Morgunblaðið - 05.12.1985, Síða 76
Ein NOOT AliS SIMMLR
FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
DAGAR
TILJÓLA
Skaftáin losuð
í Antwerpen
NÚ STYTTLST óðum í það að skiparekstur íslenska skipafélagsins stöðvist
með öllu. Ekki hefur tekist að semja um að Skaftáin losni úr farbanni i
Antwerpen. Hins vegar befur verið samið um að skipið verði losað ytra og
kemur farmurinn heim með skipi Eimskipafélagsins. Hofsá lýkur lestun á
Norðurlöndum á hádegi í dag og siglir síðan heim til íslands.
Þegar Hofsáin verður komin til
Reykjavíkurhafnar, liggja þrjú af
fjórum skipum íslenska skipafé-
lagsins þar við festar, og munu
gera þangað til gengið hefur verið
frá samningum Eimskips og Út-
vegsbankans.
Fulltrúar Eimskipafélags ís-
lands og Útvegsbankans áttu fund
í gær, en ekki var gengið frá nein-
um samningum, þar sem enn er
verið að skoða nánar nokkur atriði.
Er talið næsta öruggt að það
ráðist ekki síðar en á morgun hver
niðurstaða þessa máls verður.
MorgunbladiÖ/Júlíus
Jólin undirbúin
Á dagheimilum og yngri bekkjum barnaskóla keppast krakkarnir þessa dagana við að undirbúa jólin. Er
ljósmyndarinn leit inn í Álftaborg í gær var sannarlega ekki setið auðum höndum.
Mikill áhugi Norðmanna á þátttöku í fiskeldi hér á landi:
Rætt um stofnun 9
stórra eldisstöðva
ýmsum sviðum til fjármögnunar. í
kjölfar komu Norðmannanna er
rætt um stofnun 9 stórra fiskeldis-
stöðva ýmist með eða án norskrar
fjármögnunar.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, hitti Norðmennina
að máli í gær og sagði, i samtali
við Morgunblaðið, þann fund hafa
verið mjög áhugaverðan. „Og ef
satt er sem þeir lýstu, þá eru
möguleikar til fiskeldis hér á landi
gífurlegir. Þeir segja t.d. mun betri
möguleika til fiskeldis hér en í
Noregi af ýmsum ástæðum. Bæði
vegna þess að hér sé betra og
hreinna vatn og vegna jarðvarm-
ans. Þeir telja markaðinn mjög
mikinn — og að það vanti meiri
fisk á markaðinn. En ég vil taka
fram að hér á landi eru þegar 60
eða fleiri skráð fiskeldisfyrirtæki
og menn verða að huga vel að því
hve hratt þeir vilja fara í nýja
atvinnugrein. Við höfum takmark-
að fjármagn — því við þyrftum
að leggja í þetta töluvert eigið fé
— en það var engu að síður mjög
áhugavert og uppörvandi að heyra
hve áhugi Norðmannanna er mik-
ill.“
Steingrímur sagði norsku sendi-
mennina hafa lýst því yfir að þeir
féllust á að eiga minnihluta í fyrir-
tækjunum, en þeir gætu útvegað
fjármagn að stærri hluta. „En það
er ljóst að Norðmenn taka eitthvað
fyrir þá þekkingu sem þeir koma
með, fyrir fjármagnið og markaðs-
þjónustuna sem þeir veita. Þeir eru
ekki að þessu fyrir ekki neitt,"
sagði Steingrímur. Hann sagði að
ekki myndi koma til ábyrgðar
ríkissjóðs í þessu sambandi —
„heldur er um það að ræða hvort
bankarnir treysti sér til að veita
ábyrgð fyrir þeim hluta sem að
íslendingunum snýr í svona sam-
starfi."
Það er norska fyrirtækið Drags-
nes í Álasundi, sem er tengiliður
vegna viðræðnanna við Norðmenn
og íslenzka fyrirtækið Isco er
umboðsaðili þess hér á landi. Árni
Gíslason, eigandi Isco, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að hér
væri verið að ræða um verulegar
fjárhæðir og hefðu Norðmenn
mikinn áhuga á fjárfestingum í
íslenzku fiskeldi. Þeir réðu yfir
öllum þáttum þess, fóðurgerð,
framleiðslu tækja og búnaðar, sér-
þekkingu, markaðsmálum og fjár-
mögnun. Engir beinir samningar
hefðu enn verið undirritaðir, en
búizt væri við því á næstunni.
