Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER1985
61
Síðbúin minning:
Halldór V. Guðnason lœknir
Fæddur 16. júlí 1932
Dáinn 15. júlí 1985
Mig langar að kveðja látinn vin
og félaga, Halldór Viktor Guðna-
son, sem lézt sjúkrahúsi í Wash-
ington DC 15. júlí sl. eftir langvar-
andi veikindi.
Halldór fæddist í Reykjavík 16.
júlí árið 1932 sonur hjónanna
Kristínar Ingibjartardóttur f. 17.
nóvember 1907 og Guðna Kristj-
ánssonar verzlunarmanns f. 28.
júlí 1905, bæði frá Þingeyri við
Dýrafjörð. Guðni lézt 29. septemb-
er 1977. Þau skildu hjónin og flyzt
þá Kristín aftur vestur á Þingeyri
með börnin, þau Halldór og Sessel-
íu systur hans, en hún er fædd 21.
nóvember 1929. Var Halldór þá
fjögurra ára gamall. Elst hann þar
upp á heimili móður sinnar og
ömmu til 12 ára aldurs, en þá
fluttist Kristín suður aftur með
börnin. Sesselía giftist ung Guð-
mundi Ibsen, sjómanni, og bjuggu
þau mæðgin, Kristín og Halldór, á
heimili þeirra.
Halldór lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
vprið 1950. Þar kynntist hann
Dröfn Markúsdóttur, f. 24. maí
1933, dóttur hjónanna Guðbjargar
Eiriksdóttur og Markúsar Isleifs-
sonar húsasmíðameistara. Halldór
kvæntist Dröfn 4. september 1954,
en þá var þegar fæddur sonur,
Haukur Markús, f. 21. september
1952, börnin komu síðar hvert af
öðru: Valdemar f. 9. febrúar 1955,
Guðbjörg Helga f. 22. október 1958
og Kristín Halldóra f. 26. október
1960. Halldór hóf síðan nám í
Menntaskólanum í Reykjavík
haustið 1950 og varð stúdent úr
stærðfræðideild skólans vorið
1954. í MR hófust kynni’ okkar
Halldórs og umgengumst við tölu-
vert, sérstaklega á stúdentsárun-
um. Þegar við byrjuðum í stærð-
fræðideildinni í 4.-Y tókust þegar
með okkur góð kynni 'sem ávallt
héldust. Mér fannst þá Halldór
dulur og lítið fyrir að flíka tilfinn-
ingum sínum. Oftast var hann fá-
orður um eigin hagi og jafnvel
fáskiptinn um annarra. Á gleði-
stundum var hann ávallt kátur.
Halldór hóf nám við læknadeild
Háskóla íslands haustið_ 1954 og
töldu sumir þá, að hann væri að
reisa sér hurðarás um öxl þar sem
hann hafði sinnt námi í MR af
takmörkuðum áhuga. Halldór fann
sig fljótt í læknadeildinni og
stundaði nám sitt af mesta kappi.
Fjölskyldan stækkaði á þessum
árum eins og fyrr sagði og má
geta sér til að oft hafi verið erfitt
að stunda langt og strangt nám
og þurfa um leið að sjá fyrir konu
og fjórum börnum. En Dröfn eigin-
kona Halldórs var harðdugleg og
vann oftast utan heimilis og studdi
mann sinn í námi af heilum hug,
og í raun má segja að hún hafi
unnið að mestu fyrir heimilinu á
námsárum Halldórs. Þá nutu þau
góðs stuðnings . tengdaforeldra
Halldórs, þeirra Guðbjargar og
Markúsar og bjuggu þau öll náms-
árin í húsnæði þeirra að Miklu-
braut 13. Sem fyrr segir sóttist
Halldóri læknisnámið vel og verð-
ur hann cand. med. frá Háskóla
ur hann cand. med. frá Háskóla
(slands 8. febrúar 1962 með góðri
1. einkunn. Fær síðan almennt
lækningaleyfi 1964. Sumarið 1%0
vann hann sem staðgengill héraðs-
læknis í Reykhólahéraði og árið
eftir í Hveragerði. Að loknu námi
starfaði Halldór á Slysavarðstofu
Reykjavíkur í u.þ.b. eitt ár, en í
júníbyrjun 1963 flytzt fjölskyldan
til .Ólafsfjarðar og gerðist hann
héraðslæknir þar. Dvaldist fjöl-
skyldan á Ólafsfirði í u.þ.b. eitt
og hálft ár. Mér er vel kunnugt
að Halldór kom sér vel þar sem
læknir, þótti gætinn og athugull.
