Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 Ráðuneytið frestar innheimtu vöru- gjalds af kökum Innheimtan óframkvæmanleg, segja bakarameistarar A FUNDI Landsambands bakara- meistara, sem haldinn var í gær, var komist að þeirri niðurstöðu að bak- arar treystu sér ekki til að inn- heimta vörugjald af kökum sam- kvæmt ákvörðun fjármálaráðuneyt- isins. „Eins og vörugjaldið liggur fyrir í dag sjáum við ekki nokkra mögu- leika á að fara að kröfu ráðuneytis- ins við innheimtuna," sagði Jó- hannes Björnsson formaður Landssambands bakarameistara. „Eftir viðræður við fulltrúa ráðuneytisins höfum við hafnað þessum tilmælum, sem eru ákaf- lega óljós og alls ekki hægt að vinna eftir. I viðræðunum kom fram að ráðuneytið hyggst skoða málið nánar og hafa þar með við- urkennt að ákvæðið um vörugjald er ekki nægjanlega skýrt. Það er því augijóst að fresta verður álagningu vörugjaldsins. Okkur bakarameisturum finnst vöru- gjaldið vera ómakleg árás fjár- málaráðherra á stéttina. Þarna er verið að leggja skatt á neytendur sem við neitum að innheimta vegna þess að það er ekki fram- kvæmanlegt." Lárus Ögmundsson deildarstjóri tekjudeildar fjármálaráðuneytis- ins sagði að ákveðið hefði verið að fresta gildistöku vörugjaldsins fram til 13. janúar á meðan verið væri að fara betur ofan í saumana á framkvæmdahlið málsins. Það væri lágmarkskrafa að gjaldendur vissu hvernig þeir ættu að standa að greiðslum og innheimtu á vöru- gjaldinu. Flugslysið út af Reykjanesi: F-15 talin öruggasta orustuþota flughersins EKKERT er vitað um orsakir flug- slyssins út af Reykjanesi, þar sem F-15-orustuþota varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli fórst á fimmtu- daginn þar sem hún var á æfingar- flugi ásamt tveimur öðrum F-15- þotum. Flugmaðurinn er talinn af. Að sögn Friðþórs Eydal, blaöafull- trúa varnarliðsins, verða engar upp- lýsingar um orsakir slyssins látnar í té fyrr en að lokinni rannsókn, sem gæti tekið a.m.k. mánuð. Það stóð til að fljúga yfir slysstaöinn í gær, en það reyndist ekki mögulegt vegna slæms veðurs. Friðþór sagði að nú lægi ljóst fyrir að annar hinna orustuflug- mannanna hefði orðið vitni að slysinu. „Hann sá þotuna steypast í sjóinn og varð ekki var við að flugmanninum tækist að skjóta sér út úr flugstjórnarklefanum. Allar sögusagnir um að flug- maðurinn hefði sést í sjónum eru því úr lausu lofti gripnar. Enn- fremur hefur engin staðfesting fengist á því að flugmaðurinn hefði tilkynnt bilun skömmu áður en slysið varð,“ sagði Friðþór. Stað- fest hefur verið að áhafnir varnar- liðsþyrlanna, sem komu á vettvang skömmu eftir að slysið átti sér stað á fimmtudaginn, hafi séð brak úr vélinni í sjónum ogolíublett. Flugmaðurinn sem fórst var kapteinn Steve Jessor Nelson, 31 árs, frá Springfield í Oregon-fylki. Hann var ókvæntur og barnlaus. Kapteinn Nelson hafði starfað hér á Keflavíkurflugvelli í 57. orustu- flugsveitinni frá því í júní 1984. Hann útskrifaðist frá háskóla flughersins árið 1978 og hafði síð- an verið í þjálfun sem orustuflug- maður. Það eru 12 ár síðan 57. orustuflugsveitin á Keflavíkur- flugvelli missti síðast flugvél, en það var í júní 1973. Þá týndist