Morgunblaðið - 04.01.1986, Qupperneq 12
12_______________MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 4. JANÚAR1986
Enginn er lengur óhult-
ur fyrir símanjósnum
Samt skella ráðamenn vid skolla-
eyrum, segir amerfskur þingmaður
— eftirívar
Guðmundsson
New York: Á nýliðnu ári voru
njósnarar á alþjóðavettvangi áber-
andi þar sem þeim er síst ætlað
að halda sig — í sviðsljósinu.
Austan hafs og vestan hefir
veriö ljóstrað upp um njósnara,
sem stundað hafa iðn sína árum
saman og jafnvel í tugi ára, á
meðan þeir gegndu háttsettum
embættum í föðurlandi sínu.
Sumir í ráðuneytisskrifstofum
sem trúnaðarmenn valdhafa, jafn-
vel hátt sem lágt settir innan hers
og flota stórveldis.
Jafnvel vinaþjóðir hafa ekki
losnað við að vinir þeirra og sam-
starfsmenn hafi njósnað hjá þeim.
Nokkrir njósnarar hafa komið
sér undan hegningu með því að
flýja land, er „jörðin var farin að
brenna undir fótum þeirra", eins
og það er kallað, er þeir finna, að
það er að komast upp um þá. Þá
er að sjálfsögðu leitað á náðir
erlendra húsbænda. Njósnari
nokkur gaf sig á vald leyniþjón-
ustu þjóðar sem hann átti að
njósna hjá. Það þótti heldur en
ekki feitur biti, því hann ljóstraði
upp um samstarfsmenn sína. Það
kom mörgum í bobba sem við var
að búast. En svo fékk uppljóstrar-
inn heimþrá og sneri við sögunni.
Sagðist raunverulega hafa verið
tekinn með valdi, eftir að honum
hefði verið byrluð ólyfjan. Það sást
síðast til kauða, að hann fór bros-
andi uppí flugvél frá heima-
landinu. En engar sögur fóru af
því, hvort hann brosti í annað sinn,
er hann lenti hinumegin, enda
engar myndir teknar fyrir skjáinn
við það tækifæri.
Farandnjósnarar að
verða óþarfir?
Menn eru nú farnir að velta því
fyrir sér, hvort ekki sé komið að
því, að það, sem kalla mætti far-
andnjósnara, sem stunda sín
myrkraverk á ferð og flugi, eins
og James Bond sællar minningar,
séu að verða óþörf og úrelt stétt.
Nú sé tæknin til öflunar upplýs-
inga á laun orðin það fullkomin,
að hægt sé að sitja á sama stað
og samt að vera að njósna. í
bernsku talsímatækninnar kom
það fyrir að njósnað var í síma
með því að „koma inná línuna".
En nú er orðið sími líka að verða
úrelt orð, eða öfugmæli, þar sem
símtöl þurfa ekki lengur þráð á
milli manna. Nú eru samtöl send
í gegnum loftið með örbylgju raf-
eindatækni. En þótt ekki sé hægt
að hlera samtöl manna, sem þann-
ig fara fram með því að „koma
inná línuna", er aðferð til að hlera
samtöl með þartilgerðum raf-
eindatækjum. En það er líka hægt
að senda útí geiminn raddir
manna, sem koma fram sem óskilj-
anlegt þrugl nema að móttökutæk-
ið sé svo úr garði gert, að það
greiði úr ruglinu í mælt mál.
Það er sú aðferð til rafeinda-
njósna að fela hljóðnema þar sem
menn eru á tali. Nokkur ár eru
liðin síðan sendiherra Bandaríkj-
anna, Cabot Lodge að nafni, burð-
aðist inn á fund Öryggisráðsins
með stærðar skjaldarmerki þjóðar
sinnar, haglega útskorið og gyllt
til að sýna hvernig hljóðnema
hafði verið komið fyrir í skildinum.
En skjaldamerkið haföi hangið í
fundaherbergi sendiráðs Banda-
ríkjanna í Moskvu, numið hjal
manna þar og svo útvarpað til
þeirra, sem vildu vita hvað fram
fór milli manna í fundaherberginu.
Margar slíkar sögur hafa lengi
verið á kreiki og eru enn, enda
öllum kunn, sem sækja kvik-
myndahús og horfa á sjónvarps-
þætti. Jafnvel íslenskir sendiráðs-
starfsmenn gætu vafalaust sagt
frá reynslu sinni í þessum efnum
sem aðrir úr þeirri stétt. Og sumar
hlægilegar.
