Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
Vegagerð og rækt-
un á Ulfarsfelli
— eftir Þórarin
Ingimundarson
25. október birtist í Morgun-
blaðinu grein eftir Jökul Jörgensen
sem hannn kallar „Ræktun við
Úlfarsfeir.
Þar sem ég er einn þeirra mörgu
sem stunda göngu á Ulfarsfell mér
til ánægju og heilsubótar langar
mig að gera nokkrar athugasemdir
við fyrrnefnda grein. Jökull segir
að Svifdrekafélag íslands hafi
stundað uppgræðslu á Úlfarsfelli
og Hafrafelli. Það er þakkarvert.
En ég hrökk illa við nú síðsumars
þegar ég sá að farið hafði verið
með jarðýtu alla leið uppá hæsta
hnjúk fellsins og ruddur svokallað-
ur vegur. Þessi vegagerð er að
mínu áliti stórfelld landspjöll. Hún
er þannig unnin að ekið hefur verið
með jarðýtu upp eftir fjallinu og
rist rás í jarðveginn með ýtunni.
Þessi „vegur" hefur ef til vill
verið fær flestum bílum í sumar
meðan þurrt var, en nú, 27. októ-
ber, er ég gekk þarna um sýndist
mér hann þegar orðinn ófær öðr-
um bílum en jeppum, vegna bleytu.
Og það er augljóst að innan
skamms verður þessi „vegur“ ill-
fær og ófær öllum bílum. Það er
þegar byrjað að renna vatn eftir
honum og grafa hann sundur. Það
mætti segja mér að strax næsta
vor yrði hann á köflum ófær með
öllu. Og hvað gerist þá? Jeppa-
menn fara útaf „veginum" og búa
til nýjar slóðir framhjá.
Ég veit ekki hvort svifdrekaflug-
menn hafa valdið meiri gróður-
spjöllum en aðrir hingað til. En
nú er augljóst að þeir hafa tekið
þar stórt skerf með þessari „vega-
gerð“ sinni. Það voru fyrir nokkrar
jeppaslóðir á Úlfarsfelli. Ekki er
hægt að sjá að þær hafi valdið
teljandi spjöllum á jarðvegi enda
ekki annað en hljólför í grýttan
jarðveg. Þessar slóðir virðast mér
hafa verið allvel færar jeppum og
hefðu átt að duga áfram.
Jökull segir í grein sinni að nú
geti allir notið útsýnis af Úlfars-
felli, bæði gamlir og fótfúnir. Nú
geti þeir ekið þangað upp á bílum
sínum. Þetta dreg ég stórlega í efa
eins og þegar hefur komið fram.
En okkur sem höfum gaman af
útivist og göngum er það stórlega
til ama að sjá hvernig farið hefur
verið með Úlfarsfell. Það er lítil
bót þótt á stöku stað hafi verið sáð
fræi í stærstu sárin meðfram „veg-
inum“.
Það er sem betur fer mörgum
orðið ljóst hversu nauðsynlegt það
er okkur borgarbúum að stunda
útivist. Ég er sannfærður um að
gönguferðir úti í náttúrunni eru
„Ég tel því að ekki eigi
að leggja vegi upp um
öli fjöll til þess eins að
hægt sé að komast
þangað án þess að
reyna nokkuð á sig.“
einhver besta heilsurækt sem
hugsast getur. Ég tel því að ekki
eigi að leggja vegi upp um öll fjöll
til þess eins að hægt sé að komast
þangað án þess að reyna nokkuð á
sig. Það er of algengt að fólk nenni
ekki út úr bílunum. Það er svo
notalegt að sitja í heitum bílnum
og éta sælgæti sem var keypt á
leiðinni og náttúrlega í bílasjoppu
þar sem hægt var að versla án
þess að fara út úr bílnum.
Að síðustu vil ég óska þess að
svifdrekaflugmenn geti stundað
íþrótt sína án þess að þurfa að
vinna landspjöll eins og ég tel að
gert hafi verið á Úlfarsfelli. Ég er
viss um að drekaflug er skemmti-
leg íþrótt og hlýtur að eiga fram-
tíð.
Höfundur er atrinnubílstjórí.
Lesandinn
keppir við
söguhetjumar
ÚT ERU komnar hjá Forlaginu tvær
bækur í nýjum bókaflokki fyrir
börn og ungíinga og nefnist hann
Leysið gátuna sjálf. Tvær fyrstu
bækurnar í bókaflokknum heita
Leynisveitin og bragðarefurinn
brellni og Leynisveitin og bófarnir á
Blístursey. Bækurnar eru eftir
breska rithöfundinn Martin Wad-
dell.
„Leynisveitin er fjórir ungling-
ar, þau Kalli, Smári, Anna og Bogi.
Sögurnar um þau eru næsta nýst-
árlegar því lesandinn á að leysa
gátuna sjálfur. Lagðar eru fyrir
hann alls kyns vísbendingar í máli
og myndum. Ef honum skjátiast
hrapallega fær hann rjómabúðing
í andlitið. Þegar gátan er leyst að
sögulokum reiknar spæjarinn ungi
út stiginn sem hann fær fyrir
frammistöðuna. Er hann jafnoki
Derricks, hálfgerð sveitalögga eða
algjör byrjandi í faginu?"
Bækurnar um leynisveitina eru
hvor um sig 96 bls. Prentsmiðjan
Oddi hf. prentaði.
47
Jólabingó
Árlegt jólabingó Framsóknarfélags
Reykjavíkur veröur haldiö n.k.
sunnudagskvöld 8. desember £
kl. 20.30 í Þórskaffi.
Húsid opnad kl. 19.30
\\
Glæsilegir vinningar: M.a. ferö til Amsterdam fyrir tvo,
ferö til London fyrir einn, girnilegar matarkörfur og
margir fleiri glæsilegir vinningar.
Stjórnin.
K0PAV0GI
slmi 41000
Þarsemfagmennirnir
versla byko
er þéróhætt HAFNARFIRÐI
vjl? sfm>r 54411 52870
Góðan daginn!
Atvinnurekendur, athugið
— nemendur útskrifast næst
frá Ritaraskólanum
15. desember.
SÉRMENNTUN FYRIR NÚTÍMA SKRIFSTOFUFÓLK
RÍTARA skólinn
Undanforin misseri hefur Ritaraskólinn þurft að hafna umsóknum um skólavist vegna
mikillar eftirspurnar, nú síðast í haust. Því hefur verið ókveðið að stækka skólann og
fjölga um einn bekk ó bóðum brautum skólans: íslenskubraut og enskubraut -
þegar skólinn hefst ó ný 6. janúar.
Ef þú ert að leita að sérmenntun fyrir nútíma skrifstofustörf með framtíðarhagsmuni
þína í hugo — hofðu samband við okkur og fóðu ítarlegri upplýsingar.
Fjölmörg fyrirtæki leita iafnan til Ritaraskólons í leit að góðum starfskröftum. Betri
—a~»Ti getur enginn skóli fengið.
meðmæíi getur enginn sk
Inntökupróf á enskubraut
(frá Pitman stofnuninni
bresku) verða 6. janúar
og kennt er frá
12.30- 15.30. Á
(slenskubraut má velja um
þrjá mismunandi tfma dag
nvern, 9—12,
12.30- 15.30 og
15.30- 18.30.
MALASKOLINN
Upplýsingar
og Innrltun
í síma
10004
21655
o
*
Ananaustum 15