Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 14

Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Hebbi hittir beint í mark Hljómplötur Siguröur Sverrisson Herbert Guðmundsson. Dawn of the Human Revolution. Bjartsýni/Fálkinn. Eftir einhverja misheppnuð- ustu sólóplötu seinni ára, Á ströndinni frá 1976 að mig minnir, hefur Herbert Guð- mundsson ruðst fram á sjónar- sviðið á ný en að þessu sinni á allt annan og betri hátt en síðast. Reyndar tók hann smá hliðarspor með Kan frá Bol- ungarvík („Megi sá draum- ur...“) en er nú mættur í öllu sínu veldi. í öllu sínu veldi segi ég því það fer ekki dult að Herbert er annar og betri tón- listarmaður en hann var. Dawn of the Human Revolution finnst mér vera einhver albesta sólóplata Islendings í háa her- rans tíð. Flestir hafa eflaust heyrt smellinn „We can’t walk away“ ótal sinnum enda þaut hann á topp vinsældalista rásar 2 fyrir skemmstu. Það lag gefur hins vegar ekki til kynna nema að hluta hvað á plötunni hans Herberts er að finna. Fyrri hliðin er öll meira í nútímapoppstíl, þ.e. með hljóð- gervlum, trommuheilum og öðru í þeim dúr en sú síðari er meira og minna blátt áfram rokk og ról. Ég hef gaman af báðum hliðum plötunnar og Herbert Guðmundsson þær sanna svo ekki verður um villst, að Herbert fer létt með að túlka hvorn stílinn sem er. Gnótt góðra aðstoðarmanna kemur við sögu á þessari plötu Herberts. Frægust þeirra allra er þó eflaust Carol Nielsson, sem syngur bakraddir í tveimur laganna. I báðum tilvikum er hún notuð á svipaðan hátt og Boy George hefur notað Helen Terry á plötum Culture Club. Einkar snoturt. Það er ekki hlaupið að því að tína til einstök lög af plöt- unni því mörg eru þó þrælgóð. Auðvitað eru einstaka veikir punktar inni á milli en á heild- ina litið er Dawn of the Human Revolution til mikils sóma fyrir Hebba og alla aðra er að plöt- unni stóðu. Vel unnið en lítt áhugavekjandi Rikshaw Rikshaw Koolie/Fálkinn Því neita þeir trauðla fjór- menningarnir í Rikshaw að þeir ætla sér það leynt og ljóst að nýta sér frægð Duran Dur- an, jafnt hér heima sem erlend- is, til framdráttar. Þessi fyrsta plata þeirra félaga ber þess öll merki. Allir textar á ensku og allt lesmál á bakhlið umslags- ins, sem annars er mjög laglega hannaö, sömuleiðis. Það lesmál er þó ekki villulaust og a.m.k. tvær beinar málvillur í ensk- unni. Eflaust eru þeir Rikshaw- menn orðnir þreyttir á samlík- ingunni við Duran Duran en þessi fyrsta plata þeirra gerir ekki neitt til að draga úr þeirri samlíkingu. Lögin eru þó mjög misjöfn í þessu tilliti. Into the burning Monn er nánast eins og tekið beint af plötu Duran Duran en t.d. Sentimental Eyes er nokkuð laust við margum- rædd áhrif. Þau skjóta hins vegar aftur upp kollinum á B-hliðinni. Fjögur lög gefa kannski ekki tæmandi mynd af hljómsveit en í þessum lögum tekst strák- unum í Rikshaw alltént að sannfæra hlustandann um að Hljómsveitin Rikshaw þeir vita upp á hár hvað þeir eru að gera og hvernig á að fara að því. Hljóðfæraleikur og tæknivinna er hvoru tveggja vel af hendi leyst en mig rennir grun í að Fairlight-apparatið hefi verið full ósparlega notað. Eins og nota má það til þess að framkalla skemmtilega „effecta" er auðvelt að láta það eyðileggja heilu plöturnar sé því beitt í óhófi. Söngur Ric- hard Scobie er mjög góður en þrátt fyrir framantalda kosti megnar þessi frumraun Rik- shaw ekki að kveikja áhuga minn. Það gerir Duran Duran reyndar ekki heldur. Besta lag; Sentimental Eyes. 1 i 3»1 1 Metsölubhd á hverjum degi! Framtak og fyrirtæki Bókmenntir Erlendur Jónsson Bragi Sigurjónsson: SKAPTl I SLIPPNUM. 