Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
33
Úr Fló á skinni: Borgar Gardarson, Gísli Halldórsson og Guðrún Ásmunds-
dóttir.
61.650 manns
sáu Fló á skinni
í BLAÐINU sunnudaginn 1. des-
ember, í frétt um 100. sýningu á
leikritinu Litlu hryllingsbúðinni,
segir að aðeins eitt leikhúsverk hafi
verið betur sótt en Litla hryllings-
búðin - Fiðlarinn á þakinu, sem
52.000 manns sáu. Þetta verður að
leiðrétta því 61.650 manns sáu sýn-
ingu Leikfélags Reykjavíkur á gam-
anleiknum Fló á skinni á árunum
1972—1975.
Bandarískur gospel-
söngvari í Fíladelfíu
GOSPELSÖNGVARINN Russ Taff
heldur söngsamkomu í Ffladelfíu,
Hátuni 2, í kvöld og hefst samkom-
an kl. 20.30. Taff mun syngja og
ávarpa samkomugesti.
Russ Taff er þekktur söngvari
og hefur tímaritið Billboard lýst
Sýning á
rödd hans sem kraftmesta og
áhrifamesta hljóðfæri gospel-
tónlistarinnar. Hann hefur hlotið
Grammy-verðalaunin og Dove-
verðiaunin sem veitt eru gospel-
tónlistarmönnum. Það er verslun-
in Jata sem stendur að söngsam-
komu hans hér á landi í kvöld.
Aðgangur er ókeypis og allir eru
velkomnir meðan húsrúm leyfir.
(Úr fréttatilkynningu)
ER EINHVERJUM KALT?
Sterkbyggðir rafmagnsofnar til notkunar í Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði
t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum. samhliðaalmennriupphitun. Stærð4.5kw.
Stærð 575-1150 W.
Flytjanlegur hitablásari
með rofab. — stillanlegu
loftmagni. Stærð 9 kw.
Hitablásari með innb.
rofabúnaði fyrir fasta
staðsetningu og einnig
flytjanlegur.
Stærð 3-5 og 9 kw.
Hitablásari fyrir alhliða
notkun án rofabúnaðar,
ekki flytjanlegur.
Stærð 5-30 kw.
„Thermozone" hitablásarar sem hindra
kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr
eða afgreiðsluop.
Vifta til notkunar í iðnað-
arhúsnæði sem dreifir
heitu lofti niður á við.
Stórkostlegur sparnað-
ur í upphitun. Orkunotk-
un120W.
./rRÖNNlNG simi84000
lokaverkefnum
ungra arkitekta
ARKITEKTAFÉLAG íslands opnar
sýningu á lokaverkefnum 14 ungra
arkitekta, sem hafa lokið námi á
þessu eða síðasta ári, í Ásmundar-
sal við Freyjugötu í kvöld, flmmtu-
daginn 5. desember kl. 20.30. Arki-
tektarnir munu á þremur fimmtu-
dagskvöldum, þ.e.a.s. 5. desember,
12. desember og 19. desember nk.,
kynna verkefnin og þá skóla erlend-
is sem þeir hafa stundað nám í.
Sýningin stendur til 20. desem-
ber og er opin alla daga frá kl.
14.00 til 22.00. Aðgangur er ókeyp-
is.
(Fréttatilkynning)
Húsavík:
Sigurður Briem
settur sýslumað-
ur til 15. jan.
Húsavík 3. dcaember.
SIGURÐUR Bríem Jónsson, fulltrúi
sýslumannsins á Húsavík hefur ver-
ið settur sýslumaður Þingeyjarsýslu
og bæjarfógeti á Húsavík frá 1.
desember til 15. janúar nk.
Fráfarandi sýslumaður Sigurð-
ur Gizurarson tók við embætti á
Akranesi 1. desember sl. en verð-
andi sýslumaður Þingeyinga.
Halldór Kristinsson bæjarfógeti á
Bolungarvík tekur ekki við emb-
ætti fyrr en 15. janúar, nk. þar sem
enn hefur ekki verið skipað í
embætti hans á Bolungarvík.
Sigurður Briem hefur um langt
skeið gegnt fulltrúastarfi við
embættið hér á Húsavík og er
málum hér vel kunnugur.
FrétUriUrl