Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 1
275. tbl. 72. árg.
Maöur handtekinn
á Ítalíu:
Vildi hann
frelsa sjó-
ræningjana?
Veróna, Ítalíu, 4. desember. AP.
LÖGREGLAN á Ítalíu hefur látið
hafa eftir sér ad Palestínuraadur
sera hún handtók í síðustu viku,
kunni að hafa verið á Ítalíu í þeim
tilgangi að freista þess að frelsa sjó-
raeningjana fjóra sem rændu ítalska
skemmtiferðaskipinu Achille Lauro.
Aðstoðarsaksóknari í Veróna sem
stjórnar rannsókn málsins hefur
neitað að staðfesta að þetta sé rétt.
Lögreglan fylgdist með mannin-
um vikum saman áður en hann var
handtekinn og sími hans var einn-
ig hleraður. Þegar hann var hand-
tekinn fundust í fórum hans bæði
sprengiefni og skotvopn. Hann
sagði lögreglunni að vopnin hefðu
verið ætluð til þess að ráðast á
„sýrlensk skotmörk í Hollandi".
Þá hefur einnig komið í ljós að
maðurinn var staddur á Ítalíu
þegar skemmtiferðaskipinu var
rænt og að hann hitti Mohammed
Abbas, sem Bandaríkjamenn
ásaka fyrir að hafa staðið að baki
ráninu, í Júgóslavíu eftir að ítalir
höfðu sleppt Abbas.
Yelena Bonner
Frú Bonner í
augnskoðun
Tórínó, 4. desember. Frá Brvnju Tómer
fréttaritara Morgunblaósins. AP.
„Ég heyri ekki og ég sé ekki,“ sagði
Yelena Bonner, eiginkona sovézka
andófsmannsins Andreis Sakharov,
við fréttamenn á táknmáli og sendi
þeim síðan fingurkoss frá glugga
íbúðarinnar, sem hún dvelst nú í í
Rómaborg.
Frú Bonner fór í itarlega augn-
skoðun í dag í borginni Siena, hjá
lækni sem gerði uppskurð á augum
hennar 1975 og 1977. Hún fer á
föstudag til Bandaríkjanna til
hjartarannsóknar, en fyrir tveim-
ur árum fékk hún hjartaáfall. í för
með henni verða sonur hennar,
Alexey, og tengdasonur, Efrem
Yankelovich. Koma frú Bonner
hefur vakið mikla athygli á Ítalíu.
Greina fjölmiðlar frá hverju fót-
máli hennar, hvenær hún rís úr
rekkju, hvað hún snæðir, o.s.frv. f
kvöld er sérstök dagskrá í ítalska
sjónvarpinu þar sem sýnd verður
kvikmynd um Sakharov, sem Jack
Gold leikstýrir, en í hlutverki
Sakharov er Jason nokkur Rob-
ards.
88SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
AP/Símamynd
Eiffel-turninn i baksýn
Jaruzelski, leiðtogi Póllands, gaf sér tíma til að fara í skoðunarferð
um Parísarborg. Skoðunarferðin gekk þó ekki hindrunarlaust fyrir sig,
því Bateaux Mouches, þekktasta fyrirtækið sem rekur skoðunarbáta á
ánni Signu, neitaði að flytja hann og varð hann því að fara í skoðunar-
ferðina með bát smærra fyrirtækis.
Pólland:
Hæfni allra háskóla-
kennara endurmetin
Varsjá, 4. desember. AP.
RÍKISSTJÓRN Póllands hefur fyrirskipað háskólum í landinu að taka
til endurskoðunar hæfni allra háskólakennara í landinu, bæði hvað
snertir stjórnmálaskoðanir og menntun. Kemur þetta í framhaldi af því
er nær 50 háttsettir háskólamenn voru settir úr embættum sínum í
síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum embættismanna á þessari endur-
skoðun að vera lokið í lok þessarar námsannar, en henni lýkur í febrú-
ar. Háskólakennarar í Póllandi eru um 56 þúsund.
Talsmaður menntamálaráðu-
neytisins sagði að þarna væri um
eðlilega endurskoðun að ræða í
framhaldi af breytingum á lögum
um æðri menntun, sem pólska
þingið samþykkti í sumar. Fyrsta
skrefið hefði verið að gera breyt-
ingar á yfirstjórn skólanna og nú
væri komið að kennurunum. Há-
skólakennarar hafa látið í ljósi
ótta um að þessar breytingar felist
í því að reka þá kennara sem styðja
Samstöðu, hina bönnuðu verka-
lýðshreyfingu Póllands. ' Einn
þeirra sagði að þessi endurskoðun
væri þeim öllum hættuleg, því hún
snerti ekki einungis hæfni þeirra,
heldur siðferðileg og þjóðfélagsleg
viðhorf þeirra.
Roman Ciesielski, fyrrverandi
formaður menntamálaráðs Pól-
lands, sagði að ráðgjafanefnd um
æðri menntun, hefði haft önnur
sjónarmið hvaða þessa endurskoð-
un snerti, heldur en stjórnvöld, en
skýrði ekki nánar hvað hann ætti
við.
