Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Þjáning mæld í tímalengd Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson ÉG VIL LIFA Líf á bláþræði Guðmundur Árni Stefánsson og Önundur Björnsson toku saman. Veröld 1985 Eins og höfundarnir skrifa í inngangi um Ég vil lifa, segja í bókinni „nokkrir íslendingar á ýmsum aldri frá andstreymi og mótiæti sem þeir hafa orðið fyrir á lífsleiðinni". Orðin eru að mínu mati ekki nógu sterk því hér er fjallað um mun alvarlegra efni. Það er til dæmis meira en and- streymi og mótlæti að glíma sífellt við erfiða sjúkdóma eins og Snorri Páll Snorrason, Gylfi Hinriksson og Agnar Kristjánsson hafa þurft að gera. Og það að vera misþyrmt á hrottalegan hátt eins og Doris Sigríður Magnúsdóttir (Dollý) mátti reyna eða hálsbrotna í bíl- veltu og lamast upp að brjósti eins og Ingi Steinn Gunnarsson er sömuleiðis meira en mótlæti. Hér er líka á ferð Guðlaugur Frið- þórsson með ótrúlega reynslusögu sína þegar hann bjargaðist á sundi. Ekkert venjulegt and- streymi getur það heldur talist að missa eiginmann og son í slysi eins og kom fyrir Stellu Magneu Karls- dóttur. En það er rétt sem þeir félagar segja að „viðmælendur okkar í þessari bók munu verða lífsins börn svo lengi sem þeir draga andann hérna megin strandar". Lífsvilji þeirra er mikill og það er sannarlega ástæða til að lofa hvern „áfallalausan" dag. Snorri Páll Snorrason yfirlækn- ir segir eftirminnileg orð í Ég vil lifa. Hann minnir á að Sören Kirkegaard hafi sagt að „þjáning- una yrði að mæla i tímalengd“. í framhaldi þessa segir Snorri Páll: „Þetta er alveg satt. Maður getur þolað þjáninguna stutta stund, en ef hún stendur dögum eða mánuð- um saman, þá er hún óbærileg. Ég er alls ekki sammála skáldunum og rithöfundunum, sem tala um andlega þjáningu sem hina verstu þjáningu. Mikil líkamleg þjáning Guðmundur Árni Stefánsson yfirgnæfir allar aðrar tilfinningar. Meðan hún varir kemst ekkert annað að. Það er mín reynsla. Það er ekki fyrr en hinn líkamlegi sárs- auki er genginn yfir að hugrenn- ingar, þunglyndi og sjálfsvorkunn láta á sér kræla fyrir alvöru. Þá fyrst kemst hin andlega þjáning að.“ Viðtöl þeirra Guðmundar Árna Stefánssonar og Önundar Björns- sonar eru að mínu viti vel unnin og prýðilega skrifuð. Þeir eru misjafnlega nærgöngulir. Mér Önundur Björnsson fannst lærdómsríkt að lesa Upp- gjöf er ekki til í mínum huga, þar sem spjallað er við Inga Stein Gunnarsson verkamann og sam- býliskonu hans, Auði Þórólfsdótt- ur kennara, svo dæmi sé tekið. Þetta viðtal sannar okkur mögu- leikann að lifa með reisn þrátt fyrir lömun. En það viðtal sem snerti mig mest var viðtalið við Dollý og föður hennar, Magnús Pálsson. Eftir árásina á Dollý og þá til- viljun að hún skyldi finnast á lífi voru saumuð 317 spor í höfuðið á Fjölskyldulíf á kreppuárum Bókmenntir Erlendur Jónsson Sigurdur G. Magnússon: LÍFS- HÆTTIR í REYKJAVÍK 1930- 1940. Menningarsjóður. Reykjavfk, 1985. Sigurður G. Magnússon er ungur sagnfræðingur. Þetta er hans próf- ritgerð. Hvaða einkunn hann hefur fengið fyrir hana veit ég ekki. Fyrir mína parta gef ég honum nokkuð hátt. Mikil vinna hlýtur að liggja á bak við þessa saman- tekt. Og svona lagað verk er ekki hægt að vinna nema vel vakandi. Sjálfur segir höfundur að þetta liggi á mörkum þriggja fræði- greina: listasögu, þjóðháttafræði og almennrar hagsögu. Athyglisvert er það sem Sigurð- ur segir almennt um lífskjör á kreppuárunum hér í Reykjavík. Ekki þarf nema