Rödd í eyðimörkinni
gegn símanjósnum
Bandarískur öldungadeildar-
maður úr Demókrataflokknum,
Patrick Daniel Moynihan, fulltrúi
New York-ríkis hefir skorið upp
herör gegn símahlerunum. Beinir
hann geiri sínum fyrst og fremst
að Sovétmönnum í Bandaríkjun-
um, sem hann segir, að iðki þetta
af miklum ákafa. Hann bendir á,
að Rússar velji sér jafnan aðsetur
fyrir sendiráð sín og íbúðarhús-
næði þar sem hæst ber í byggðar-
laginu til að hafa sem besta að-
stöðu til símahlerana.
Moynihan er formaður öryggis-
málanefndar öldungadeildarinnar.
Fyrir nokkru sendi hann kjósend-
um sínum umburðarbréf, þar sem
hann segir sínar farir ekki sléttar
til að fá stuðning yfirvalda til að
gera ráðstafanir til að stöðva
símanjósnirnar, sem hann telur,
að enginn sé lengur óhultur fyrir.
Hann telur að símahleranir séu
brot á mannréttindum og þær séu
ólöglegar almennum borgurum.
En nú sé svo komið að almenning-
ur í Bandaríkjunum megi ekki
lengur um frjálst höfuð strjúka á
heimilum sínum, né á vinnustað
fyrir þessum árásum á einkalíf
borgaranna.
Öldungadeildarþingmaðurinn er
af írskum ættum eins og nafnið
bendir til. Var orðinn kunnur fé-
lagsfræðingur áður en hann var
kjörinn á þing. Hann er ritfær vel
eins og svo margir landsmenn hans
og fer á kostum í bréfinu. Hér fara
á eftir nokkrar glefsur úr því til
fróðleiks og skemmtunar.
Nelson Rockefeller
skýrir frá símanjósnun-
um og er áhyggjufullur
„Ég var,“ segir Moynihan í
upphafi bréfs síns, „skipaður
sendiherra hjá Sameinuðu þjóðun-
um vorið 1975. Nelson Rockefeller,
sem þá var varaforseti, bað mig
að líta við hjá sér næst er ég væri
á ferð í Washington. Ég gerði það
með glöðu geði... Rockefeller
sagði mér, aö það fyrsta, sem ég
yrði að gera mér ljóst er ég kæmi
Allan-skrúfjárnið kostar 12 sent (5
krónur) eða 9.000 dollara (370 þús.
kr.) eftir því hver það er sem kaup-
ir.
til Sameinuðu þjóðanna væri, að
Rússar myndu hlera hvert einasta
orð, sem ég léti út úr mér í síma,
hvort heldur ég væri í einkaskrif-
stofu minni í byggingu fastanefnd-
ar okkar, eða í sendiherraíbúðinni
í Waldorf-turninum. Rússar, sagði
hann, hafa komið sér upp einstak-
lega fullkomnum símahlerunar-
tækjum í þessu skyni, bæði í skrif-
stofubyggingu þeirra við 67. stræti
og á sveitasetrinu í Glen Cove á
Langey. Og það sem mest væri um
vert er að þeir hlera símasamtöl
frá 22 hæða háhýsi, sem þeir hafa
reist til íbúða fyrir sendiráðs-
starfsfólk Rússa og fulltrúa frá
Sameinuðu þjóðunum. Þaðan gætu
þeir fylgst með samtölum yfir alla
Manhattaneyju.
Ég hélt í einfeldni minni, að
hann væri að segja mér leyndar-
mál. En hann sagðist hafa verið
að reyna að koma þessu á al-
mannavitorð. En það væri ekki að
sjá að nokkur maður hefði áhuga
á þessu. Rockefeller benti á hve
hættuleg þessi iðja gæti verið t.d.
með því að beita hótunum gagn-
vart þeim, sem hefðu talað óvar-
lega í síma sinn. Það væri t.d.
hægt að nota það til að neyða
menn til að njósna fyrir Rússa.
„Annars birtum við það sem við
heyrðum í símanum."