Sænskur
fjárkúgari
handtekinn
Stokkhólmi, 4. desember. AP.
LÖGREGLAN handtók í gær mann
sem hótað hafði að sprengja upp
sænskar járnbrautalestir, ef honum
væru ekki greiddar fjórar milljónir
sænskra króna. Til að sýna að sér
væri full alvara, kom maðurinn fyrir
þremur sprengjum, sem tókst að
finna og aftengja áður en þær
sprungu. Maðurinn var handtekinn
er hann reyndi að ná í fé það sem
hann hafði krafist. Hann hafði fyrst
í hótunum um að sprengja lestarnar
fyrir um mánuði.
Jaruzelski fær kaldar
kveðjur í Frakklandi
París, 4. desember. AP.
ÞAÐ VORU fremur kaldar kveðjurnar sem Jaruzelski leiðtogi Pól-
lands fékk er hann kom til Frakklands í dag á leið sinni til Alsír og
hitti Francois Mitterrand, forseta Frakklands, að máli, en þetta er í
fyrsta skipti sem leiðtogi á Vesturlöndum tekur á móti Jaruzelski frá
því herlög voru sett í Póllandi.
Stjórnarandstaðan og verka-
lýðssamtök mótmæltu heimsókn-
inni og stuðningssamtök Sam-
stöðu, hinnar bönnuðu verkalýðs-
hreyfingar Póllands, efndu til
mótmælastöðu við Elysee-höllina,
þar sem fundurinn fór fram.
Mitterrand varði hins vegar fund
sinn með Jaruzelski og benti á að
forsenda fyrir skilningi milli
þjóða væri sú að þær ræddust við.
Fundur Jaruzelskis og Mitter-
rands var rúmlega klukkutíma
langur og sagði Jaruzelski að
honum loknum að hann hefði
verið bæði einlægur og notadrjúg-
ur. Laurent Fabius, forsætisráð-
herra, sagði hins vegar í franska
þjóðþinginu að hann hefði haft
miklar áhyggjur af þessum fundi
og þetta hefði verið erfiðasta
málið sem hann hefði fengist við
frá því hann tók við embætti fyrir
18 mánuðum. Öll helstu verka-
lýðssamtök Frakklands, að und-
anskildum þeim sem stjórnað er
af kommúnistum, mótmæltu
fundinum og lýstu yfir stuðningi
við Samstöðu og pólsku þjóðina.
Fabius sagði franska þinginu
að hann hefði rætt um heimsókn-
ina við Mitterrand og Mitterrand
sagt að fundurinn þýddi ekki að
frönsk stjórnvöld legðu blessun
sína yfir stefnu stjórnvalda í Pól-
landi, hvað snerti mannréttindi
og frelsi borgaranna. Þvert á móti
hefði mest allur fundurinn verið
helgaður þessum málefnum og
þeirri gagnrýni sem frönsk
stjórnvöld hefðu sett fram á
ástandið í þessum málefnum í
Póllandi.
Viðbúnaður lögreglu var mjög
mikill vegna heimsóknarinnar.
Jaruzelski fór inn um hliðardyr á
Elysee-höllinni til viðræðnanna
við Mitterrand, en það er óvenju-
legt þegar um erlendan þjóðhöfð-
ingja er að ræða. Frá Frakklandi
heldur Jaruzelski til Alsír, þar
sem sagt er að hann muni hitta
Arafat, leiðtoga skæruliðahreyf-
ingar Palestínuaraba, að máli.
Nýjar efnahagstillögur ríkisstjórnar Shliiters:
Orkugjafar skattlagðir
Kaupmannahöfn, 4. desember. AP.
RÍKISSTJÓRN Pauls Schlilter lagði fram nýjar tillögur í dag,
sem miða að því að rétta við viöskiptahalla ríkisins. Tillögurnar
felast í því að auka skatta á orku, minnka opinberar fram-
kvæmdir og hafa taumhald á opinberri eyðslu og einkaneyslu.
Skattar munu hækka á bensíni, oiíuvörum, kolum og rafmagni.
í samræmi við efnahagstil-
lögur ríkisstjórnarinnar skor-
aði danski seðlabankinn á aðra
banka að minnka lán til einka-
neyslu. Með aðgerðum sínum
vonast ríkisstjórnin til að
minnka viðskiptahallann um
átta milljarða danskra króna,
en hann var áætlaður um 20
milljarðar, sem jafngildir tæp-
lega 90 milljörðum íslenskra
króna.
Schluter sagði á blaða-
mannafundi að stjórnin héldi
við það markmið sitt að afnema
alveg viðskiptahallann árið
1988, en halda jafnframt uppi
miklum hagvexti, minnka at-
vinnuleysi og halda ríkisút-
gjöldum í jafnvægi.
Það er ekki ljóst nú hvort
minnihlutastjórn Shlúters
tekst að fá nægan stuðning í
þinginu til að gera þessar til-
lögur að lögum. Þær hafa þegar
fengið nafnið jólagjöfin.