Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
International Hotel and
Tourism Training Institutes Ltd.
VERÐLAUNUÐ FRAMTÍÐARSTÖRF
HVAR SEM ER í HEIMINUM!
Nám í hótelrekstri í Sviss
Kennd er list Svisslendinga á sviöi gestrisni ásamt háþróuöum
bandarískum aöferðum í hótelrekstri.
Námið tekur 3 ár og er skólinn opinn öllum þeim sem hafa
lokiö 12 skólaárum. Kennsla fer fram á ensku.
Næsta skólaár hefst mánudaginn 17. febrúar 1986.
Kennsluhóteliö er staösett í Weggis, einum fegursta feröa-
mannastaö Svisslendinga á bökkum Lucern.
Hittið fulltrúa okkar Mr. Marco Monteforte á Hótel Borg,
Pósthússtræti 11, Reykjavík, sími 11440, laugardaginn 7.
des. frá kl. 10.00—18.00 og sunnudaginn 8. des. á sama tíma.
IHTTI
International Hotel and Tourism Training Institute Ltd.
P.O. Box 95,4006 Basel/Switzerland, sími: 61-42 30 94.
Til sölu
árgerö 1985, sjálfskiptur, 4ra gíra, blágrár. Staö-
greiösluverö kr. 1.780.000. Hægt er aö greiða
allt andviröi eöa hluta þess með veðskuldabréfum
til all að fimm ára. Upplýsingar í síma 28527 eftir
kl. 19.00.
jíGolfverslun
/\ John Drummond
Gjöfina handa golfaranum
fáiö þiö hjá okkur!
Stórkostlegt úrval af kylfum, pokum,
kerrum, skóm og fatnaði í öllum verð-
flokkum.
Munið líka gjafakortin vinsœlu.
í desember er opið frá kl. 16:00 til 20:00
mánudaga til föstudaga og frá kl. 10:30
til 16:00 á laugardögum.
Látið atvinnumanninn velja með ykkur
gjöfina.
jTGolfverslun
/I John Drummond
Golfskálanum Grafarholti
Sími:82815 Heima:40189
Bruckner kemur til himna
Sinfónía englabarnanna
Um Te Deum Bruckners
— eftir Kolbein
Þorleifsson
Sá merkisatburður mun eiga sér
stað í Háskólabíói í kvöld að Sin-
fóníuhljómsveit fslands og Söng-
sveitin Fílharmonía munu frum-
flytja níundu sinfóníu Bruckners
undir stjórn gríska hljómsveitar-
stjórans Karolosar Trikolidis.
Sinfónían verður flutt ásamt loka-
kaflanum Te Deum, eins og lengi
hefur tíðkast. Sinfónían er frá
hendi tónskáldsins, sem var mikill
trúmaður á rómverks-kaþólska
vísu, heimspekileg og guðfræðileg
úttekt á lífi hans, jafnframt því
að vera aldarspegll tónlistarsögu-
legra tímamóta, þar sem tónskáld-
ið sér að gamli tíminn er að hverfa
og eitthvað nýtt er að verða til.
Tónskáldinu tókst aldrei að full-
gera lokaþátt sinfóníunnar, sem
af því hefur hlotið nafnið „ófull-
gerða sinfónían". En sakir efnis
sinfóníunnar hefur Te Deum ætíð
verið haft sem lokakafli verksins,
og það er við hæfi, því að þá endar
sinfónían á himnum hjá Guði, eins
og Bruckner sjálfur hefði viljað
láta ævisögu sína enda. Sú tilvilj-
un, að grískur hljómsveitarstjóri
verður stjórnandi á hljómleikun-
um, kveikir vonir um að takast
muni að ná hughrifum hinnar
gömlu kristnu dulspeki, sem verkið
er allt gagntekið af.
Því að sinfónían er eins og sagan
um englabörnin eftir Sigurbjörn
Sveinsson: Dæmisaga um göngu
mannsins til Paradísar, þar sem
maðurinn berst við óvininn í öllum
sínum myndum, svo sem illan úti-
legumann sem er tákn dauðans,
og líka við mannlega veikleika, en
í öllum hrakförum mannsins vaka
engilbörnin yfir honum, og að
lokum, þegar landinu bak við móð-
una miklu er náð, „þá svífa í loftinu
skínandi bjartir englar með himn-
eskum hörpuslætti og söng“. Á
þetta minna englamyndir Thor-
valdsens í kórlofti dómkirkjunnar
okkar, og myndir meistara Kjar-
vals úr álfheimum eða mynd-
skreyting hans við söguna um
engilbörnin (1910).
Á gamalli klippimynd sést
Bruckner leiddur af engilbarni inn
í tónlistarhöll himnaríkis, þar sem
helstu tónmeistarar fortíðarinnar
taka á móti honum og gamli Bach
býður organistann Bruckner vel-
kominn með inngöngustefi á orgel-
ið. En í loftinu eru meðlimir í
sinfóníuhljómsveit og kór himna-
ríkis á hraðri ferð á æfingu á Te
„Engu að síður er þessi
leikræna saga um stór-
menni kirkjunnar hæfileg
umgerð um þann söng,
sem einn getur talist
„þjóðsöngur kristins
lýðs“.“
Deum. Mahler hafði víst sagt, að
Te Deum Bruckners væri skrifað
fyrir englaraddir.