nefna þann tíma — þá kemur manni óðara í hug atvinnuleysi, skortur, kjallaravist, allsleysi, vonleysi. Sigurður bregð- ur sér inn í stofu á fimm heimilum á þessum frægu árum. Stofu? Það er nú kannski fulldjúpt í árinni tekið. Stofa var nefnilega ekki á hverju heimili þá. Tvær fjölskyldur Sigurðar stóðu á efsta lífskjaraþrepi. Þar voru nógir peningar, rúmt húsnæði, þar með taldar stofur sem þá máttu skoðast sem spariandlit heimilis- ins. Éinungis fólk á þessu þrepi gat leyft sér að fara í lystireisur til útlanda sem þá voru bæði dýrar og tímafrekar. Það gat líka haldið vinnukonur til að létta húsfreyju heimilisstörfin. Og það gat auð- veldlega menntað börn sín — ef þau höfðu sjálf löngun og hæfi- leika til slíkra hluta. Með hliðsjón af lífskjörum stóð þrep þetta hátt yfir meðallagið. Það er læknir og stórkaupmaður sem Sigurður vel- ur fyrir þetta lífskjaramark. Þar næst beinir hann kastljós- inu að iðnaðarmanni og verk- stjóra. Heimili þeirra voru fátæk- leg í samanburði við tvö hin fyrr- töldu. En þarna voru menn sem höfðu fasta vinnu og bjuggu í eigin húsnæði; en hvort tveggja taldist til forréttinda nánast á þessum fátæktar- og eymdarárum. Þetta fólk hafði nóg að bíta og brenna, leið engan skort og gat borið höf- uðið hátt á almannafæri. Það gat lifað farsælu heimilislífi og látið örlítið eftir sér — þó ekki þætti mikið né merkilegt á nútíma- kvarða mælt. Það hafði ráð á að mennta börn sín að því marki sem hugur þeirra stóð til og nauðsyn krafði til að búa þau sómasamlega undir lífið. Síðast heimsækir Sigurður mæðgin sem lifðu við þess háttar aðstæður sem við — nú á dögum að minnsta kosti — álítum gjarnan að verið hafi dæmigerðar fyrir lífskjör allrar alþýðu á kreppuár- unum. Konan vann myrkranna á milli við þvotta. Húsakynnin voru þröng og óvistleg x og iðulega verið að flytja — viðurværi líkast til skorið við nögl í samræmi við rýrar og óvissar tekjur og afgangur til munaðar í allra naumasta lagi. Eitt er þó ótalið sem margur mundi hafa talið versta kostinn á þessum árum og fólk reyndi að Sigurður G. Magnússon fela eins og það mögulega gat, en það var niöurlægingin sem því fylgdi að verða að þiggja opin- beran styrk til framfærslu. Sveit- arómagar voru hiklaust taldir annars flokks þegnar og þeir, sem töldu sig betur megandi, stóðu t.d. á varðbergi gagnvart því að mægj- ast við þess háttar fólk. Þennan hóp lék kreppan sérlega illa. Á honum bitnaði atvinnuleysið af fullum þunga. Leiðir til mennta stóðu þessu fólki í flestum tilfell- um slálokaðar. Og draumurinn að komast í eigið húsnæði var sem í ljósára fjarlægð. Furðu kann að vekja að áratug þann, sem Sigurður tekur fyrir, fjölgaði Reykvíkingum um tíu þús- und, úr 28 þúsundum í 38 þúsund. Húsnæðisvandræðin voru því gíf- urleg og húsaleiga þar af leiðandi svimandi há. Sigurður telur að hún hafi verið hér helmingi hærri en t.d. í Kaupmannahöfn. Það hefði því átt að vera arðbært að byggja til að leigja út. Eigi að síður, samkvæmt því sem Sigurður bend- ir á, hafa peningamenn skirrst við að leggja fé sitt í þess háttar fjár- festingu. Það sem olli kreppunni hér var að sjálfsögðu hið mikla verðfall erlendis og sölutregða á íslenskum afurðum. Haftastefna var tekin upp. Hins vegar var gengi krón- unnar haldið föstu. Það olli í^- lenskum útflutningsfyrirtækjum gífurlegum erfiðleikum og átti sinn þátt í að auka atvinnuleysið. henni. Árásarmaðurinn hefur svo sannarlega ætlað að ganga frá henni í eitt skipti fyrir