235 bls. Skjaldborg. Akureyri, 1985. »Uppvaxtar- og athafnaár Skapta Áskelssonar skipasmiðs,« stendur á titilsíðu þessarar bókar. Þau orð verða yfirlætislaus þegar í ljós kemur að Skapti var í fremstu röð meðal athafnamanna á Akureyri um sína daga. Nú er hann maður á efra aldri og lítur yfir farinn veg. Athafnir hans hófust á vinnustaðnum. Síðan lá leiðin að skrifborðinu. Sú leið reynist mörgum farsæl. Slíkur maður sem Skapti í Slippnum hefur auðvitað frá mörgu að segja — ef hann kærir sig um. Bragi Sigurjónsson hefur valið þá leið að endursegja sögu Skapta í þriðju persónu, mest. Aðeins stöku sinnum gefur hann sögu- manni sínum orðið beint. Að hafa þennan háttinn á ber hvorki að lofa né lasta. Aðferðir við ævisögu- ritun eru þúsund og ein. Nokkuð leggur Bragi líka til frá eigin brjósti, t.d. inngang þar sem hann lýsir sögumanni sínum eins og hann kom fyrir sjónir almenn- ingsálitinu í bænum meðan hann lét hendur standa fram úr ermum. Þar kemur fram að Skapti í Slippnum hefur verið maður umdeildur, og skyldi engan undra. En skjótt er frá að segja að saga þessi er heldur dauf. Menn, sem lengi hafa staðið í sviðsljósinu, gerast oft orðvarir þegar á ævina líður. Efnið í bók þessari sýnist Skapti Áskelsson því hvergi nærri svo stórbrotið sem æviferill sögumanns gefur tilefni til. Og stíll höfundar er bæði varfærnislegur og langdreg- inn og að mínum dómi hreint ekki nógu lipur. Frásagnarefni sögu- manns eru svo hversdagsleg, mörg hver, að ærin tilþrif hefði þurft til að gera þetta að hrífandi frá- sögn. Það hefur ekki heldur tekist. Og dómgreind höfundar hefði þurft að vera skarpari þegar hann valdi úr efninu til frásagnar. Hvað þýðir t.d. að tíunda svona nokkuð: »Ekkert man Skapti sérstakt frá fermingarathöfninni né hve mörg fermingarsystkin hans voru.« Og hvað skal segja um stíl af þessu tagi: »Ihugun og aðgæsla var lögð til hliðar, meðfram vegna þess að í eyrum bankastjórnar lágu raddir, sem ekki bættu um fyrir upp- byggingu Slippstöðvarinnar.« Maður nokkur er sagður hafa verið »úrskurðarglöggur«. Á næstu síðu er sagt frá öðrum sem var »úrskurðarröskur«. Þá sýnist mér að Bragi hefði þurft að taka efnið fastari tökum. Tiltek ég þá sérstaklega skipti sögumanns við bankavaldið sem lauk með því að athafnamaðurinn varð undan að láta. Gefið er í skyn að þar hafi ekki verið allt sem sýndist. En hvað gerðist á bak við tjöldin? Haft var eftir Bjarna Einarssyni bæjarstjóra »að slík mál væru sjaldan rædd svo, að allur sannleikur væri sagður«. Gamall blaðamaður, þingmaður og bankastjóri eins og Bragi Sigur- jónsson átti að fara betur ofan í mál þetta. Hann ætti að þekkja krókaleiðir kerfisins. Þá er Bragi höfundur margra bóka svo hér er enginn viðvaningur að verki. En vitanlega hefur bók sem þessi sína kosti, einkum fyrir heimabyggð. Skapti í Slippnum er einn þeirra manna sem freistuðu þess að breyta frumstæðu þjóð- félagi í iðnaðarþjóðfélag. Sumir ‘ segja að skipaleysið hafi orðið þjóðveldinu að falli á Sturlunga- öld. Brautryðjendur í skipasmíð- um mega þá með nokkrum rétti teljast hetjur í íslenskri sjálfstæð- isbaráttu. Þá sýnir bók þessi hversu svigrúm er hér naumt fyrir athafnamenn — menn sem vilja og geta. Þetta er saga um glímu einstaklings við kerfið, meðal annars. Organtónleikar Marteins H. Friðrikssonar Tónlist Jón Þórarinsson Nú