefðu verið í gangi tilraunir til að bjarga fyrir- tækinu og hefði ekki þótt rétt að ganga hart að fyrirtækinu á meðan. Athugasemd frá sýslumanninum á Isafírði: Taldi sig ekki geta staðið í skilum Morgunblaðinu hefur borizt svo- hljóöandi athugasemd frá Pétri Kr. Hafstein sýslumanni á ísafirði vegna fréttar í blaðinu á sunnudag. „Það er misskilningur, að for- senda gjaldþrotaúrskurðar hafi verið sú, að fyrir hafi legið yfirlýs- ing framkvæmdastjórans um að hann teldi skuldir sínar og fyrir- tækisins meiri en eignir. Beiðni hans um gjaldþrotaúrskurð var byggð á a-lið 13. greinar gjald- Gáð til veðurs KRAKKARNIR eru algallaðir og augljóslega við öllu búnir þar sem þeir standa uppi í stafni á leikskólabátn- um og gá til veðurs en á morgun er spáð suðvestanátt og hlýju veðri, skúrum um sunnan- og vestanvert landið en þurru að mestu fyrir norðan og austan. Á fimmtudag verður hæg breytileg átt og kólnandi veður, slydduél á annnesjum norðanlands en farið að stytta upp fyrir sunnan. Heimamenn og sænskir aðilar bjóða í Þörungavinnsluna: Sænska tilboðið mun hagstæðara segir Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra TVÖ tilboð hafa borist iðnaðarráðu- neytinu í eignir Þörungavinnslunnar á Reykhólum á síðustu dögum. Er annað frá heimamönnum, en hitt er komið frá sænskum aðilum, sem innflutningsfyrirtækið Eintak sf. er umboðsaðili fyrir. ættu þarna hlut að máli. Hann sagði að áhugi þeirra byggðist á því að þeir hefðu nýjar hugmyndir um það hvar og hvernig selja ætti framleiðslu Þörungavinnslunnar. Fulltrúar heimamanna vildu held- ur ekkert segja um tilboð sitt. I gær átti að fara fram nauðung- aruppboð á eignum Þörunga- vinnslunnar að kröfu Iðnþróunar- sjóðs, en því var frestað til 3. desember. Fyrirtækið skuldar sjóðnum um 67 milljónir króna og er stór hluti skuldarinnar í van- skilum. þrotalaga, sem veitir aðila rétt til þess að krefjast gjaldþrotaskipta, ef hann telur sig ekki geta að fullu staðið í skilum við lánardrottna sína, þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga. Það liggur að sjálfsögðu ekki fyrir, fyrr en að liðnum tveggja mánaða innköllunarfresti, hver er heildarfjárhæð krafna í bú- ið og þar með heldur ekki hvort eignir hrökkva fyrir greiðslu skulda." Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra sagði að töluverður munur væri á tilboðunum, það sænska væri mun hagstæðara, og mætti raunar líta á tilboð heima- manna frekar sem skilyrði þeirra fyrir að taka við fyrirtækinu en tilboð. Sagði Albert að það gæti orðið ríkinu dýrt að ganga að þeim skilyrðum. Að öðru leyti vildi Albert ekki tjá sig um innihald tilboðanna á þessu stigi. Hann væri að bíða eftir upplýsingum um sænska aðilann og tryggingu fyrir bankaábyrgð. Guðmundur Kjartansson fram- kvæmdastjóri Eintaks sf. vildi ekki upplýsa hvaða sænskir aðilar Rainbow-máliÖ: Bandaríkjastjórn áfrýjar úrskurðinum Lögbannsúrskurðinum í Rainbow Navigation-málinu verður áfrýjað af hálfu bandarískra stjórnvalda. George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur formlega stað- fest það í orðsendingu til Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra. Jafnframt mun bandaríska ut- Engin flokkspólitík á bak við þetta — segir Linda Ósk Sigurðardóttir sem er fyrsta konan sem kjörin er formaður Iðnnemasambandsins „ÞAÐ var engin flokkspólitík á bak við þetta, og við vorum báðar sjálf- kjörnar,“ sagði Linda Osk Sigurðardóttir, 19 ára Reykjavíkurmær, sem fyrst kvenna var kjörin formaður Iðnnemasambands fslands, á þingi sambandsins nú um helgina. Varaformaður sambandsins var kjörin Inga Þóra Kristjánsdóttir og er það í þriðja sinn, sem kvenmaður gegnir því embætti. Báðar eru þær stöllur í bókagerðarnámi í Iðnskólanum. Linda ósk sagði í samtali við ing frá fyrrverandi formanni svo og mikill áhugi á félagsmálum, en hún hefur starfað I fram- kvæmdastjórn Iðnnemasam- bandsins síðan 1982 og verið tvö ár í sambandsstjórn auk þess sem hún gegndi embætti for- manns Félags bókagerðarnema. „Fólk virtist bara vera ánægt með kjör okkar, að minnsta kosti komu engin mótframboð", sagði hún. Linda ósk kvaðst ekki eiga von á neinum róttækum breytingum í starfl Iðnnemasambandsins á næstunni. Hún sagðist þó myndu beita sér fyrir meiri virkni al- Morgunblaðið að þau flokkspóli- tísku átðk, sem svo oft hefðu einkennt Iðnnemasambandsþing heyrðu nú sögunni til. „Sjálf hef ég ekki tekið neina afstöðu til stjórnmálaflokka enn sem komið er, þótt auðvitað megi segja að það sé einhver pólitík I öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. En þetta þing var rólegt hvað pólitíkina varðar, og jafnframt var það mjög málefnalegt. Þetta var góður hópur og fólk náði vel saman," sagði Linda ósk. Hún sagði að ástæðan fyrir því að hún gaf kost á sér hefði verið hvatn- Linda Osk Siguróardóttir, sem kjörin var formaður IAnnemasambands ístands á þingi sambandsins nú um helgina. mennra félagsmanna innan sambandsins. „Mesta starfið hjá okkur er í sambandi við kjara- málin og að því leyti höfum við sérstöðu meðal nemendasamtaka I landinu. Hins vegar er einnig mikið félagsstarf í Iðnnemasam- bandinu og við höfum fullan hug á að nýta betur salinn okkar á Skólavörðustig 19 undir hvers konar félagsstarfssemi. Aðalat- riðið er þó að hinn almenni fé- lagsmaður taki virkari þátt í starfinu og við hvetjum því alla iðnnema til að hafa samband við okkur og líta inn til okkar í fé- lagsheimilið á Skólavörðustígn- um,“ sagði Linda ósk Sigurðar- dóttir, nýkjörinn formaður Iðn- nemasambands íslands. anríkisráðuneytið óska eftir því við dómarann, sem kvað upp úr- skurðinn, að framkvæmd dómsins verði frestað svo útboðið geti farið fram á tilsettum tíma. í orðsendingunni frá bandaríska utanríkisráðherranum lýsir hann miklum vonbrigðum með úrskurð- inn og heitir því að allt verði gert, sem mögulegt er til að leysa málið, tapi stjórn hans málinu aftur fyrir áfrýjunarrétti. Arnarflug: Leiguflugi hætt vegna vanefnda ARNARFLUG hefur hætt leiguflugi fyrir ítölsku ferðaskrifstofuna Mandadori, en félagið hefur annast flug fyrir ferðaskrifstofuna á milli Milano, Vínarborgar og Kúbu síðan í október á síðasta ári. Ástæðan fyrir því að Arnarflug hætti fluginu eru vanskil af hálfu ítölsku ferðaskrifstofunnar að undanförnu, en nokkrar vikur voru eftir af umsömdum samningstíma. Arnarflug gerði samning við Mandadori í október 1984 og var þá samið til sex mánaða, en samn- ingurinn síðan framlengdur um aðra sex mánuði. Flogið var tvær til þrjár ferðir í viku á milli Kúbu og Milano annars vegar og Vínar- borgar og Kúbu hins vegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.