Morgunblaðið - 22.10.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
Franskar svítur
í Kristskirkju
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Helga Ingólfsdóttir sembal-
leikari flutti síðastliðinn sunnu-
dag þrjár af frönsku svítunum
eftir Johann Sebastian Bach.
Tónleikarnir fóru fram í
Kristskirkju, sem fyrir margra
hluta sakir hentar vel sem bar-
okk-umhverfi, þó „heyrð" kirkj-
unnar sé ef til vill um of sem
sérstaklega kom fram í hröðum
köflum. Enduróman kirkjunnar
er svo langæ, að hröð tónun
rennur saman en í hægum köfl-
um var tónn sembalsins glitr-
andi fallegur. Svíturnar sem
Helga flutti að þessu sinni voru
nr. 1 í d-moll, nr. 4 í Es-dúr og
nr. 5 í G-dúr. Sem millispil lék
hún sálmskreytingar á tveimur
sálmalögum. Frönsku svíturnar
eru mun styttri en ensku svít-
urnar, en þær ensku hefjast all-
ar á löngum prelúdíum á undan
Allemande-þættinum. Þær
frönsku, hins vegar, hefjast allar
á Allemande, auk þess sem kafl-
askipan dansþáttanna er önnur,
þó öllum svítunum sé það sam-
eiginlegt að enda á enskum
„gikk“ (Gigue). Tónleikarnir hóf-
ust á fjórðu svítunni í Es-dúr.
Allemande-þátturinn var mjög
hægur í flutningi Helgu. Annar
þátturinn, Courante, var nokkuð
hraðar leikinn og þar var yfir-
máta mikil heyrð kirkjunnar til
trafala við greiningu tónferlis-
Helga Ingólfsdóttir
„Leikur Helgu er gæddur
næmi listamannsins fyrir
tónferli, án þess aö fram
komi predikandi sýning á
þekkingu hennar og
tækni... “
ins. Miðþættirnir hljómuðu hins
vegar eins fallega og skírt og sá
fyrsti. Sérkennileg tónskipan
Gavottunnar og sú aðferð Bachs
að breyta frumhljómi í forhljóm
fjórða sætis í upphafi Sarabönd-
unnar og Menúettsins er ef til
vill spásögn meistarans um það
sem síðar varð, að í margþátta
verkum mætti hafa hvern kafla í
mismunandi tóntegundum. Men-
úettinn, sem Helga lék með
fjórðu svítunni, er ekki í Bach —
Gesellschaft útgáfunni en í
seinni útgáfum (Universal í út-
gáfu Julius Röntgen) er þessi
sérkennilegi Menúett. Eftir smá
sálmamillispil lék Helga fyrstu
svítuna, sem er í d-moll. Það sem
er sérkennilegast við þá svítu er
„gikkurinn", en þar er leikið með
„punkteruð" nótnagildi. Þá er
stefið í öðrum þættinum (Cour-
ante) að tónskipan mjög líkt því,
sem heyra má í cís-moll prelúdí-
unni, í fyrsta heftinu af „fúgun-
um 24“. Síðasta svítan, er Helga
lék að þessu sinni er í G-dúr og
er nr. 5. Þar í er hin fræga Ga-
votte í G-dúr, en auk þess er þar
að finna sérkennilegan Loure-
þátt. Fyrsti þátturinn er merki-
legur fyrir þá sök, að þar er að
finna krómantísk vinnubrögð,
sem urðu stíleinkenni í tónsmíði
hundrað árum síðar, en sökum
vandkvæða í tónstillingu, var
slíkt tónferli nokkur nýjung á
tímum Bachs. Leikur Helgu Ing-
ólfsdóttur var mjög yfirvegaður
og þó hún hafi yfir að ráða mik-
illi hljómborðsleikni, eins og vel
kom fram í síðustu þáttum
verkanna (Gigue), leggur hún
meiri áherslu á að laða fram
tónrænan samleik raddanna.
Auk þess tekst henni að skapa
mjög sérstæða spennu með því
að sveigja til „í takti“, án þess þó
að raska jafnvægi í hryn og setn-
ingaskipan tónverksins. Leikur
Helgu er gæddur næmi Iistam-
annsins fyrir tónferli, án þess að
fram komi predikandi sýning á
þekkingu hennar og tækni, og
verður í hennar höndum ekki
markmið, heldur tæki til að tjá
það sem ekki verður skilgreint í
orðum, aðeins skynjað í lifandi
flutningi góðrar og ihugandi
tónlistar. Fyrir undirritaðan er
það ávallt viðburður að heyra
Helgu Ingólfsdóttur leika á
sembalinn sinn.
Vetrar
veður.........................