Þá er mér sagt eftir lækni við
Fjórðungssjúkrahús Akureyrar,
Hulda Karlsdóttir
Húsavík - Minning
Fædd 1. júlí 1926
Dáin 27. nóvember 1985
í dag er til grafar borin á Húsavík
elskuleg frænka mín, hún Hulda.
Með þessum fáu orðum langar mig
til að senda henni hinstu kveðju
mína. Ég man eftir Huldu eins
lengi og ég man eftir sjálfri mér.
Það voru ekki fáar stundir sem ég
dvaldi á heimili hennar, bæði sem
smástelpa og einnig eftir að ég
stækkaði og alltaf var jafn gott
að koma til frænku. Hún hafði
alltaf tíma til að setjast niður og
spjalla og sinna mér og svo var
um alla sem til hennar komu, allt-
af var Hulda reiðubúin til að tala
við okkur og gleðja okkur á allan
hátt. Það var líka oft mjög gest-
kvæmt á hennar heimili, en aldrei
heyrðist á henni að það þreytti
hana, þar var öllum tekið vel og
það urðu allir ríkari af því að
kynnast henni, og það eiga margir
eftir að sakna hennar mikið. Hulda
var ekki heil heilsu síðustu árin
sem hún lifði, en samt hætti manni
til að gleyma því, því að alltaf v^r
hún eins og bar sig vel og aldrei
minntist hún á sín veikindi, eða
kvartaði við nokkurn mann. Hún
var einstök kona, móðir og amma
og vinur allra. Ég á eftir að sakna
elsku frænku sárt, það verður
aldrei eins að koma heim til Húsa-
víkur þegar hún er horfin, en ég
veit að við eigum eftir að hittast
aftur þó síðar verði. Ég þakka
henni fyrir allan kærleikann og
ástúðina sem hún sýndi mér gegn-
um árin, ég bið góðan guð að
geyma hana. Ég sendi þér, elsku
Haukur frændi, og fjölskyldu þinni
mínar dýpstu samúðarkveðjur og
bið guð að blessa ykkur á þessum
erfiðu tímum. Að lokum vil ég
setja hér með hluta úr fallegum
sálmi og ég veit að þetta hefðu
verið orð Huldu til okkar allra á
þessari stundu.
Samferðamenn, gjörist glaðir,
grátið ekki dauða minn.
Heim mig kallar himnafaðir,
nú hættir störfum líkaminn.
En ekki þrjóta andans leiðir
ykkurþóégskiljivið.
Nú eru vegir nógu greiðir,
nú er líf mitt fullkomið.
Gangið því til grafarinnar
glaðir, burt frá þessum stað,
árerutalinævi minnar
en andinn lifir, munið það.
Þegar líkams brestur bandið
bikar hérlífs tæmið þið,
svífið yfir sólarlandið,
saman aftur búum við.
(Sálmur, höf. ókunnur)
Hinsta kveðja.
Ásdís Sigurðardóttir, Hafnarfirði
að þyrfti Halldór að senda sjúkl-
inga þangað mætti vel treysta
sjúkdómsgreiningu hans. í árs-
byrjun 1965 veikist Halldór og er
lagður á sjúkrahús í Reykjavík.
Uppgötvast þá að hann er með
meðfæddan hjartagaila. Man ég
vel að þetta var erfiður tími hjá
þeim hjónum. En Halldór lét þetta
ekki ó sig fá og þau hjónin flytjast
með börnin til Bandaríkjanna
vorið 1965. Voru þau fyrst í
Chicago í tæplega ár en þar hóf
Halldór nám í svæfingarlækning-
um. Þaðan fara þau ti Charlotten-
ville í Virginia og lýkur hann námi
sínu þar. Vinnur hann síðan sem
svæfingarlæknir við Fairfax
Hospital í Virginia um tíma, en
fer síðan til Culpepper, sem er lítil
borg í útjaðri Washington, og
gerist yfirlæknir í svæfingum við
Culpepper Hospital. í Washington
lifði Halldór áreiðanlega sín beztu
ár og virtist hafa komið sér efna-
legaallvel fyrir.
