Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 29
Ný bók eftir
Desmond Bagley
SUÐRI hfur gefið út bókina Tröll-
eykið eftir Desmond Bagley í þýð-
ingu Torfa Ólafssonar.
Þetta er önnur bókin, sem ekkja
Bagleys, Joan, gengur frá upp úr
handriti, sem maður hennar lét
eftir sig, en hann lést 1983. í
fréttatilkynningu frá Suðra segir,
að Bagley hafi látið eftir sig nokk-
ur óútgefin handrit, en ekki sé
vitað nú, hvort fleiri bóka sé að
vænta úr þeim.
Trölleykið sem nýja sagan er
um, er um tuttugu metra langt og
vegur 550 tonn og er notað til að
flytja spennubreyti inní olíuríki í
Vestur-Afríku, þar sem svo brýst
út borgarastyrjöld. „Trölleykið er
saga um hugdirfsku og dauða, um
fyrirsát og ógnanir. I henni nær
Desmond Bagley hámarki í frá-
sagnarsnilld sinni: hraða í frásögn,
baktjaldamakki og unnum sigri,"
segir m.a. á kápusíðu.
Guðmundur Björgvinsson
1001 dagur
í lífi mennta-
skólanema
LÍFSMARK hefur gefið út skáld-
söguna Næturflug í sjöunda himin
— 1001 dagur í Iffi Halldórs Guð-
brandssonar eftir Guðmund Björg-
vinsson.
Sagan skiptist í 1001 frásögn og
á kápusíðu segir: „Sagan vellur
áfram í yndislegri óreiðu, þar sem
öllu mögulegu og ómögulegu ægir
saman, ævintýrum, goðsögnum,
mataruppskriftum, lífsreglum,
spakmælum, klisjum, blaðagrein-
um, viðtölum og hversdagslegum
atburðum. í höfði Halldórs Guð-
brandssonar menntaskólanema
eru margar vistarverur."
Askriftarsímim er 83033
Bókin er 219 blaðsíður.