Nú þegarallra veðra er von, vill Hafskip hf. benda viðskiptavinum
sínum á eftirfarandi:
Að þeir séu á verði um hagsmuni sína t.d. með því að tryggja
vörum sínum viðeigandi umbúðir og gera allar þær ráð-
stafanir fyrir sitt leyti, til að auka flutningsöryggi vörunnar.
Bent er einnig á ótvírætt öryggi þess fyrir farmeigendur,
að vátryggja á frjálsum markaði farm sinn í flutningi
og geymslu, þar sem ábyrgð farmflytjenda er á margan hátl
takmörkuð, t.d. vegna veðurfars og ófullnægjandi umbúða.
Sérstaklega skal gæta þess að frostlögur sé á kælikerfum
véla og tækja og huga þarf að öryggi farms í vöruskemmum
eða á útisvæðum sem ky nni að vera hætt vegna frosts, foks
eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
Með kveðjum.
HAFSKIP HF.
HÁFSKIP
1.
2.
3.
Norræna rithöfundaráðið:
Lagasetning um höfunda-
rétt og kapalsjónvarp á
Norðurlöndum verði samræmd
NORRÆNA rithöfundaráðiö sam-
þykkti m.a. eftirfarandi ályktanir á
fundi sínum í Stokkhólmi 7.-9. júlí
sl:
„Á fundi sínum ... hefur Nor-
ræna rithöfundaráðið meðal ann-
ars fjallað um þá umtalsverðu
endurnotkun á verkum rithöfunda,
sem fylgir nýjum fjölmiðlum, m.a.
kapalsjónvarpi. Ráðið lýsir
áhyggjum sínum yfir þeirri þróun
höfundalaga á Norðurlöndum sem
virðast í sjónmáli. Grundvallarat-
riði í höfundarétti er að höfundi
eigi að vera kleift að fylgjast með
notkun á sínu eigin verki eins langt
og framast er unnt og að sann-
gjarnt hlutfall sé milli notkunar
og þóknunar.
Öll reynsla bendir til þess að
eðlilegt jafnvægi náist helst með
frjálsum samningum, þar sem
samningsréttur höfunda er viður-
kenndur og virtur. Norræna rit-
höfundaráðið krefst þess að ríkis-
stjórnir Norðurlanda axli ábyrgð
sína og stuðli að því að lagasetning
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÓTA HF
um höfundarétt og kapalsjónvarp
á Norðurlöndum verði samræmd
og verði þannig að tryggt sé að
fram náist: frjáls samningsréttur;
að þau samtök sem sjá um samn-
ingsgerðina séu fulltrúar sem
flestra höfunda; að greiðsla fyrir
notkun berist rétthafa, annað
hvort beint eða gegnum samtök
sem starfa í umboði hans.“
„Greiða ber fyrir alla opinbera
notkun hugverka. Þetta ætti að
gilda um öll bókasöfn og aðrar
útlánsstofnanir, sem eru opnar
almenningi, ennfremur skólabóka-
söfn, en þau eru opin umtalsverð-
um hluta almennings. Allir rit-
höfundar eiga rétt á bókasafns-
greiðslum, þýðendur og bóka-
skreytingamenn. Hvernig sem
lögum er háttað skal kveðið á um
að rétt til bókasafnsgreiðslna sé
ekki hægt að framselja til annarra
aðila en dánarbús og erfingja."
„Kurdinn Alexander Bertelsen
hefur verið í haldi í hinu illræmda
herfangelsi Mamak í Tyrklandi
síðan í febrúar 1984, ákærður og
dæmdur fyrir óþjóðhollan róg um
Tyrkland erlendis, vegna framlags
hans til bókarinnar „Kúrdar, þjóð
í Miðausturlöndum", kennslubókar
sem út kom hjá forlagi Dreyers í
Osló 1979. Hinn 12. mars 1985 var
Alexander Bertelsen dæmdur í
fimm ára fangelsi og átján mánaða
kyrrsetningu í Tyrklandi af þess-
um sökum einum. Alexander Bert-
elsen bíður nú þess að áfrýjunar-
dómstóll fjalli um mál hans.“
„Norræna rithöfundaráðið mót-
mælir því kröftuglega að norrænn
ríkisborgari skuli með þessu móti
látinn gjalda þess að hann notfæri
sér tjáningarfrelsi það sem ríkir á
Norðurlöndum og krefst þess að
ríkisstjórnir Norðurlanda beiti
áhrifum sínum til þess að tyrknesk
yfirvöld láti Alexander Bertelsen
tafarlaust lausan."
oinnan
24. október
Mætum allar á útifundinn á Lækjartorgi kl. 14:00