Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.12.1985, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985 Staða loftskeyta- manna á kaupskipum — eftir Bjöm Ólafsson Þann 15. október sl. birtist grein eftir mig í Morgunblaðinu um „Öryggismál og menntunarmál sjómanna". Þegar ég nú kem að landi 19. nóvember sé ég að Kinar Hermannsson, fulltrúi Sambands íslenskra kaupskipaútgerða, hefur fundið hjá sér ástæðu til að and- mæla ýmsu í grein minni. Grein eftir hann rekst ég á í Morgun- blaðinu hinn 7. nóvember undir heitinu „Staða loftskeytamanna á kaupskipum". Það má segja, að grein hans staðfesti flest það, er ég sagði í minni grein, meir en hún hreki ábendingar mínar. Sterkustu rök sín telur hann vera hina gífurlegu tæknibyltingu, sem orðið hafi á síðustu árum í fjarskiptum skipa og einnig alþjóðlegri þróun í þá átt, að sérhæfðir loftskeytamenn hverfi úr áhöfn skipa og heyri fortíðinni til. Við þá breytingu muni fjarskipti skipa færast á hendur skipstjórnarmanna. Hann segir þetta ástand ríkja á þorra íslenska skipastólsins. En þetta ástand og þessa þróun var ég að gagnrýna í grein minni og tel öfugþróun mjög varhugaverða. Þar ber í milli hjá okkur. Skal ég með dæmum skýra mína afstöðu ef það gæti orðið honum til skiln- ingsauka. Þegar þýzka flutningaskipið Kampen, sem var í leigu hjá Eimskipafélagi Islands og sökk suður af Vestmannaeyjum, voru aðstæður alveg eins og Einar Hermannsson vill hafa það, enginn loftskeytamaður og fámenn áhöfn, sem ekkert getur gert ef eitthvað bjátar á með sjóbúnað og veður eru vond, og skipið í neyðar- ástandi. Skipstjórnarmenn annast því neyðarþjónustuna. Skipstjórn- armenn Kampen kölluðu ekki út sitt neyðarkall og hjálparbeiðni á Ch-16 VHF-tíðni eða á 2182 Kc/s eins og lög gera ráð fyrir. Heldur kalla þeir og kalla á Ch-27 á VHF-tíðni og heyrast ekki, þar til loks fyrir tilviljun að strandstöðin í Vestmannaeyjum heyrir í þeim nokkrum sekúndum áður en skipið sekkur, og það varð þeim til bjarg- ar. A.inað samband var ekki hægt að hafa við skipið, og því ekki hægt að fá neinar upplýsingar um aðstæður. Þessir menn kunnu sem sagt ekki að standa að þessum málum, og það hefði getað kostað alla sem um borð voru lífið. A nnað dæmi sem skeði nú aðei ns fyrir 10 dögum, er þetta er skrifað, þegar færeyska skipið Rona, 500 lestir, sekkur fyrir austan land. Það var líkt og á Kampen, ekki mannfjölda fyrir að fara á skipinu, aðeins fjórir menn. Það skip hafði á þessum marglofuðu tæknitímum enga sendistöð á neyðarbylgju 2182 Kc/s og enga millibylgjustöð, aðeins VHF-sendistöð ætlaða fyrir undanþágu strandsiglingar, veika ogkraftlitla. Þeir á Rona kalla og kalla en kalla þó út á Ch-16 á VHF-tíðni, sem var rétt við þessar aðstæður, en heyrast bara ekki vegna þess að þeir eru of langt frá landi. Næsta strandstöð er Nes-Radíó sem heyrir þá ekki vegna fjarlægð- ar. Þeir eru að gefa upp alla von um að ná sambandi þegar til allrar hamingju að áhöfn fiskiskips, sem statt var þarna í 20 sjómílna fjar- lægð, heyrir til þeirra, og gat bjargað skipverjunum á síðustu stundu. Hefði þetta færeyska skip verið útbúið neyðarstöð með 2182 Kc/s eða annarri millibylgjustöð, hefði málið horft öðruvísi við. En það sem mestu máli skiptir í þessu tilfelli og aðstæðum, er það að ef Rona hefði verið komin lengra á haf út, hefði sennilega enginn heyrt neyðarkall skipsins á VHF-tíðninni og áhöfn þess öll farist, og ekkert til skipsins spurst. Þetta er það sem ég vil ekki láta henda íslenska sjómenn og slíkan hátt á hlutunum fordæmdi ég í grein minni og geri enn, og tel þessi nýjustu dæmi um útgerðar- máta samtíöarinnar vera eins og það á ekki að vera. