Morgunblaðið - 05.12.1985, Side 32

Morgunblaðið - 05.12.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR5. DESEMBER1985 Rætt um Mlífskjarasáttmála“ á fundi Málfundafélags félagshyggjufólks: Mæli ekki með því að menn taki nú upp stríðsöxina — sagði Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Dagsbrúnar. „Atlaga að lýðræði og samningsrétti,“ sagði Stefán Benediktsson, alþingismaður „Innan ákveóinna hópa vinstri hreyfingarinnar og flokksins, sem ég tilheyri, gengur það næst guðlasti að draga vísitölurétttrúnaðinn í efa,“ sagði Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar og einn af frammámönnum Alþýðubanda- lagsins, á fundi Málfundafélags fé- lagshyggjufólks á Hótel Borg sl. þriðjudagskvöld. Til fundarins var boðað til að ræða hugmyndir Þrastar og fleiri manna um svonefndan „lífskjara- sáttmála" milli atvinnurekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisvalds. Þröstur kynnti þessar hugmyndir á aðalfundi Dagsbrúnar fyrir skömmu og hafa þær vakið mikla athygli, einkum fyrir þá sök að þar er kröfunni um vísitölubindingu launa hafnað. Kau pmáttar try gging án vísitölubindingar Framsögu á fundinum höfðu auk Þrastar Þorlákur Helgason, hag- fræðingur, Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda, og Birgir Árnason, hagfræðingur. Þröstur lagði á það áherslu í erindi sínu, að þær hugmyndir sem hann hefði reifað væru ekki mótuð kröfugerð fyrir næstu kjarasamninga, heldur ákveðin aðferð við gerð slíkra samninga. Höfðuðatriðin væru fjögur: 1. Samið yrði um aukningu kaupmáttar án vísitölubindingar launa í þríhliða viðræðum atvinnu- rekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar. 2. Samið yrði um ýmsa þætti í peninga- og vaxta- máium og ríkisbúskapnum. 3. Samið yrði um ýmsa þætti velferð- armála, s.s. um heilsugæslu og barnaheimili. 4. Samið yrði um „rauð strik", þ.e. að samningar yrðu lausir ef kaupmáttaraukn- ingu yrði ekki náð á tilteknu tíma- bili. Þröstur taldi það einn höfuðkost tillagna sinna, að með þeim væri verið að veita verkalýðshreyfing- unni íhlutunarrétt um ákveðna þætti efnahagslífsins og umbætur á velferðarkerfinu. Nauðsynlegt væri að hugsa verkalýðsbaráttuna upp á nýtt; sú verkalýðshreyfing væri á villigötum sem treysti sér ekki til að endurmeta hiutina. Hann gerði síðan nánari grein fyrir tillögum sínum. í þeim felst m.a. að umsömdum kaupmætti (t.d. meðalkaupmætti ársins 1983) yrði náð í áföngum; verðstöðvun að hluta til (búvörur og opinber þjónusta); raunvextir inn- og út- lána, en annar háttur á vaxta- ákvörðunum en nú tíðkast; óskert- ar almannatryggingar og afnám sjúklingaskatts; aukið fjármagn til barnaheimila og styrkir til að greiða dagvistargjöld efnalítilla foreldra; hinir tekjulægstu - sam- kvæmt ákveðinni skilgreiningu - fái húsnæðisskuldir eftirgefnar í því skyni að koma í veg fyrir gjald- þrot heimila; vextir umfram verð- bólgustig verði skattlagðir; sér- stakur skattur á stóreignir og hina tekjuhæstu, mjög hert skattaeftir- lit og staðgreiðslukerfi skatta. „Hin hefðbundna leið hefur ekki skilað launafólki árangri," sagði Þröstur. Vísitólubinding undan- farinna ára hefði leitt