Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 39
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
39
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
MatthíasJohannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
MagnúsFinnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 450 kr. ámánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Eign utan
Hugvit, þekking og tækni
mannsins hafa fært lönd
og álfur saman. Fjarlægðir, sem
fyrrum torvelduðu samskipti
þjóða, menningarleg og við-
skiptaleg, hafa nánast verið
þurrkaðar út. Það er ekki ein-
vörðungu hægt að skreppa
heimshorna á milli á fáeinum
klukkustundum. Það er hægt að
sýna atburð hinum megin á
hnettinum samtímis og hann
gerist, bæði í mynd og tali, svo
að segja í hverju húsi á íslandi.
Land, sem enn er ægi girt yzt á
ránarslóðum, er engu að síður
komið inn á gafl hjá fjölskyldu
þjóðanna. Þessi staðreynd hlýt-
ur að breyta viðhorfum okkar á
flesta grein.
Rúmlega 85.000 erlendir
ferðamenn komu til landsins á
síðastliðnu áru. Á þessu sama
ári keyptu Islendingar tæplega
90.000 farseðla utan. Útflutning-
ur okkar nam langleiðina í 24
milljarða króna 1984 og inn-
flutningur gott betur, eða 26
milljarða og 744 m.kr. Mörg
hundruð, máske þúsundir Is-
lendinga sækja nám og vinnu,
þ.e. þekkingu og reynslu, til
annarra landa. Fjöldi erlendra
aðila kemur sömu erinda hingað.
Jafnvel Háskóli Sameinuðu
þjóðanna hefur eins konar útibú
eða þekkingarbanka hér á því
sviði, sem við stöndum framar
flestum á, það er sviði jarðvarma
og eldfjallafræði. Allt þetta og
margt fleira ónefnt færir heim
sanninn um náin og órjúfandi
tengsl okkar við umheiminn;
tengsl, sem færa bæði kosti og
hættur. En við verðum að horf-
ast í augu við þessi tengsl, sem
eru viðblasandi staðreynd, ná
tökum á þeim og færa okkur í
nyt eins og aðstæður frekast
leyfa, samhliða því að standa
traustan vörð um fullveldi okk-
ar, menningararfleifð, tungu og
sérkenni.
Undanfarið hefur umboðsaðili
fasteignasölu á Spáni boðið Is-
lendingum til kaups raðhús á
meginlandi Spánar, sem fjöl-
margir landar leggja leið sína
til í orlofi, fyrir 550 þúsund krón-
ur hvert hús. I auglýsingunni er
jafnframt vakin athygli á reglu-
gerð Seðlabanka íslands varð-
andi gjaldeyrisyfirfærslu, en
samkvæmt henni er óheimilt að
kaupa fasteign erlendis nema
með leyfi gjaldeyrisyfirvalda.
Umboðsmenn seljanda hér á
landi hafa farið fram á það við
viðskiptaráðherra að hann hlut-.
ist til um að gjaldeyrisyfirfærsla
verði veitt til kaupa á húsunum
og er það mál í athugun hjá
gjaldeyrisdeild bankanna.
Sú var tíð að rök stóðu til
takmarkana af framangreindu
tagi á íslenzkri fjárfestingu er-
lendis. En í ljósi gjörbreyttra
aðstæðna í samskiptum þjóða,
ekki sízt viðskiptalegum, er
landsteina
tímabært að endurskoða þær.
Ásókn íslendinga til dvalar í
svokölluðum sólarlöndum, sem
lengi hefur staðið, gerir þann
kost eðlilegan, að þeir hafi heim-
ild til eignar af þessu tagi er-
lendis. Til þess standa hag-
kvæmni- og arðsemirök. En ekki
síður einstaklingsbundinn réttur
til að ráðstafa eigin fjármunum.
Við getun) ekki til langframa
ræktað sjónarmið einangrunar
og hafta í þeim frjálsræðisakri,
sem almenn samskipti þjóða
stefna í.
Ógnarkerfí
Nóbelsverðlaunahafinn
Andrei Sakharov, sem sætir út-
legð og einangrun í heimalandi
sínu, Sovétríkjunum, vegna
skoðana sinna einna saman, var
sex mánuði í hungurverkfalli til
að knýja á um að konu hans,
Yelenu Bonner, yrði leyft að leita
sér Iækninga á Vesturlöndum.
