Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986
Tónlist á íslandi
Myndlíst
Valtýr Pétursson
í Norræna húsinu stendur nú
yfir all sérstæð sýning sem nefn-
ist Tónlist á íslandi, og eins og
nafnið bendir til er hér á ferð
sýning, sem gefur yfirlit um sögu
tónlistar í landinu allt frá upp-
hafi. Nú er ég ekki svo vel að
mér í þessari sögu að ég geti
dæmt um, hvað nákvæm þessi
sýning er og hvað vantar til að
allt sé fullkomnað. Það verða
aðrir að úttala sig um og því
verða þessar línur aðeins til að
vekja eftirtekt á skemmtilegri
sýningu frá sjónarmiði leik-
manns.
Þarna getur að líta gömul og
sögufræg hljóðfæri, mikið af nót-
um og skrifaðri tónlist, fjölda
mynda og allt það er tengist tón-
list og handbært hefur verið til
sýningar. Sumir þeirra hluta sem
þarna eru til sýnis eru í eigu
opinberra safna eins og Þjóð-
minjasafns en ekki var ég þess
var að sérstök sýningarskrá
fylgdi sýningunni, svo ég tek
vara fyrir að rétt sé með farið,
en þetta atriði er auðvitað nokk-
ur galli á svo fróðlegri sýningu.
Að vísu eru allir hlutir vel merkt-
ir en það er nú einu sinni þannig
að maður vill gjarnan hafa eitt-
hvað í höndunum til að styðjast
við.
Af hljóðfærum má nefna fiðl-
una hans Þórarins Guðmunds-
sonar, þverflautu Sveinbjarnar
Egilssonar rektors og píanóið,
sem nemendur Péturs Gudjohn-
sens gáfu honum, að ógleymdu
gamla orgelinu úr Dómkirkjunni
eða réttara sagt reytunum af
fyrsta orgeli kirkjunnar, og svo
er það grammófónninn með stóru
trektinni sem sumir segja, að sé
ef til vill fyrsta diskótekið hér á
landi. Meira mætti til tína en
nægilegt er komið að sinni.
Myndirnar eru margar og
skemmtilegar. Karlakórar,
lúðraþeytarar, söngkvartettar og
strengjakvartettar, hljómsveitir
alls konar og ég veit ekki hvað.
Skrípamyndir eru þarna af fræg-
um söngvurum og tónlistar-
mönnum. í sem fæstum orðum
allt sem augað girnist á þessu
sviði. Sérstaklega hafði ég
skemmtun af mynd þar sem Páll
ísólfsson er að stjórna starfs-
mannakór Ríkisútvarpsins, og
fremstir eru þar í flokki Helgi
Hjörvar, Magnús Jónsson (dós-
ent) og Jónas Þorbergsson,
óborganleg mynd sem margir
munu hafa gaman að. Mynd af
kvöldvöku í Mývatnssveit mætti
og benda á. Þannig mætti lengi
telja en þetta verður að nægja
hér. Þarna er svo mikill fjöldi
mynda að það tekur langan tíma
að kynnast öllu sem á boðstólum
er. Það hefði ef til vill verið enn
betra að færri myndir hefðu
verið á veggjum og efast ég ekki
um að þá hefðu hlutirnir orðið
eftirminnilegri, en hvað um það.
Næst er að benda á mikið af
nótum sem yrði of langt mál að
telja hér, en allt er þetta forvitni-
legt og öll salarkynni Norræna
hússins undirlögð.
Ég hafði mikla ánægju af að
sjá þessa sýningu, en vil enn taka
það skýrt fram, að hér er það
leikmaður sem fjallar um hlutina
en ekki tónlistarmenntaður
maður. Það er því opið fyrir sér-
fræðinga að fjalla um þessa sýn-
ingu þrátt fyrir þessar línur. Svo
þakka ég fyrir skemmtilega
stund með þessum lúnu myndum
ogfallegu hljóðfærum.
Ljóð hafa tvær hendur
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson:
JARÐIJÓÐ
Myndskreyting: Guðjón Davíð Jóns-
son.
Fjölvaútgáfan 1985.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
hefur sent frá sér nokkrar
ljóðabækur, hina fyrstu Ósánar
lendur (1977). Auk þess hefur
komið frá honum skáldsaga og
barnabók. Hann er einnig höfund-
ur söngtexta.
Þótt Jarðljóð geti varla talist
bók sem kemur á óvart ber hún
þess merki að um framför hafi
verið að ræða í ljóðagerð Aðal-
steins Ásbergs. Ljóð hans eru nú
mun hnitmiðaðri en áður, betur
byggð. Einkum er það lokakaflinn,
Víðátta, sem sýnir að hófsöm túlk-
un höfundarins dugar honum vel.
Til dæmis í ljósi eins ogTvíund:
Ljóð hafa tvær hendur.
Önnurgefur
hin þiggur.
Þessar hendur
vinna saman.