Salmonella
í aliöndum
VÍÐTÆKAR rannsóknir á aligæs-
um og aliöndum, sem boðnar eru til
sölu, hafa leitt í Ijós að í aliöndum
frá búinu Vilmundarstöðum í Borg-
arfirði hefur ræktast sýkillinn Salm-
onella typhimurium. f frétt frá Hoil-
ustuvernd ríkisins segir að matvara
menguð með sýkli þessum sé ósölu-
hæf og varhugaverð, enda valdi
hann matarsýkingu, sem getur verið
hættuleg. Vegna þessa hefur sala á
aliöndum frá Vilmundarstöóum ver-
ið stöðvuð og fyrirmæli gefin um
innköllun vörunnar.
Hollustuverndin varar við að því
að endur frá búinu geti enn verið
til staðar á heimilum, í mötuneyt-
um, veitingahúsum og víðar. Fólki
er bent á að athuga merkingar á
öndum í geymslu. Tekið er fram
að ekkert hefur fundist athugavert
við aligæsir og aðrar aliendur, sem
rannsakaðar hafa verið.
Á slysstaðnum í Lækjargötu. Maðurinn varð fyrir bflnum nokkru aftar.
NORSK sendinefnd hefur síðustu
daga verið hér á landi til viðræðna
við íslenzk fyrirtæki og ráðamenn
um þátttöku Norðmanna í uppbygg-
ingu fiskeldis hér á landi. Norð-
mennirnir ráða yfir öllum þáttum
fískeldis, allt frá sérþekkingu á
Ráðist á gjaldkera í dymm Félagsmálastofnunar:
Grímuklæddur maður
rændi 107 þúsundum
Morgunblaöiö/Júlíus
Inngangurinn hjá fjölskyldudeild
Félagsmálastofnunar í Síðumúla.
Ræninginn stóð á bak við dyrnar og
réðist á konuna þegar hún kom inn
fyrir þröskuldinn.
hæð. Hann var í blágrárri nælon-
úlpu með skinnkraga á hettunni
og var auk þess með trefil fyrir
andlitinu. Hans var leitað í gær-
kvöldi.
GRÍMUKLÆDDUR maður rændi í gær um 107 þúsund krónum af gjald-
kera fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í dyrum
deildarinnar í Síðumúla 34. Hann komst undan og hafði ekki fundist þegar
síðast fréttist í gærkvöld, skv. upplýsingum Rannsóknarlögreglu ríkisins.
Gjaldkerinn var að koma úr
banka um kl. 12:30 í gær og hafði
peningana í handtösku. Hún hafði
sótt um 100 þúsund krónur fyrir
stofnunina og átti að nota þá
peninga til að borga skjólstæðing-
um fjölskyldudeildarinnar, en hún
var auk þess með um 7.000 krónur
af eigin peningum í töskunni.
Þegar hún kom upp á fjórðu hæð
í húsinu, þar sem fjölskyldudeildin
er til húsa, voru dyrnar af gangin-
um inn á skrifstofunar opnar og
sá hún móta fyrir manni n bak við
glerhurðina.
Skipti engum togum, þegar hún
var komin inn fyrir þröskuldinn
og ætlaði að loka á eftir sér, að
maðurinn réðist að henni og reyndi
að hrifsa til sin handtöskuna. Kom
til stimpinga á milli þeirra, konan
barðist um á hæl og hnakka, en
maðurinn hafði betur, náði til sín
veskinu og var flúinn þegar sam-
starfsmenn á skrifstofunni höfðu
heyrt skarkalann og komu fram á
ganginn. Konan er ómeidd en var
að vonum talsvert brugðið.
Ræninginn er meðalmaður á
Dauðaslys 1
Lækjargötu
FULLORÐINN maður lést í um-
ferðarslysi í miðborg Reykjavíkur
síðdegis í gær. Hann var á leið aust-
ur yfir Lækjargötu á móts við Kokk-
húsið á horni Skólabrúar laust eftir
kl. 15 í gær, þegar hann varð fyrir
bifreið, sem ekið var suður Lækjar-
götu. Við það féll hann í götuna.
Lífgunartilraunir á slysstað
báru ekki árangur og var maður-
inn úrskurðaður látinn þegar
komið var með hann á sjúkrahús.
Hinn látni var Reykvíkingur,
fæddur 1911. Ekki er hægt að
greina frá nafni hans að svo
stöddu.