Sovézk yfirvöld breyttu' sím-
skeytum og fölsuðu myndbönd
til að koma í veg fyrir að veröldin
fengi vitneskju um hungurverk-
fa.ll og héilsu Sakharovs. Þegar
Bonner fékk loks að fara úr landi
var heimkoma hennar bundin
því skilyrði að hún ræddi ekki
stöðu og aðbúnað eiginmanns
síns við vestræna fréttamenn.
Hetjusaga Sakharov-hjón-
anna er aðeins eitt af óteljandi
dæmum um mannfjandsamlegt
stjórnvaldskerfi Sovétríkjanna.
Gulag-skipulagið er í senn eins-
konar vörumerki á stjórnkerfinu
og allsherjarfjötur á sjálfstæða
skoðanamyndun og sjálfs-
ákvörðunarrétt einstaklingsins.
Það er grátbroslegt að heyra
fyrrum talsmenn sovétkerfisins,
bæði hér á landi og vítt um
veröld, tala um annars konar
sósíalisma, einhvers konar end-
urhæfðan marxisma, sem efni í
nýja þjóðfélagsgerð. Öll ríki
Austur-Evrópu telja sig hafa
farið „eigin leið“ til sósíalisma.
Sama máli gegnir um Víet-Nam,
sem fór „eigin leið“ til sósíalisma
- meðal annars inn í Kambódíu.
Og Eþíópíu, eitt dæmigerðasta
fátæktarland heimsins. Að
ógleymdri Kúbu. Hvaða leiðir
sem róttæk sósíalistaríki telja
sig hafa farið á vegferð sinni til
kommúnisma hefur niðurstaðan
orðið ein og söm: einstaklings-
fjötrar í stað frelsins, fátækt í
stað velmegunar.
Hetjusaga Sakharov-hjón-
anna er ekki sízt viðvörun til
Vesturlandábúa um að standa
trúan vörð um eigin þjóðfélags-
gerð og þróa hana eftir leikregl-
um lýðræðis og þingræðis til
meiri réttsýni og manneskju-
legri samskipta og lífsviðhorfa.
Þakið sem fauk
— eftir Þorkel
Helgason
Óveður gekk yfir landið um
daginn. Eins og í fyrri veðrum
flæddi vatn inn um glugga, veggi
og loft á húsi Raunvísindastofnun-
ar Háskólans við Dunhaga í
Reykjavík. Margir kvillar íslenskr-
ar byggingalistar koma fram í
húsinu: Þak er flatt. Gluggar snú-
ast á lóðréttum ás og getur regn
er bylur á þeim vart annað farið
en inn í húsið. Gólf og loft eru úr
strengjabitum sem liggja lausir á
burðarsúlum. Segja kunnugir að
þeir kunni að taka á rás í sæmileg-
um jarðskjálfta. Má segja að þar
komi vel á vonda: Stofnunin er ein
aðalmiðstöð jarðskjálftarann-
sókna á landinu.
En það er ekki eingöngu álag á
húsið að utan. Það er að springa
innan frá. Hver krókur og kimi er
fullnýttur. Ekki þykir tiltökumál
að þrímenna í 11 fermetra her-
bergjum. Kjallari átti einungis að
hýsa geymslur og verkstæði enda
niðurgrafinn að þremur fjórðu
hlutum. Hann hefur fyrir löngu
verið tekinn undir rannsóknastof-
ur. Myndarlegu bókasafni og lessal
hefur verið fórnað. Bækur þekja
nú veggi á göngum. Nýjasta lausn-
in er sú að nota stigapalla. Þar er
unnið í lopapeysum við tölvu-
vinnslu og kortaskoðun.
.Úr þessu og mörgu fleiru hefur
staðið til að bæta. Undanfarin
misseri hefur verið unnið að áætl-
un um lagfæringar á húsinu:
Skipta þarf um glugga, klæða hús-
ið að utan og setja hallandi (og
vonandi) vatnshelt þak á húsiö.
