Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Myndin sýnir hhita klúbbfélaga undirbúa vinnu við gerd kransanna. Lionessuklúbburinn Eik, Garðabæ: Selur jólakransa í anddyri Garðakaups EIGINKONUR félaga í Lions-hreyf- ingunni í Garðabæ munu selja jóla- kransa á útidyr í anddyri Garða- kaups í miðbæ Garðabæjar í morg- un og á laugardag. Þetta er eitt af fyrstu fjáröfl- ungarverkefnum klúbssins. Allur ágóði rennur til líknarmála. Lion- essuklúbburinn Eik var stofnaður sl. vor. Stofnfélagar voru 51. Klúbburinn er, eins og aðrir Lion- og Lionessuklúbbar, þjónustu- klúbbur. Markmið hans er að vinna að mannúðar-, menningar- og líkn- armálum innan bæjarfélagsins og með Lion-hreyfingunni að verk- efnum hennar. Stjórn klúbbsins þetta starfsár skipa: Lilja Hallgrímsdóttir for- maður, Gíslína Kristjánsdóttir ritari, Ásgerður Höskuldsdóttir gjaldkeri og Arna Borg Snorra- dóttir varaformaður. Ljósmæður fá greitt eftir samningum - segir Indríði Þorláksson „LJÓSMÆÐUR sem vinna á Fæð- ingadeild Landspítalans fá greitt eftir sínum samningum" sagði Ind- riði Þorláksson formaður samstarfs- nefndar sem starfar á grundvelli kjarasamninga Ijósmæðra. „Þær sömdu á sínum tíma um að þær Ijósmæður sem einnig væru hjúkr- unarfræðingar væru í hærri launa- flokki en þær sem eingöngu væru Neskaupstaður: Kosning um opnun áfengisút- Ijósmæður." Indriði sagði aðspurður vegna fréttar í sunnudagsblaði að kennsla hafi verið hluti af starfi ljósmæðra árum saman og að hann sæi ekki hvernig það gæti sam- rýmst almennum reglum og við- horfum í þessu efni að þær gætu neitað að framkvæma ákveðinn þátt í starfi sínu. Kennslan væri alls ekki nýr þáttur í starfinu heldur væri búið að semja árum saman um hlut ljósmæðra á þess- um grundvelli. Aðeins hefur verið rætt um stöðu ljósmæðra á fundum nefnd- arinnar, með hliðsjón af þeim breytingum sem verið er að gera í sambandi við nám þeirra, en ekki fjallað um hana með tilliti til breytinga á samningum. Jólafundur Húsmæðra- félags Reykja- víkur verður haldinn í kvöld ÁRLEGUR jólafundur Húsmæórafé- lags Reykjavíkur verður í kvöld í Domus Medica og hefst kl. 20.30. Dagskrá verður fjölbreytt. Ein félagskvenna, Kristín Halldórs- dóttir flytur jólahugvekju, Unnur Arngrímsdóttir stjórnar tískusýn- ingu barna, Sigríður Hannesdóttir leikkona flytur gamanmál og einn- ig verður jólahappdrætti. Meðal vinninga verður ýmiskonar handa- vinna og laufabrauð svo eitthvað sé nefnt. Allur ágóði af fundinum rennur til kaupa á krabbameins- lækningatæki til Landspítalands. Kaffiveitingar verða á boðstólum. Hafnarfjörðun 14 sækja um stöðu yfír- lögregluþjóns FJÓRTÁN umsóknir hafa borist um stöðu yfírlögregluþjóns í Hafnarfirði, sem veitt verður frá 1. janúar næst- komandi. Þá iætur af störfum Stein- grímur Atlason yfirlögregluþjónn, sem gegnt hefur stöðunni um árabil. Umsækjendurnir eru eftirtaldir: Egill Bjarnason rannsóknarlög- reglumaður hjá RLR, Garðar Kristjánsson varðstjóri í Hafnar- fjarðarlögreglunni, Guðlaugur Gíslason aðstoðarvarðstjóri í Hafn- arfirði, Guðfinnur Bergsson varð- stjóri í lögreglunni í Grindavík, Guðmundur H. Jónsson rannsókn- arlögreglumaður RLR, Gylfi Jóns- son lögreglufulltrúi í Reykjavíkur- lögreglunni, Ingólfur Ingvarsson yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, Jakob Sigmarsson varðstjóri í Hafnarfirði, Ólafur G. Emilsson aðstoðarvarðstjóri í Hafnarfirði, Sigfús G. Þorgrímsson varðstjóri á Keflavíkurflugvelli, Sumarliði Guð- björnsson lögreglumaður í Hafnar- firði, Sæmundur Pálsson varðstjóri á Seltjarnarnesi, Þórður Sigurðsson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi og Valdimar Jónsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Kópavogi. Hið nýja skóla- og samkomuhús í Öræfum, sem tekið hefur verið f notkun. Skóla- og samkomu- hús vfgt í Öræfum I.AIIÍ: QA nAimmkn* m o Áll r' Qvroeri p Hnrmonnc LAUGARDAGINN 30. nóvember 1985 var vígt með viðhöfn, nýtt og glæsilegt skóla- og samkomuhús í Öræfum A-Skaftafellssýslu, sem teiknað er af Stefáni Benediktssyni arkitekt og þingmanni. Við þetta tækifæri var saman komið margt gesta. Þeir sem tóku til máls voru: Þorsteinn Jóhannsson, oddviti Svínafelli, sr. Fjalar Sigurjónsson, prófastur; Stefán Bjarnason; Páll Þorsteinsson fyrrverandi alþingis- maður; Sverrir Hermannsson ráð- herra; Halldór Ásgrímsson, ráð- herra; Helgi Seljan alþingismaður; Jon Kristjánsson alþingismaður; Egill Jónsson alþingismaður; Stef- án Benediktsson alþingismaður; Friðjón Guðröðarson sýslumaður; Guðmundur Magnússon fræðslu- málastjórí Austurlands; Tryggvi Árnason sveitarstjóri Höfn; Rafn Eiríksen skólastjóri Nesjum og Hreinn Eiríksson Nesjum. Með- fylgjandi myndir voru teknar við það tækifæri. Nokkrir samkomugesta við vígsluathöfnina. Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson. Air Arctic tekur þriðju Boeing 707 vélina í notkun BruN.se!, 1. desember. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. AIR Arctic tók þriðju Boeing 707 leigu, í notkun um helgina. Arn- vélina, sem flugfélagið er með á sölu Neskaupstaö, 4. deuember. Bæjarráði Neskaupstaðar bár- ust í síðustu viku undirskriftarlist- ar með 370 nöfnum þar sem skorað var á bæjarstjórnina að láta fara fram kosningu um opnun áfengis- útsölu á staðnum hið fyrsta. Bæj- arstjórnin samþykkti á fundi sín- um í gær með miklum meirihluta atkvæða að láta kosninguna fara fram 28. desember nk. Sigurbjörg Snældur með ís- lenskum jólamess- um komnar út SNÆLDUR með íslenskum jóla- mes.sum eru nú komnar út, en um síðustu jól lét Kór Langholtskirkju taka upp messur á aðfangadags- kvöld og jóladag með það fyrir aug- um að bjóða íslendingum sem búa erlendis þær til kaups. Á báðum snældunum er prestur séra Sigurður Haukur Guðjónsson. Forsöngvari í hátíðasöngvum Bjarna Þorsteinssonar er Garðar Cortes og Kór Langholtskirkju annast almennan söng. Á aðfanga- dagskvöld söng Ólöf Kolbrún Harðardóttir einsöng. Hægt er að panta eintak af snældunum í síma 77288 fyrir há- degi virka daga og kostar hvor þeirra400 krónur. Morgunbiaöid/ Björn Frá umferðarvikunni í grunnskóla Ólafsvíkur. Foreldrar kynntu sér starf barnanna. Nemendurnir drógu upp kort af Ólafsvík í umferðarvikunni. Ólafsvík: Umferðarvika í grunnskólanum Ólaf.svík, 19. nóvember. Á DÖGUNUM var haldin í Grunnskóla Ólafsvíkur umferðar- vika, sérstaklega ætluð fyrir 6 — 9 ára börnin. Verkefnin voru margvísleg. Börnin gerðu umferð- arkannanir frá heimilum sínum, drógu upp kort, teiknuðu umferð- armerki og myndir og sungu lög sem tengjast umferð. Höfð var samvinna við lögregluna og kom lögreglumaður dag hvern og fór með hópa í gönguferðir til leið- beiningar og einnig sýndi lögregl- an myndir og kenndi umferðar- reglur. Börnin sýndu þessu mikinn áhuga. { Ijós kom að yngstu börnin þekktu litt til umferðar- merkja, annarra en gangbraut- armerkja sem þau þekktu vel og einnig gangbrautarljós. Umferð- arvikunni lauk með samkomu á sal og var þar haldin sýning á teikningum og annarri vinnu barnanna í umferðarvikunni. Kennarar rómuðu samstarfið við Iögregluna og foreldrar voru að vonum ánægðir með þetta fram- tak. Helgi grímur Jóhannsson, flugstjóri og annar eigandi Air Arctic, flaug vélinni sjálfur frá Zaventem-flug- velli í Brussel til Amsterdam en þaðan fór vélin áfram til Kano í Nígeríu og Entebbe i Uganda. Næstu mánuðina mun vélin fljúga vöruflutningaflug í Afríku fyrir fyrirtækið Gas Cargo. Flugvélin var merkt Air Arctic og skreytt ísbjarnarmerki flug- félagsins í vor, en hefur síðan staðið ónotuð þar sem í hana vantaði ófáanlegt stykki. Var það að lokum sérsmíðað. Air Arctic flaug farþegaflug á tveimur Boeing 707 vélum í sumar fyrir ýmsa aðila á milli Evropu og Kenýa og Hollands og Surinam. Nú er verið að breyta annarri af tveimur Tessara-flugvélum í vöru- flutningavél, en hin mun fljúga farþegaflug á Maldiveseyjum fram yfir jól. Air Arctiv hefur aðstöðu bæði hjá Teamco-flugfélaginu og Air Xport á Zaventem. Forstjóri Teamco sagði blm. Morgunblaðs- ins að hann hefði fylgst með Air ‘Arctic undanfarið og það væri komið með nokkra áhugaverða samninga. „Þetta virðist ganga vel hjá þeim,“ sagði hann. „Þeir komu inn á markaðinn með Boeing 707 vélar á réttum tíma. Þeim er farið að fækka sem fljúga þeim en það er enn eftirspurn eftir þessum vél- um á lengri flugleiðum og Air Arctic getur svarað þeirri eftir- spurn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.