Háttsettur Rússi
skiftir lit
„Þótt enginn í Washington virt-
ist hafa áhuga á þessu máli var
mér öðruvísi farið", heldur Moyni-
han áfram. „Ég var nýkominn frá
Indlandi, þar sem maður lærir
fljótt, hvað það getur verið þýðing-
armikið að vita hver er á hnotskógi
eftir manni. Palestínumenn höfðu
nýlega kálað Cleo Noel (insk:
sendiherra) í Khartoun nokkrum
vikum eftir að ég kom (til Ind-
lands) og ég var augsýnilega næst-
ur á listanum. Um það leyti, sem
ég var að ljúka starfi mínu í New
Delhi, var mér orðið ljóst, að það
var fyrst og fremst indversku
öryggisvörðunum, sem gættu mín,
að þakka að ég fór frá Indlandi á
fyrsta farrými í flugvél í stað þess
að vera sendur í kassa í vörulest-
inni.“
„En hvað um það. Sex mánuðum
síðar, þann 5. desember 1975, bað
starfsmaður fastanefndar okkur
um áheyrn. Hann kom inn, lokaði
dyrunum vendalega á eftir sér, og
skýrði mér frá því, að Arkady
Nikolaevich Shevchenko, aðstoða-
raðalforstjóri Sameinuðu þjóð-
anna, hefði sagt Bandaríkjamanni
hjá Sameinuðu þjóðunum, að hann
hefði í hyggju að svíkja lit og leita
hælis í Bandaríkjunum.
Útilokað, Shevchenko æðsti
rússneski embættismaðurinn hjá
S.Þ. Skjólstæðingur Gromykos,
sem tók hann með sér á fundi hjá
Polituburo. 47 ára að aldri og
þegar talað um hann sem væntan-
legan aðstoðarutanríkisráöherra
Rússlands. Hann yrði æðsti emb-
ættismaður í sögu Sovét Rúss-
lands, sem flýði úr stöðu. Beita?
Vafalaust. Og þó. Það er ekki hægt
að nota mann eins og Shevchenko
sem beitu! Við urðum að komast
að sannleikanum og það gerðum
við. Það gekk. Enda notuðum við
ekki fóninn. Ég fór að taka uppá
því, að hitta menn að máli á ís-
knattleikjum í Madison Square
Garden. Það kann að hafa gert
gæfumuninn. En hvað um það.
Shevchenko leitaði hælis (á laun
til að byrja með). Og nú, á þessu
ári tíu árum síðar, segir hann frá
því í bók sinni „Skilið við Moskva".
Þar er einn kafli, sem ég vildi óska
aö Rockefeller hefði lifað til að
lesa. Hann skrifar um verkefni,
sem honum voru fengin til að byrja
með hjá S.Þ. og sívaxandi fjölda
KGB manna sem voru sérfræðing-
ar þjálfaðir í vísindanjósnum: „í
Glen Cove,“ skrifar hann, „var
fjölgunin furðuleg. Þegar ég kom
til Bandaríkjanna í fyrsta sinni
1958 voru 3 eða 4 sérfræðingar í
samgöngumálum á vegum KGB
með pjönkur sínar. Þeir komu sér
fyrir í vistarverum fyrrverandi
þjónustufólks í rishæð. En 1973
voru sérfræðingarnir, sem önnuð-
ust símahleranir, orðnir að
minnsta kosti 12 talsins og höfðu
þá lagt undir sig alla rishæðina
eins og hún lagði sig. Hafurtask
þeirra var svo umfangsmikið að
þeir urðu að koma því fyrir í öðru
af stærri gróðurhúsunum, sem
ekki voru í notkun sem slík. En
annað starfsfólk mátti ekki koma
í gróðurhúsið." Á þökum sveitaset-
ursins í Glen Cove, háhýsinu í
Riverdale og húsnæði fastanefnd-
ar á Manhattaneyju eru skógar af
loftnetum til þess að hlusta á
símasamtöl bandarískra borgara.
Jimmy Carter lætur
sér fátt um finnast
„Það næsta sem skeði, skal ég
segja ykkur,“ heldur Moynihan
áfram, var að ég var kominn í
Öldungadeildina, en Nelson Rocke-
feller genginn. Mér fannst ég
standa í dálítilli skuld við hann.
Því var það, í upphafi Cárter-
stjórnarinnar, að ég lagði fram
frumvarp, og efni þess var eftirfar-
andi: Hvenær sem forsetinn hefir
ástæður til að halda ... að ein-
staklingur, sem öðlast hefir dipló-
matíska löghelgi í Bandaríkjunum
hafi vísvitandi gerst rafeinda-
þefari fyrir erlenda ríkisstjórn,
skal forsetinn þegar skipa honum
að hætta þeim leik strax og senda
hann til síns heima með hraði".
