Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
SÖNGSKEMMTUN
— eftir Jón M.
Guðmundsson
ólafur Magnússon frá Mosfelli
tók sig til og hélt söngskemmtun
með undirleik Jónasar Ingimund-
arsonar píanóleikara sl. laugardag
í Hlégarði í Mosfellssveit. Húsið
var þétt skipað áheyrendum og var
þeim félögum vel fagnað.
Tilefni þessara tónleika var að
Ólafur varð 75 ára að aldri sl.
nýársdag og hann mun nú hafa
sungið og leikið fyrir almenning í
50 ár samfleytt. Þetta hefir þó
ávallt verið stundað í frístundum
en Ólafur hefir haft fasta vinnu
alla tíð og nú síðast sem húsvörður
í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur.
Söngskránni var skipt niður I
þrennt en undirleikarinn Jónas
Ingimundarson lék einleik á flygil
milli þátta. Fyrstu fimm lögin voru
eftir íslensk tónskáld, þá Árna
Thorsteinsson, Jón Laxdal, Sigfús
Halldórsson, Árna Björnsson og
Björgvin Guðmundsson. Miðhlut-
inn var eftir Söderberg og Meri-
kantó ásamt nokkrum erlendum
þjóðlögum. í aðalhléinu lék Jónas
Idyl eftir Sveinbjörn Sveinbjörns-
son og Vikivaka eftir sama höfund.
Að lokum söng Ólafur Vor eftir
Pétur Sigurðsson og fjögur lög
eftir Sigvalda Kaldalóns.
Undirtektir áheyrenda voru
mjög góðar og söng Ólafur nokkur
aukalög og fagnandi faerðu ýmsir
honum blóm og árnaðaróskir í lok
tónleikanna. Þessir tónleikar voru
gerðir af menningarmálanefnd
Mosfellshrepps og það kom fram
að þeir félagar hafa nú lokið við
að gera hljómplötur þar sem Ólaf-
ur syngur og Jónas leikur einleik
á píanó. Voru plötur þessar til sölu
á skemmtuninni. Útgáfu og dreif-
ingu annaðist bókaforlagið Örn og
Örlygur í Reykjavík, og eru plötur
þessar komnar í verslanir.
Það mun vera fátítt eða kannske
einsdæmi hér á landi að maður á
þessurn aldri haldi heila tónleika,
með slíkum tilþrifum. Þeir sem til
þekkja vita að það er hverjum
manni veruleg þrekraun að syngja
um tuttugu lög fyrir kröfuharða
áheyrendur en hinn síungi Ólafur
frá Mosfelli söng sig vel upp eins
og best gerist og lauk tónleikunum
með aukalögum og glæsibrag.
Það kom fram sem er ef til vill
næsta ótrúlegt að þetta er fyrsti
heili sjálfstæði konsertinn sem
Ólafur heldur á ævinni og kannske
ekki seinna vænna en hann verður
76 ára aldri eftir rúman mánuð.
Mörgum er um það kunnugt að
Ólafur hefir starfað í kórum og
komið fram bæði þar og víðar sem
einsöngvari. Lengst af starfaði
hann í Karlakór Reykjavíkur eða
nær 40 ár og er ennþá vel virkur
í öldungadeild kórsins. Þá hefur
Ólafur starfað í leikhúsum og tekið
þátt í uppfærslu á söngleikjum við
góðan orðstír og það yrði alllangt
mál að rekja það hér. Hinsvegar
er hann eða var þekktastur fyrir
hlutverk sem álfakóngur í þrett-
ándagleði og áramótabrennum og
kannske sá eini sanni jólasveinn á
íslandi um langt árabil.
RAM5KAR
JOLAPEY5UR
á frábæru verði!
Vegna hagstæðra innHaupa getum við boðið
þe55ar gullfallegu frönsHu peysur í þremur 5tærðum
á ein5taHlega hagstæðu verði. Pær eru níðsterHar
og þola þwott \ wenjulegum þvottavélum.
Verð aðeins kr. 1.985.-
Stærðir: Small - Medium - Large.
...ogsíóan
falleg föt frá
SERÞJOMU5TA V©
LAMDSBYQGÐIMA:
Wlö höfum símaþjónustu opna
tll Hl. 21.00 á kwöldln þessa vlku
fyrlr þá sem vllja panta í pÓ5tkröfu.
Síminn er 91-11506.
cllc
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 42
Ólafur Magnússon
Ólafur er nú hættur störfum og
kominn heim í sveitina sína og
dundar við ræktun að Viðirhóli og
syngur nú með Karlakórnum í
Mosfellssveit. Þar sem annars-
staðar er hann vinsæll og virtur
og mikil driffjöður í starfseminni.
Við óskum Ólafi til hamingju
með afmælið í fyrra og þökkum
honum hans góða framlag til söng-
starfsemi á liðnum áratugum sem
raunar öll þjóðin hefir notið á
undanförnum áratugum.
Það er mikill fengur að fá rödd-
ina hans óla inná plötu og að dómi
ýmissa manna hefir hann kannske
aldrei sungið betur en nú en um
það er erfitt að dæma þar sem fátt
mun vera til af upptökum frá fyrri
tíð. Ólafur er hress og heilsugóður
og virðist ekkert ætla að láta deig-
an síga þótt hann sé nú nokkuð
við aldur, eins og stundum er sagt
um menn sem eru hálfáttræðir.
Við þökkum skemmtunina og
allan sönginn fyrr og seinna. Lifðu
heill.
J.M.G.
Höíundur er frétUriUri Mbl. í
Mosfeiissveit.
mGÓLf^sott
Sextán ára í sambúdeftir Eðvarð Ingólfsson er sjálfstætt
framhald metsölubókarinnar Fimmtán ára á föstu.
Fimmtán ára á föstu fékk fádæma góðar viðtökur í fyrra og
seldist meir en nokkur barna- og unglingabók
Sextán ára í sambúö gefur henni ekkert eftir. í sögunni eru miklar
sviptingar en hún er skemmtileg og hlýleg og lætur engan
ósnortinn. Þannig bækur vilja unglingarnir eiga og
þær bækur er gaman að gefa þeim.
Það er alveg pottþéttl^^^^gBJI
ÆSKAN
Laugavegi 56
Simi 1 73 36
Pottþétt
unqlinaabók