F-102 þota í Faxaflóa. Að sögn Friðþórs Eydal er þetta 43. F-15-þotan sem bandaríski flugherinn missir síðan vélarnar voru teknar í notkun árið 1974, og hefur 21 flugmaður farist. Að meðaltali þýðir þeta að 3,6 þotur farist á hverja 100 þúsund flug- tíma. Friðþór sagði að flugherinn teldi F-15 eigi að síður sína örugg- ustu orustuþotu. Unnið að slökkvistörfum í Hafnarfirði síðdegis í gær. Margunblaðið/Július Timburhús eyði- lagðist í bruna í Hafnarfírði GAMALT tveggja hæða íbúðarhús úr timbri viö Tjarnarbraut 15 í Hafnarfirði gjöreyðilagðist í bruna í gærdag. Ibúarnir voru fjarver- andi. Slökkviliði Hafnarfjarðar barst tilkynning um að eldur væri laus í húsinu klukkan 16.24 og var allt tiltækt lið hvatt á vettvang. Að sögn slökkviliðs- manna leit í fyrstu út fyrir að auðvelt yrði að ná tökum á eldin- um. En þá hvessti skyndilega og eldurinn læsti sig um allt húsið. Það var einangraö með sagi og spæni og breiddist eldurinn út með einangruninni. Það tók slökkviliðsmenn rúma tvo tíma að ráða niðurlögum eldsins og þurftu þeir að nota mikið vatn og rífa húsið að innan sem utan til að komast að eldinum. Talið er að eldurinn hafi komið upp í eldhúsinu. Margeir enn efstur MARGEIR Pétursson vann í gær- kvöldi skák sína við enska stór- meistarann Plaskett í sjöttu umferð á alþjóðlega skákmótinu í Hastings í Englandi. Margeir heldur því enn forystu sinni á mótinu, hefur hlotið 5 vinninga af 6 mögulegum. Jóhann Hjartarson gerði jafntefli við spánska stórmeistarann Bellon í gær. Áður hafði hann teflt biðskák sína við Conquest frá Bretlandi og skildu þeir einnig jafnir. Jóhann hefur því 4 vinninga og er jafn Sovétmanninum Mikhailehisin með 4 vinninga. í öðru sæti er Watson frá Englandi með 4 'k vinning, en Greenfield er þriðji með 4 vinninga og biðskák. í dag teflir Margeir við sovéska stórmeistarann Balashov, en Jó- hann við Watson. Kaupfélag Svalbarðseyrar; Öllu starfs- fólki sagt upp störfum Akurey r i, 3. janúar. ÖLLU starfsfólki Kaupfélags Sval- barðseyrar, 70-80 manns, var sagt upp störfum fyrir áramót. Að sögn Karls Gunnlaugssonar, kaupfélagsstjóra, eru flestir þeirra meö þriggja mánaða uppsagnarfrest og sagði Karl vinnu vera í fullum gangi hjá fyrirtækinu á öllum sviö- um. Eins og fram hefur komið á kaupfélagið við verulega fjárhags- örðuleika að etja og hafa forráða- menn þess rætt við forystumenn Kaupfélags Eyfirðinga um hugs- anlega sameiningu eða yfirtöku KEA á KSÞ á Svalbarðseyri - ell- egar leigu á fyrirtækinu sem nú virðist sennilegasta lausnin. Ráð- gert er að viðræðufundir aðilanna hefjist að nýju áður en langt um líður. Hvaleyri hf. og Samherji hf. hafa niakaskipti á togurum: Togarinn Maí fer til Akureyr- ar, en Helgi S. til Hafnarfjarðar FYRIRTÆKIN Hvaleyri hf. í Hafn- arfirði og Samherji hf. á Akureyri hafa haft makaskipti á togarunum Maí, sem hefur verið í eigu Hval- eyrar, og togbátnum Helga S, sem Samherji keypti nýlega af Fisk- veiðasjóði. Helgi S verður því fram- vegis gerður út frá Hafnarfirði, en Maí siglir til Akureyrar þar sem skipið verður væntanlega tekið til gagngerðrar viðgerðar. Tryggingar- mat togarans Maí var í sumar um 97 miiljónir króna, en Helgi