til mörg hundruð prósent hækkunar launa- taxta, en ekki aukins kaupmáttar og bættra lífskjara. Vísitölukerfið hefði magnað verðbólguna, en forsenda kjarabóta væri stöðug- leiki í efnahagslífinu. Þorlákur Helgason gagnrýndi hugmyndir Þrastar harkalega og taldi að hann hefði flutt útfarar- ræðu yfir verkalýðshreyfingunni með því að lýsa því yfir að áratuga barátta hennar hefði verið til einskis. Tillögur Þrastar fælu í sér uppgjöf og staðfestu að verkalýðs- hreyfingin væri í kreppu. Hann taldi hugmyndir Þrastar um sam- vinnu við fjandsamlega ríkisstjórn ótækar með því þær fælu í sér pólitíska uppgjöf. Höfuðmáli skipti að fylkja liði til að koma stjórninni frá og mynda nýja ríkis- stjóm, sem starfaði í þágu verka- lýðsins. Ekki hægt aÖ semja um lífskjör Ólafur Davíðsson vakti athygli á því, að það væri ekki eins ein- faldur hlutur og margir ímynduðu sér, að semja um lífskjör. Forsenda þess, að unnt væri að tala um marktækan samning væri að aðil- ar gætu borið ábyrgð á því sem samið væri um. Laun væru t.d. annað en kauptaxti, eins og um- ræðan um launaskrið hefði leitt í ljós. Ráðstöfunartekjur réðu út- gjöldum og hefðu áhrif á stöðu þjóðarbúsins, enda þótt kaup- máttur kauptaxta væri óbreyttur. Verð á búvöru og fiski væri ekki ákveðið af ríkisstjórninni eða verkalýðshreyfingu og atvinnurek- endum, heldur sérstökum stofnun- um. Hvort tveggja hefði þó áhrif á lífskjör í landinu. Sömu sögu væri að segja af gengi krónunnar, sem gæti lækkað og hækkað vegna þróunar á erlendum fjármagns- mörkuðum, og t.d. haft veruleg áhrif á fiskverð og atvinnu í sjáv- arútvegi. Um gengisstefnu væri ekki hægt að semja í „lífskjara- samningi" hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins. „Vinnuveitendur geta ekki sam- ið við launþega um kaupmátt. Þeir geta samið um vísitölubindingu launa, en reynslan af henni er slæm,“ sagði Ólafur. Hið versta við vísitölukerfið væri að menn létu sem þýðingarmiklir atburðir erlendis hefðu engin áhrif á efna- hagslífið hér á landi, sbr. olíu- hækkunin, og afleiðingin væri stórfelld verðbólga. Loks gæti rík- isvaldið ekki raðið almennu verð- lagi. Það væri satt að segja auð- veldara fyrir það að ábyrgjast verðurfarið en verðlagið! Ólafur Davíðsson sagði að ríkis- valdið gæti hins vegar tekið ábyrgð á sköttum og útgjöldum til hús- næðismála og um það væri hægt að semja. Skattarnir væru hins vegar órjúfanlega tengdir ríkisút- gjöldunum og þau væri ekki auð- velt að lækka. í því efni vöknuðu hins vegar ýmsar spurningar um verkaskiptingu ríkis og heimila, s.s. hvað varðar rekstur dagvista fyrir börn. Breyta mætti hlutfalli beinna og óbeinna skatta, en aftur á móti væru hugmyndir Þrastar um að hægt væri að finna ein- hverja stóreignamenn til að bera byrðar aukinnar skattheimtu út í hött. Ólafur kvað höfuðatriði að átta sig á því, að ríkisstjórnir réðu ekki lífskjörum í landinu: „Þau ákvarð- ast fyrst og fremst af því hvernig við stöndum að okkar framleiðslu. Þetta eru auðvitað gamlar lumm- ur, en þetta er bara svona,“ sagði hann. Halda ber áfram erlendum lántökum Birgir Árnason kvað helstu meinsemd íslensks efnahagslífs þá, að