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa á hendi afgreiðslu samtala og tal- stöðvaafgreiðslu á íslenska skipa- stólnum, gera það í skjóli takmark- aðra réttinda og undanþága eins og í áðurnefndum dæmum. Sér- hæfðir loftskeytamenn hafa einir full réttindi og kunnáttu til fjar- skiptaþjónustu samkvæmt al- þjóðareglugerðum. Það ætti Einar Hermannsson að vita. Norðmenn og Danir hafa veitt „undanþágur" til siglinga án loft- skeytamanna, það er rétt en ég vil benda enn og aftur á það, að þær undanþágur ná aðeins til strand- siglinga svokallaðra, við Noreg, Danmörku innan Eystrasalts og niður Norðursjó að Cape Finis- terra, og með þeim kvöðum að tækjabúnaður skipanna sé aukinn um borð, með bæði Navtex- og Martex-fjarritum. En þessar sigl- ingar eiga ekkert skylt við úthafs- siglingar og undanþágur á þeim, svo sem Atlantshafs- og Ameríku- siglinga. Það vita líka allir sem vilja vita að siglingar til og frá íslandi, til allra átta, eru á því hafsvæði sem hvað viðsjárverðast er í skamm- degi, vetrarveðrum og vorhretum, enda er því ekki gleymt af út- gerðarfélögum þegar farmgjöld eru reiknuð, þó að það geti gleymst þegar það nær til öryggis áhafn- anna. íslendingar ættu ekki að eiga frumkvæðið að því að veikja öryggisbúnað kaupskipa sinna eða fiskiskipa af samkeppnissjónar- miðum einum saman. Einar Hermannsson vænir mig um að vita ekki af Inmarsats- fjarskiptum. Það eru mér engar fréttir sem hann vill þar segja, því ég hef fylgst með þeirri þróun í mörg ár. En þó að fjöldi skipa sé búinn Inmarsats-viðskiptatækj- um, þá leysir það ekki loftskeyta- mannavandamál Einars Her- mannssonar, því vakthafandi stýrimenn eða skipstjórnarmenn hafa enn ekki nema takmörkuð réttindi til fjarskipta á þeim. Þau viðskipti verða sérhæfðir loft- skeytamenn að annast. Enn er ekkert íslenskt skip búið Inmarsats-fjarskiptatækjum, svo að ég viti enda verða þau ekki komin í gagnið fyrr en eftir 10 til 20 ár, samkvæmt reglugerðum, svo að tal Einars Hermannssonar um þessa tækni á enn ekki við hér á landi. Rekstrarhagfræði Einars Her- mannssonar leiði ég hjá mér að ræða og samkeppni íslendinga í alþjóðasiglingum. Við íslendingar verðum þar aldrei samkeppnis- færir við Austantjaldsmenn kaup- litla, eða kaupskip mönnuð Asíu- fólki eða Afríku-búum. Hagfræði- sjónarmið sem að því keppa, eru vafasöm, og fækkun í áhöfn til að brúa það bil enn fáranlegri enda öll á kostnað öryggis á okkar sigl- ingaleiðum. Ég er búinn að vera í loftskeyta- þjónustu í tæplega 45 ár og hef fylgst með fjarskiptum og þróun þeirra og veit að fjöldi skipa er búinn gervitunglafjarskiptatækj- um, og geta því verið í sambandi við heimalönd sín, hvar sem þau eru stödd í heiminum, en þau þurfa sérhæfða loftskeytamenn. Undan- þáguskipin sem Éinar Hermanns- son minntist á í sinni grein og segir að þurfi aðeins 5 daga nám- skeið til fjarskiptaréttinda, eru ekki Inmarsats-fjarskiptaskip, heldur strandsiglinga undanþágu- skip. 5 daga námskeiðin veita þeim réttindi á Navex-móttakarana og Martex-fjarritana. Engir ólærðir menn í fjarskipta- tækjum og fjarskiptum hafa enn Björn Ólafsson „Þess vegna þurfa vel menntaðir menn í raf- tækni og