En slá átti tvær flugur í einu
höggi: í stað þess að reisa þakið
eitt stóð til að skjóta veggstúfum
undir það og fá þannig nýja hæð
(sjá 1. mynd).
Á þessu ári eru veittar 6 millj.
kr. á fjárlögum til húsabóta hjá
Raunvísindastofnun. Stofnunin
lagði til að veittar. yrðu 11 millj.
kr. á fjárlögum 1986 og að lokum
9 millj. kr. 1987. Jafnframt hefur
Háskólinn ákveðið framlag af sínu
framkvæmdafé á móti. í frum-
varpi til fjárlaga fyrir 1986 er
beiðni stofnunarinnar um 11 millj.
kr. framlag lækkuð í 6 millj. kr.
Engu að síður var vonast til að
iangt yrði komist á næsta ári og
hluti þakhæðarinnar kæmist þá í
notkun. Stjórn Raunvísindastofn-
unar samþykkti reyndar að mæl-
ast til þess við fjárveitinganefnd
alþingis að hún þokaði tillögu fjár-
lagafrumvarpsins úr 6 í 11 millj.
kr. þannig að þessi áætlun fengi
staðist.
En svo fauk þakið. Reyndar ekki
í storminum heldur í logninu á
undan. Þriðjudaginn 12. nóvember
var upplýst að ná ætti endum
saman á fjárlögum m.a. með því
að slá húsabótum Raunvísinda-
stofnunar á frest og fella alveg
niður milljónirnar 6 á fjárlögum
og Iækka að auki framkvæmdafé
Háskólans um 5 millj. kr. sem er
sú upphæð sem háskólaráð hafði
markað þakhæðinni á næsta ári.
Raunvísinda-hvað?
Nú má spyrja hvort rannsóknir
séu ekki einmitt málaflokkur sem
bíða megi betra veðurs þegar illa
árar í þjóðarbúinu. Og einkum og
sér í lagi hvort dundur háskóla-
manna við vísindastörf geti ekki
enn um skeið farið fram í kjöllur-
um ogá stigapöllum. Raunvísinda-
stofnun Háskólans á 20 ára afmæli
á næsta ári og verður þá saga
hennar og starf kynnt almenningi,
en hér má stikla á stóru.
Hvatinn að stofnuninni var stór-
gjöf frá Bandaríkjastjórn í tilefni
af 50 ára afmæli Háskólans 1961.
Þáverandi ríkisstjórn bætti drjúg-
lega við og hús var reist.
Hlutverk stofnunarinnar er að
sinna rannsóknum í
eðlisfræói,
efnafræði,
jarðfræði, þar með talin landa-
fræði,
jarðeðlisfræði, m.a. á sviði hálofta-
rannsókna,
reiknifræði, sem tekur m.a. til töl-
fræði, aðgerðagreiningar og tölv-
unarfræði hvers kyns, og í
stærðfræði.
Starfsliðið er af tvennum toga.
Annars vegar eru starfsmenn sem
ráðnir eru beint hjá stofnuninni.
Eru um 40 stöðugildi á fjárlögum
hennar, en auk þess einn til tveir
tugir manna sem fá laun af styrkj-
um og öðrum sértekjum. Hins
vegar hafa nær allir kennarar
Háskólans á ofangreindum sér-
sviðum, 30 að tölu, rannsóknarað-
stöðu á stofnuninni. Verkefni á
stofnuninni eru margbreytileg og
hafa sum þeirra komið fyrir sjónir
almennings. Tína má til eftirfar-
andi dæmi af handahófi:
1. Eðlisfræðistofa stofnunarinnar
ruddi brautina að þeirri tölvu-
væðingu í frystihúsum sem nú er
í hámælum. Fyrirtækið Marel
hf., sem er annað afkastamikilla
aðila á því sviði, er að verulegu
leyti afsprengi eðlisfræðistofu.
Bæði er að Marel keypti fram-
leiðslurétt á tölvuvogum sem
stofan hafði þróað og að stór
hluti starfsfólks fyrirtækisins
starfaði áður á stofunni.
