Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
Myndin sýnir hhita klúbbfélaga undirbúa vinnu við gerd kransanna.
Lionessuklúbburinn Eik, Garðabæ:
Selur jólakransa
í anddyri Garðakaups
EIGINKONUR félaga í Lions-hreyf-
ingunni í Garðabæ munu selja jóla-
kransa á útidyr í anddyri Garða-
kaups í miðbæ Garðabæjar í morg-
un og á laugardag.
Þetta er eitt af fyrstu fjáröfl-
ungarverkefnum klúbssins. Allur
ágóði rennur til líknarmála. Lion-
essuklúbburinn Eik var stofnaður
sl. vor. Stofnfélagar voru 51.
Klúbburinn er, eins og aðrir Lion-
og Lionessuklúbbar, þjónustu-
klúbbur. Markmið hans er að vinna
að mannúðar-, menningar- og líkn-
armálum innan bæjarfélagsins og
með Lion-hreyfingunni að verk-
efnum hennar.
Stjórn klúbbsins þetta starfsár
skipa: Lilja Hallgrímsdóttir for-
maður, Gíslína Kristjánsdóttir
ritari, Ásgerður Höskuldsdóttir
gjaldkeri og Arna Borg Snorra-
dóttir varaformaður.
Ljósmæður fá greitt
eftir samningum
- segir Indríði Þorláksson
„LJÓSMÆÐUR sem vinna á Fæð-
ingadeild Landspítalans fá greitt
eftir sínum samningum" sagði Ind-
riði Þorláksson formaður samstarfs-
nefndar sem starfar á grundvelli
kjarasamninga Ijósmæðra. „Þær
sömdu á sínum tíma um að þær
Ijósmæður sem einnig væru hjúkr-
unarfræðingar væru í hærri launa-
flokki en þær sem eingöngu væru
Neskaupstaður:
Kosning
um opnun
áfengisút-
Ijósmæður."
Indriði sagði aðspurður vegna
fréttar í sunnudagsblaði að
kennsla hafi verið hluti af starfi
ljósmæðra árum saman og að hann
sæi ekki hvernig það gæti sam-
rýmst almennum reglum og við-
horfum í þessu efni að þær gætu
neitað að framkvæma ákveðinn
þátt í starfi sínu. Kennslan væri
alls ekki nýr þáttur í starfinu
heldur væri búið að semja árum
saman um hlut ljósmæðra á þess-
um grundvelli.
Aðeins hefur verið rætt um
stöðu ljósmæðra á fundum nefnd-
arinnar, með hliðsjón af þeim
breytingum sem verið er að gera
í sambandi við nám þeirra, en ekki
fjallað um hana með tilliti til
breytinga á samningum.
Jólafundur
Húsmæðra-
félags Reykja-
víkur verður
haldinn í kvöld
ÁRLEGUR jólafundur Húsmæórafé-
lags Reykjavíkur verður í kvöld í
Domus Medica og hefst kl. 20.30.
Dagskrá verður fjölbreytt. Ein
félagskvenna, Kristín Halldórs-
dóttir flytur jólahugvekju, Unnur
Arngrímsdóttir stjórnar tískusýn-
ingu barna, Sigríður Hannesdóttir
leikkona flytur gamanmál og einn-
ig verður jólahappdrætti. Meðal
vinninga verður ýmiskonar handa-
vinna og laufabrauð svo eitthvað
sé nefnt. Allur ágóði af fundinum
rennur til kaupa á krabbameins-
lækningatæki til Landspítalands.
Kaffiveitingar verða á boðstólum.
Hafnarfjörðun
14 sækja um
stöðu yfír-
lögregluþjóns
FJÓRTÁN umsóknir hafa borist um
stöðu yfírlögregluþjóns í Hafnarfirði,
sem veitt verður frá 1. janúar næst-
komandi. Þá iætur af störfum Stein-
grímur Atlason yfirlögregluþjónn,
sem gegnt hefur stöðunni um árabil.
Umsækjendurnir eru eftirtaldir:
Egill Bjarnason rannsóknarlög-
reglumaður hjá RLR, Garðar
Kristjánsson varðstjóri í Hafnar-
fjarðarlögreglunni, Guðlaugur
Gíslason aðstoðarvarðstjóri í Hafn-
arfirði, Guðfinnur Bergsson varð-
stjóri í lögreglunni í Grindavík,
Guðmundur H. Jónsson rannsókn-
arlögreglumaður RLR, Gylfi Jóns-
son lögreglufulltrúi í Reykjavíkur-
lögreglunni, Ingólfur Ingvarsson
yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi,
Jakob Sigmarsson varðstjóri í
Hafnarfirði, Ólafur G. Emilsson
aðstoðarvarðstjóri í Hafnarfirði,
Sigfús G. Þorgrímsson varðstjóri á
Keflavíkurflugvelli, Sumarliði Guð-
björnsson lögreglumaður í Hafnar-
firði, Sæmundur Pálsson varðstjóri
á Seltjarnarnesi, Þórður Sigurðsson
yfirlögregluþjónn í Borgarnesi og
Valdimar Jónsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn í Kópavogi.
Hið nýja skóla- og samkomuhús í Öræfum, sem tekið hefur verið f notkun.
Skóla- og samkomu-
hús vfgt í Öræfum
I.AIIÍ: QA nAimmkn* m o Áll r' Qvroeri p Hnrmonnc
LAUGARDAGINN 30. nóvember
1985 var vígt með viðhöfn, nýtt og
glæsilegt skóla- og samkomuhús í
Öræfum A-Skaftafellssýslu, sem
teiknað er af Stefáni Benediktssyni
arkitekt og þingmanni. Við þetta
tækifæri var saman komið margt
gesta.
