Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 11

Morgunblaðið - 04.01.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 11 Ann Turii Lindstad og Unnur Sveinbjörnsdóttir Jólatónleikar í Áskirkju Tónlist Egill Friöleifsson Áskirkja 29.12.1985 Efnisskrá: Verk eftir G. Fr. Hándei Flytjendur: Kammersveit Reykja- víkur Einleikarar: Ann Toril Lindstad, orgel, Unnur Sveinbjarnardóttir, lágfiöla. Þá hefur ár tónlistarinnar runnið sitt skeið, viðburðaríkt og eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Fjöldi tónleika hefur sennilega ekki verið meiri í annan tíma og margir þeirra mjög góðir. Og endaspretturinn var ekki af lakara taginu. Um síðustu helgi var opnuð hin merkasta sýning í sölum Nor- ræna hússins um tónlist á ís- landi. Kennir þar margra grasa og ber þar að finna mikinn fróð- leik í máli og myndum um tón- menningu landsins frá fyrstu tíð til okkar daga. Það var svo Kammersveit Reykjavíkur sem rak endahnútinn á þetta tón- leikaríka ár með ágætum konsert í Áskirkju sunnudaginn 29. des- ember sl. þar sem eingöngu voru leikin verk eftir Georg Friedrich Hándel, eitt af afmælisbörnum ársins, en hann, ásamt Bach, trónir á toppi hins glæsilega barokktímabils. Þar með hófst 12. starfsár Kammersveitarinn- ar, en sveitin hefur á þessum árum sett svip sinn á tónlistarlíf- ið, aukið á fjölbreytnina og jafn- an lagt metnað í vandaða og menningarlega efnisskrá. Við heyrðum fyrst Concerto grosso í D-dúr op. 6 nr. 5. Það voru þau Rut Ingólfsdóttir, Sig- rún Eðvaldsdóttir og Arnþór Jónsson, sem „kölluðust áu við fríðan flokk fiðlunga í þessu verki, svo úr varð hið ágætasta eyrnagaman. Largo-þátturinn var mjög vel leikinn með sínum hægu, breiðu laglínum. Ánn Toril Lindstad heitir ungur norskur organleikari, sem lék einleik í konsert fyrir orgel og kammersveit op. 4 nr. 6. Þetta er ákaflega skemmtileg tónsmíð, og hljómaði vel þó orgelkrílið í Áskirkju geti tæpast talist kons- erthljóðfæri. Ann Toril gerði hlutverki sínu góð skil. Hún lék frísklega og ákveðið í góðri samvinnu við hljómsveitina. Eftir hlé lék Unnur Svein- bjarnardóttir einleik í konsertin- um í h-moll fyrir lágfiðlu og kammersveit. Og þó leikur henn- ar væri ekki með öllu hnökralaus var heildarflutningur góður, einkum í öðrum þættinum. Tónleikunum lauk svo með Vatnasvítu nr. 1 í G-dúr. Tæpast geta þessir dansar talist til merkari verka höfundar, en létu þægilega í eyrum. E.t.v. hefur hljómur Kammersveitarinnar á stundum verið safaríkari en í þetta sinn. Það er hins vegar tilhlökkunarefni að Kammer- sveitin fær hinn snjalla Paul Zukofsky til liðs við sig seinna á árinu. Höfundurinn og útgefandinn Bókmenntir Siglaugur Brynleifsson Siegfried Unseld: Der Autor und sein Verleger. Suhrkamp 1985 Siegfried Unseld er forstjóri Suhrkamp-útgáfunnar, tók við af Peter Suhrkamp og nokkru síðar við sem forstjóri Inselútgáfunnar. Hann er mikilvirkur höfundur og meðal rita hans eru: „Hermann Hesse. Verk und Wirkungsge- schichte; Begegnungen mit Her- mann Hesse og Das Tagebuch Goethes und Rilkes. í þessari bók birtast ritgerðir um Hesse, Brecht, Rilke, Walser og útgefendur þeirra ásamt fyrstu ritgerðinni um rithöfundinn og útgefandann, skyldur og tilgang útgefanda skáldverka. Unseld rekur skoðanir ýmissa klassískra höfunda á útgefendum, og eru þær flestar heldur neikvæð- ar, og skoðanir síðari tíma höfunda eru bæði og. „Napóleon var mikil- menni, hann lét að minnsta kosti skjóta einn útgefanda", skrifaði höfundur nokkur í bréfi til út- gefanda síns. Nú á dögum eru það einkum höfundar sem verða að taka afleiðingum samantekta sinna í þeim ríkjum þar sem rétt- sýni valdhafa er algjör og allt sem stangast á við