Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
„Fyrir neðan Lagarfljót“
Um höfund Njálu — Fyrri grein
— eftir Halldór
Pjetursson
i.
Segja má að eg sé alinn upp við
Lagarfljót frá Stóra-Steinsvaði til
ósa og nákunnugur landslagi milli
þess og Jökulsár á Dal. Frá 8—9
ára aldri mun eg eitthvað hafa litið
í Njálu og til þessa dags. Fyrirsögn
þessa þáttar var mér alltaf jafn-
óskiljanleg, enda veit eg ekki til
að nokkur hafi getað skýrt hana;
er hún sýnilega forn og kunnug-
lega rituð. Margir hafa spreytt sig
á þeirri gátu, hver hafi skrifað
Njálu, en enginn að mínu áliti
komst nær því en dr. Barði Guð-
mundsson. Hvað sem því líður er
kdnnugleikinn þar svo mikill á
Austurlandi, að ólíklegt er að
maður úr öðrum landsfjórðungi
hefði getað tileinkað sér slíka
þekkingu á landslagi og skrifað þar
um eins og heimamaður. Það er
heldur ekki hinn sterkasti þáttur
hinna fornu sagnamanna. Dr.
Barði tekur áðurnefnda setningu
upp í riti sínu um höfund Njálu,
en getur sýnilega ekki ráðið hana.
II.
Það var kringum áramótin
1964—1965 að eg var eitthvað að
blaða í Njálu, rak mig að vanda á
þessa áðurnefndu setningu og þá
skipti það engum togum að hug-
dettu um hvað setningin þýddi
skaut upp í huga mínum; var eg
þó ekkert að hugsa um slíkt.
Hvaðan hugdettur stafa er enn
óráðin gáta, en ekki ólíklegt að þær
stafi frá öðrum stöðum í geimnum,
þar sem menn eru lengra á veg
komnir. Skáld, vísindamenn og
aðrir stórir hugsuðir hafa verið
öldum á undan sínum tíma, svo
speki sína gátu þeir ekki fengið
af þessum hnetti. Þetta mun þó
ekki bundið andansmönnum ein-
um. Mikilsverðar formúlur hafa
hvarflað í hug manna sem enga
þekkingu höfðu þar á. Slíkt mundi
þá stafa af því að þeir hafi haft
sérstaka móttökuhæfileika. Sjálf-
ur er eg maður ónæmur sem kallað
er, hafði þó fyrir löngu lesið í Nýal
dr. Helga Pjeturss, að við ráðningu
á gátum alheimsins verði menn
að hafa náttúrufræðina með í spil-
inu. Mér fór sem öðrum sem lásu
Nýal með hrifningu, að margt sótti
á hugann og lestur Nýals varð út-
undan. En þetta er nú sem betur
fer að snúast við, og menn huga
meira að heimspeki Helga Pjet-
urss og ráðgátum tilverunnar.
Hvort lestur Nýals frá gömlum
tíma hefur gripið þarna inn í, vil
eg ekki um dæma, en svo mikið
er víst að eg fór að rifja upp lands-
lag á ystu bæjum í Tungu og
rennsli vatnanna Lagarfljóts og
Jökulsár á Brú. Þá kom Stein-
boginn, sem breytti stefnu Lagar-
fljóts, inn í myndina, en að því kem
eg síðar.
Við skulum þá byrja á Jökulsá.
Hún nær ekki fullu frelsi fyrr en
fyrir utan Galtastaði í Úttungu.
Þá taka við sléttur hávaðalitlar
allt til sjávar. Þarna lék Jökla
lausum hala, rann stundum norður
undir fjöllum að miklu leyti. Það
mundi faðir minn, sem átti heima
í Hliðarhreppi. Aðra stundina
hallaði hún sér austur í ótal kvísl-
um, rann þá yfir Galtastaðatanga
og myndaði Geirastaðakvísl, hið
mesta forað. Einnig flæddi hún þar
yfir bakka, niður Lönguslægju og
þaðan í kíl sem rann í Lagarfljót.
Þetta voru þó ekki hennar ein-
ustu brek, heldur flæddi hún yfir
ytri bakka Geirastaðakvíslar og
rann þar eftir landslagi í ótal
kvíslum á svonefndum Aurum
milli Húseyjar og Geirastaða.
Strandaði þó við svonefndan
Barm, sem nær frá Jökulsá og
þangað sem landinu hallar að
Steinboga. Einhvern tíma hefur
Jökla brotist upp fyrir utan Barm
og flætt yfir alla eyjuna. Þar eru
kílar og drög sem benda til þessa,
liggja eftir halla landsins. Þarna
voru aðalengjar í Húsey þar til
ræktun hófst og útengjar lögðust
af. Fyrir innan Barm eru á Aurun-
um smáhávaðar, sem hafa verið
umflotnir af kvíslum Jöklu, t.d.