fjarskiptum enn ekki að kvíða því að þeir heyri fortíðinni til. Þeir eru einmitt menn framtíðarinnar ii fengið réttindi til Inmarsats- viðskipta. Þetta er rugl og tíma- skekkja hjá Einari Hermannssyni, sem ég vildi hér með leiðrétta. Breytingar IMO-, og MSC- og SOLAS-samþykktanna á fjar- skiptum skipa taka alþjóðlegt gildi 1990 fyrir ný skip og síðan stig af stigi fyrir önnur skip eftir aldri, líkt og þegar skipt var yfir á „single sideband“ fyrir áratug. Þess vegna þarf ekki að reikna með almennri notkun Inmarsats fyrr en um aldamótin 2000. Þegar þar að kemur þarf enginn að segja mér að þá verði skipin án sér- menntaðra fjarskiptamanna, hvort sem þeir heita þá rafeinda- eða öreindafræðingar, tæknifræð- ingar eða loftskeytamenn eða eitt- hvað annað, það skiptir ekki máli. Tæknimenntaða menn í þessum greinum vantar nú þegar allstaðar og þeir verða alltaf meira og meira nauðsynlegir, vegna hinnar fjöl- breyttu tækni og tækja sem starf- rækja þarf af kunnáttu. Mælingar skipa í Dwt-Gross og Net. eru slíkar launhelgar að ég ætla mér ekki þá dul að fara út í það og þá galdra sem þar eru við- hafðir, því dæmin þar eru ótelj- andi. Það eru til lög og reglur, en snilli of margra er einmitt fólgin í því að fara í kringum það allt, því bæði er soðið aftan og framan af skipunum, jafnvel þó sjóhæfnin glatist. Mældar aðeins undirlestar og skipið talið „open schelterdekk- er“. Herbergjum skipverja, sem þar með er komið í land af skipun- um, breytt í geymslur, líkt og gert var á Selá og Skaftá um árið, þegar þeim skipum var komið niður í mælingu, úr 1514 tonnum niður í 1480 tonn til þess eins að þurfa ekki að hafa loftskeytamann og fækka í áhöfn. Þetta gerist hér á landi þrátt fyrir aðild Islands að Oslóarsam- þykktinni, sem flest Evrópulönd eru aðilar að. Þetta ætti Einar Hermannsson allra manna best að þekkja. íslendingar ættu að verða allra manna síðastir til þess að slaka á í þessum málum, því að þannig tilbúin hagkvæmni og sparnaður í rekstri skipa, er ekki mönnum sæmandi. Það eru að koma nýjar reglur um mælingu skipa, sem munu gjörbreyta þessum málum. Þá verður sennilega mælt eftir breidd og lengd skipa, þyngdar- og burð- argetu en tilviljanir og hentistefn- ur eða hagsmunablinda ekki látnar ráða. Störf loftskeytamanna á kaup- skipum yfir 1600 brl. telur Einar óþörf fyrir Evrópusiglingar, vegna þess að síritar séu til sem taki á móti upplýsingum frá strandstöðv- um um siglingarhættur og aðvar- anir og veðurkortamóttakarar og Navtex og Martex. Já, satt er það, að þetta eru allt góð tæki og nauð- synleg, en þau eru ennþá ekki heldur í notkun að neinu ráði í íslenska kaupskipaflotanum, fyrir utan að störf loftskeytamanna eru margþættari en það að þessi tæki þó ágæt séu leysi allan vanda og starfa sem loftskeytamenn inna af höndum. Fyrir utan að öll þessi ágætu tæki krefjast umhirðu og starf- rækslu einhvers sem hefur þekk- ingu á þeim og svo það að einhvcr verður að sinna þeim og annast í tímaogótíma. Þess vegna þurfa vel menntaðir menn í raftækni og fjarskiptum enn ekki að kvíða því að þeir heyri fortíðinni til. Þeir eru einmitt menn framtíðarinnar því sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir slíka menn en einmitt nú á tímum þess- arar gífurlegu tækniþróunar, eins og Einar Hermannsson kemst svo viturlega að orði. Gervitunglafjarskiptin, fjöl- breytt siglingatæki, tölvur og endalaus sjálfvirkni, kallar á