Morgunblaðið - 22.10.1985, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.10.1985, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 13 Islendingar heimsmeistarar í áætlunarflugi — miðað við höfðatöluregluna frægu íslendingar eru tvímælalaust í hópi mestu flug- þjóða heims og miðað við fólksfjölda vorum við með lang mestu flutninga í áætlunarflugi í heimi sl. ár. í þessari grein er stuðst við upplýsingar úr nýútkominni árskýrslu Alþjóðaflugmálastofnun- arinnar, ICAO, og gefa þær betur en margt ann- að til kynna þýðingu áætlunarflugs hér á landi. Flug Gunnar Þorsteinsson í sjálfu sér kemur það ekki svo mjög á óvart að íslendingar standi framarlega sem flugþjóð, því fáar þjóðir eru eins háðar flugi. Bæði er, að landið liggur fjarri öðrum, og eins, að á vet- urna er innanlandsflugið oft á tíðum einu samgöngurnar við heilu landshlutana. Það vekur hinsvegar óneitanlega athygli hvað flutningur í íslensku áætl- unarflugi eru langtum meiri en í öðrum ríkjum ef skoðaðar eru samanburðartölur og miðað við íbúafjölda (sjá Töflu 1). ísland sker sig úr með 903 tonnkíló- metra á hvern íbúa eða rúmlega þrisvar sinnum meira en ríkið sem næst kemur. í sæti 2—6 eru: Sviss, Bandaríkin, Holland, Kanada og Bretland. Sé hinsveg- ar litið á mælieininguna far- þegakílómetrar á íbúa, er ísland einnig í efsta sætinu og nú með rúmlega fjórum sinnum meiri flutninga en það ríki sem næst kemur. Röð landanna í sætum 2—6 er nú orðin þessi: Bandarík- in, Sviss, Kanada, Holland og Bretland. Heildarflutningar Flutningur í áætlunarflugi í heiminum árið 1984 jókst að meðaltali um 8,1% frá árinu áð- ur og er það mesta aukning síðan 1980, segir í ársskýrslu Alþjóða- flugmálastofnunarinnar. Meðal- talsaukning sl. áratug var 7,1%. Sagt er, að aukningin stafi af betri efnahag víðast hvar í heim- inum og hraðri uppbyggingu flugsins í Austurlöndum. Tafla 2 sýnir heildarflutninga í áætlunarflugi 15 aðildarríkja Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sl. ár, án tillits til íbúafjölda. Svo sem við er að búast skera Bandaríkin sig nú úr. Miðað við heildarflutninga er ísland í 50. sæti (aðildarríki ICAO eru 153) með 215 milljón tonnkílómetra en í 47. sætinu ef reiknað er í farþegakílómetrum. Fyrir fjór- um árum var ísland í 62. og 61. sæti. Á milli áranna 1983—4 voru aðeins 8 ríki með meiri aukningu en ísland sé reiknað í tonnkíló- metrum og 5 ríki sé reiknað í farþegakílómetrum. Á íslandi nam aukningin milli ára 17% í tonnkílómetrum og 21% í far- þegakílómetrum. Alþjóða- og innan- landsflug Árið 1984 var rétt rúmlega helmingur heimsflutninganna í áætlunarflugi á alþjóðaleiðum og var 10,7% aukning milli ára. Flutningur i innanlandsflugi jókst aftur á móti um 5,5% milli ára. Um 48% allra áætlunarflutn- inga árið 1984 voru á hendur flugfélaga í Bandaríkjunum, eða 35%, og Sovétmanna sem voru með 13%. Afgangurinn skiptist