Lambeyja þar sem Kirkjubæjar-
kirkja átti 100 lamba upprekstur
og hefur sjálfsagt komist yfir með
guðshjálp. Þar eru einnig Sauða-
tangar, um nafngiftina veit eg
ekki, en trúlegt að sauðum hafi
verið beitt þar í áheldi. Allar þess-
ar kvíslar runnu í Lagarfljót. Upp
af Steinbogakletti heita Stein-
bogadrög, og er dýpsti farvegurinn
eftir Jöklu á þessum slóðum.
III.
Þá skulum við snúa okkur að
Lagarfljóti. Það mun um ómunatíð
hafa runnið sama farveg að Stein-
boga. Steinbogi þessi er voldugur
klettahryggur, sem lá þvers fyrir
fljótinu og tálmaði farveg þess
eftir náttúrulögmáli. Fyrir honum
eru öruggar sannanir og merki
hans sjást enn í dag. Þegar eg var
ungur á Geirastöðum sást undir-
staða hans glöggt þegar fljótið var
sem minnst. Það eru voldugar
klappir og með svo skömmu milli-
bili, að manni sýndist að hægt
hefði verið að stökkva á milli
þeirra hefði aðstaða verið góð.
Klettahryggur þessi hefur óefað
staðið á landnámstíð og fram eftir
öldum. Hvað lengi hefur mér ekki
tekist að hafa upp á. Vilborg Þor-
láksdóttir í Hólshjáleigu, stálgáf-
uð og fróð, sagði Ásgrími Geir-
mundssyni á Hóli að hún hefði
heyrt sagnir um, að þegar Stein-
boginn féll hafi maður verið á ferð
yfir hann og farist. Eins og gefur
að skilja hefur á vegg þessum hvílt
feikna álag, sem bæði þessi stór-
vötn stóðu að, því megnið af Jöklu
mun um langan aldur að miklu
hafa runnið í Lagarfljót. Veggur
þessi hefur svo smásaman eyðst
og á hann komið göt og hann síðan
fallið. Við það hefur fljótið á
stundinni fengið þann farveg sem
það nú hefur, því halli er nokkur
á því svæði.
Við þetta myndaðist Húseyjan
sem áður heyrði til Austureyja, en
er nú heldur ekki eyja lengur síðan
hlaðið var fyrir Geirastaðakvísl.
Þá er að snúa sér að hinum breytta
farvegi fljótsins við örlög Stein-
bogans. Eins og eg hef áður getið
um mun Jökla, meðan hún rann
svona dreift og að mestu í Lagar-
fljót, ekki hafa verið mikill farar-
tálmi. Vopnfirðingar, Hlíðarmenn
og Tungu- hafa á þeim tíma haft
sæmilega samgönguleið til Út-
mannasveitar á Bakkavaði.
Árið 1965 fór eg austur á gamlar
slóðir til að athuga þessi mál nán-
ar, en gat það ekki nema að sumu
leyti. Mig skorti tíma, fé og farar-
tæki, en átti þó vini sem greiddu
fyrir mér.
Ef marka má fornar sögur hefur
Selfljót verið mikið vatnsfall eftir
samruna vatnanna, sem ekki er
að undra. Skipum á að hafa verið
siglt inn að Arnarbæli fyrir neðan
Klúku. Brandkrossa þáttur er að
vonum ekki hátt skrifaður, en þar
er getið um tvo bræður sem réðust
utan í Unaósi, og styðst það trú-
lega við gamlar heimilidr. Þetta
er ekki ótrúlegt, en haldið lygi
miðað við Selfjót nú til dags. Eftir
að Lagarfljót brýtur sér hinn nýja
farveg, fyrnist hin gamla vatnaleið
svo orðtök og örnefni þessu við-
víkjandi verða lítt skiljanleg.
IV.
Nú er mál komið að athuga yfir-
skrift greinar þessarar, fyrir neð-
an Lagarfljót. Eg hef hvergi heyrt
þetta orðtak notað eða séð það á
prenti nema í Njálu. Þótt einhvers
staðar kynni að hafa verið sagt
fyrir neðan fijót, þá væri það ekki
bundið við um heiði til Njarðvíkur.
Halldór Pjetursson
„Allt, sem við vitum um
Þorvard með sannind-
um, bendir til gáfna,
stórmennsku og glæsi-
leiks. Sagan gat ekki
nagað þetta af honum.