þá réttsýni er til- ræði við velferð þegnanna og fram- farasinnuð öfl. Afstaða útgefandans er þriþætt, hann verður að taka tillit til höf- undarins, lesendanna og buddunn- ar. „Útgáfufyrirtæki eru rekin með gróðamarkmið fyrir augum, en jafnframt byggist starfsemi þeirra á því að gefa út sem bestar bók- menntir og skáldskap og allur besti skáldskapur heimsins er ský- laus í afstöðu sinni með hinu veik- burða kúgaða gróðasjónarmiði og öllu því sem fylgir eins og nú horfir, umhverfiseyðingu og sér- gæðishyggju. Tvískinnungur hlýt- ur því að fylgja starfi útgefandas, „Rollen-Konflikt" sem Di eter E. Zimmer talar um að geti orðið lítt þolandi". Unseld ræðir um stöðu bókar- innar í tölvuvæddum heimi og þær spár sem voru mjög uppi fyrir rúmum áratug eða svo, að bókin væri búin að vera. Þetta var ekki nýtt. Um síðustu aldamót var því spáð að ný tækni í prentun myndi gera út af við prentun sem listiðn- að, en einmitt þá voru gefnar út einhverjar smekklegustu bækur, sem prentaðar hafa verið. Nú þegar allt veður í myndböndum, heimilistölvum og hljómtækjum og framtíðin er talin munu byggj- ast á rafeindaiðnaði og tölvuvæð- ingu eru samskonar spár uppi, um að bókin sem slík verði algjörlega óþörf eftir nokkur ár. Marshall McLuhan spáði því fyrir rúmum áratug að bókin yrði horfin sem fjölmiðill um 1980. „Hvað varð um framvinduna, sem hann spáði? McLuhan-stofnuninni í Toronto var lokað einmitt árið 1980“ Tæknin hefur auðveldað fjöl- földun bókarinnar og hún er nú handhægasti og ódýrasti fjölmið- illinn og verður um ókomin tíma- skeið. Unseld fjallar um bókina sem fjölmiðil þekkingar og skáld- skapar í baráttunni fyrir bættum heimi, húmanisma og skilningi. Em það hlutverk verður aðeins rækt þar sem útgefandinn er nokk- urn veginn frjáls gerða sinna og „tvískinnungurinn" er viðurkennd- ur sem forsenda fjölbreytts menn- ingarlífs. Unseld segir að bókmenntalegt útgáfufyrirtæki „miði ekki starf- semi sína við útgáfu einstefnubók- mennta, hvað þá metsölubóka, list- ar yfir metsölubækur dagsins í dag verða oft grafskriftir yfir þær á morgun". Fjölbreytni í vali er aldagömul regla útgáfufyrirtækja, sem byggist á samskiptum höf- unda og útgefanda. Höfundurinn lýsir samskiptum forvera síns, Peters Suhrkamp, við höfunda og uppbyggingu fyrirtækisins (Suhr- kamp) undir stjórn hans og í grein- arlok telur hann upp þau meginat- riði, sem hljóti að vera nokkurs konar leiðarljós útgefanda, sem áttar sig á ábyrgð sinni og gildi starfsemi sinnar. Freud segir einhverstaðar að skáldið hafi verið fyrsti baráttu- maðurinn fyrir andlegri einstakl- ingshyggju í hinu frumstæða samfélagi frummannsins, þar sem hin algjöra samfélagshyggja mót- aði meðvitund hvers einstaklings, þar sem hópeflið og sameiginleg meðvitund hópsins réð öllum við- brögðum. Freud taldi að skáldin hefðu skapað forsendur menning- arinnar. Hópeflisstefnur og múg- hyggja nútímans er jafn andstæð menningarlífi og hún var í árdaga og enn er svo að þeir sem afneita múghyggjunni eru skáld, rithöf- undar og þeir útgefendur, sem eru svipaðs sinnis og . útgefendur á borðviðUnseld. Meðan kvóti er ekki settur á útgáfustarfsemi verður hugsun og skáldskapur ekki fjötraður að hugmyndum pólitískra hugmynda- fræðinga um samfélagslega nauð- syn. Þó eru gerðar tilraunir til þess að torvelda menningarstarf- semi þar sem tötra-pólitíkusar ráða ferðinni, með sköttum og tollum á andlega starfsemi, skáld- skap og bókmenntir í gervi bóka- skatta og tolla og það má eins búast við því að sömu aðilar færi sig upp á skaftið og taki að þrengja að allri þeirri menningarstarfsemi sem stangast á við þann andlega kvóta sem þeim hefur hlotnast og þeim nægir. Eins