Hann kemur heim til íslands á
20 ára stúdentsafmælinu að hitta
gamla vini og félaga og ekki sízt
aldraða móður sem hann lét sér
mjög annt um. Þá sáum við að
hann var mjög breyttur og virtist
alveg hafa aðlagað sig bandarísku
þjóðlífi. Sagði hann mér þá að
hann gæti ekki hugsað sér að flytj-
ast heim. íslenskt þjóðfélag var í
hans augum áratugum á eftir því
ameríska. Þó er mér ekki grun-
laust um- að Dröfn hafi ávallt
langað heim. Á árinu 1977 veikist
Halldór alvarlega, fær kransæða-
sjúkdóm og varanlegan heila-
skaða. Eftir þetta mikla áfall varð
hann aldrei sami maður. Á næstu
tveimur árum náði hann sér samt
ótrúlega vel, en gat að sjálfsögðu
aldrei unnið við lækningar. Þó hélt
hann ávallt við lækningaleyfi sínu
í Bandaríkjunum með því að taka
ýmis námskeið sem ætluð eru
læknum þar til endurmenntunar.
Halldór kom til íslands í nokkur
skipti eftir að hann veiktist. Mér
er eftirminnilegust heimsókn hans
hingað í árslok 1979. Við hittumst
þá í allmörg skipti og ræddum
okkar mál. Sagði hann mér þá frá
högum þeirra Drafnar, en þau
skildu að borði og sæng. Þrátt fyrir
aðskilnað þeirra héldu þau ávallt
góðu sambandi og ég vissi að hún
heimsótti Halldór oft og aðstoðaði
heima við. Það var svo einkenni-
legt að þótt þau gætu ekki búið
saman gátu þau tæplega verið án
hvors annars. Sumarið 1981 kom
Halldór aftur heim og höfðum við
þá ráðgert stutta veiðiferð. Barst
honum þá sú voðafregn að Ingi
Valdemar, yngri sonur þeirra,
hefði látizt af slysförum. Fór
Halldór vestur til Bandaríkjanna
þegar næsta morgun. Þá var Dröfn
orðin veik af þeim sjúkdómi sem
varð henni að aldurtila, en hún lézt
31. júlí 1982. Þessi ástvinamissir
setti auðvitað sín merki á Halldór.
Halldór kom síðast heim til Is-
lands sumarið 1984. Ætlaði hann
að dveljast hér í a.m.k. 3 mánuði
og kanna með því hvort hann gæti
aðlagazt aftur íslenzku þjóðlífi.
Við hittumst þá aðeins einu sinni
og var það í síðasta sinn sem ég
sá Halldór. Þá var augljóst að þrek
hans var að fjara út og mér virtist
hann daufari en oft áður, enda
orðinn veikur. Dvöl hans varð
miklu skemmri en ætlað var og fór
hann fljótleg aftur til Washington.
Lézt hann á sjúkrahúsi þar 15. júlí
síöastliðinn. Útför hans var gerð
18. júlí og hvílir hann við hlið
Drafnar og Inga Valdemars í graf-
reit í Washington.
• Halldór er sá fyrsti úr Y-bekkn-
um sem kveður þetta jarðlíf. Mynd
hans í bekkjarheildinni er mjög
skýr í hugskoti mínu. Ég þakka
Halldóri samfylgdina.
Hörður Sævaldsson
Njósnari eða ekki
Deilt um sekt sænsku stúlkunnar
Jane Horney, sem hvarf árið 1945
— eftir Pétur
Pétursson
• Undir lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar hvarf sænsk stúlka,
Jane Horney, sem danska and-
spyrnuhreyfingin grunaði um að
vera njósnara fyrir nasista. Að
öllum líkindum voru það menn úr
andspyrnuhreyfingunni sem
tóku Horney af lífi og létu líkama
hennar hverfa í ála Eyrarsunds.