Hver, sem les Sturl-
ungu, sér að aðeins þrjú
stórmenni komust lífs
af úr orrahríð aldarinn-
ar en enginn með eins
mikinn manndóm og
Þorvarður.“
(ísl. fornrit, Njála, XII, 351.) Hafi
Upphéraðsmenn þurft að fara yfir
heiði til Njarðvíkur, færu þeir
annaðhvort fyrir ofan Fljótsbotn
og út með fljóti að austan eða út
með fljóti að vestan og yfir það á
vöðum fyrir utan Egilsstaði, hafa
þá ekkert með Bakkavað að gera.
Við Austfirðingar tölum mikið
um „fyrir ofan og neðan", „innan
og framan", „niður á við og upp á
við“, og svo mætti lengi telja. Við
erum utan þess með alls konar
áttamiðanir, sem ekkert eiga skylt
við áttavita.
Strax þegar eg fékk þessa hug-
mynd um orðtakið fyrir neðan
Lagarfljót, varð mér ljóst hvernig
það hefði myndast. Þegar fljótið
vinkilbeygir til forna við Stein-
bogann, þá fórum við eftir okkar
málvenju fyrir neðan fljótið, því
HollandSpÍStÍII/Eggert H. Kjartansson
GróskaJ starfsemi Vina-
félags íslands og Hollands
Fyrir fimm árum komu nokkr-
ir Islendingar og ísiandsvinir
búsettir í Hollandi saman til
þess að ræða möguleikann á að
stofna félag sem hefði sem mark-
mið að vinna að auknum menn-
ingar- og félagasamskiptum
milli íslands og Hollands. a þeim
fundi var ákveðið að stefna að
stofnun vinafélags.
Nýlega var aðalfundur vinafé-
lagsins haldinn í Amsterdam.
Jón Kristinsson formaður félags-
ins og aðrir stjórnarmenn röktu
þar i stuttu máli það sem unnið
hefur verið að síðustu árin og að
hvaða leyti markmiðum félags-
ins hefur verið komið í fram-
kvæmd. Þar kom m.a. fram að
félagið gefur út eigið fréttarit
fjórum sinnum á ári. Ritstjórn
fréttaritsins hefur alltaf stefnt
að því að hafa jafnvægi milli
þess efnis sem birt er í því um
Island á hollensku og íslensku. í
skoðanakönnun sem haldin var
nýverið meðal félagsmanna kom
í ljós að fréttarit félagsins var
mikils metið af lesendum og að
það var eindregin skoðun þeirra
sem tóku þátt i þessari skoðana-
könnun að það ætti að reyna að
halda því úti.
Núorðið er þorrablót haldið
árlega i Hollandi og alltaf fyrsta
laugardag 'febrúarmánuði. Stað-
urinn er Hótcl American við
Leidseplein í Amstedam. í fyrra-
vetur voru um 150 gestir mættir
á „blótið" til þess að gæða sér á
íslenskum mat og drykk. Á slík-
um samkomum troða íslenskir
tónlistarmenn upp.
Ýmsu öðru hefur félagið
unnið að. Þannig hefur verið
unnið að reglulegum stúdenta-
skiptum milli íslands og Hol-
lands. Tilgangurinn er að skapa
möguleika stúdenta og nýútskrif-
aðra á að dveljast 3—6 mánuði
í hvoru landi og hljóta starfs-
þjálfun jafnframt því að kynnast
landi og þjóð. Um þessar mundir
eru t.d. tveir búfræðingar frá
íslandi starfandi á bændabýlum
í Hollandi.
Nokkrir félagar Vinafélagsins
hafa kannað hvað er til í háskóla-
bókasöfnum um ísland, og þar
er af þó nokkru að taka. Ein-
staklingar sem hafa sérmenntað
sig í íslenskum fræðum svo sem
dr. G.A. Biebenga van Thoorn
háskólakennari í Gröningen
skrifa reglulega fyrir fréttaritið
auk þess sem samvinna við
skandinavíudeildir háskólanna
hér hefur farið vaxandi. Sést það
best á því að það gerist æ oftar
að leitað er til Vinafélagsins um
aðstoð við að reyna að fá Islend-
ing eða fulltrúa frá íslandi til
þess að taka þátt í ráðstefnum
varðandi norræn málefni. Lengi
vel fjölluðu fulltrúar annarra
Norðurlanda um hlut íslands „í
leiðinni". Þegar á heildina er litið
má Vinafélag íslands og Hol-
lands, sem er óháð opinberum
aðilum og nýtur engrar aðstoðar
af þeirra hálfu, vel við una.
Starfsemin fer vaxandi.
landinu hallar öllu til sjávar. Eins
og áður er sagt fyrnist yfir þessa
málvenju eftir að farvegur fljóts-
ins breytist og verður með tíman-
um óskiljanleg, jafnvel þótt menn
sitji á hægindastólum í Reykjavík.