Þeir sem tóku til máls voru:
Þorsteinn Jóhannsson, oddviti
Svínafelli, sr. Fjalar Sigurjónsson,
prófastur; Stefán Bjarnason; Páll
Þorsteinsson fyrrverandi alþingis-
maður; Sverrir Hermannsson ráð-
herra; Halldór Ásgrímsson, ráð-
herra; Helgi Seljan alþingismaður;
Jon Kristjánsson alþingismaður;
Egill Jónsson alþingismaður; Stef-
án Benediktsson alþingismaður;
Friðjón Guðröðarson sýslumaður;
Guðmundur Magnússon fræðslu-
málastjórí Austurlands; Tryggvi
Árnason sveitarstjóri Höfn; Rafn
Eiríksen skólastjóri Nesjum og
Hreinn Eiríksson Nesjum. Með-
fylgjandi myndir voru teknar við
það tækifæri.
Nokkrir samkomugesta við vígsluathöfnina.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson.
Air Arctic tekur þriðju
Boeing 707 vélina í notkun
BruN.se!, 1. desember. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
AIR Arctic tók þriðju Boeing 707 leigu, í notkun um helgina. Arn-
vélina, sem flugfélagið er með á
sölu
Neskaupstaö, 4. deuember.
Bæjarráði Neskaupstaðar bár-
ust í síðustu viku undirskriftarlist-
ar með 370 nöfnum þar sem skorað
var á bæjarstjórnina að láta fara
fram kosningu um opnun áfengis-
útsölu á staðnum hið fyrsta. Bæj-
arstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gær með miklum meirihluta
atkvæða að láta kosninguna fara
fram 28. desember nk.
Sigurbjörg
Snældur með ís-
lenskum jólamess-
um komnar út
SNÆLDUR með íslenskum jóla-
mes.sum eru nú komnar út, en um
síðustu jól lét Kór Langholtskirkju
taka upp messur á aðfangadags-
kvöld og jóladag með það fyrir aug-
um að bjóða íslendingum sem búa
erlendis þær til kaups.
Á báðum snældunum er prestur
séra Sigurður Haukur Guðjónsson.
Forsöngvari í hátíðasöngvum
Bjarna Þorsteinssonar er Garðar
Cortes og Kór Langholtskirkju
annast almennan söng. Á aðfanga-
dagskvöld söng Ólöf Kolbrún
Harðardóttir einsöng.
Hægt er að panta eintak af
snældunum í síma 77288 fyrir há-
degi virka daga og kostar hvor
þeirra400 krónur.
Morgunbiaöid/ Björn
Frá umferðarvikunni í grunnskóla Ólafsvíkur. Foreldrar kynntu sér
starf barnanna.
Nemendurnir drógu upp kort af
Ólafsvík í umferðarvikunni.
Ólafsvík:
Umferðarvika í grunnskólanum
Ólaf.svík, 19. nóvember.
Á DÖGUNUM var haldin í
Grunnskóla Ólafsvíkur umferðar-
vika, sérstaklega ætluð fyrir 6 —
9 ára börnin. Verkefnin voru
margvísleg. Börnin gerðu umferð-
arkannanir frá heimilum sínum,
drógu upp kort, teiknuðu umferð-
armerki og myndir og sungu lög
sem tengjast umferð. Höfð var
samvinna við lögregluna og kom
lögreglumaður dag hvern og fór
með hópa í gönguferðir til leið-
beiningar og einnig sýndi lögregl-
an myndir og kenndi umferðar-
reglur.
Börnin sýndu þessu mikinn
áhuga. { Ijós kom að yngstu
börnin þekktu litt til umferðar-
merkja, annarra en gangbraut-
armerkja sem þau þekktu vel og
einnig gangbrautarljós. Umferð-
arvikunni lauk með samkomu á
sal og var þar haldin sýning á
teikningum og annarri vinnu
barnanna í umferðarvikunni.
Kennarar rómuðu samstarfið við
Iögregluna og foreldrar voru að
vonum ánægðir með þetta fram-
tak.
Helgi
grímur Jóhannsson, flugstjóri og
annar eigandi Air Arctic, flaug
vélinni sjálfur frá Zaventem-flug-
velli í Brussel til Amsterdam en
þaðan fór vélin áfram til Kano í
Nígeríu og Entebbe i Uganda.
Næstu mánuðina mun vélin fljúga
vöruflutningaflug í Afríku fyrir
fyrirtækið Gas Cargo.
Flugvélin var merkt Air Arctic
og skreytt ísbjarnarmerki flug-
félagsins í vor, en hefur síðan
staðið ónotuð þar sem í hana
vantaði ófáanlegt stykki. Var það
að lokum sérsmíðað. Air Arctic
flaug farþegaflug á tveimur
Boeing 707 vélum í sumar fyrir
ýmsa aðila á milli Evropu og
Kenýa og Hollands og Surinam.
Nú er verið að breyta annarri af
tveimur Tessara-flugvélum í vöru-
flutningavél, en hin mun fljúga
farþegaflug á Maldiveseyjum fram
yfir jól.
Air Arctiv hefur aðstöðu bæði
hjá Teamco-flugfélaginu og Air
Xport á Zaventem. Forstjóri
Teamco sagði blm. Morgunblaðs-
ins að hann hefði fylgst með Air
‘Arctic undanfarið og það væri
komið með nokkra áhugaverða
samninga. „Þetta virðist ganga vel
hjá þeim,“ sagði hann. „Þeir komu
inn á markaðinn með Boeing 707
vélar á réttum tíma. Þeim er farið
að fækka sem fljúga þeim en það
er enn eftirspurn eftir þessum vél-
um á lengri flugleiðum og Air
Arctic getur svarað þeirri eftir-
spurn.“