Þú ertljóð
með tvær hendur
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
og inni í þér
býr söngur
sem endalaust hljómar.
Ljóðhafatværhendur
aðra harða
hinamjúka.
Tvær hendur
aldrei tómar.
Ónákvæmni í orðavali eða öllu
heldur ómarkvís málkennd spillir
að mínu mati sumum ljóðum
Aðalsteins Ásbergs. í fyrrnefnd-
um kafla er ljóð sem nefnist Til
þín 1. í því er talað um „þetta ljóð/
þessi ómstríðu orð“. Ómstríð orð
fann ég ekki í ljóðinu. Sama er að
segja um Kvöldljóð sem greinir
frá því að allt sem okkur mestu
varðar gerist „hægt“. Eitt erindið
er svona: „Hægt/ einsog falli/
fimbulský/ til jarðar". Ég á erfitt
með að hugsa mér slíkt ógnarský
á hægri ferð til jarðar, einkum
þegar sagt er að það falli.
Fleiri slík dæmi mætti tína til
úr Jarðljóðum. En þau eru fyrst
og fremst til vitnis um að Aðal-
steinn Ásberg þarf að huga betur
að merkingu og notkun orðanna.
Tveir Ijóðaflokkar Jarðljóða,
annar í kaflanum Vettvangur og
hinn Svið, sanna ekki að höfundin-
um láti vel að yrkja löng ljóð.
Hann er bestur þar sem hann
takmarkað sig hvað mest. Maður
hefur á tilfinningunni að sum Ijóð-
in séu eins konar söngtextar,
samanber f sland og Allt hefur sinn
tíma. Léttleiki þessara ljóða sem
eru með þeim bestu í bókinni er
af þeim toga að þau ná beint til
fólks. Svo er um fleiri ljóð bókar-
innar.
Hvað sem öðru líður eru Jarðljóð
mjög geðfelld bók, áfangi á leið
höfundar til meiri þroska.
Hringekjan heldur áfram
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Dan Turéll:
MORÐ í MYRKRI.
Jón Gunnarsson íslenskaði.
Forlagið 1985.
Dan Turéll er meðal kunnari
rithöfunda Dana, nýjungamaður í
bókmenntum, en hefur eins og
fleiri látið það eftir sér að skrifa
reyfara. Það ber ekki að harma sé
sú bók höfð í huga sem nú er komin
út á íslensku og nefnist Morð í
myrkri (Mord i morket 1982).
Morö í myrkri gerist í Kaup-
mannahöfn, nánar tiltekið mið-
borginni. Blaðamaður á fertugs-
aldri flækist óvænt inn í atburða-
rás sem byrjar með morði og leiðir
síðan af sér fleiri morð. Morðin
tengjast eiturlyfjasölu, vændi og
ýmsu öðru sem prýðir undirheima-
líf. Að baki eru voldugir menn sem
virða mannslíf ekki mikils, en
kunna því vel að fá seðlabúnt í
hendur.
Blaðamaðurinn er klár náungi,
ekki beinlínis hófsamur í líferni,
en hefur sjálfsvirðingu og sér í
gegnum æði margt. Fjölmiðla-
heimurinn til dæmis nýtur ekki
mikillar virðingar hans. Hann vill
ekki dansa með í þeirri samkeppni
sem snýst um að selja almenningi
æsilegt lestrarefni í formi frétta
og fréttaskýringa, efni sem byggist
á niðurlægingu og eymd.
Morð í myrkri er því öðrum
þræði ádeila á æsifréttamennsku
í stórborg. Hún er einnig ádrepa
sem beinist að lögreglu — og þegar
á allt er litið — stjórnvöldum. En
hún er líka lofgjörð um hlutina
eins og þeir eru, ekki krafa um að
hreinsa til. Blaðamaöurinn kann
ágætlega við hið spillta umhverfi
sitt þrátt fyrir allt.
Það er eins konar huggun í eftir-
farandi hugleiöingu hans:
„Og hvað sem í skærist mundi
hringekjan halda áfram. Hótelin
mundu opna, þurrka rykið af í
skyndi og leigja enn einu sinni út
hórdómsflet sín. Mellur yrðu á
ferli á hverju kvöldi, eða viðbúnar
með handtöskur sínar og mellu-
dólgana í grennd. Eiturlyfjasalar
yrðu á ferli með allt frá pakistan
til prelúdíns á boðstólum, fjár-
hættuspilarar mundu auðveldlega
finna sér bráð til að féfletta. Bar-
þjónar mundu halda áfram að
þerra glös sín, opna flösku og
þurrka við og við af borðum. Leigu-
bílar mundu þeyta flautur sínar,
umferðarljós skipta um lit, fólk
mundi hittast — og blöðin mundu
koma út á hverjum degi.“
Þýðing Jóns Gunnarssonar er
langt frá því að vera vond. Ég
held að Jóni gæti tekist að þýða
vel. En hvað er þetta mundu að
gera í tilvitnuðum texta? Hefði
ekki verið betra að sleppa því?