En höfundur Njálu hefur vitað
betur og setur setninguna inn sem
sjálfsagðan hlut. Nú er það að
færast í vöxt að þeir sem skrifa
um hinar fornu bækur komi á
sögustaðina og litist um, til að
reyna að sjá út hvar söguhöfundur
var kunnugastur á sögusvæðinu.
Náttúrlega getur það hent að sögu-
höfundur hafi haft fyrir sér að
einhverju leyti eldri sögu og taki
úr henni kafla, en vart staðbundn-
ar setningar sem hann ekki skilur.
Sjálfur get eg ekki varist þeirri
hugsun að Austfirðingur hafi
skrifað Njálu. Hverjum nema
gagnkunnugum manni gæti í hug
komið að skella inn svona setn-
ingu, ef tilgáta mín er rétt um
skýringu hennar? Er hugsanlegt
að svona setning hefði dropið úr
penna Rangæings? Öll staðþekk-
ing Njáluhöfundar bendir skýrast
til Austfjarða þó kunnugur sé á
Suðurlandi og hafi víða komið við.
V.
Við skulum nú í stuttu máli
athuga liðsbón Flosa austur þar.
Hann gistir á Bessastöðum, ríður
síðan eða gengur út Hérað „fyrir
neðan Lagarfljót ok um heiði til
Njarðvíkr". í fornum sögum er lítt
gert að því að lýsa landslagi nema
frásögnin beint krefjist þess. Þetta
ferðalag Flosa þarna er í mínum
augum beint broslegt. Höfum í
huga að þetta er um hávetur, öll
vötn ísilögð og stálheld.
Margir hafa verið haldnir þeirri
blindu að Lagarfljót hafi alla tíð
haft þann farveg sem það nú hefur
þótt enn hafi hann breyst frá tíð
Steinbogans, því nú rennur það
norður í Jökulsá innan við ósinn.
Eg sneri mér fyrst til þeirra Hóls-
bræðra, Ásgríms og Ragnars Geir-
mundssona æskuvina minna, sem
þekkja hverja þúfu í Hólslandi.
Ásgrímur ók með mig inn á Stein-
boga sem er afbýli, að vísu úr
Víðastaðalandi, en hefur alllengi
legið undir Hól og þar beitarhús
lengi. Ásgrímur var mikill nátt-
úruskoðandi og prýðilega athugull.
Við litum fyrst á rústirnar og
gengum svo niður að fljóti. Mér
varð fljótt litið yfir til Steinboga-
klettsins. Þar veiddi eg stærstu
silungana, en hafði ekkert vit á
Steinboganum sem öldum saman
hló að hinum trylltu náttúruöflum
sem á honum buldu. Þegar hann
svo að lokum féll, hló hann engu
minna og bjó til felumynd úr til-
veru sinni — fyrir neðan Lagar-
fljót. Ásgrímur rífur mig upp úr
þessum hugleiðingum með hrópi:
„Hérna er Fljótskjafturinn."
Mörgum kjöftum hef eg kynnst en
þennan aidrei heyrt nefndan.
Svona gleymast fornyrðin, senni-
lega er þetta orð frá þeim tíma er
fljótið braut sér þarna farveg eða
þegar Steinboginn féll og þessi
kjaftur lokaðist. Hér var ekki um
neitt að villast, hinn forni farvegur
liggur ljóst fyrir. Hann liggur
fyrst mest í austur, en við svo-
nefndan Einarsstekk breytir hann
stefnu í suðvestur vegna halla á
landinu. (Áttir þessar eru ekki
teknar eftir áttavita.) Farvegurinn
er allur grasi gróinn og kallaður
Jökullækur. Þetta sannar raun-
verulega þátt Jöklu í samruna
vatnanna. Hún var alltaf kólgufull
af jökulleðju og hefur það ráðið
litnum. Lagarfljót, sem er þó talið
jökulvatn, er aðeins skollitt og
framburður lítill. Lagarfljót hefur
samt ráðið nafninu og talist stærri
aðilinn, enda hefur það Lagar-
fljótsnafnið bæði í Fljótsdælu og
Njálu.
I þessum Jökullæk var afbragðs
engi eins og alls staðar þar sem
Jökla vatnaði yfir. Við „Fljóts-
kjaftinn“ er nú tekin steypumöl;
efnið þekkti eg strax af lyktinni
og líka mölina, svo mikið áttum
við Jökla saman að sælda. Eftir
að Ásgrímur hafði ekið mér heim
til sín og eg þegið góðgerðir, fór
eg að hitta Ragnar bróður hans
sem bjó þar skammt frá á nýbýli
bvggðu úr landi Hólshjáleigu. Við
Ragnar gengum svo inn að Ein-
arsstekk, sem ekki mun vera