fyrstu daga desembermánað- ar er því myndarlega fagnað að lokið er endurbótum á dómkirkj- unni í Reykjavík og nýtt og glæsi- legt orgel hefur verið tekið þar í notkun. Sunnudaginn 1. desember var haldin guðsþjónusta í kirkj- unni þar sem herra Pétur Sigur- geirsson vígði nýja orgelið, og að kvöldi sama dags var haldin þar aðventusamkoma. Mánudaginn 2. desember hélt dómkirkjuorganist- inn, Marteinn H. Friðriksson, tón- leika og spilaði á nýja orgelið, og verður þess stuttlega minnst hér á eftir. Tónlistardögum dómkirkj- unnar lýkur svo með kórtónleikum miðvikudaginn 4. desember. Hið nýja orgel dómkirkjunnar er glæsilegt hljóðfæri, og á það bæði við um útlit þess, sem Þor- steinn Gunnarsson arkitekt hefur hannað, og hljómfegurð, en Mar- teinn H. Friðriksson hefur ráðið raddskipan hljóðfærisins í sam- vinnu við orgelsmiðinn, Karl Schuke í Orgelsmiðju Berlínar í Þýskalandi. Orgelið hefur þrjú hljómborð og fótspil og 31 sjálf- stæða rödd, en auk þess eru tvær fótspilsraddir tengdar fyrsta hljómborði. öllu er þessu gaum- gæfilega lýst 1 efnisskrá Tónlistar- daganna. Sumt af lýsingunni (raddskipanin) er á næstum alveg ómengaðri þýsku og er það líklega vorkunnarmál. Erfiðara er að sætta sig við „íslensku" með þessu yfirbragði. „Orgelið hefur mekan- iskan spiltraktur og elektriskan registraktur, venjulega koppla ... sem bæði eru hand- og fótstýrðir." En líka hér er sjálfsagt vandi á höndum. Tónleikarnir hófust á frum- flutningi á nýju verki eftir Jón Nordal, Tokkötu fyrir orgel, sem samin er að ósk Dómkórsins og í minning Páls ísólfssonar. Þetta er svipmikið, stórbrotið og blæ- brigðaríkt verk sem verulegur fengur er að í orgelbókmenntum okkar. En við hæfi hefði verið að enn betur hefði verið minnst þeirra manna sem lengst og best hafa unnið að tónlistarflutningi í dómkirkjunni nú þegar meirihátt- ar þáttaskil verða í þeirri starf- semi með tilkomu nýja orgelsins. Á ég þar við Sigfús Einarsson, sem hvergi er nefndur í dagskrá Tón- listardaganna, og Pál ísólfsson, sem einnig virðist þar að mestu gleymdur ef sleppt er tileinkun á verki Jóns Nordals. Önnur viðfangsefni á orgeltón- leikunum voru eftir Georg Böhhm, Joh. Seb. Bach og Max Reger. Af þeim var mestur fengur í verkum Bachs, Prelúdíu og fúgu í Es-dúr, BWV 522, og þá ekki síður Pastor- HUÓMSVEITIRNAR Logos og Bylur halda tónleika á Hótel Borg í kvöld, fímmtudagskvöld, og hefj- ast þeir kl. 21.30. Logos er nýstofnuð og eru þetta hennar fyrstu tónleikar. Liðsmenn hljómsveitarinnar eru Jóhannes G. Snorrason, gítar, Karl J. Karlsson, trommur, Stef- án Ingólfsson, bassi og Svavar Sigurðsson, hljómborð. Hljóm- Marteinn H. Frióriksson ale í F-dúr, BWV 590, sem var mjög fagurlega leikið og naut sín vel í raddskrúði nýja orgelsins. Fantasía og fúga Regers um nafnið BACH vekur fremur virðingu en hrifningu. Endurbætur dómkirkjunnar virðast mér hafa vel tekist. Hún er nú bjartari og hlýlegri en nokkru sinni fyrr og hljómburður- inn líflegri. Megi hún áfram verða heimkynni blómlegs tónlistar- starfs eins og hún hefur löngum verið áður. sveitin Bylur hefur verið starf- andi um fjögurra ára skeið, með nokkrum hléum þó. Liðsmenn hennar eru Leó Torfason, gítar, Matthías Hemstock, trommur, Ólafur Stolzenwald, bassi, Svav- ar Sigurðsson, hljómborð. Enn- fremur mun Viðar Eðvarðsson, saxafónleikari leika nokkur lög með hjómsveitinni. ( r fréUatilkynningu „Logos“ og „Bylur“ á Hótel Borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.