Morð í myrkri er skemmtileg
saga aflestrar. í henni er fullt af
mannlegu kryddi og Dan Turéll
tekst vel að laða fram andrúmsloft
sem er ósvikið, segir heilmikið um
borgina Kaupmannahöfn.
Rangt
föðurnafn
RANGT var farið með nafn Arn-
þórs Ingólfssonar aðstoðaryfirlög-
regluþjóns í blaðinu í gær, en hann
var þar nefndur Óskarsson. Blaðið
biðst velvirðingar á þessum mis-
tökum.
Guðspjall dagsins:
Matt.2.:
Flóttin til
Egyptalands
DÓMKIRKJAN:
Messa kl. 11.00. Dómkórinn
syngur. Organleikari Marteinn H.
Friöriksson Sr. Hjalti Guömunds-
son.
ÁRBÆJARPRESTAKALL:
Barna- og fjölskyldusamkoma í
safnaöarheimili Árbæjarsóknar
kl. 11 árdegis. Sr. Guðmundur
Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA:
Barnaguösþjónusta kl. 11.00.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr.
Halldór Gunnarsson í Holti pród-
ikar. Sr. Árni Bergur Sigurbjörns-
son.
BÚSTAÐAKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 11.00. Sr.
Sólveig Lára Guömundsdóttir.
Guðsþjónusta kl. 14.00. Sr. Sig-
hvatur Emilsson, Ásum, prédikar.
Organisti Guöni Þ. Guðmunds-
son. Sr. Ólafur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaöarheimil-
inu kl. 11.00. Guösþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr.
Þorbergur Kristjánsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 14.00. Organ-
isti Guöný Margrét Magnúsdótt-
ir. Sr. Hreinn Hjartarson.
GRENSÁSKIRKJA:
Messa kl. 14.00. Sr. Auður Eir
sóknarprestur prédikar. Organ-
isti Árni Arinbjarnarson. Sr.
HalldórS. Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA:
Messa kl. 11.00. Altarisganga.
Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriöju-
dag 7. jan.: — Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10:30, — Beöiö fyrir
sjúkum.
LANDSPÍT ALINN:
Messa kl. 10:00. Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA:
Messa kl. 10.00. Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Sr. Tómas
Sveinsson. Messa kl. 14.00. Sr.
Arngrímur Jónsson. Kl. 17:00 og
21:00 heldur organisti kirkjunnar.
Orthulf Prunner, orgeltónleika .
Dómkirkjunni og leikur sex só-
nötur fyrir orgel eftir J.S. Bach.
KÁRSNESPRESTAKALL:
Messa í Kópavogskirkju kl.
14.00. Organisti Kjartan Sigur-
jónsson. Sr. Guðmundur Órn
Ragnarsson.
LAUGARNESPRESTAKALL:
Laugardag 4. jan.: Guösþjónusta
í Hátúni 10b 9. hæö kl. 11.00.
Sunnudag 5. jan.: Messa kl.
14.00. Þrlöjudag 7. jan.: Bæna-
guðsþjónusta kl. 18.00. Sóknar-
prestur.
NESKIRKJA:
Guösþjónusta kl. 11.00. (Ath.
breyttan tíma). Sr. Frank M.
Halldórsson. Miðvikudag 8. jan.:
— Fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr.
Frank M. Halldórsson.
SELJASÓKN:
Barnaguösþjónusta í Seljaskóla
kl. 10:30. Barnaguösþjónusta í
Ölduselsskóla kl. 10.30. Guös-
þjónusta í Ölduselsskólanum kl.
14.00. Sr. Jón Bjarman fanga-
prestur prédikar. Þriöjudag 7.
jan.: — Fyrirbænasamvera í
Tindaseli 3, kl. 18.30. Fundur í
æskulýösfélaginu í Tindaseli 3
þriðjudag kl. 20.00. Sóknarprest-
ur.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík:
Almenn guösþjónusta kl. 14.00.
Ræöuefni: Valdiö og hin varnar-
lausu orö. Fríkirkjukórinn syngur
messusöngva Sigfúsar Einars-
sonar. Söngstjóri og organisti
Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns-
son.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelf-
ía:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Al-
menn guösþjónusta kl. 20.
KFUM/K, Amtmannsstíg:
Bænastund kl. 20. Almenn sam-
koma kl. 20.30. Ræöumaður sr.
Helgi Hróbjartsson. Þáttur frá
heimsókn í kristniboösstöövar-
nar í Kenýa og Eþíópíu.
HJÁLPRÆÐISHERINN:
Sunnudagaskóli kl. 14. Hjálp-
ræöissamkoma hin fyrsta á nýju
ári kl. 20.30. Sr. Halldór S.
Gröndal prédikar. Hátíðarfórn
tekin.
VÍÐIST AÐASÓKN:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr.
Sigurður Helgi Guðmundsson.