2. Líftækni er nú á hvers manns
vörum. Rannsóknir á þessu sviði
hafa þegar um margra ára bil
verið stundaðar á efnafræði-
stofu. Sama daginn og þakið
fauk úthlutaði Rannsóknaráð
ríkisins styrk til framhalds
þessara rannsókna. Þetta kallar
á meiri umsvif og þá aukið hús-
næði. Var reyndar áætlað að
líftæknirannsóknirnar fengju
verulegt svigrúm þegar þak-
hæðin væri risin.
3. Á sviði jarðvísinda hefur margt
verið á seyði á stofnuninni.
Rekið er net skjálftamæla um
land allt. Er það liður í al-
mannavörnum. Jöklar hafa
verið mældir í bak og fyrir til
að áætla og spá um forðabúr
orkuvera. Ferlar heits vatns í
iðrum jarðar hafa verið kort-
lagðir. Og ekki má gleyma því
að jarðfræðingar á Raunvís-
indastofnun, með Sigurð heit-
inn Þórarinsson í broddi fylk-
ingar, voru í hópi þeirra sem
lögðu til við upphaf Kröfluelda
að virkjunarframkvæmdum þar
yrði slegið á frest. Hefði því
verið sinnt hefði sparast fé til
að reisa fleiri þakhæðir en tald-
ar verða.
4. I reiknifræðum hefur m.a. verið
fjallað um sjávarútvegsmál. Nýj-
ar aðferðir við mat á stofn-
stærðum fiska hafa verið þróað-
ar. Gert hefur verið líkan af
sókn, afla og afkomu. Hefur það
m.a. verið notað við mótun fisk-
veiðistefnu og væntanlega átt
þátt í því að nú mótmælir því
nánast enginn að fiskiskipaflot-
inn sé of stór. Hefði tekist að
fá almenning til að trúa því að
nokkrum árum fyrr hefði mátt
spara sér nokkur togaraupp-
boðin. Tapið sem í ljós kemur
við hvert þeirra er ígildi 3—5
þakhæða.
Hér hafa verið tekin dæmi um
hagnýtar rannsóknir á Raunvís-
indastofnun. Nytjarannsóknir eru
þó ekki meginviðfangsefni stofn-
unarinnar. Henni er fyrst og
fremst ætlað að vera vettvangur
1. mynd: Hús Raunvísindastofnunar
Háskólans með nýrri þakhæð.
grundvallarrannsókna og er hún
eina rannsóknastofnun landsins
sem sinnir þeim á viðkomandi
sviðum. Afrek í grunnrannsóknum
koma sjaldnast fyrir augu almenn-
ings. Þau birtast í alþjóðlegum
fræðiritum. T.d. má geta þess að
starfsmenn stærðfræðistofu hafa
margir getið sér orðstír á alþjóð-
legum vettvangi fyrir rannsóknir
sínar.
En til hvers eru þá grunnrann-
sóknir? Er þar ekki um að ræða
munað velferðarþjóðfélagsins sem
hægur vandi er að neita sér um á
mögru árunum? Fyrst er því til
að svara að mörk nytja- og grunn-
rannsókna eru ekki skýr. Einatt
hafa þær rannsóknir komið að
mestum notum sem ekki höfðu
slíkt markmið í upphafi, sbr. 2.
mynd. Mikilvægara er þó að rann-
sóknir verða ekki slitnar úr sam-
hengi. Sérfræðingur á nytjasviði
þarf einatt að sækja í fróðleik til
starfsfélaga er stundar grunn-
rannsóknir (sjá 2. mynd).
Rannsóknir verða ekki stundað-
ar af viti nema í samfellu. Þær
taka oft ár og áratugi. Hlé eða
hliðarspor geta kippt fótunum
undan framvindunni. Þá má ekki
gleyma því að allt á sinn vitjunar-
tíma. Verkefni sem frestað er til
morguns kann þá að verða undir
í samkeppninni.
Dæmi:
Á vegum eðlisfræðistofu stofn-
unarinnar hefur verið þróuð ný
vindmyllutækni og tilraunamylla
reist í Grímsey. Erlendis eru vind-
myllur notaðar til raforkufram-
leiðslu. Hér liggur beinna við að
nota þær til varmavinnslu. Þannig
er unnt að nýta rysjótt veðurfar
og láta þær standast mikla storma
án flókins tæknibúnaðar. Slíkar
varmaorkumyllur gætu orðið álit-
legur kostur fyrir Vestmanney-
Fólk deyr allt í kring um
okkur, dr. Flemming, og
allt sem þú gerir er aö
svala forvitni meö því aö
glápa á mygluvefi.
