Morgunblaðið - 05.12.1985, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
„Pass“ með tónleika í Zafarí
HLJÓMSVEmN Fass heldur tón-
leika í skemmtistaðnum Zafarí í
kvöld, fimmtudagskvöld. __ Hljóm-
sveitina skipa Þórhallur Árnason,
bassi, Birgir Halldórsson, gítar og
söngur, og Karl Tómasson, tromm-
ur. Vegna óviðráðanlegra orsaka
falla niður tónleikar hljómsveitar-
innar í Félagsstofnun stúdenta ann-
að kvöld. Þeir félagar verða aftur
með uppákomur á Hótel Borg 13.
og 14. desember.
(Úr rrétutilkjniiingu)
Skáldsaga eftir
Victoriu Holt
TÍMI veiðimánans heitir skáldsaga
eftir Victoriu Holt, sem Bókaút-
gáfan Hildur hefur gefið út í þýð-
ingu Skúla Jenssonar.
I bókarkynningu útgefandans
segir m.a. að söguhetjan, Cordelia
Grant, verði fyrir undarlegri
reynslu í svissneskum skógi ásamt
vinstúlkum sínum. „Það var á tíma
Veiðimánans sem sagt var að hefði
sérstaka þýðingu og laglegi maður-
inn sem stúlkurnar rákust á, virt-
ist dularfull vera, sprottin úr þjóð-
sögum og sögnum."
Söguhetjan snýr heim til Eng-
lands og þar fer fortíðin að vera
„hættulega samofin nútíðinni" og
spennan vex á tíma Miðsumars-
mánans.
Bókin er 223 blaðsíður, prentuð
hjá Prentberg hf.
Kvennadeild
Rauða kross íslands
Jólafundur
fimmtudaginn 5. desember í Átthagasal
Hótels Sögu.
MætingíHáteigskirkjukl. 18.30.
Hugvekja. Séra Arngrímur Jónsson.
Ekiö aö Hótel Sögu kl. 19.
Matur, Sigurður Jónsson leikur fyrir matargesti.
Félagsvist.
Félagskonur tilkynniö þátttöku á skrifstofunni,
Öldugötu 4, miövikudaginn 4. des. frá kl. 09.00-
16.00 í síma 28222. Mætiö vel.
TÓNABÍÓ
Sími 31182
Frumsýnir
Týndir íorustu II
(Missing in Action II — The Beginning)
Þeir sannfærðust um aö þetta væri víti
á jörðu... Jafnvel lífinu væri fórnandi til
að hætta á að sleppa...
Hrottafengin og ofsaspennandi, ný,
amerísk mynd í litum — Myndin er nr.
2 úr myndaflokknum „Týndir í orustu“.
Aðalhlutverk: Chuck Norris.
Leikstjóri: Lance Hool.
Sýnd kl. 5,7,9og 11.
Bönnuö innan 16 ára.
ísl. texti.
MorgunblaðiS/RAX
Jón Páll keppti í trukkatogi við sjö manna stjórn Hjálparsveitar skáta og hlaut stjórnin titilinn „sterkasta stjórn
í heimi“, enda var trukkur sá er Jón Páll dró hálfu tonni þyngri en sá er stjórnin dró.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík:
Hélt kyimingardag í tilefni vígslu
húss félagsins á Snorrabraut 62
Morgunblaðið/Magnús Ólafsaon
Linda Björnsdóttir, félagi f Hjálparsveit skáta, afhjúpaði skjöldinn sem
Landssamband hjálparsveitar skáta gaf Reykjavíkurdeiidinni, en Linda
hefur sýnt mikinn dugnað í starfí Hjálparsveitar skáta undanfarin ár.
HÚS Hjálparsveitar skáta í Reykja-
vík við Snorrabraut 62 var formlega
vígt og tekið í notkun sl. sunnudag
1. desember, en hjáiparsveitin hefur
notað húsið sl. þrjú ár undir starf-
semi sína.
Dómprófastur, ólafur Skúlason,
vígði húsið og afhjúpaður var
skjöldur, sem er utan á bygging-
unni, þar sem á er merki hjálpar-
sveitarinnar auk áletrunar sem
segir til um vígsludag hússins.
Skjöldurinn er gjöf Landssam-
bands hjálparsveitar skáta.
Síðan var almenningi boðið að
skoða húsið og kynnt var starfsemi
hjálparsveitarinnar. „Okkur
fannst vel við hæfi að bjóða al-
menningi, sem styrkt hefur starf-
semina dyggilcga með fiugelda-
kaupum á undanförnum árum, til
kynningar á því starfi sem við
vinnum," sagði Eggert Lárusson
félagi í hjálparsveitinni.
