Morgunblaðið - 22.10.1985, Page 39

Morgunblaðið - 22.10.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 39 Aöalfundur Læknafélags íslands: Samþykkti atkvæðagreidslu um aðild LÍ að BHM AÐALFUNDUR Læknafélags ís- lands, sem haldinn var 23. og 24. september, fól stjórn LI aö sjá um samningamál lækna og samþykkti jafnframt að fram færi atkvæða- greiðsla meðal félagsmanna um úr- sögn eða áframhaldandi aðild að BHM. Á þinginu var m.a. rætt um læknisfræðilegar rannsóknir á íslandi, nauðsyn þeirra og fjár- mögnun. Skýrð var hlutdeild Vís- indasjóðs til styrktar rannsóknum hér á landi og kynntar aðrar til- tækar fjármögnunarleiðir. Fjár- magn til læknisfræðirannsókna er mjög takmarkað hérlendis og hiut- fallslega lægra en gerist á meðal nágrannaþjóöa. Fullfrágengið frumvarp um breytingar á lögum um Vísindasjóð bíður þess í menntamálaráðuneytinu að vera lagt fyrir Alþingi, sem bætir stöðu sjóðsins umtalsvert, ef samþykkt verður. Nýjung á sviði kynningar og upplýsingamiðlunar fór fram á læknaþinginu, fólgin í svokölluðu spjaldaþingi. Á þar til gerðum spjöldum settu 15 læknar fram hnitmiðaðar upplýsingar um nið- urstöður rannsókna eða árangur meðferðar í töflum og myndum. Á fundinum var m.a. samþykkt framlag, 100.000 krónur, til upp- byggingar Nesstofu, bústaðar fyrsta landlæknis á íslandi. Gert er ráð fyrir að þar verði á fót komið læknisfræðilegu minjasafni. Enn- fremur var samþykkt 100.000 króna framlag til undirbúnings ritun sögu Læknafélags íslands, sem stofnað var árið 1918. Tii hlutaðeigandi yfirvalda var beint áskorunum um að ekki verði menntaðir fleiri læknanemar hér- lendis en áætluð þörf gerir ráð fyrir; að gripið verði til úrræða til að bæta úr skorti á hjúkrunar- fræðingum; að efla framhalds- menntun lækna innanlands með hliðsjón af tillögum nefndar, sem skipuð var af heilbrigðismálaráð- herra 1983; og að sérfræðiviður- kenning i heimilislækningum verði gerð að skilyrði fyrir skipun í stöðu heimilislækna. Þá var samþykkt ályktun um að hefjast handa við viðbyggingu við Domus Medica við Egilsgötu og að útbúin verði forsögn að nýtingu lóðarinnar á horni Egilsgötu og Snorrabrautar. Jafnframt þinginu voru haldin tvö námskeið sem stóðu frá 23.-27. september. Fyrra námskeiðið fjall- aði um öldrunarlækningar. Alvar Svanborg, yfirlæknir við Vasa- sjúkrahúsið í Gautaborg, ræddi þar um „eðlilega öldrun" frá sjón- armiði læknisfræði og um öldr- unarrannsóknir varðandi grein^-"* ingu sjúkdóma, meðferð og for- varnir. Auk hans fluttu níu Islend- ingar erindi á námskeiðinu. Síðara námskeiðið snérist um barnalækningar og skiptist í tvö málþing. Á því fyrra var fjallað um vöxt og líkamsþroska barna. Petter Karlberg, prófessor frá Gautaborg, flutti erindi um hag- nýtt gildi mælinga á vaxtarhraða barna, en þrír íslenskir iæknar skýrðu frá rannsóknum hér á landi á vexti og þroska. Á siðara mál- þinginu var rætt um þvagsýkinga^ , barna og fluttu fimm íslenskir læknar þar erindi. Selfoss: Kannaðir möguleikar á byggingu íbúða fyrir aldraða Á SELFOSSI er hafin athugun á því hve mikil þörf er fyrir