2. mynd: Alexander Flemming uppgötvaði penisillín árið 1928.
inga þegar hraunorkuna þrýtur.
Myllan í Grímsey lofar nú góðu
eftir að ýmsir byrjunarörðugleikar
eru yfirstignir. Nú vantar herslu-
munin á að hægt sé að hefja fram-
leiðslu slíkra myllna og það jafnvel
til útflutnings. Benda má á að
vindmylluútflutningur skilar Dön-
um jafnmiklu og fiskeidi Norð-
mönnum en við ætlum einmitt að
feta í fótspor þeirra síðarnefndu.
En nú er hik á mönnum, sem ekki
má vera, því að Danir eru að stíga
fyrstu spor í gerð varmamyllna
enda hafa þeir haft veður af ís-
lenskum rannsóknum á þessu
sviði.
Fjárlagagatið
Ríkisstjórnin leggur til að þak-
fénu verði troðið í fjárlagagatið.
Ekki skal véfengt að tilgangurinn
er góður og auðvitað verður fjár-
lagabótin á kostnað einhverra. En
víða má finna tróð. Sérstaklega
var tekið fram að ekki ætti að
skerða áform fjárlagafrumvarps
um fé til vegamála. Það er þó aukið
að verðgildi frá síðasta ári. Mér
er til efs að malbikun vegaspotta
eigi að hafa slíkan forgang. Frest-
un á slíkum framkvæmdum hristir
að vísu í sundur nokkra bíla í
viðbót. En þegar árferðið þykir
skárra og vegunum er kippt í lag
stöðvast bílaskemmdirnar. Eftir-
köst eru ekki veruleg. Þessu er
aftur á móti ekki að heilsa þegar
slegið er á frest rannsóknum sem
renna eiga nýjum stoðum undir
atvinnulífið. Eins og þegar hefur
verið bent á er í þeim efnum einatt
of seint að gera það á morgun sem
vinna á í dag.
Reyndar má spyrja hvort þetta
fjárlagagat sé nokkuð verra en
önnur fjármálagöt. Jöfnuður á
fjárlögum ríkisins hefur engan
tilgang í sjálfum sér. Markmiðið
er að draga úr útgjöldum þjóðar-
innar. Það eru líka þjóðarútgjöld
þegar reist eru ný bankaútibú. Þau
hafa sprottið upp á liðnum árum
í ótrúlegum mæli (reyndar heita
þau upp „á síðkastið“’ nýjar af- ,
greiðslur í stað útibúa til þess að
sniðganga reglur um hömlur við
fjölgun á bankaútibúum). Ætli
hvert útibú kosti ekki að meðaltali
álíka og þakhæðin á Raunvísinda-
stofnun?
Bankakerfið er býsna spennandi
þegar svipast er um eftir bruðli
með þjóðartekjurnar. Er til dæmis
nauðsynlegt að höndla með erlend-
an gjaldeyri í nokkrum tugum
bankastofnana í Reykjavík einni?
Hve margt starfsfólk starfar í
hinum . nýju gjaldeyrisdeildum
banka og sparisjóða? Háskólinn
þyrfti vart að barma sér útaf
manneklu hefði hann fengið álíka
margar nýjar stöður. Þá vil ég
reyndar benda á að fjárlagagatinu
má allt eins loka með aukinni
tekjuöflun eins og með niðurskurði
útgjalda. Aukin skattheimta er að
vísu ekki vel séð þessi misserin.
Og ekki geta allir axlað auknar
byrðar. En sumir eru aflögufærir
og ekki er öllum það þvert um geð
að greiða gjöld sín, ef sýnt er að
þeim sé réttlátlega skipt og fénu'
vel varið. Margir okkar sem lausir
erum undan basli húsnæðismála
mega missa nokkrar krónur til
mennta- og menningarmála.
Sá hlær best...