á 151 ríki. Þessi sömu ríki önnuðust 78% allra innanlandsflutninga í heiminum árið 1984, Bandarikin með 54% og Sovétrikin með 24%. Á alþjóðaflugleiðum voru tvö ríki með 26% alls alþjóða- flugs, Bandaríkin með 17% og Bretland með 9%. Heimshlutar í ársskýrslunni er farið nokkr- um orðum um þróun flutninga í áætlunarflugi eftir heimshlutum sl. áratug. Þar kemur fram, að hlutur bandarískra flugfélaga hefur minnkað úr 22,1% árið 1975 í 20% árið 1984, og hlutur Evrópskra félaga úr 43,5% í 36,9%. Gagnstætt þessu, hefur hlutur flugfélaga í Asíu og við Kyrrahaf aukist úr 18,7% í 26,5%. Á sama tímabili hefur hlutdeild Mið Austurlanda auk- ist úr 4,6% í 6,5%, Afríkuflugfé- lögin stnda í stað með 4,5%, en íslendingar eru oft fremstir í heimi ef miðað er við höfðatöluregluna margfrægu. Það á einmitt við um flutninga í áætlunarflugi því ísland skarar þar fram úr öðrum ríkjum. Á míllí áranna 1983—4 voru aðeins 8 ríki í heimi með meiri aukningu í áætlunarflugsriutningum en ísland. Ljósm. Gunnar Þorsteinsson. flugfélög við Karabískahafið og í Rómönsku Ameríku detta úr 6,6% í 5,6%. Áætlunarflugfélög í Asíu og við Kyrrahaf voru með hæstu hleðslunýtingu ef tekið er meðal- tal sl. áratugs. Þau voru með 67% nýtingu, rétt á hælana komu Evrópufélögin með 65%, Rómanska Ameríka og Karab- ískahafið með 61%, Bandaríkin með 59%, Afríka með 54% og Mið Austurlönd ráku lestina með 52% hleðslunýtingu. Síðar verða ýmsar aðrar upp- lýsingar úr þessari fróðlegu ársskýrslu birtar hér á flug- málasíðu blaðsins. Tafla 2. Tonnkílómetrar og farþegakílómetrar í áætlunarflugi áriö 1984 15 al 153 Brayting aöildarrikjum Tonnkm 93/94 Farþagakm •CAO Rðö (milljón) % Röð (milijón) Breyting 83/84 % Bandaríkin 1 54370 7 1 472000 6 Bretland 4 7525 13 4 56400 9 Frakkland 5 6380 6 5 38900 1 V-Þýskaland 6 4684 11 8 24275 7 Kanada 7 4205 10 6 34200 9 Holland 9 3063 11 11 17430 6 Spánn 14 2085 7 10 17450 7 Sviss 17 1870 5 18 12120 -1 Skandinavía1* 19 1715 5 17 14200 5 Finnland 43 319 3 42 22696 3 Nígería 48 275 9 43 22600 7 ísland 50 215 17 47 2100 21 Austurríki 61 156 7 59 1442 7 OsaS töndin: Danmðrk, Svfþjóö, Noragur Skýringir i béöum töflunum uru tölurnar lyrir 1984 áratlaöar an óvlaauþétturlnn ar akki mairi an 2%. TONNKÍLÓMETRAR: Farþagar, tragt og póatur, m«alt i tonnum og margfaldaö moö longd hvorrar fluglaiöar. FARÞEGAKfLÓMETRAR: Fjöldi larþaga marglaldaöur maö langd hvarrar fluglaiöar. Haimild: Araakýrala ICAO 19S5 Tonnkílometrar og farþegakílómetrar á íbúa í áætlunarflugi áriö 1984 T afla 1. Tonnkm Farþagakm Rfki é fbúa é fbúa ísland 903 8824 Sviss 290 1885 Bandaríkin 230 2000 Holland 213 1211 Kananda 168 1368 Bretland 133 999 Frakkland 117 709 Skandinavía 1) 98 809 V-Þýskaland 76 396 Finnland 66 555 Spánn 554 456 Austurríki 21 191 Nígería 3 28 9 SA8 löndin: Danmörk, Svfpjóö, Noragur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.