Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 3
Kartöflu-
uppskeran
37 % minni
en í fyrra
MÆLINGUM á uppskeru kartöHu-
bænda er nú lokið. Markaðshæfar
kartöflur reyndust vera 84.383 tunn-
ur (8.438 tonn). Um Vt af framleiðsl-
unni er hjá bændum á Suðurlandi.
Haustið 1984 var kartöfluuppskeran
133.375 tunnur samkvæmt sams-
konar mælingum og er uppskeran
nú 37% minni en í fyrra. Kartöflu-
rækt einstaklinga til heimilisnota er
ekki tekin með í þessar tölur, enda
ekki vitað hvað hún er mikil. Hún
er veruleg í góðum ræktunarárum
og hefur stundum verið áætluð allt
að þriðjungur heildarneyslu kart-
aflna í landinu.
Magnús Sigurðsson í Birtinga-
holti, formaður Landssambands
kartöflubænda, veitti Morgunblað-
inu eftirfarandi upplýsingar um
framleiðsluna í einstökum héruð-
um: Eyjafjörður 16.841 tunna
(41.104 tunnur í fyrra), Múlasýslur
410 tunnur (2.060), Austur-Skafta-
fellssýsla 4.254 (11.237), Vestur-
Skaftafellssýsla, 2.000 tunnur,
Þykkvibær 44.555 (þar af 37.501
tunna hjá bændum sem skipta við
Pökkunarstöð Þykkvabæjar),
Rangárvallasýsla að öðru leyti 2.983
og Arnessýsla 13.340 tunnur. Á
Suðurlandi öllu var framleiðslan
62.878 tunnur sem er um % af
landsframleiðslunni, en í fyrra var
uppskeran á Suðurlandi 78.974
tunnur.
Magnús taldi að kartöflurnar
myndu duga fram á vor. Hann sagði
að töluverðar frostskemmdir hefðu
orðið á kartöflunum, og yrði upp-
skeran því ódrýgri en ella.
Svæðabúmarkið:
„Þrffótur-
inn“ stendur
óhaggaður
FYRIRHUGAÐ svæðabúmark var
rætt á fundi Framleiðsluráðs land-
búnaðarins fyrir helgina. Að sögn
Gunnars Guðbjartssonar, fram-
kvæmdastjóra Framleiðsluráðs, var
þar ekki gengið frá tillögum til ráð-
herra um svæðabúmarkið en stefnt
að því að afgreiða þær á næsta
fundi ráðsins.
Svæðabúmarksnefnd fram-
leiðsluráðs og Stéttarsambands
bænda gerði á dögunum tillögu að
fyrirkomulagi svæðabúmarksins,
sem í samþykkt var í framleiðslu-
ráði og afhent Jóni Helgasyni land-
búnaðarráðherra. Tillaga nefndar-
innar hefur verið nefnd „þrífótur"
vegna þess að þar er gengið út frá
því að framleiðslunni verði skipt á
milli héraða eftir útkomu þriggja
þátta: búmarkinu 1980, framleiðslu
þriggja síðustu ára og búmarkinu
1985. Landbúnaðarráðherra, Ey-
firðingar og fleiri hafa gert tillögur
um nokkuð annan hátt á útreikn-
ingunum, þannig að raunveruleg
framleiðsla vægi meira en gamla
búmarkið og hefur ein þeirra verið
nefnd „tvífótur" til aðgreiningar.
Spástefnan
hefst í dag
SPÁSTEFNA Stjórnunarfélagsins
hefst f Súlnasal Hótel Sögu í dag. Þar
mun Steingrímur Hermannsson for-
sætisriðherra flytja framsöguerindi,
svo og þeir Sigurður B. Stefánsson hjá
Kaupþingi, dr. Þorvaldur Gylfason
prófessor og Lára M. Ragnarsdóttir
munu kynna spár nokkurra fyrirtækja
um þróun efnahagsmila.
Eftir kaffihlé verða tvöfaldar pall-
borðsumræður, annars vegar milli
aðila f atvinnulífinu og hins vegar
meðal hagfræðinga. Stjórnandi pall-
borðsumræðnanna verður Þórður
Friðjónsson efnahagsráðgjafi ríkis-
stjórnarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
(idi KARNABÆR
VPj I ^ Austurstræti 22, Laugavegi 30, Laugavegi 66, Glæsibæ
V Sími frá skiptiborði 45800
Umboðsmenn um allt land:^^^^
Fataval Keflavík — Mata Hari Akureyri — Nína Akranesi — Ram Húsavík — Sparta Sauðárkróki — Adam og Eva Vestmannaeyjum —
Eplið ísafiröi — Báran Grindavík — Hornabær Höfn Hornafirði — Lindin Selfossi — Nesbaer Neskaupstað — ísbjörninn Borgarnesi —
Þórshamar Stykkishólmi — Viðarsbúð Fáskrúösfiröi — Kaupfél. Húnvetninga Hvammstanga — Kaupfél. Rangæinga Hvolsvelli — Tessa
Ólafsvík — Díana Ólafsfirði — Skógar Egilsstöðum.