Forsetinn var spurður að því á
blaðamannafundi hvert hans álit
væri á frumvarpinu. „Jæja, sko,“
sagði Jimmy Carter, „vegna ör-
bylgju-rafeindatækninnar, sem
Þannig lítur það út símatækið, sem kallað hefur verið „öruggt, vinalegt
tæki“ gegn símahlerunum. Þetta tæki kostar 10 þús. dollara. Onnur full-
komnari gerð kostar 35 þúsund dali.
Daniel Patrick Moynihan öldunga-
deildarþingmaður.
fleygt hefir fram uppá síðkastið
hefir það orðið algengt að þjóðir
hafa notað sér tæknina. Það er
hvorki árás í því né stríð. Það er
algerlega einhliða." Hann fjasaði
eitthvað meira um þetta og lauk
máli sínu með því að segja: „Ég
myndi ekki kalla þetta framferði
Sovétsamveldisins árásaratriði."
„Takk fyrir, höfðingi. Ég sagði
aldrei, að þetta væri árásaratriði.
En ég sagði, að þetta væru brot á
stjórnarskrárrétti bandarískra
borgara. Ég fór ekki framá, að
hann segði einum eða neinum stríð
á hendur. Ég fór framá að hann
fylgdi stjórnarskránni, sem hann
hefir svarið eið að verja. Sama eið
hafa öldungadeilarþingmenn svar-
ið.“
Leika sama leikinn
„Ríkisstjórnin hafði síðar fyrir-
ætlanir á prjónunum. Hún fór að
grafa sínar eigin símalínur í jörð.
Var stjórninni ljóst að hún var
raunverulega að tilkynna, að ríkis-
stjórnin hefði hagsmunamál, önn-
ur en almenningur í landinu? New
York Times taldi að svo hlyti að
vera. Blaðiö segir í ritstjórnar-
grein: „Þegar deild innan ríkis-
stjórnar Bandaríkjanna verður
uppvís að ólöglegum símahlerun-
um, er ætlast til að ábyrgir lag-
anna verðir reyni ekki að gera
lögbrjótunum erfiðara fyrir í iðn
sinni, heldur segja þeim að hætta.
Ef öðruvísi er farið með sovét
hlustara, eins og um sé að ræða
einhvern leik, þá er það sennilega
vegna þess, að við leikum sama
leikinn. Við fáum vafalaust mikils-
verðar upplýsingar með því að
hlusta á Rússa tala saman í síma
í Rússlandi. Og kannski eru þær
upplýsingar taldar svo þýðingar-
miklar fyrir okkur að við snúum
blindu auga að, eða verðum heyrn-
ardaufir yfir framferði Rússa hjá
okkur.
Veldur hver á heldur
Carter-stjórnin vildi ekki koma
nálægt frumvarpi mínu. En nú var
ég kominn í þá nefnd innan þings-
ins, sem gat kallað yfir sig menn
til yfirheyrslu og ég nýtti mér það
og gerði ráðstafanir til að kalla
fyrir nefndina fulltrúa frá CIA. Ég
lagði fyrir hann eftirfarandi
spurningu: „Er stofnunin samþykk
þeirri skoðun, að þetta „hlutlausa"
framferði sé brot á réttindum
bandaríkjaborgara samkvæmt
fjórðu grein stjórnarskrárinnar
þar sem segir m.a.: „Réttur þegn-
anna varðandi eigið öryggi, heim-
ili, ritað mál og eignir skal ekki
skertur". „Nei,“ sagði lögfræðileg-
ur ráðunautur CIA. Nei?“ Já það
er rétt: „Sjáið þér til, öldungadeild-
arþingmaður, fjórða greinin ver
yður gegn árás á einkalíf yðar frá
yðar eigin ríkisstjórn, ekki erlend-
um ríkisstjórnum."
SendirádiÖ á hæðinni
dregið í sviðsljósiö
„Ríkisstjórnir koma og ríkis-
stjórnir fara,“ heldur bréfið áfram.
En það urðu engar breytingar á
afstöðu þeirra til símahlerana
Rússa. í lok 1981 ákvað leyniþjón-