Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 35
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 35 1‘esMÍ mynd, sem gerð er með aðstoð tölvu, sýnir Voyager 2 nálgast Úranus. Geimflaugin mun fara næst Úranusi hinn 24. janúar 1986. Voyager 2 nálgast Úranus - verður í mestri nánd við plánetuna 24. janúar Washington, 4. desember. AP. BANDARÍSKA geimflaugin Voyager 2 nálgast nú Úranus og er það fyrsta heimsókn geimflaugar til þessarar fjarlægu plánetu, að sögn geimvísindamanna. Voyager 2 sendir nú daufar myndir af plánet- unni og fylgitunglum hennar en vandamál sem komu upp varðandi tækjabúnaðinn um borð eftir að geimflauginni var skotið á loft 1977 hafa verið leyst. „Viðkoma Voyager 2 hjá Úran,- usi verður að minnsta kosti jafn merkileg heimsóknum hans hjá Júpíter og Satúrnusi", sagði Burt- on I. Edelson hjá Geimferðastofn- un Bandaríkjanna. För Voyagers mun ekki ljúka hjá Úranusi. Stefna hans hefur verið sett þann- ie að þegar Voyager fer framhjá Úranusi mun aðdráttarkraftur plánetunnar beina honum í stefnu á Neptúnus en þangað er vonast til að geimflaugin verði komin í ágúst 1989. „Það er svo lítð vitað um Úranus að vísindamenn munu fræðast meira um hann á þeim sex klukku- stundum er Voyager verður næst Plánetunni hinn 24. janúar en tekist hefur að finna út á þeim 200 árum sem liðið hafa síðan Úranus fannst," sagði Edelson. Úranus er rúmlega 51 þúsund km í þvermál. Hann er að mestu úr loftkenndum efnum en er þó talinn hafa harðan kjarna á stærð við Jörðina. Er Voyager nær mestri nánd við hann hinn 24. janúar nk. munu hinar tvær myndavélar geimflaugarinnar og mælitæki senda til jarðar myndir og tölfræðileg gögn varðandi plán- etuna, hringi hennar og 'fimm fylgitungl. Úranus er umkringdur að minnsta kosti níu hringjum úr dökku efni. Hringir þessir eru þó mjög ógreinilegir og vonast vís- indamenn til að fyrstu myndir af þeim náist er Voyager fer framhjá plánetunni. Bandaríkin: McFarlane hættir vegna ágreinings Wa-shington, 4. desember. AP. ROBERT C. McFarlane, ör- yggisráðgjafi Bandaríkjafor- seta, ætlar að láta af því starfi. Skýrði Reagan sjálfur svo frá í dag. Hvorki hann né McFarlane vildu meira um málið segja að svo stöddu. Haft er eftir heimildum, að mestu ráði um afsögn McFarlanes ágreiningur við Donald T. Reagan, starfs- mannastjóra Hvíta hússins. Eru fjölmiðlar þegar farnir að tilnefna hugsanlegan eftirmann hans og þykja tveir menn helst koma til greina, John M. Poindexter og Brent Scowcroft, sem var öryggisráðgjafi Geralds Fords. Poindexter skipu- lagði töku egypsku flugvél- Robert C. McFarlane. arinnar með ræningja Ac- hille Lauro um borð og þótti standa sig vel í því verki. Filippseyjar: Breytingar á heraflanum Manila, Filippseyjum, 4. desember. AP. FERDINAND E. Marcos, forseti Filippscyja, hefur hafist handa við að endurskipuleggja herinn í landinu en ekki er að sjá, að neinar breyting- ar verði á stöðu Fabians C. Vers, frænda Marcosar og yfirmanns her- aflans, en sl. mánudag var hann ásamt öðrum hermönnum sýknaður af morði stjórnarandstöðuleiðtogans Benigno Aquinos. I gær var tilkynnt, að skipaður hafi verið nýr yfirmaður sjóhers- ins og einnig var skipt um marga héraðsstjóra hersins. Hafa Banda- ríkjamenn lengi lagt til, að gerðar verði miklar breytingar á upp- byggingu filippíska hersins, sem ekki hefur vegnað allt of vel í viðureigninni við skæruliða kommúnista. Corazon Aquino, ekkja Benigno Aquinos, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn Marcosi í forseta- kosningunum 7. febrúar nk. en einnig hefur Salvador Laurel, fyrr- um öldungadeildarþingmaður til- kynnt framboð sitt. Ýmsir hópar stjórnarandstæðinga á Filippseyj- um reyna nú að fá þá frambjóðend- urna til að taka höndum saman gegn Marcosi og óttast þeir, að ella kunni klofningurinn að tryggja sigur forsetans. GENGI GJALDMIÐLA BANDARÍKJADOLLAR lækkaði gagnvart öllum helztu gjaldmiðhim heims í dag. Er talið, að minni eftirspurn eftir verksmiðjuvörum í Bandaríkjunum hafi ráðið þar mestu. Sterlingspundið kostaði í dag 1,4855 dollara (1,4830), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 2,5175 vestur- þýzk mörk (2,5300), 2,09475 svissn- eskir frankar (2,1115), 7,6775 franskir frankar (7,7225), 2,8360 hollenzk gyllini (2,8495), 1.717,50 ítalskar lírur (1.725,50), 1,38775 kanadískir dollarar (1,3914) og 202,80 jen (203,90). Gullverð hækkaði og kostaði það 324,50 dollara únsan (322,50). GILDIHF Er ekki kominn tími til að halda árshátíðina, starfsmannahófið eða tækifærisveisluna í glæsilegum veislusal með þjónustu eins og hún gerist best? Reyndu Átthagasal Hóteis sogu og þú átt í vændum ógleymanlegt kvöld þar sem veislugestir njóta þess besta sem 1. flokks hótel býður upp á í mat, drykk, þjónustu og umhverfi, - fyrir ótrúlega hagstætt verð. Eitt símtal og þú ert laus við frekari áhyggjur af undirbúningnum, hvort sem veislan er 20 eða 200 manna, og getur einbeitt þér að ræðu kvöldsins! Við sjáum um allt: • Matur og drykkur að eigin vali, í öllum verðflokkum. • Þjónusta faglærðra manna. • Hljómsveit, einsöngvari, plötusnúður, harmóníkuleikari... við útvegum allt sem henta þykir á góðu kvöldi. • Skemmtikraftar af öllum stærðum og gerðum. • Skemmtilegt kvöld í fallegu umhverfi. Þetta kostar allt minna en þig grunar - og það sem meira er; þú þarft ekki að greiða sérstakt leigugjald fyrir salinn! Hafðu samband sem fyrst í síma 29900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.