Morgunblaðið - 22.10.1985, Side 57

Morgunblaðið - 22.10.1985, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER1985 Alexandcr Stefánsson félagsmílaráöherra við opnun sambýlis fyrir fatlaða að Klettahrauni 17 í Hafnarfiröi. Svæðisstjórn Reykjanessvæðis: Leikfélagið Baldur á Bíldudal 20 ára LEIKFÉLAGIÐ Baldur á 20 ára afmæli á þessu hausti. í tilefni af því efnir félagið til hátíöarsýningar laugardaginn 2. nóvember nk. Ákveðið hefur verið að sýna brot úr flestum staerri verkum sem fé- lagið hefur sett á svið frá stofnun þess, en þau eru orðin fjölmörg, má þar nefna: „Þrír skálkar", „Maður og kona“, „Skuggasveinn", „Skjaldhamrar", „Tobacco Road“ o.fl. Margir burtfluttir Bílddælingar koma heim til að taka þátt i þess- ari hátíð með því að klæðast sínum gömlu gervum og leika á ný, en sumir þeirra hafa jafnvel ekki stigið á svið í allt að 18 ár. Leikstjóri sýningarinnar er Þröstur Gunnarsson en hann er ungur Bílddælingur sem útskrifað- iti 'ir Leiklistarskóla íslands síð^ asi iíð vor. Kói og 3ja manna hljómsveit undir stjórn Gísla Bjarnasonar flytur lög úr leikverkunum og önnur sem flutt hafa verið á ars- hátíðum félagsins í gegnum árin. Þannig verður reynt að rifja upp það eftirminnilegasta sem félagar í Baldri hafa gert á þessum 20 árum. í prentun er veglegt afmælisrit og kemur það væntanlega út dag- ana fyrir hátíðina, ritstjóri blaðs- ins er Hafliði Magnússon. Það »ná segja að undirbúningujsr hafi staðið yfir frá því í vor, en nær þó ekki hámarki fyrr en þann 25. október þegar burtfluttir Bald- ursfélagar mæta til æfinga. (ír frecutilky nningu l Nýtt sambýli fyrir fatlaða tekið í notkun NÝTT sambýli fyrir fatlaöa aö Klettahrauni 17 Hafnarfíröi, hefur verið tekið í notkun. Sambýlið er á vegum svæöisstjórnar Reykjanessvæöis í málefnum fatlaöra og er þetta annað sambýliö sem þessir aöilar koma á fót. I þessu nýja sambýli er rúm fyrir sjö fatlaöa einstaklinga. Að sögn Þórs Þórarinssonar framkvæmdastjóra svæðisstjórn- ar, fullnægja heimilin tvö hvergi nærri þeirri þörf, sem er fyrir hendi. Nú þegar eru á milli 40 og 50 einstaklingar á biðlista, sem óska eftir að komast að i sambýli fyrir fatlaða en talið er að það séu að minnsta kosti 1.200 manns, sem svæðisstjórninni er ætlað að þjóna. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra sem svæðisstjórnir starfa eftir þá er þeim ætlað að leysa vanda fatlaðra á því svæði sem þeir sjá um. Sambýlin eru áfangar í markvissri uppbyggingu sambýla á svæðinu og er gert ráð fyrir að þessar heimiliseiningar veiti þá þjónustu sem fatlaðir hafa þörf fyrir. Þeim sambýlum sem nú hafa verið tekið í notkun er ætlað að þjóna einstaklingum sem þurfa mikla þjónustu. Þar er gert ráð fyrir að skapaðar séu þær aðstæð- ur sem líkjast sem mest eðlilegu lífi og að heimilismenn stundi atvinnu utan heimilisins. Annað- hvort á vernduðum vinnustöðum eða á almennum markaði. Stefna svæðisstjórnar er að halda áfram uppbyggingu sambýla á svæðinu og reyna að koma til móts við þjónustuþarfir fatlaðra. Aætlað er að fleiri sambýlum verði komið á laggirnar í Kópavogi, Hafnarfirði og Suðurnesjum. Þar er þörfin sýnilega mest því jafnan er gert ráð fyrir að sambýlin séu í heimabyggð þess fatlaða. Úr sýningu á Tobacco Road 1983. K®DEN - og leiðin er Ijós ÞUVHIJST meö nýja lorantækiö frá KODEN í farangrinum. Tækiö er svo lítíð og létt, að þaö hentar vel sem öryggistæki á ferðalögum t.d. á snjósleðum og jeppum, einnig fyrir björgunarsveitir. KODEN LORAN 797 Gefur bér upp staðsetningu þína í lengdar og breiddargráðum fjarlægð og stefnu til ákvörðunarstaðar áætlaðan tíma á ákvörðunarstað Gerir viðvart ef þú ferð af leið og þegar þú nálgast ákvörðunarstað Leiðbeinir bér sjálfvirkt milli staða með notkun minnis (allt að 60 staðarminnum til þess að marka leiðina) Verð: kr. 35.000.- án söluskatts Einnig til enn minna og ódýrara tæki. Pér er velkomið að líta inn og kynnast kostum KODEN LORAN radiomidun.. Grandagarði 9, 101 Reykjavík, sími (91) 23173

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.