íbúðir fyrir aldraða og hvernig hag- kvæmast sé að standa að byggingu slíkra íbúða, ef í framkvæmdir verður ráðist. Á 8. þingi Alþýðusambands Suðurlands, sem haldið var í mars 1985 var samþykkt ályktun um húsnæðismál aldraðra og nauðsyn þess að aldraðir félags- menn aðildarfélaga sambandsins ættu kost á sérstökum íbúðum með aðgangi að þjónustu og að slík aðstaða væri sköpuð á sam- bandssvæðinu. Með hliðsjón af þessari álykt- un samþykkti stjórn Alþýðusam- bandsins á fundi sínum 5. sept. sl. að beita sér fyrir könnun á íbúðaþörf eldri félagsmanna verkalýðsfélaga á Suðurlandi og leita í því sambandi eftir samráði og samvinnu við Samtök sveitar- félaga á Suðurlandi og einstök sveitarfélög. Hinn 5. sept. var Samtökum' sveitarfélaga á Suðurlandi ritað bréf um þetta efni og tóku sam- tökin þegar heilshugar undir erindið og framsendu það ein- stökum sveitastjórnum til af- greiðslu. Á fundi sínum 18. sept. sl. tók Bæjarráð Selfosskaupstaðar já- kvæða afstöðu til erindis Al- þýðusambandsins og var fyrsti sameiginlegi fundur þessara að- ila haldinn í Tryggvaskála á Selfossi 25. sept. sl. Á þessum fundi var ákveðið að undirbúa kynningu á þeim möguleikum sem fyrir hendi eru til fram- kvæmda á byggingum fyrir aldr- aða og jafnframt að kanna þörf eða áhuga eldra fólks á slíkum íbúðum. Teiknistofunni Hönn á Selfossi var síðan falið að hanna frum- drög að íbúðabyggingu með sambyggðri þjónustu fyrir aldr- aða og henni ætluð staðsetning á Selfossi. Áformað er, þegar þau drög liggja fyrir, að kynna fyrir- liggjandi möguleika og fram- kvæma könnun á áhuga eldra fólks fyrir kaupum á slíkum íbúðum. Ákvörðun um frekari framkvæmdir mun síðar vænt- anlega markast af undirtektum og niðurstöðum þegar kynningu og könnun er lokið. Síðustu dagar hafa verið spennandi fyrir þá sem stefna að því að kaupa nýjan Opel; Fyrst tilkynntum við umtalsverða verðlækkun, sem ein og sér gaf fullt tilefni til að skella sér í kaupin. Pá var tilkynnt tollalækkun sem leiddi af sér enn frekari verðlækkun! Þegar svo við bættust tilboð okkar um auðveldari leiðir en áður til greiðslu á nýja bílnum, sáu menn í hendi sér að það hefur aldrei verið meira vit í því að kaupa Opel en einmitt núna! Gamli bíllinn tekinn upp í Oft kemur mjög vel út að setja gamla bílinn upp í. Þá erum við tilbúnir að hjálpa. Dæmi; Opel Corsa LS 3 dyra (eftir lækkun) kr. 349.600 Sá gamli kostar t.d. kr. 160.000 Þá er útborgun kr. 145.000 og afganginn greiðir þú með jöfnum afborgunum á sex mánuðum kr. 44.600 Verðlækkunin er ótrúleg: Þannig lækkar t.d. Opel Corsa LS 349.600* 3 dyra úr 379.600 í ‘Miðað við gengi 17/10 '85 kr. 349.600 60% lánað Þú getur líka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu. Dæmi: Nýr Opel Corsa LS 3 dyra kr. 349.600 Útborgun 40% kr. 139.800 1 Helming eftirstöðva lánum við síðan í 3 mánuði kr. 104.900 og afganginn í 12 mánuði kr. 104.900 kr. 349.600 BÍLVANGUR St= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 * Gildir til 10. nóvember eða á meðan birgðir endast. V.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.