Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986
5
Gagngerar breytingar
á rekstri Hollywood
GAGNGERAR breytingar eru fyrir-
hugaöar á skemmtistadnum
Hollywood í Reykjavík nú á næstu
vikum. Er þar bæöi um að ræða
breytingar á innréttingum svo og
rekstrar- og skipulagsbreytingar og
aö sögn Olafs Laufdal, veitinga-
manns, er ætlunin að höfða til eldri
gesta, en þeirra sem sótt hafa stað-
inn að undanförnu. Gert er ráð fyrir
að þessar breytingar verði komnar
til framkvæmda í febrúar næstkom-
andi.
Öllu starfsfólki Hollywood var
sagt upp störfum nú um áramótin
og kemur uppsögnin til fram-
kvæmda 1. febrúar næstkomandi.
Ólafur Laufdal sagði að gripið
hefði verið til uppsagnanna til að
auðvelda framkvæmd þessara fyr-
irhuguðu breytinga og hefði fólk-
inu í flestum tilfellum verið boðið
önnur störf, í Broadway og á Hótel
Borg. Breytingar, eins og þær sem
nú væru fyrirhugaðar yrðu hins
vegar ekki gerðar nema með nýju
fólki.
„Rekstur Hollywood hefur geng-
ið mjög vel allt frá upphafi og má
segja að staðurinn hafi gengið af
sjálfu sér nú í átta ár,“ sagði Ólaf-
ur. „Ég held samt að nú sé rétti
tíminn tii að breyta til, því þegar
staður hefur gengið svona lengi,
með svo til óbreyttu rekstrarformi,
er alltaf hætta á vissri stöðnun.
Og ég vil að það komi skýrt fram
að þetta er ekki gert vegna
rekstrarörðugleika. Hollywood var
á síðasta ári fjölsóttasti staður á
landinu miðað við sölu aðgöngu-
miða. Þróunin hefur hins vegar
verið sú, að aldur gesta hefur farið
lækkandi og með þessari breytingu
vil ég reyna að höfða til aðeins
eldri gesta og umfram allt að bjóða
upp á eitthvað nýtt og það er ein-
mitt hugmyndin að baki þessum
breytingum," sagði Ólafur Lauf-
dal.
Heilbrigðisráðherra hefur gefíð út
reglugerð um tóbaksvarnir:
„I fundarherbergjum er
óheimilt að reykja nema
með leyfi allra... “
Heilbrigðisráðherra hefur gefið út
reglugerð um tóbaksvarnir á vinnu-
stöðum á grundvelli laga um tób-
aksvarnir frá 28. maí 1984. í 1.
grein segir að markmiðið sé að
tryggja aö starfsmenn, sem ekki
reykja, verði ekki fyrir skaða og
óþægindum af völdum tóbaksreyks
á vinnustað sínum.
í 2. grein eru ákvæði, sem tak-
marka tóbaksreykingar. Þar segir
í 2. málsgrein: „í vinnurými, þar
sem tveir eða fleiri starfsmenn
vinna eru tókbaksreykingar
óheimilar, nema skv. samkomulagi
starfsmanna og vinnuveitenda og
skal þannig frá málum gengið að
reykingar valdi ekki óþægindum
fyrir þá, sem ekki reykja." I þriðju
málsgr. segir: „í kaffi- og matstof-
um má heimila reykingar á sér-
stökum afmörkuðum svæðum,
samkvæmt samkomulagi stjórn-
enda og starfsmanna. Þar sem því
verður við komið skal húsnæði
skipt þannig að annars vegar séu
reykingar leyfðar en hins vegar
ekki. Þannig skal frá málum geng-
ið að reykur berist ekki yfir á
reyklausa svæðið."
„í fundaherbergjum er óheimilt
að reykja nema með samþykki
allra viðstadda," segir í 4. málsgr.
og sú 5. hljóðar svo: „í lyftum eru
tóbaksreykingar óheimilar." Þá er
kveðið á um, að séu reykingar
leyfðar í búnings- og fataherbergj-
um, snyrtiherbergjum og salern-
um og á göngum og í forstofu sem
ekki er ætluð almenningi til notk-
unar skuli haga þeim samkvæmt
samkomulagi starfsmanna og
vinnuveitenda. Þó sé óheimilt að
reykja sé almenningi ætlaður
aðgangur að snyrtiherbergjum og
salernum, göngum og forstofu.
í 5. grein reglugerðarinnar er
kveðið á um eftirlit og viðurlög.
Þar segir: „Telji starfsmaður regl-
ur þessar brotnar og náist ekki að
leysa ágreining sbr. 2. gr. 9. tl.
getur viðkomandi kært það til
öryggistrúnaðarmanns eða örygg-
isnefndar á viðkomandi vinnustað.
Sætti starfsmaður sig ekki við
úrlausn getur hann skotið málinu
til Vinnueftirlits ríkisins. Að öðru
leyti fer um brot gegn reglum
þessum skv. lögum nr. 74/1979.“
Samkvæmt lögunum eru viður-
lög sektir eða varðhald séu sektir
miklar eða brot ítrekað og heimilt
er að vísa hinum brotlega út, láti
hann ekki segjast.