öll. Dollý er fimmtán ára þegar henni er misþyrmt. Frásögn Magnúsar er mjög mannleg, hann sveiflast milli þess að vera í hefndarhug og sýna umburðarlyndi þroskaðs manns. Sjálfsásökunin kemur vel fram í viðtalinu. Hann segir að lokum: „Ég vil reyna að gleyma því sem búið er og taka upp þráðinn og spinna hann áfram. Og umfram allt vera jákvæður." Svar Dollýjar að lokum segir ansi mikið, ekki síst í lokasetning- unni: „Stundum hugsa ég, að það hefði verið gaman að vita hvernig ég liti ú í dag, ef þetta hefði ekki komið fyrir. En ég reyni að verjast slíkum hugsunum, enda þýðir ekkert að vera ævinlega að velta sér upp úr fortíðinni. Hins vegar veit ég ekki hvort ég get nokkurn tíma gleymt þessu öllu. Það líða þó dagar og stgundum vikur án þess að ég leiði hugann að þessu.“ Dagar og stundum vikur. Stella Magnea Karlsdóttir talar um styrk bænarinnar og trúarinn- ar. Hún telur bæn og trú bestu lausnina fyrir það fólk sem orðið hefur fyrir „mikilli og sárri sorg“. Viðtalið við hana er óvenju bjartsýnt þrátt fyrir allt. Það sem löngu er sannað er niðurstaða þessarar bókar: Ég vil lifa. Mann- inum er gefið mikið þor og kjarkur hans virðist ódrepandi. Ef til vill hefðu fleiri fengið vinnu ef kaupið hefði verið lækkað. Þess háttar kalla menn dulið atvinnu- leysi nú á dögum. Sigurður heldur fram —vafalaust með réttu—, að þeir, sem höfðu fulla vinnu á kreppuárunum, hafi ekki lifað verra lífi en áratugina á undan; hagur þeirra hafi hvorki batnað né versnað. Reynt var að efla innlendan iðnað til að takmarka innflutning en gekk báglega. »Fyr- ir bragðið,« segir Sigurður, »hélst atvinnuleysið allan áratuginn.« Það er rétt að kreppan hélst hér lengur en í öðrum löndum og bitn- aði svo illa á þjóðarbúinu undir lok áratugarins að lá við ríkisgjald- þroti. En þar var um að ræða sérís- lenskt fyrirbæri sem stafaði meðal annars af borgarastyrjöldinni á Spáni. Þá lokaðist hvorki meira né minna en aðalfiskmarkaður Islendinga erlendis. Það munaði um minna! Sigurður segir að mynd sú, sem hann hefur dregið upp af fjölskyld- unum fimm, sé »mjög jákvæð«. Og það er hverju orði sannara. Þetta er sagnfræði sem tíundar ekki tár og svita, andvökunætur og örvæntingu. Eigi að síður hygg ég að þessir greinagóðu þættir gefi tiltölulega rétta mynd af ástandi mála hér á kreppuárunum. »Fljótt á litið,« segir Sigurður, »kann að virðast sem þessar fjöl- skyldur hafi átt fátt sameiginlegt. Þegar betur er skyggnst um bekki kemur í ljós að árvekni, vinnusemi og nýtni hefur verið þeim öllum í blóð borið.« Þetta var heimakært fólk, vinnusamt og reglusamt. Tóm- stundir voru mikið notaðar til bók- lestrar. Og blöð keyptu allir, eftir efnum og ástæðum. Unglingar stunduðu íþróttir eftir því sem tími gafst til. Félagslíf var með talsverðum þrótti. Og gestagangur var mikill á heimilum. Fólk heim- sótti hvert annað í tilbreytinga- skyni, auk þess sem vinir og venslamenn utan af landi komu Oggistu. Margar fjölskyldumyndir eru birtar í bókinni, einnig uppdrættir af húsum og íbúðum og sýnt hvern- ig húsgögnum var komið fyrir. Þá eru þarna margar töflur sem sýna tekjur og gjöld á umræddu tíma- bili. Einnig heimilda og nafnaskrá. Sigurður hefur bæði aflað sér heimilda úr prentuðum ritum og einnig með viðtölum við fólk. Tel ég að hann hafi unnið þarft verk og gott með samantekt þessari og að rit þetta geti orðið öðrum fyrir- mynd sem eiga eftir að kanna efni af svipuðu tagi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.