þjóðarframleiðsla væri of lítil og henni væri ranglega skipt. Enginn hagvöxtur hefði orðið í áratug vegna olíuhækkunar, afla- brests og gífurlegra vaxtahækk- ana á alþjóðlegum peningamark- aði. Nú væri hins vegar mikil afla- sæld og þá væri lag til að styrkja íslenskt efnahagslíf. Hér á landi hefði verið um gífurlegar fjárfest- ingar að ræða á undanförnum árum og á tímabili hefðu þær numið þriðjungi af þjóðarfram- leiðslu. Þessar fjárfestingar hefðu hins vegar verið afar óskynsamleg- ar og brýnt væri að taka upp ger- breytta fjárfestingarstefnu. Of mikið væri talað um þann vanda sem erlend skuldasöfnun hefði haft í för með sér og nauðsynlegt að halda áfram lántökum erlendis til arðbærra fjárfestinga, sem gætu byggt upp atvinnulíf hér á landi og staðið undir endurgreiðslu lána. Birgir sagði að margt væri óljóst í hugmyndum um lífskjarasátt- málann, en sér virtist að hann mundi í besta falli hafa litla kjara- bót í för með sér, og í versta falli enga. Hann kvaðst ekki treysta ríkisstjórninni til að stuðla að kaupmáttaraukningu og vildi því ekki fórna vísitölutryggingunni. Hann gagnrýndi jafnframt hug- myndir um afnám vísitölubinding- ar lána, sem gæti leitt til verulegr- ar hækkunar raunvaxta og þyngri greiðslubyrði í upphafi lánstíma- bils. Verkalýdshreyfingin sé reiðubúin til átaka Meðal þeirra, sem kvöddu sér hljóðs að framsöguerindum lokn- um, voru Svanur Kristjánsson, prófessor, Þorvaldur Þorvaldsson, Stefán Benediktsson, alþingismað- ur, Birgir Björn Sigurjónsson, hagfræðingur , og Haraldur Stein- þórsson, framkvæmdastjóri BSRB. Svanur kvaðst geta tekið undir margt í málflutningi Þrastar Ól- afssonar. Hann sagði, að forsendur samráðs ríkisvalds við aðila vinnu- markaðs væru þrjár. 1. Efnahags- áætlanir til langs tíma. 2. Komið yrði upp valdamiklum samráðs- stofnunum, sem sinntu slíkri áætlanagerð og tengdu saman aðilana þrjá. 3. Samhent stjórn- málaafl. í því sambandi væri á það að líta að í nágrannalöndum okkar, þar sem lífskjör væru góð, hefðu sterkir jafnaðarmannaflokkar verið við völd og haft forystu um samráðsstefnuna. Svanur lagði enn fremur á það áherslu, að verkalýðshreyfingin yrði að vera reiðubúin til átaka við ríkisvaldið, ef samráð ætti að skila árangri. Þetta atriði kvað hann vanta í tillögur Þrastar, sem hefði ekki hugnfynd um hvað ætti að gera ef samráðið rynni út í sandinn. Það væri forsenda árang- ursríks samráðs, að samningsaðil- arnir væru hræddir við afleiðingar jæss að samráð tækist ekki. Þorvaldur Þorvaldsson sagði, að hið kapítalíska hagkerfi leyfði aldrei verulegar bætur á lífskjör- um og því tómt mál, og raunar hrein svik, að tala um lífskjara- sáttmála. Kvað hann verkalýðs- baráttu hér á landi hafa hnignað mjög frá því Kommúnistaflokkur íslands var lagður niður. Verka- lýðshreyfingin gerði sér ekki leng- ur grein fyrir því að öllu skipti að kollvarpa auðvaldsþjóðfélaginu. Að tryggja verkalýðs- forystuna í sessi Stefán Benediktsson, alþingis- maður, kvaðst ekki miklu nær um lífskjarasáttmálann eftir þennan fund. Hann spurði hvað gerðist ef slíkur samningur næðist ekki fram. Er verkalýðshreyfingin þá reiðubúin til átaka og þá við