Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
19
Sársaukinn
í þögninni
Guðlaun
hr. Rosewater
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Helga Ágústsdóttir
Ekki kjafta frá
Iðunn Reykjavík 1985
Höfundur sendi frá sér ágæta
barnasögu í fyrra og er þetta
önnur bók hans. Sagan fjallar
um vandamál unglingsstúlkunn-
ar Eddu, sem er yngsta barn
foreldra sinna. Að ýmsu leyti
minnir sagan á Dórubækur
Ragnheiðar Jónsdóttur. Aðalper-
sónan Edda lifir í vellystingum
veraldlegra gæða. Heildsala-
hjónin, foreldrar hennar, eiga
Helga Ágústsdóttir
hvorki skilning né tíma til að láta
henni í té.
Frú Lára, móðirin, er yfir-
borðsleg, önnum kafin við boð
og eltandi menninguna án þess
að njóta hennar. Heimafyrir er
hún athafnalítil, nöldursöm og
leiðinleg við Eddu. Heildsalinn
er sjaldan heima og á sér viðhald.
Fátæka unglingsstúlkan
Gréta, vinkona Eddu, á betri
daga. Hún og foreldrar hennar
þurfa að berjast fyrir því sem
þau veita sér. En heima hjá þeim
finnur Edda skilning og gagn-
kvæmni.
Eins og Dóra skrifar Edda
niður sín einkamál. Kennir þar
margra grasa. Einsemd og sjálfs-
óánægja, ástarmál, dagdraumar
og bitrar tilfinningar, oftlega í
garð foreldranna, sem þegja hjá
barninu sínu ef tími gefst til
samverustunda. En finna að því
og ávíta það í erli daganna, eink-
um móðirin.
Þessi einkaskrif sýna ef til vill
betur en nokkuð annað hvað
tímarnir hafa breyst. í eirðar-
leysi og vansæld Eddu eru félag-
arnir eina haldreipið, en sam-
bandið við þá er ekki alltaf gott
hvorki í skóla né skemmtanalífi.
Öfugt við Dóru hefur Edda
lítið innsæi í tilfinningalíf ann-
arra og velfarnaður félaganna
vekur fremur hjá henni ertingu
og öfund. Tilfinningalíf hennar
er reikandi og óljóst hvert
stefnir. Þó er víst að hún þráir
ástríki og heilbrigt heimilislíf.
Bræðurnir Kalli og Steini alast
upp með einstæðum föður, þar
sem móðirin hefur fyrirfarið sér
meðan Steini var smábarn.
Heima hjá þeim eru skemmtileg-
ustu partýin. Ekki þar fyrir að
það gerist neitt meira en í partý-
um almennt.
Kalli, sem er eldri, hefur að
nokkru leyti tekið að sér móður-
hlutverkið gagnvart Steina og
tekur á óæskilegum atburðum í
gleðisamkomum unglinganna af
skilningi og einbeitni sem hvort
tveggja er vænlegt til að vekja
þá til umhugsunar. Frænka
bræðranna, Kristín, sem kemur
ný í bekk Eddu í skólanum, er
ekki ólík þeim bræðrum. Það er
festa í lífsviðhorfum þeirra sem
kemur fram í umgengni þeirra
við aðra. Þau hafa áhrif á hugs-
anagang Eddu. Hún sér ýmislegt
í dýpra samhengi í lífinu en áður.
Einar bróðir Eddu og María
kona hans, eru í lyfjafræðinámi.
Hann er opinskár og hreinskilinn
við litlu systur, þá sjaldan þau
hittast. Hann verður einmitt til
að segja henni hörmulega at-
burði er gerðu endi á lífi Huldu
systur þeirra þegar Edda var
lítil. Sá raunveruleiki varpar
nýju ljósi á lífshætti foreldra
þeirra og mildar hugsanir Eddu
í þeirragarð.
Þessi saga er vel skrifuð og að
mínum dómi gefur það henni
aukið gildi að geta borið saman
einkamál unglingsstúlkna sem
búa við sömu lífskjör á ólíkum
tímum. Þá sést hve viðhorfin og
samfélagið hafa breyst geysilega
í tímans rás.
Talsháttur unglinga nú kemur
glöggt fram í bókinni. Hún er
trúverðug og inntak hennar sýn-
ist mér það að unglingar eru
gott fólk sem nauðugt, viljugt
verður að lúta þeirri lífsstefnu
sem foreldrar, skóli og umhverfi
hafa ákvarðað. Kápumynd er
skemmtileg.
eftir Kurt Vonnegut
Þýðandi Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Sprenghlægileg en jafnframt átakanleg saga
eftir hinn óviðjafnanlega bandaríska
rithöfund Kurt Vonnegut.
Sagan ef Eliot Rosewater, drykkfellda
sjálfboðaslökkviliðsmanninum, sem haldinn
er ofurást á meðbræðrum sínum, ekki síst
smælingjunum. Hvað á slíkur maður að
gera? Bókin kafar djúpt í bandarískt
samfélag og nútímann yfirleitt með hjálp
sinna skemmtilegu og fjölskrúðugu persóna.
£
AUÐVITAÐ
ALMF.NNA BÖKAFFI.AGIÐ. AUSTURSTRÆTI 18. SlMI 25544
Úrval smáhúsgagna í antikhnotu
• Skrifborð
• Skatthol
• Tevagnar
• Sófaborð og smáborð
• Innskotsborð
Hagstætt verð.
• Skáparm.k.
• Sjónvarpsskápar
• Hljómtækjaskápar
• Homskápar
• Kommóður
Bláskógar
Armúla 8.
Sími 68-60-80.