Nýlega gaf Rannsóknaráð ríkis-
ins út þróunaráætlun fyrir rann-
sóknir við verkfræði- og raunvís-
indadeildir Háskólans. Þar gætir
bjartsýni varðandi aukin tækifæri
á næstu árum. Ekki er þó gert ráð
fyrir veruíegri aukningu á fjár-
veitingum frá ríkinu. Ætlunin er
að auka umsvif með aukinni sölu
á þjónustu og rannsóknaniðurstöð-
um. Þó er sú forsenda gefin að
húsnæði sé til undir starfsemina.
En þá verður að taka verulega til
hendinni við nýbyggingar.
Á undanförnum árum hefur lítið
ríkisfé fengist til nýbygginga Há-
skólans. Byggt hefur verið fyrir
tekjur af Háskólahappdrættinu.
En það dugir hvergi. Gripið hefur
verið til þeirra örþrifaráða að
kaupa eða taka á leigu lítil timbur-
hús sem holað hefur verið niður
hér og þar á auðum blettum. Geti
ríkisvaldið ekki gert betur en lýsir
sér í umræddu þakhæðarmáli er
viðbúið að þessi kofabyggð vaxi á
sama stað og áður voru herbragg-
ar. Þó má kannski fela kofana með
því að koma þeim fyrir í hræi Þjóð-
arbókhlöðunnar! Ekki kemur þá
að sök þótt þeir haldi ekki vatni!
Haft hefur verið að háði undan-
farna daga að þjóðhátíðargjöf
Bandaríkjanna til okkar hafi bor-
ist seint. Afmælisgjöf þeirra á 50
ára afmæli Háskólans, stofnfram-
lag til Raunvfsindastofnunar,
barst vel og skilvíslega og var
henni fylgt eftir með islensku rík-
isframlagi. Á næsta ári er Háskól-
inn 75 ára. Eigum við að leyfa
Bandaríkjamönnum að hæðast að
því að við látum rigna ofaní gjöf
þeirra á því afmæli?
Höíundur er próCessor í stærd-
frædi rið raunrísindadeild Há-
skóla íslands og jafnframt stjórn-
arformaður Kaunrísindastofnunar
Háskólans.
Sjúkrahús Fransiskussystra í Stykkishólmi.
Nu er Hólmur-
inn okkur kær
— segir systir Anna, fransiskussystir, sem
starfað hefur við sjúkrahúsið frá upphafi
Stykki.shólmi, 27. nóvember.
FIMMTÍU ára starfsafmæli átti í
Stykkishólmi þann 22. nóv. sl. systir
Anna sem hefir fylgt stofnuninni frá
upphafi, brotist með henni út úr
erfiðleikum og byrjunarvanda. Það
þótti mikil bygging hér í Hólminum
og stórt stökk í heilbrigðismálum
þegar líknarsystur st. Fransiskus-
reglunnar námu hér land og reistu
á fegursta stað sjúkrahúsið sem enn
stendur. Það var tekið í notkun 22.
nóv. 1935. Þær voru 5 systurnar
sem þá komu frá Belgíu til að hefja
hér líknar- og mannúðarstörf. Af
þeim er nú aðeins ein starfandi hér.
Hinar farnar.
I tilefni þessa merkisafmælis,
buðu systurnar til veislu eldra
fólki bæjarins og var þar mættur
góður kjarni að samfagna þessum
áfanga. Minnst var þróunar þess-
arar ágætu stofnunar og við hinar
ágætustu veitingar glöddust menn
yfir miklum sigrum. Gengu síðan
til kirkju, lofuðu guð og sungu
saman: Lofið vorn Drottinn og átti
það vel við því traustið á guði hefir
vefið aflið í starfi systranna og lof
til hans hefir verið mikið. Eins og
áður segir hefir systir Anna verið
í þessu starfi frá upphafi. Hún
rifjar upp liðna daga.