meiri og meiri þekkingu og meiri getu á þessum sviðum, menntunin verður ávallt forsenda framfara og árang- urs í starfi. . Menn verða að vita, kunna og geta á hvaða sviði sem er, það er það sem gildir. Réttur maður á réttum stað og virkur þar, það er málið. Höfundur er loftskeytamaður. Fundur um landbúnaðarmál í Félagslundi: Umframmjólkin er verðlaus vara (■aulverjabc, 14. nóvember. ALMENNUR bændafundur var MorRunblaðið/Valdim. G. Frá fundinum í Félagsfundi: Magnús Sigurösson í Birtingaholti í ræðustól. Við borðið sitja Árni Jónasson erindreki Framleiðsluráðs (t.v.) og Guð mundur Stefánsson framkvæmdastjóri hagdeildar Stéttarsambandsins. haldinn í Félagslundi Gaulverjabæ þriðjudaginn 12. nóvember sl. Á fundinum fluttu framsöguerindi þeir Guðmundur Stefánsson hag- fræðingur bændasamtakanna og Árni Jónasson erindreki. Fundur- inn var vel sóttur, rúmlega 100 manns, bændur karl- og kvenkyns víða úr Árnessýslunni. Guðmundur Stefánsson kvað V áhyggjuefni aukna mjólkurfram- leiðslu á þessu ári, sérstaklega hér á Suðurlandi. Frá Mjólkurbúi Flóamanna berast þær fregnir að innlögð mjólk fyrstu viku nóvem- bermánaðar væri 20% meiri en sömu viku fyrir ári. Kom fram að umframmagn leyfðrar fram- - leiðslu.væri verðlaus vara. V- Guðmundur útskýrði fyrirhug- aða endurgreiðslu kjarnfóður- gjalds til bænda samkvæmt ákvæðum framleiðslulaga. Til- gangur væri að hluta hvatning til framleiðslu á vetrarmjólk þegar neysla er meiri. Talaði hann um hin nýju framleiðsluráðslög og kvað gagnrýni bænda á þau ósann- gjarna. Sagði hann það mest stafa af þekkingarleysi. Guðmundur kvað útsölu kindakjöts tilraun til sölu á 1900 tonna birgðum frá fyrra ári. Jafnvel hefði verið hægt að selja það kjöt til Japans fyrir 20% af óniðurgreiddu heildsölu- verði. Hann taldi útsölu betri kost en útflutning. En þessi ákvörðun hefði verið tekin í Stjórnarráðinu, ekki Bændahöliinni. Árni Jónasson ræddi aðallega um fyrirhugað svæðabúmark. Framkvæmd þess yrði' háð sam- þykki búnaðarsambandanna og Framleiðsluráðs. Aðalbreytingin á kvótakerfi samkvæmt svæðaþú- marki yrði skipting framleiðslu- réttar ( samtals 30 svæði á landinu. Helstu kosti þessa kerfis taldi Árni vera að inenn i héraði vissu betur um aðstæður á hverjum stað. Sumir fundarmenn höfðu uppi efasemdir um þetta kérfi og töldu að erfitt yrði að skipa trún- aðarmenn á hverjum stað. í hinum nýju framleiðsluráðs- lögum fannst Árna ákvæðið um búháttabreytingar mjög mikil- vægt. Framleiðnisjóður fer með þau mál. Hann sagði 150 bændur hafa sótt um búháttabreytingu. Gerðir hafa verið samningar við 52 bændur og flestir þeirra hafið loðdýrarækt. Hann sagði stað- greiðslu afurða stóran ávinning fyrir bændur. Þessu gæti þó fylgt sá galli að ef bændur færu yfir mjólkurkvóta sína hættu þeir að fá fyrir mjólkina og yrðu jafnvel að hella niður. Nokkrar umræður urðu og ýms- ar fyrirspurnir um almenn hags- munamál bænda. Helgi ívarsson Hólum spurði m.a. hvort fyrir- huguð væri útsaia á smjöri. Kváðu þeir tvímenningar ekkert ákveðið í því efni. Þó svo væri færi það líklega leynt þar til að því kæmi. Stefán Jasonarson í Vorsabæ kvað aldrei fleiri nýjar votheys- geymslur byggðar á Suðurlandi en sl. sumar. Einnig kvað hann aldrei fleiri hafa sótt um styrk til ræktunar skjólbelta en nú. Styrk- ur til þess er mjög aukinn sam- kvæmt nýjum framleiðsluráðslög- um. Valdim. G.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.