Grundarfjöróur:
Útgerðarfélag stofnað til
til kaupa á Sigurfara II
NÝTT útgerðarfélag var stofnað á
Grundarfirði í gær, 2. janúar, í þeim
megintilgangi að freista þess að
kaupa skuttogarann Sigurfara II.
Togarinn er nú í eigu Fiskveiðasjóðs,
en verður seldur bráölega. Útgerðar-
félagið fékk nafnið Siglunes hf. Að
sögn Hjálmars Gunnarssonar útgerð-
armanns á Grundarfirði var ákveðið
aö reyna að safna 30 milljón króna
hlutafé. Tæplega 60 aðilar, einstakl-
ingar og fyrirtæki, hafa látið í Ijós
áhuga og skrifað sig á hlutafélaga-
skrá, flestir úr Grundarfirði. Hluta-
fjársöfnun stendur til 15 janúar.
„Við vitum ekki hvort þessar 30
milljónir nást, eða hvort þær duga
í þetta verkefni. Það verður bara
að koma í ljós. En það ríkir hér
áhugi og almennur vilji til að ná
skipinu aftur, enda fylgir því um V.3
af þeim aflakvóta sem hér gæti
veiðst," sagði Hjálmar Gunnarsson.
Hjálmar sagði Grundfirðingar
hefðu átt einstaklega góð áramót,
veðurblíða sjaldan verið meiri, eins
og segja mætti raunar um árið í
heild. „Nú eru menn að byrja að
hugsa sér til hreyfings. Runólfur
er farinn á veiðar, einn bátur er að
beita, sem fer á línuveiðar og ein-
hverjir fara til skelveiða næstu
daga. Vinna er lítil hér og verður
lítil áfram nema eitthvað breytist
verulega," sagði Hjálmar Gunnars-
son.
Skaupið
endursýnt
SJÓNVARPIÐ hefur vegna
fjölda áskorana ákveðið að
endursýna Áramótaskaupið,
sem sýnt var á gamlársdag.
Endursýningin verður í dag,
laugardag, og hefst klukkan
18.20.
.... ------
Morgunblaðið/Júlíus
Ný húsakynni Verzlunar-
skólans afhent í dag
VERZLUNARSKÓLA íslands verð-
ur í dag afhent nýtt húsnæði á
Ofanleiti 1 með því að Sigurður
Gunnarsson formaður skólanefndar
afhendir Þorvarði Elíassyni skóla-
stjóra hiö nýja kennsluhúsnæði til
afnota við athöfn í nýja skólanum.
Athöfnin hefst með því að Ragnar
S. Halldórsson formaður Verzlunar-
ráðs fslands býður gesti velkomna,
en að því búnu flytur Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
ávarp. Er húsnæðið hefur verið af-
hent skólastjórn verður það til sýnis.
Eftir helgina verður skólastarf-
semin flutt úr gamla húsnæðinu
við Grundarstíg og munu nemend-
ur árdegisbekkja skólans þá koma
til skóla á mánudag á venjulegum
tíma eða klukkan 08.05, en fram
að hádegi verða bifreiðir kennara
og nemenda fluttar að nýja skól-
anum. Á hádegi koma síðdegis-
bekkir skólans og verður þá sam-
eiginleg kennslustund og munu
kennarar útskýra fyrirkomulag
flutninga og kveðja gömlu húsin.
Klukkan 12.40, er hringt verður úr
síðustu kennslustund, verða flutn-
ingabílar komnir á Laufásveg og
ber hver nemandi borð sitt og stól
í bílana. Síðan ber hver nemandi
borð og stól inn í nýja skólann er
þangað kemur.
Flutningalest skólans mun síð-
an ganga frá Grundarstíg fram
hjá flutningabílum eftir Laufás-
vegi, Hringbraut, Miklubraut,
Eskihlíð, Hamrahlíð, Listabraut
og á Ofanleiti. Kiukkan 15 er
fyrirhugað að hringja til kennslu
í síðdegisbekkjum skólans eftir að
skólanefnd hefur boðið nemendum
gos og kex og kennurum kaffi.
Laugardaginn 11. janúar verður
síðan hátíðardansleikur í nýja
skólanum og fleira sér til gamans
gert, m.a. boðhlaup frá Grundar-
stíg að nýja skólanum við Ofan-
leiti.
Tölvustofa Verzlunarskólans nýja. Við eina tölvuna situr Baldur Sveins-
son, kennari í tölvufræðum, en hjá stendur Þorvarður Elíasson skólastjóri.
Frá og með áramótum
verður IKEA-verslunin
opin til kl. 18:30
aUa virka daga.
Nýr verslunartími IKEA
tekur gildi um áramót.
Verslun okkar verður framvegis opin
sem hér segir:
Mánudaga — föstudaga kl. 10—18:30
Laugardaga kl. 10—16
Kringlunni 7
Sími 686650