Nýlega voru örlög þessarar
stúlku rakin í sjónvarpsmynd
sem sýnd var samtímis í Svíþjóð
og Danmörku og hefur það dregið
dilk á eftir sér. Myndin setur
spurningarmerki við njósnara-
hiutverk Jane Horney og hefur
æst upp gamla andspyrnumenn
sem finnst of nærri gengið heiðri
sínum og mannorði. Þeir hótuðu
að ráðast inn í sjónvarpshúsið
danska og stöðva sýningu mynd-
arinnar, sem þeir þó ekki gerðu
þegar til kom. Sjónvarpið og
aðstandendur myndarinnar hafa
fengið hótanir um málsókn og
leikstjóri myndarinnar hefur
fengið morðhótun.
Bróðir vill hreinsa
systur sína
Sýning myndarinnar hefur ýft
upp gömul sár og fengið starfs-
menn og embættismenn dönsku
og sænsku utanríkisþjónustunn-
ar til að huga að gömlum skjöl-
um. Bróðir Jane Horney, Johan,
sem var 19 ára er hann sá eldri
systur sína í síðasta sinn, hefur
lagt sig fram um að kynna sér
afdrif hennar. Hann hefur fengið
leyfi sænsku utanríkisþjón-
ustunnar til að lesa leyniskjöl
varðandi málið og segist sann-
færður um að hún sé saklaus af
ásökunum um að hafa skaðað,
eða geta skaðað, hagsmuni Dana
og bandamanna þeirra í stríðinu.
Þessi skjöl geyma meðal annars
vitnisburði þýskra liðsforingja
við yfirheyrslur eftir stríð sem
Johan Horney telur að taki af
allan vafa um sakleysi Jane.
Johan Horney
Lagði Tage Erlander
blessun sína
yfir aftökuna?
Talsmaður dönsku andspyrnu-
hreyfingarinnar, Frode Jakob-
sen, heldur því hins vegar stíft
fram að sænska leyniþjónustan
og sú enska hafi lagt á ráðin með
andspyrnuhreyfingunni um að
fjarlægja Horney. Þessir aðilar
voru vissir í sinni sök, segir hann.
Ári síðar segist hann hafa farið,
ásamt fulltrúa frá danska utan-
ríkisráðuneytinu, á fund Tages
Erlander forsætisráðherra Sví-
þjóðar og Gustafs Möller félags-
málaráðherra þar sem gögnin í
málinu voru lögð fram. Forsæt-
isráðherrann lagði þá blessun
sína yfir fyrirtækið og allt var
gert til að þagga það niður. Hann
fullyrðir að í skjalasöfnum, sem
varðveita hernaðarleyndarmál
til ársins 2005, sé að finna þau
sönnunargögn sem Erlander og
samráðherra hans byggðu af-
stöðu sína á.
Danskt-sænskt
utanríkismál
Nú hefur fyrrverandi ritari í
sænska utanríkisráðuneytinu,
Jane Horney
Per Nyström, hvatt sér hljóðs og
staðfest að Frode Jakobsen hafi
rætt við Erlander út af Horney-
málinu sumarið 1946 og sömu-
leiðis að Svíarnir hafi fallist á
að skilgreina hvarf Jane Horney
sem hernaðarlega aðgerð, en að
hvorki Erlander eða samráð-
herra hans hafi tjáð sig um
nauðsyn þessarar aðgerðar.
Johan Horney hefur krafist
þess að skjöl sem bæði eru til í
vörslu danska og sænska utan-
ríkisráðuneytisins verði gerð
opinber. Sendiráð Svía í Kaup-
mannahöfn hefur í samráði við
danska utanríkisráðuneytið neit-
að að verða við þessari beiðni,
en Johan Horney hefur sjálfur
látið uppi ýmislegt sem hann
hefur fengið að vita og bendir til
þess að systir hans hafi verið
saklaus.
Lögfræðingur dönsku and-
spyrnumannanna vísar einnig til
leyniskjala varandi sekt Horney
og segulbandsupptöku á símtali
hennar við þýska sendiráðið í
Gautaborg sem hann hefur
komist yfir. Þessi sönnunargögn
munu verða notuð í þeim mála-
ferlum sem fyrrverandi meðlimir
andspyrnuhreyfingarinnar und-
irbúa nú á hendur framleiðend-
um sjónvarpsmyndarinnar.
Péíur Pétursson er fréttamadur
Mbi í Lundi í Sríþjóð.
0
M