Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 13 Islendingar heimsmeistarar í áætlunarflugi — miðað við höfðatöluregluna frægu íslendingar eru tvímælalaust í hópi mestu flug- þjóða heims og miðað við fólksfjölda vorum við með lang mestu flutninga í áætlunarflugi í heimi sl. ár. í þessari grein er stuðst við upplýsingar úr nýútkominni árskýrslu Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar, ICAO, og gefa þær betur en margt ann- að til kynna þýðingu áætlunarflugs hér á landi. Flug Gunnar Þorsteinsson í sjálfu sér kemur það ekki svo mjög á óvart að íslendingar standi framarlega sem flugþjóð, því fáar þjóðir eru eins háðar flugi. Bæði er, að landið liggur fjarri öðrum, og eins, að á vet- urna er innanlandsflugið oft á tíðum einu samgöngurnar við heilu landshlutana. Það vekur hinsvegar óneitanlega athygli hvað flutningur í íslensku áætl- unarflugi eru langtum meiri en í öðrum ríkjum ef skoðaðar eru samanburðartölur og miðað við íbúafjölda (sjá Töflu 1). ísland sker sig úr með 903 tonnkíló- metra á hvern íbúa eða rúmlega þrisvar sinnum meira en ríkið sem næst kemur. í sæti 2—6 eru: Sviss, Bandaríkin, Holland, Kanada og Bretland. Sé hinsveg- ar litið á mælieininguna far- þegakílómetrar á íbúa, er ísland einnig í efsta sætinu og nú með rúmlega fjórum sinnum meiri flutninga en það ríki sem næst kemur. Röð landanna í sætum 2—6 er nú orðin þessi: Bandarík- in, Sviss, Kanada, Holland og Bretland. Heildarflutningar Flutningur í áætlunarflugi í heiminum árið 1984 jókst að meðaltali um 8,1% frá árinu áð- ur og er það mesta aukning síðan 1980, segir í ársskýrslu Alþjóða- flugmálastofnunarinnar. Meðal- talsaukning sl. áratug var 7,1%. Sagt er, að aukningin stafi af betri efnahag víðast hvar í heim- inum og hraðri uppbyggingu flugsins í Austurlöndum. Tafla 2 sýnir heildarflutninga í áætlunarflugi 15 aðildarríkja Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sl. ár, án tillits til íbúafjölda. Svo sem við er að búast skera Bandaríkin sig nú úr. Miðað við heildarflutninga er ísland í 50. sæti (aðildarríki ICAO eru 153) með 215 milljón tonnkílómetra en í 47. sætinu ef reiknað er í farþegakílómetrum. Fyrir fjór- um árum var ísland í 62. og 61. sæti. Á milli áranna 1983—4 voru aðeins 8 ríki með meiri aukningu en ísland sé reiknað í tonnkíló- metrum og 5 ríki sé reiknað í farþegakílómetrum. Á íslandi nam aukningin milli ára 17% í tonnkílómetrum og 21% í far- þegakílómetrum. Alþjóða- og innan- landsflug Árið 1984 var rétt rúmlega helmingur heimsflutninganna í áætlunarflugi á alþjóðaleiðum og var 10,7% aukning milli ára. Flutningur i innanlandsflugi jókst aftur á móti um 5,5% milli ára. Um 48% allra áætlunarflutn- inga árið 1984 voru á hendur flugfélaga í Bandaríkjunum, eða 35%, og Sovétmanna sem voru með 13%. Afgangurinn skiptist á 151 ríki. Þessi sömu ríki önnuðust 78% allra innanlandsflutninga í heiminum árið 1984, Bandarikin með 54% og Sovétrikin með 24%. Á alþjóðaflugleiðum voru tvö ríki með 26% alls alþjóða- flugs, Bandaríkin með 17% og Bretland með 9%. Heimshlutar í ársskýrslunni er farið nokkr- um orðum um þróun flutninga í áætlunarflugi eftir heimshlutum sl. áratug. Þar kemur fram, að hlutur bandarískra flugfélaga hefur minnkað úr 22,1% árið 1975 í 20% árið 1984, og hlutur Evrópskra félaga úr 43,5% í 36,9%. Gagnstætt þessu, hefur hlutur flugfélaga í Asíu og við Kyrrahaf aukist úr 18,7% í 26,5%. Á sama tímabili hefur hlutdeild Mið Austurlanda auk- ist úr 4,6% í 6,5%, Afríkuflugfé- lögin stnda í stað með 4,5%, en íslendingar eru oft fremstir í heimi ef miðað er við höfðatöluregluna margfrægu. Það á einmitt við um flutninga í áætlunarflugi því ísland skarar þar fram úr öðrum ríkjum. Á míllí áranna 1983—4 voru aðeins 8 ríki í heimi með meiri aukningu í áætlunarflugsriutningum en ísland. Ljósm. Gunnar Þorsteinsson. flugfélög við Karabískahafið og í Rómönsku Ameríku detta úr 6,6% í 5,6%. Áætlunarflugfélög í Asíu og við Kyrrahaf voru með hæstu hleðslunýtingu ef tekið er meðal- tal sl. áratugs. Þau voru með 67% nýtingu, rétt á hælana komu Evrópufélögin með 65%, Rómanska Ameríka og Karab- ískahafið með 61%, Bandaríkin með 59%, Afríka með 54% og Mið Austurlönd ráku lestina með 52% hleðslunýtingu. Síðar verða ýmsar aðrar upp- lýsingar úr þessari fróðlegu ársskýrslu birtar hér á flug- málasíðu blaðsins. Tafla 2. Tonnkílómetrar og farþegakílómetrar í áætlunarflugi áriö 1984 15 al 153 Brayting aöildarrikjum Tonnkm 93/94 Farþagakm •CAO Rðö (milljón) % Röð (milijón) Breyting 83/84 % Bandaríkin 1 54370 7 1 472000 6 Bretland 4 7525 13 4 56400 9 Frakkland 5 6380 6 5 38900 1 V-Þýskaland 6 4684 11 8 24275 7 Kanada 7 4205 10 6 34200 9 Holland 9 3063 11 11 17430 6 Spánn 14 2085 7 10 17450 7 Sviss 17 1870 5 18 12120 -1 Skandinavía1* 19 1715 5 17 14200 5 Finnland 43 319 3 42 22696 3 Nígería 48 275 9 43 22600 7 ísland 50 215 17 47 2100 21 Austurríki 61 156 7 59 1442 7 OsaS töndin: Danmðrk, Svfþjóö, Noragur Skýringir i béöum töflunum uru tölurnar lyrir 1984 áratlaöar an óvlaauþétturlnn ar akki mairi an 2%. TONNKÍLÓMETRAR: Farþagar, tragt og póatur, m«alt i tonnum og margfaldaö moö longd hvorrar fluglaiöar. FARÞEGAKfLÓMETRAR: Fjöldi larþaga marglaldaöur maö langd hvarrar fluglaiöar. Haimild: Araakýrala ICAO 19S5 Tonnkílometrar og farþegakílómetrar á íbúa í áætlunarflugi áriö 1984 T afla 1. Tonnkm Farþagakm Rfki é fbúa é fbúa ísland 903 8824 Sviss 290 1885 Bandaríkin 230 2000 Holland 213 1211 Kananda 168 1368 Bretland 133 999 Frakkland 117 709 Skandinavía 1) 98 809 V-Þýskaland 76 396 Finnland 66 555 Spánn 554 456 Austurríki 21 191 Nígería 3 28 9 SA8 löndin: Danmörk, Svfpjóö, Noragur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.