og áður segir rekur Unseld viðskipti Hesse, Brechts, Rilkes og Walsers í fjórum ritgerðum, sem eru hver annarri fróðlegri og hluti bókmenntasögu þessarar aldar. ?11íin-?'n7n S0LUSTJ LARUSÞVALDIMARS UU *~I,3/U LOGM JOH ÞOROARSON HDL Opiö í dag kl. 1 til kl. 5. Viö Landakotstúnið Elri hæö og rishæð — tvær íbúöir eöa ein stór. Elri hæöin er 106,6 fm að innanmáli. Rishæöin er um 80 fm. Svalir á báöum hæðum. Inngangur og hitaveita er sér. Teikning á skrifstofunni. Nánari upplýsing- ar aöeins þar. Sérbýli í vesturborginni Endaraðhús skammt Irá Einimel meö 4ra-5 herb. íbúö á pöllum alls um 165 fm. Skuldlaus. Laust strax. Eignaskipti möguleg. Á úrvalsstað í Fossvogi Einnar hæöar raðhús meö bilskúr 203,9 fm nettó. Glæsileg lóó. Eigna- skipti möguleg. Teikning á skrifstofunni. í vesturborginni — hagkvæm skipti Til kaups óskast góö 2ja herb. íbúö. Skipti möguleg á rúmgóóri 3ja herb. íbúö á Högunum. Höfum á skrá SIMAR Dularfullir menn - og hestar Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Dick Francis: Hrossakaup Þýöandi: Þuríður Baxter Útgefandi: Nótt 1985 Ég skal játa að við lestur á kápu- síðu um efni þessarar bókar var þetta svona með hálfum huga sem ég hóf lesturinn. Þar sagði: „Sögu- hetjan er ungur bankastjóri, sem lánar stórfé til kaupa á stóðhesti, sem unnið hefur glæsta sigra á veðhlaupabrautinni. Markmiðið er að nota gripinn til undaneldis. En fiármunir bankans og framavon- irnar eru í hættu þegar óvænt er framið morð og fyrstu afkvæmi hestsins líta dagsins ljós ... illa vansköpuð." O, jæja, ekki hljómar þetta nú sérlega girnilega og býsna fjarri áhugasviðinu. Fyrir utan að maður veltir fyrir sér hvort unnt sé að halda spennu í heilli bók með afkvæmamálum veðhlaupa- hests. En þegar nánar er að gáð og lestur hafinn reynist kynningin á kápusíðu töluvert misvísandi og langtum meiri vefur er ofinn í sögunni en þar segir. Dick Francis er lagið að segja sögu og skapa bara snjallar persónur. Og auðvit- að kemur í ljós að vanskapnings- málin eru bara lítið brot af langt- um umfangsmeira glæpamáli en við fyrstu sýn skyldi ætla. Svo að maður verður fljótlega áfjáður í að reyna að rekja úr þráðunum og finna lausnirnar. Dick Francis hefur skrifað aragrúa spennusagna og á stóran lesendahóp, sjálfsagt hérlendis líka, þótt ég muni ekki í bili, hvort aðrar bækur eftir hann hafa verið þýddar á íslensku. Þótt Hrossa- kaup sé læsileg bók hefði ugglaust mátt velja einhverja ívið alþýð- legri. En breytir ekki að ágæta afþreyingu má fá af þessari og þýðing Þuríðar Baxter sýnist mér sómasamlega gerð. 1 n iftgttttSA Gódan daginn! s Fjölda fjársterkra kaupenda. Margskonar eignaskipti möguleg. Viðskiptin á árinu 1985 Úr meöaltali seldra eigna. Makaskipti ekki meðtalin. Útborgun var 87,4% af nafnverði eöa 77,4% af raunvirði. Viö undirritun kaupsamnings og á næstu 29 dögum greiddu kaupendur aö meöaltali 33,3% af nafnverði eöa 25,8% af raunviröi. Afhending var aö meðaltali 89 dögum eftir gerö kaupsamnings. Útborgun greiddist aö meöaltali á 335 dögum. Hlutfall raunvirðis var aö meöaltali 118,3% miöaö viö fasteígnamat. Hlutfall raunvirðis var aö meöaltali 94,5% miöaö viö brunabótamat. Mióaö er við hækkun lánskjaravísitölu á milli ára sem var rúm 39% og vexti 5% af verðtryggðum skuldum. Bestu nýársóskir þökkum viðskiptin á liðnu ári. LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Háaleitisbraut Til sölu snotur 2ja herb. endaíbúö á jaröhæö (kjallara) á góöum stað viö Háaleitisbraut. Upplýsingar á skrif- stofu minni í síma 10260 og utan skrifstofutíma 75104. Kristinn Einarsson hrl., Garðarstræti 11. ALMENNA FASIEIGNASALAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.