S er metinn á um 70 milljónir. Samherji greiðir 24 milljónir á milli með yfir- töku lána, sem á togaranum Maí hvfla. „Við gerum þetta fyrst og fremst til að tryggja hráefnisöflun og atvinnu við frystihúsið. Maí er með ónýta vél og okkur hefur ekki tekist að fá nauðsynlega fjár- magnsfyrirgreiðslu til að leggja út í viðgerð á honum,“ sagði Jón Friðjónsson, framkvæmdastjóri Hvaleyrar. Hann sagði að líklega kostaði 55—60 milljónir króna að gera togarann Maí fullkomlega upp. Helgi S kemur til Hafnar- fjarðar um miðja næstu viku. Hann verður skírður Einir, en fyrir á útgerðarfyrirtækið togar- ann Víði, sem áður hét Apríl. Hvaleyri hf. er í eigu Samherja hf. (40%), nokkurra eigenda Hag- virkis (40%), fyrirtækisins sjálfs (10%) og Jóns Friðjónssonar for- stjóra (10%). Um 100 starfa hjá fyrirtækinu. Forseti íslands veitir þrjú prófessorsembætti Bandaríski fiugkapteinninn sem fórst. Hann hét Steve Jessor Nelson, 31 árs, ókvæntur og barnlaus. Ekki met- sölubókin í MORGUNBLAÐINU í gær var ranghermt að bók Alistair MacLean, Njósnir á hafinu, hafi verið metsölubók síðasta árs. Hið rétta er að hún var mest selda bókin dagana 18. til 24. desember samkvæmt könn- un Kaupþings. Upplýsingar um söluhæstu bækur ársins 1985 munu liggja fyrir síðar. FORSETI íslands veitti nú um áramótin þrjár prófessorsstöður við Háskóla íslands. Einnig veitti mcnntamálaráðherra tvær lektorsstööur og sex dós- entsstöður við Háskóla íslands. Forseti íslands veitti Gunnlaugi Geirssyni embætti prófessors í réttarlæknisfræði við læknadeild Háskóla íslands frá 1. janúar. Aðrir umsækjendur voru Bjarki Magnússon og Ólafur Jensson. Þórdísi Kristmundsdóttur var veitt embætti prófessors í lyfja- gerðarfræði við læknadeild-lyfja- fræði lyfsala. Um þetta embætti sótti einnig Þorsteinn Loftsson. Embættið var veitt frá 1. janúar. Þorsteini Helgasyni var veitt embætti prófessors í bygginga- verkfræði við verkfræðideild Há- skóla íslands frá 15. september 1985. Um embættið sótti einnig Guðni A. Jóhannesson. Menntamálaráðherra setti Matthías Viðar Sæmundsson í stöðu lektors í íslenskum bók- menntum við heimspekideild Há- skóla íslands frá 1. janúar til 31. ágúst. Aðrir umsækjendur voru Árni Sigurjónsson, Ásdís Egils- dóttir, Helga Kress, Sigrún Dav- íðsdóttir og Örn Ólafsson. Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir var skipaður dósent í frönsku við heimspekideild frá 1. janúar. Aðrir umsækjendur voru Hanna Stein- unn Þorleifsdóttir og Petrína Rós Karlsdóttir. Ólafur Steingrímsson var skip- aður í hlutastöðu dósents í sýkla- fræði frá 1. janúar 1986 til 30. júní 1990. Enginn annar sótti um stöð- una. Baldur Símonarson var skipaður dósent í lífefnafræði við lækna- deild frá 1. janúar. Hann var eini umsækjandinn. Eiríkur Rögnvaldsson var skip- aður lektor í íslensku (málfræði) við heimspekideild frá 1. janúar. Umsækjendur auk hans voru Eyvindur Eiríksson, Halldór Ár- mann Sigurðsson, Kjartan G. Ott- ósson og Magnús Snædal Rós- bergsson. Guðjón Magnússon var skipaður í hlutastöðu dósents í félagslækn- ingum við læknadeild frá 1. janúar | 1986 til 30. júní 1987.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.