„Við komum hingað í upphafi 5
systur. Strax var tekið til óspilltra
málanna, bæði að útbúa húsið til
móttöku og eins til upphitunar og
eldunar. Karólína Jóhannsdóttir
sem enn er hér meðal okkar var
með okkur fyrstu 2 dagana. Hún
var þá vinnandi í apótekinu og var
lánuð okkur þaðan. Það var okkur
dýrmætt að fá hana í starfið og
vináttan hefir haldist góð gegnum
árin. Rafmagn var hér mjög lélegt,
lítil stöð einungis til ljósa var í
sjúkrahúsbyggingunni í lítilli
kompu og varð að vaka yfir henni
svo ekki yrði ljóslaust. Vatn var
ekki til rennandi hér, heldur varð
að dæla því öllu úr brunnum sem
voru í nágrenninu. Þetta var mjög
erfitt. Við komum sjóveginn hing-
að og vorum marga daga á leiðinni.
Auðvitað varð ég að ganga í mörg
störf, segir systir Anna, enda í
mörg horn að líta. Tvö fyrstu árin
varð ég að hjálpa við hjúkrun þó
ólærð væri, en allt fór þetta vel.
Vinnan var næg, vaknað snemma
eins og við gerum enn í dag. Morg-
unstund gefur gull í mund.
Frítímar voru af skornum
skammti og ekkert verið að hugsa
um það. Ég var t.d. búin að vera
hér í 16 ár þegar ég fékk að fara
„heim“. Það var nú meira ferðalag-
ið. Ég hélt frá Hólminum í maí í
miklum snjó. Heilan dag í rútu til
Reykjavíkur. Fékk flugfar til
London, síðan far með skipi og
loks járnbraut. Þetta tók rúma 4
daga, erfitt ferðalag, mátti svo
vera 4 daga heima en þá var lagt
upp aftur og til Islands. Ég fæddist
í Belgíu í kaupstað sem telur 12
þúsund íbúa og er ekki langt frá
landamærum Frakklands. Eg var
Systir Anna, sem starfað hefur frá
upphafi við sjúkrahúsið eða í 50 ár.
26 ára þegar ég fór til íslands. Já,
ég var þarna 4 daga í Belgíu og
aðra 4 daga á leiðinni í Hólminn
aftur. Svo fór ég ekki aftur fyrr
en eftir 13 ár. Var þá heldui* betra
að ferðast. Nú förum við þetta á 3
tímum. Mikil viðbrigði. Rétt á eftir
varð sú breyting á að nú fæ ég að
fara í 6 vikna frí á þriggja ára
fresti og er það mikill munur.
Það var óskaplega mikill munur
þegar við fengum rennandi vatn
og rafmagn en það var árið 1948.
Það skipti sköpum í okkar þjón-
ustu. Síðan hefir þróun verið í öllu
okkar starfi og byggingarfram-
kvæmdum og tækjabúnaði.
Hér hefur mér liðið vel. Fyrstu
tvö árin fannst mér heldur kalt,
en þetta venst og nú talar maður
ekki um þetta. Nú er Hólmurinn
okkur kær, allstaðar finnur maður
hlýjuna frá bæjarbúum og okkur
þykir vænt um að hafa getað tekið
þátt í lífi þeirra og kjörum og hlúð
að heilsunni. Heilsan er númer
eitt og ég hefi alltaf verið heilsu-
hraust, guði sé lof.
Börnin hafa verið mér kær. Hér
hefir verið barnaheimili um ára-
raðir, bros barnanna getum við
ekki misst. Það léttir vinnuna.
Fyrstur var hér prestur okkar séra
Frans Ubaghs og héraðslæknir
Ólafur ólafsson sem varð um leið
sjúkrahúslæknir okkar og stoð.
Við höfum fylgst með fólkinu hér
og þróuninni okkur til gleði. Á
þessum tímamótum vil ég þakka
fólkinu hér alla þessa vinsemd,
gleði og gagn sem það hefir unnið
okkur. Þakka öll samskipti. Þakka
þessa ánægjulegu stund um daginn
á afmæli mínu. Guð hefir gefið
mér gleði og þakklæti til allra og
það er dýrmæt gjöf. Ég bið hann
að blessa íbúana hér og alla Islend-
inga því ísland er mitt annað
föðurland og hér hefur mér liðið
vel.“ Og með þessu kvaddi frétta-
ritari Mbl. systur Önnu og þakkaði
góða samfyigd.