hvern? Stefán sagði, að sér virtist sem hugmyndin um lífskjarasáttmála gengi út á það að tryggja verka- lýðsforystuna í sessi, en ekki bæta hag launafólks. Það væri íhugun- arefni að samningar og samráð af því tagi, sem Þröstur hefði í huga, væru þegar fyrir hendi. Búnaðar- félag íslands væri eitt dæmi um það. „Lítum á kjör bænda og at- hugum síðan hvort svona samning- ur sé fýsilegur í ljósi þess hver þau eru,“ sagði hann. Á þessum vett- vangi væri mönnum skammtaðir allir hlutir og það hefði sannarlega ekki bætt hag bænda. „Þetta er því bein atlaga að lýðræði og samningsrétti fólks," sagði Stefán og spurði hæðnislega: „Verður ekki hreinn óþarfi að kjósa eftir að svona samningur hefur verið gerð- ur?“ Birgir Björn Sigurjónsson kvað áratug frá því að uppreisn frjáls- hyggjunnar hófst hér á landi og nú væri orðið tímabært að upp- reisn verkalýðshreyfingarinnar hæfist. Vandinn á Islandi væri ekki verðbólga eða erlend skulda- söfnun, heldur langur vinnudagur og lág laun. Haraldur Steinþórsson taldi umræðuna á fundinum „gelda", eins og hann komst að orði. Kvaðst hann ekkert hafa fengið út úr henni og leggja yrði málið fram með einhverjum öðrum hætti, ef einhver botn ætti að fást í það. Pólitískan arm verka- lýdshreyfingarinnar skortir þrek í lokaræðu sinni lýsti Þröstur Ólafsson því yfir, að ekki væri unnt að horfa fram hjá því hvaða ríkisstjórn sæti að völdum og betri kostur virtist ekki í augsýn. Ef það væri hlutverk verkalýðshreyfing- arinnar að koma stjórninni frá hvað sem það kostaði, hlyti það líka að vera verkefni hennar að mynda nýja stjórn. í því efni sæju menn hins vegar ekki land og yrðu að horfast í augu við það. Og jafn- vel þótt til valda kæmi stjóm hlið- holl verkalýðshreyfingunni og tekin yrði upp vísitölubinding launa á ný, mundi sú stjórn neyð- ast til að afnema bindinguna innan eins eða eins og hálfs árs. „Af þessum sökum get ég ekki mælt með því, að menn taki nú upp stríðsöxina. Til þess hefur hinn pólitíski armur verkalýðshreyfing- arinnar ekki öðlast það þrek, sem á þarf að halda," sagði Þröstur Ólafsson. Innan við fimmtíu manns sóttu fund Málfundafélags félags- hyggjumanna, og blaðamanni Morgunblaðsins virtist sem al- mennir fundarmenn væru lítt hrifnir af hugmyndum Þrastar. Annars var það áberandi hversu sundurleitur hópur það er, sem kennir sig við „félagshyggju". Þar eru fremstir i flokki sósíalistar, sem eru óánægðir með Alþýðu- bandalagið, en eiga líklega fremur samleið með því en öðrum stjórn- málaflokkum. Líka eru þarna konur úr Kvennaframboði og Kvennalista, og menn sem eru fé- lagar í Alþýðuflokknum, Banda- lagi jafnaðarmanna og Framsókn- arflokknum. Það sem hvetur þetta fólk til skrafs og ráðagerða er sýni- lega ekki samstaða um nein póli- tísk markmið, sem gæti t.d. orðið grundvöllur sameiginlegs fram- boðs. Nær virðist að segja, að það sem sameini það sé óánægja og vonbrigði með pólitískt hlutskipti sitt. Líklegt er, að ef - og þegar - reynt verður að virkja þessa óánægju með einhverjum áþreif- anlegum hætti, séu dagar Mál- fundafélagsins í núverandi mynd taldir. GM.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.