Sveitin á nú þrjá nýja fólks- og
sjúkraflutningabíla og tvo snjó-
bíla, annan nýjan og hinn 50 ára
gamlan. Settir voru upp básar með
útbúnaði hjálparsveitarinnar og
sett var upp sjúkratjald með öllum
búnaði. Sýnd var björgun við erfið-
ar aðstæður og myndbanda- og
skuggamyndasýningar voru í
gangi fyrir gesti. Þá kom Jón Páll
og keppti í trukkatogi við sjö
manna stjórn hjálparsveitarinnar.
Stjórnin sigraði og hlaut þar með
titilinn „sterkasta stjórn í heimi".
Notaðir voru tveir af öflugustu
torfærutrukkum landsins af gerð-
inni Benz Unimoc, annar frá hjálp-
arsveitinni og hinn frá Slysa-
varnafélaginu á Akranesi. Þá
kepptu stjórnin og Jón Páli í reip-
togi á móti u.þ.b. 100 krökkum og
sigruðu krakkarnir í þeirri viður-
eign.
Amarflug:
Veruleg aukning á
flutningum félagsins
VERULEG aukning varð á flutning-
um Arnarflugs í millilandaflugi í
nóvembermánui sl., bæöi hvað varð-
ar farþegaflutninga og vöruflutn-
inga. Fluttir voru samtals 1.775 far-
þegar borið saman við 1.340 farþega
á sama tíma í fyrra. Hlutfallsieg
aukning milli ára er því um 33%.
Hvað vöruflutningana áhrærir
þá voru flutt samtals liðlega 91
tonn, borið saman við liðlega 62
tonn á sama tíma í fyrra. Þar er
hlutfallsleg aukning tæplega 47%.
Jöfn og þétt stígandi hefur verið
í aukningu flutninga á árinu, en
sl. tvo mánuði hefur síðan orðið
mikið stökk, því í október sl. voru
fluttir samtals 1.583 farþegar,
borið saman við 1.099 farþega á
sama tíma í fyrra. Hlutfallsleg
aukning milli ára er því um 44%.
Sömu sögu er í raun að segja
af vöruflutningum félagsins, því í
október sl. voru flutt samtals 105,4
tonn, borið saman við 70,1 tonn á
sama tíma í fyrra. Þar er hlut-
fallsleg aukning milli ára um 50%.
Um desembermánuð er það að
segja, að fyrirséð er veruleg aukn-
ing þriðja mánuðinn í röð. fbyrjun
mánaðarins höfðu bókast fleiri
farþegar, en fluttir voru allan
mánuðinn á síðasta ári. Þá bendir
allt til verulegrar aukningar á
vöruflutningum í desembermán-
uði.
Þegar litið verður á árið í heild
er ljóst, að um talsverða aukningu
verður að ræða hjá félaginu, bæði
farþegaflutningum og vöruflutn-
ingum. (FrétUtilkynninx)
Jólabækur frá
Sjúkrahússins
Stykkbhólmi 2. desember.
ÞAÐ LÍÐUR að jólum. Þess sér
merki víða. Menn búa sig til að
taka á móti þeim eins og áður. Jóla-
pósturinn er þegar farinn að berast.
Hér í Stykkishólmi er það prent-
smiðjan hjá systrunum á sjúkra-
húsinu sem er í fullum gangi við
að prenta jólabækurnar. Það er
árvist. Þær gefa út bæði fyrir börn
og fullorðna myndskreyttar bækur
með kristilegu ívafi og svo hafa
þær í anddyri, sem veit inn að
kapellunni, sett upp góðar hillur
þar sem bækurnar eru auglýstar
og man ég ekki eftir jafn miklu
úrvali og fyrir þessi jól. Þá gefur
reglan út blaðið sitt „Merki kross-
ins“ og var 4. tbl. þess að koma í
Prentsmiðju
í Stykkishólmi
umferð um þessa helgi. Þar eru
málefni kaþólskra og trúarinnar
rædd og ýmis viðhorf dagsins í
dag. Ritstjóri er Torfi Óiafsson en
ritið er prentað í prentsmiðjunni
hér. Er þetta vel frá gengið blað.
Þá eru í prentun jólakort, en prent-
smiðjan hefir fyrir hver jól prent-
að jólakort, margvísleg og selt
bæjarbúum og öðrum velunnurum.
Eins og svo oft hefir verið
minnst á er starfsemi systranna
hér óborganleg fyrir okkur og þá
sem þangað leita. Þrír læknar eru
starfandi hér og nær læknishérað-
ið einnig til Grundarfjarðar. óli
Guðmundsson er yfirlæknir
sjúkrahússins. — Árni