Morgunblaðið - 22.10.1985, Page 48
48
MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985
SVAR
MITT
eftir Hillv Graham
Áég
að þegja?
í mörg ár hef ég átt leyndarmál, sem ég hef ekki sagt manninum
mínum. Er mér skylt að segja honum það og súpa seyðið af því?
Ég hef talað við Guð um þetta og iðrazt þess, og ég er fús að játa
synd mína fyrir eiginmanni mínum. En ég óttast, að það hafi
slæmar afleiðingar. Vinsamlegast hjálpið mér.
Biblían segir: „Ef vér játum syndir vorar (fyrir
Jesú Kristi), þá er hann trúr og réttlátur, svo að
hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu
ranglæti."
Menn geta orðið ofsafengir í viðbrögðum sínum,
þegar játaðar eru fyrir þeim syndir á siðferðissviðinu.
Ég held, að yfirleitt sé nóg að játa þessa synd fyrir
Guði, nema svo margir viti um hana, að hún muni
berast makanum til eyrna.
Ég skil, að sektarkenndin sé eins og farg, er þér
hafið brotið sjötta boðorðið, og þér reynið að losna
við hana. Guð veit, að þér eruð fús að segja manni
yðar allt af létta, og hann veit, að þér iðrizt af ein-
lægni vegna syndar yðar.
Sumt fólk heldur, að þessi synd sé sú, sem ekki
verður fyrirgefin. En það er misskilningur. Það er
alvarlegt mál að rjúfa hjónabandseiðinn. Þó kennir
Biblían skýrum stöfum, að unnt sé að öðlast fyrirgefn-
ingu á þeirri synd. Við sjáum í Nýja testamentinu,
að Jesús fyrirgaf mörgum, sem drýgðu þá synd, og
hann fyrirgefur yður.
Ef til vill brutuð þér af yður fyrir löngu, jafnvel
áður en þér genguð Kristi á hönd. Þá tel ég hæpið
að afhjúpa þetta ljóta leyndarmál fyrir manni yðar.
En sé því svo farið, að þetta hafi nýlega átt sér stað
og að hjónaband yðar geti beðið hnekki, ef þér þegið,
væri yður kannski ráðlegt að segja manni yðar frá
þessu.
Guð hefur fyrirgefið yður. Nú skulið þér fyrirgefa
sjálfri yður.
t
Eiginmaður minn og faöir okkar,
HAFSTEINN DAVÍOSSON,
Urðargötu 18, Patreksfiröi,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október
kl. 16.30. Minningarathöfn um hinn látna veröur í Patreksfjaröar-
kirkju laugardaginn 26. okt. kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag fslands.
Erna Aradóttir,
Hafdis Hafsteinsdóttir, Helga Hafsteinsdóttir,
Vilborg Hafsteinsdóttir, Davíð Hafsteinsson,
Esther Hafsteinsdóttir og Haukur Hafsteinsson.
Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
EINAR GUÐBJARTSSON
Efstasundi 6.
Veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23. október
kl. 10.30.
Skúlína Haraldsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn og
barnabarnabörn.
t
Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
JÓHANNS KRISTINSSONAR,
Sporðagrunni 3,
Reykjavfk,
sem lést í Landakotsspítala 13. október, veröur gerð frá Fríkirkjunni
ídag, þriöjudaginn 22. októberkl. 13.30.
Sigríður H. Pórðardóttir,
Jóhann G. Jóhannsson, Jóhann Petter,
Guölaug I. Jóhannsdóttir, Elín Ingunn,
Mats Hjelte, Emma Mathilda.
Minning:
Jóhann Kristins-
son sölumaður
Fæddur 9. janúar 1913
Dáinn 13. október 1985
Við kveðjum í dag góðan vin og
mætan starfskraft, Jóhann Krist-
insson, sem lézt á Landakotsspít-
ala að morgni sunnudags 13. októ-
ber. sl.
Jóhann kom til starfa hjá fyrir-
tækinu H. Ólafsson & Bernhöft á
haustdögum 1933 og hefur því
starfað hjá fyrirtækinu í 52 ár.
Jóhann starfaði alla tíð sem sölu-
maður hjá fyrirtækinu og vann sér
hylli og virðingu viðskiptavina
sinna, enda var hann prúðmenni
mikið, léttur í lund og hafði
skemmtilega kímnigáfu. Það er
óvenjulegt að menn eigi jafn lang-
an starfsaldur að baki hjá einu og
sama fyrirtækinu og Jóhann átti,
og sýnir það hollustu hans, ekki
einungis við húsbændur sína, held-
ur einnig við fyrirtækið sjálft og
samstarfsfólk sitt. í litlu fyrirtæki
tengjast menn sterkari böndum en
í þeim stærri og þetta verður eins
og ein fjölskylda og í þeirri fjöl-
skyldu var Jóhann hrókur alls
fagnaðar og deildi örlátlega af
sinni hjartagæsku og kímni. Það
var ekki sjaldan sem hann hafði
einn brandara í pokahorninu að
morgni dags til þess að koma fólki
í gott skap á drungalegum vetri
eða til þess að koma hlátrasköllun-
um af stað í kaffitímanum.
Það voru til fleiri hliðar á Jó-
hanni Kristinssyni en þær sem
sneru eingöngu að starfi hans.