Trúmaðurinn Bruckner hafði
nefnilega notið tónlistarmenntun-
ar sinnar í glæsilegu Ágústínus-
ar-klaustri í grennd við þorpið sitt,
og nefndist klaustrið Sánkti Flór-
íans-klaustur. Þar var hann líka
organisti um tíma og kom þar oft
síðar. Ennþá geyma menn fram-
hlið orgelsins sem Bruckner lék á
og sótti til hugmyndir í meistara-
verk sín. Þarna hefur hann líka
tileinkað sér söguna sem munkar
höfðu í þúsund ár sagt um „Lof-
söng Ambrósíusar" sem ætíð var
sunginn i lok óttusöngsins efri.
Þessa sögu þýddi Runólfur Sig-
mundsson ábóti í Ágústínusar-
klaustrinu í Veri 1264—1306.
„Svo bar að á einum hátíðardegi
að Ágústínus var viðstaddur pré-
dikan hins heilaga Ambrósíus
biskups, sem móðir hans beðið
hafði, þá er biskup greindi um
almennilega trú og braut saman
fagurlega hið forna og hið nýja
lögmál. En við hans prédikan vitj-
ar kraftur og miskunn Heilags
anda hjarta Ágústíní. Ambrósíus
sér og skilur, að hans varð vitjað
af Guði, verður hann mjög feginn
og lofar Guð með þessum orðum:
Te Deum laudamus, te dominum
confitemur. Ágústinus svaraði: Te
aeternum patrem omnis terra
veneratur. Svo andstefnast þeir við
með versaskipti allan þennan lof-
söng til lykta, sem hann er síðan
sunginn í heilagri kristni."
Fræðimenn hafa á síðari öldum
komist að þvi, að saga þessi um
víxlsöng þeirra Ambrósíusar og
Ágústínusar hafa ekki átt sér stað
í raunveruleikanum, enda eru
áreiðanlegar heimildir til um ævi
þessara manna, jafnvel frá hendi
þeirra sjálfra, sem ekki minnast
einu orði á atburðinn. Engu að
síður er þessi leikræna saga um
stórmenni kristninnar hæfileg
umgerð um þann söng, sem einn
getur talist „þjóðsöngur kristins
lýðs“. Textinn er að stofni til ætt-
aður úr Austurlöndum frá því á
þriðju öld, og halda flestir fræði-
menn að Níketas biskup í Remes-
íana (Bela Palanka í Júgóslavíu)
hafi sett textann saman í núver-
andi mynd sinni. Hann var sam-
tímamaður Ambrósíusar og
Agústínusar.
í Te Deum Bruckners er mikið
um austurlenska dulúð fornkirkj-
unnar. Eins og í Requiem Verdis
erum við staddir á Alþingi himna-
konungsins. Margir fegurstu kafl-
ar Passíusálma Hallgríms Féturs-
sonar eru byggðir á þessari lík-
ingu, t.d. „Son guðs ertu með
sanni" og „Víst ertu Jesú kóngur
klár“. I Te Deum hefja allar stéttir
himnaríkis upp raust sína á Al-
þingi himnarans og lofa hinn þrí-
eina Guð með sífellt meiri stig-
anda, þar til bumbur eru barðar
og gullna hliðið lýkst upp á gátt
og allir fá að líta dómara himins
og jarðar. Hinir frelsuðu þegnar
konungsins koma fyrir dóm hans
og biðja hann um að hjálpa sér
og veita sér eilífa dýrð með honum.
Þetta minnir á séra Hallgrím í
alþekktum sálmi um dómþing
himnanna. Lýðurinn biður guð að
annast um sig og óðul sín. Þjón
guðs biður Herra sinn i auðmýkt
að varðveita sig án syndar á þess-
um degi, eins og munkarnir biðja
í hverjum óttusöng. Þegnarnir
vonast eftir miskunn Drottins
síns. Og í lokaorðum verksins (sem
frá hendi Bruckners er tónsett í
fúgustíl) lýsir Bruckner yfir al-
gjöru trausti á Drottinn sinn, að
hann muni ekki láta lýð sinn tor-
tímast um eilfíð.
Þetta lokastef, sem lýsir hinni
góðu heimvon við strönd fyrir-
heitna landsins, varð Bruckner
líka að yrkisefni í 7. sinfóníu sinni.
Þannig var eins og hann hefði frá
barnæsku borið í brjósti sér sitt
Liljulag úr Ágústínusar-klaustr-
inu. Og Liljulag Ágústínusar-
munksins bróður Eysteins var mér
kennt í skóla, að allir vildu kveðið
hafa. Ég hefi reynt að raula Lilju
við Te Deum Bruckners, og það
hefur fallið vel saman. Kannske
er þetta hvort tveggja sömu ættar.
Höfundur er fyrrverandi sóknar-
prestur og fræðimaður.