Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
13
Verðbréfa
markaðurinn
— eftir Hauk
Óskarsson
Undanfarnar vikur hefur svo-
nefnt okurmál verið mjög til um-
fjöllunar í öllum fjölmiðlum og
þeim er drógust inn í mál þetta
ekki alltaf verið vandaðar kveðj-
urnar eða eins og Helgarpósturinn
komst m.a. að orði „menn sem eru
að byrja að feta sig á braut okur-
lánanna".
Þá hefur verið bent á að við-
skiptamannahópurinn sé stór og
úr ýmsum stéttum þjóðfélagsins.
Skal það engan undra ef litið er
til þeirrar staðreyndar að Her-
mann Björgvinsson starfaði á op-
inberlega skráðri verðbréfasölu í
hjarta bæjarins frá kl. 9 til 17 alla
virka daga. Eða eins og stendur í
símaskránni bls. 335 með feitu
letri: „Verðbréfamarkaðurinn,
Hafnarstræti 20, s: 12222.“
Skráður eigandi er Björgvin
Hermannsson. I látunum við að
birta æsifréttir er aldrei minnst á
þessa staðreynd, þ.e. tilvist Verð-
„Það verður að gera
þær kröfur til hins opin-
bera, að löglega skráðar
verðbréfasölur séu
ábyrgar fyrir þeirri
ávöxtun er þær bjóða.
Fyrir manninn af göt-
unni er vonlaust í þess-
um frumskógi ávöxtun-
artilboða að átta sig á
því hvað sé löglegt í
þeim efnum.“
ing frá Verðbréfasjóðnum hf. er
birtist í Morgunblaðinu 17. sept-
ember síðastliðinn, þar sem boðið
er upp á 78% ársvexti, þ.e. 6,5% á
mánuði að jafnaði. Hvað með laga-
hliðina hjá þeim er tóku þessu
kostaboði?
Hvað skattahliðina snertir þá
tala menn um svart fé, þ.e. að í
okurmálinu svonefnda sé eingöngu
Til hannngju
~ eigendui
Kjarabréfa!
•Þiö völduö létta kostinn.
peir sem iceypiu kjuiubreí Veiöbieíusjoúsins h.:
þann 17 mai sl. haía fengið betrí vexfí en aðrir.
78% ársvexti
Baakabok 45% Aflilr verðbrefasjoðir 58%
Rikisskuldabreí 50% Kjarabréf Verðbrefasjoðslns h/f 78%
Þad er ju cid Kiarabrelin okkar hala gelid belri avoxiun er. aðnr
valkvtlir ira þvi að sala þeirra holsl I ' rr.ai l*?8í
Kisrabrei Verdbrelas, 'Aslns h l last i ilesium posthusun og h a
•rAl relamarkaði I 'iri»»siingarieluíi.'i!_- Halnarstrrli líeyk’avik Sim.ar . <
'.TRDBRÉW
. ' ir.ir;::
bréfamarkaðarins, heldur er
dæmið sett upp eins og í sögu
Dickens þar sem gyðingurinn
Fagin er í aðalhlutverki.
Ekki er ætlunin að bera i bæti-
fláka fyrir okurlánastarfsemi, en
fyrir þann sem ætlar að ávaxta fé
sitt eru tugir gylliboða dag hvern
frá ótal opinberum og óopinberum
aðilum og að sjálfsögðu hlýtur all
stór hópur manna að hafa tekið
ávöxtunarboði Verðbréfamarkað-
arins er bauð allt að 7,5% mánaðar
ávöxtun.
Verðbréfamarkaðurinn ákvað
sjálfur vextina er voru mismun-
andi á hverjum tíma. Til trygging-
ar afhenti Verðbréfamarkaðurinn
ávísun er undirrituð var af Her-
manni Björgvinssyni (þ.e. þriðja
aðila í raun). Hvað þeir, er að
Verðbréfamarkaðinum stóðu, að-
höfðust persónulega er ekki á
ábyrgð þeirra er verzluðu við fyrir-
tækið, enda væri þá hægt að taka
hvaða fyrirtæki sem væri og
spyrja sem svo „ef ég versla hér,
skyldi ágóðinn fara í eitthvað ólög-
legt“.
Það verður að gera þær kröfur
til hins opinbera, að löglega skráð-
ar verðbréfasölur séu ábyrgar
fyrir þeirri ávöxtun er þær bjóða.
Fyrir manninn af götunni er von-
laust í þessum frumskógi ávöxtun-
artilboða að átta sig á því hvað sé
löglegt í þeim efnum. Þessu til
áréttingar fylgir hér með auglýs-
um falið fé að ræða. Þetta er ekki
rétt eins og fram hefur komið, en
það er örugglega líkt í þessum
efnum sem öðrum að ef skatturinn
ætlaði sér að fara í saumana á
fjármálum allra þeirra, er keypt
hafa hin ýmsu ávöxtunarbréf,
fyndist svart fé víða.
Hvað varðar þátt hins opinbera
þá hefur það komið fram að RLR
hafði kært rekstraraðila Verð-
bréfamarkaðarins fyrir okur árin
’82 og ’83, en gerði síðan ekkert í
því að loka fyrirtækinu heldur
fylgdist með starfseminni eftir það
á laun.
Því er spurt. Var hið opinbera
vísvitandi að egna gildru fyrir
saklaust fólk, er gekk inn af göt-
unni í leit að bestu ávöxtun fjár
síns. Síðan leyfir hið opinbera sér
að loka þessari opinberlega skráðu
gildru sinni og lætur m.a. Helgar-
póstinum í té nákvæmar upplýs-
ingar um viðskipti ýmissa manna
við Verðbréfamarkaðinn og leyfir
sér um leið að ýja að því að þetta
séu allt okurlánarar og þaðan af
verra.
í lokin má því spyrja. Hver er
ábyrgð hins opinbera gagnvart því
fólki sem í grandaleysi lagði spari-
fé sitt inn til ávöxtunar í hinum
opinberlega skráða verðbréfa-
markaði.
Höfundur er rakari í Reykjarík
Svartir Kínverjar eru ótrúlega al-
gengir. Enda þægilegir í umgengni,
liprir og notalegir. Betri heimilisvinir
þekkjast varla. Kínverjar eru gott
fóik. Svartir Kínverjar eru góðir skór
við allra hæfi.
ÓSA