Hann var mjög vel lesinn maður
um land og þjóð, þekkti flóru
landsins og dýralíf betur en marg-
ur, enda hafði hann ferðast víða
um landið. Hann þekkti einnig
himinhvolfið fyrir ofan okkur því
hann var mikill áhugamaður um
stjörnufræði og eyddi oft björtum
vetrarkvöldum í að skoða þá fegurð
sem þar er.
Jóhanns er sárt saknað af sam-
starfsfólki og biðjum við almátt-
ugan Guð um að geyma góðan
dreng.
Við sendum konu hans, börnum,
tengdasyni og barnabörnum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guido
Olafur Haukur
og samstarfsfólk.
Við mennirnir eigum erfitt með
að sætta okkur við ýmislegt. Helst
viljum við halda öllu því sem okkur
áskotnast, hvort sem það eru
áþreifanlegir hiutir eða samband
og samskipti við þá, sem okkur
þykir vænt um. Við höfum til-
hneigingu til þess aðgrípa „eignir"
okkar krampakenndu taki, eins og
börn sem ekki vilja deila leik-
föngum sinum með öðrum, og neita
að láta nokkuð það af hendi, sem
við höfum náð taki á. Við viljum
+
Móöir mín og tengdamóöir,
SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR
Skipholti 18,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kl.
15.00.
Kristinn Guðmundsson, Hulda Valdimarsdóttir.
+
Útför bróöur míns,
ÓLAFS MARKÚSSONAR,
fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. október kl. 10.30.
Einar Markússon.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
HALLDÓRA GUDMUNDSDÓTTIR,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 23. október
kl. 15.00.
Ingibjörg Björnsdóttir, Magnús Ingimarsson,
Guðmundur Björnsson, Vilborg Georgsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Lokað
í dag þriöjudaginn 22. okt. e.h. vegna jaröarfarar
JÓHANNS KRISTINSSONAR,
H. Ólafsson & Bernhöft,
Vatnagaröar 18.
ekki missa neitt, viljum enga
breytingu.
Breyting í átt til hins óþekkta
er eitt af því sem við mannfólkið
hræðumst mest og verjum hvað
mestri orku í að forðast. Við þráum
að fá að lifa í öryggi þess, sem við
þekkjum, og helst af öllu vildum
við geta spornað við því að nokkuð
af því fólki sem okkur er kært
fari endanlega úr augsýn.
Það er hins vegar eðli lífs á
jörðinni, að ákveðin þróun á sér
stað á hverjum degi — hverju
andartaki. Tíminn streymir áfram
eins og á, sem aldrei stendur kyrr
og ekki er eins á neinum tveimur
augnablikum. Börn fæðast og fólk
deyr, einn kemur — annar fer.
Það er sárt fyrir þá sem eftir
lifa að horfa á eftir trúnaðar- og
ástvinum yfir á það svið, sem
ekkert samband er við. Það er
erfitt að sætta sig við breytinguna
og missinn. Þegar frá líður verður
hins vegar auðveldara að sjá mót-
læti og sorgir lífsins í víðara
samhengi, sem hluta af hinu stór-
brotna framstreymi alls þess sem
gefið var líf. Dauðinn er það eina
sem vitað er að bíður okkar allra,
en sjaldan erum við tilbúin til
fararinnar eða sátt við að einhver
sé frá okkur tekinn. Slíkt er mann-
legt eðli.
Við kveðjum Jóhann Kristinsson
með von um endurfundi við þennan
einstaka mann, sem alltaf gleymdi
eigin kvölum og nálægum örlögum
og spurði af einlægum áhuga
frétta af heilsufari lítils snáða
vestur í bæ.
Jónína Leósdóttir
í dag verður gerð frá Fríkirkjunni
í Reykjavík útför Jóhanns Krist-
inssonar. Fátt er erfiðara en að
finna orðum sínum stað þegar
kvaddur er gamall og kær vinur.
Minningarnar koma upp í hugann
hver af annarri.
Hálf öld er nú liðin síðan kynni
okkar hófust — kynni, sem brátt
leiddu til náinnar vináttu sem
hefur varað æ síðan. Við vorum í
hópi hinna bjartsýnu ungmenna,
sem reistu skíðaskála KR hátt
uppi i hlíðum Skálafells. Sameigin-
leg áhugamál okkar voru skíða-
ferðir og ferðalög um landið.
Jóhann var hógvær að eðlisfari,
en það fór ekki framhjá neinum
sem kynntist honum að þar fór
maður margfróður og víðlesinn.
Þetta kom t.d. skýrt fram í hinum
mörgu ferðum okkar víða um
landið. Þar var Jóhann, náttúru-
unnandinn, hafsjór af fróðleik um
jarðfræði, sögu plöntu- og fuglalíf.
Að auki voru þær ekki fáar kímni-
sögurnar, sem hann sagði okkur á
sinn glaðlynda hátt.
Snemma á árinu 1978 hófum við
vinirnir sunnudagsmorgungöngur
ásamt vini okkar Georgi heitnum
Lúðvíkssyni. Farið var vítt og
breitt um Reykjavík og nágrenni
— alltaf hlakkað til að hittast á
hverjum sunnudegi, hvernig sem
viðraði.
En nú er skarð fyrir skildi. Við
munum sakna Jóhanns mikið,
hann var drengur góður í þess orðs
fyllstu merkinu. Hver veit þó nema
hann og Georg verði einhvers stað-
ar nálægir í morgungöngunum
okkar í framtíðinni.
Sirrý og börnunum sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Leó og Franz
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargrcinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
mcð góðu línubili.