Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 16

Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 16
16________ New York: MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 AP/Símamynd Górilluvinur grafinn Bandaríska konan Dian Possey, sem kannaði lifnaðarhætti sjald- gæfra górilluapa á Visoke-fjallinu í Rwanda, var jarðsett í grafreit skammt frá rannsóknarstöð hennar á fjallinu. Hún var greftruð á nýjársdag við hlið górilluapa, sem veiðiþjófar felldu árið 1977. Dian Fossey fannst myrt á annan dag jóla. Leit að banamanni hennar hefur engan árangur borið, en ekki er þó lokið yfirheyrslum yfir um 50 mönnum, sem störfuðu í rannsóknarstöð hennar í Visoke- fjallinu. Lagt hafði verið til Fossey margsinnis með sveðju. Móðir Teresa opnar gistiheimili fyrir alnæmissjúklinga í kosningunum tókst Þjóðar- flokknum næstum að tvöfalda fylgi sitt. Lyfti Westerberg flokkn- um úr 8 í 14%. Og fylgisaukningin hefur haldið áfram. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur flokkur- inn nú fylgis yfir 20% kjósenda. Minnsti stjórnarandstöðuflokkur- inn er þannig allt í einu orðinn stærstur hinna borgaralegu flokka. í skoðanakönnun þeirri, sem nefnd var hér í upphafi, þar sem fram kemur, að Westerberg nýtur trúnaðar 47% aðspurðra, kom Olof Palme næstur á eftir með 32%, kommúnistaleiðtoginn Lars Wern- er með 18%, og Ulf Adelsohn, leið- togi Moderataflokksins, með 16%. Að því er Miðflokkinn varðar eru tölurnar ómarktækar, þar sem Thorbjörn Fálldin lét af embætti flokksleiðtoga, meðan á könnun- inni stóð. New York, 3. janúar. AP. NVLEGA opnaði friðarverðlauna- hafinn og nunnan Móðir Teresa gistiheimili fyrir alnæmissjúklinga í New York. Er það til húsa í Green- wich Village. Þá hefur Móðir Teresa farið fram á aðstoð Edwards Kochs borgarstjóra við að útvega bújörð í nágrenni borgarinnar, þar sem unnt verði að hýsa fanga með alnæmi. Vill hún, að um 50 fangar, sem eru langt leiddir af völdum sjúkdómsins, verði leystir úr haldi og vistaðir þar í umsjá hennar. Er hugmynd Móður Teresu í samræmi við starfshætti systra- reglu hennar, sem annast um 178.000 holdsveikisjúklinga víða um heim. Móðir Teresa sagði nýlega í viðtali í bandarísku sjónvarpi, að alnæmissjúklingar væru rétt eins og annaö fólk „börn Guðs og þarfn- ast umhyggju og umönnunar". Nýlega voru þrír fangar með alnæmi á lokastigi látnir lausir og Móðir Teresa: Alnæmissjúklingar eru einnig börn Guös og þarfnast umhyggju og umönnunar. London, 3. janúar. AP. BANDARÍKJADOLLARI hækkaði talsvert í Evrópu í dag eftir að Sat- oshi Sumita, bankastjóri Japans- banka, sagði að gengi dollarans ætti að vera stöðugt í ár og vera um 200 japönsk jen. Gjaldeyrismarkaðir í Tókýó voru lokaðir í dag, en þegar gjald- eyrisverslun lauk í London í dag kostaði dollarinn 202,35 jen. í gær kostaði dollarinn 199,35 jen í Lon- don og var það fyrsta sinni síðan 1979 að gengi dollara fór niður fyrir200jen. í London kostaði sterlingspund- ið síðdegis í dag 1,4730 dollara (1,44885). Gengi annarra helstu gjald- miðla var á þann veg að dollarinn kostaði 2,4640 vestur-þýsk mörk (2,43775), 2,0685 svissneska franka (2,0520), 7,5600 franska franka (7,4850), 2,7785 hollensk gyllini (2,7565), 1.681,75 ítalskar Iírur (1.669,50) og 1,40225 kanadíska dollara (1,40065). vistaðir á hinu nýja gistiheimili í Greenwich Village, en þar er rúm fyrir 14 sjúklinga. —47 %Svía bera „mikið traust“ til hans — fylgi Þjóðarflokksins komið yfir 20 % Stokkhólmi, 3. janúar. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaösins. SKÆRASTA stjarnan á hinum póli- tíska himni í Svíþjóð um þessar mundir er án alls vafa Bengt West- erberg, leiötogi Þjóðarflokksins. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun bera 47 % Svía, án tillits tii flokks- banda, „mikið traust“ til hans. Er þetta metárangur. Skoðanakannanir eins og þessi hafa verið gerðar í Svíþjóð reglu- lega um árabil. Á síðustu tólf árum hefur það aldrei gerst, að nokkur flokksleiðtoganna kæmist yfir 40%-mörkin. Bengt Westerberg tók við for- ystu í Þjóðarflokknum fyrir rúmu ári. Samkvæmt skoðanakönnunum var flokkurinn þá í mikilli lægð; jafnvel ekki fjarri 4%-markinu, sem er lágmark til að geta átt fulltrúa á þingi. Og koma Wester- bergs virtist ekki breyta neinu verulegu um vinsældir flokksins fyrst í stað. Það var ekki fyrr en á enda- sprettinum fyrir sænsku þing- kosningarnar í septembermánuði á síðasta ári, sem breyting átti sér stað. Allt í einu tóku vinsældatölur flokksins stefnuna upp á við, og settu flestir það í samband við góða frammistöðu Westerbergs í sjónvarpskappræðum flokksleið- toganna skömmu fyrir kosning- arnar. Danir og Grænlendingar deila um utanríkismálin Stjórnin í Kaupmannahöfn lítiö hrifin af vaxandi sambandi Sovétmanna og Grænlendinga Kaupmannahöfn, 3. janúar. Frá NiLs Jörgen Bruun, GrenUndsfrétUriUra Morgunblaösins. LARS Emil Johansen, sem fer með sjávarútvegsmál í grænlensku heima- stjórninni, vill sjálfur ráða því við hverja hann ræöir við morgunverðar- borðiö, jafnvel þótt um sé aö ræða Sovétmenn. Svarar hann á þennan hátt þeirri umkvörtum Uffe Ellemann-Jensens, utanríkisráðherra Dana, að grænlenskir stjórnmálamenn standi í samningaviðræðum við kollega sína erlendis án þess að fulltrúi danska utanríkisráðuneytisins sé við- staddur. Eins og kunnugt er fara Danir með utanríkismálin fyrir hönd Grænlendinga. Ástæða fyrir óánægju Elle- mann-Jensens er sú, að Johansen var fyrir skömmu í Sovétríkjun- um og átti þá viðræður við sov- éska embættismenn um fisk- veiðisamning milli Grænlend- inga og Sovétmanna. Grænlend- ingar hafa auk þess farið til Kúbu til frekari viðræðna við Sovétmenn. í viðtali við græn- lenska útvarpið segir Johansen, að aðeins hafi verið um að ræða óformlegar samræður yfir morg- unmatnum auk þess sem Græn- lendingar fari sjálfir með sjávar- útvegsmálin eftir að þeir gengu úr Evrópubandalaginu. Um þetta stendur deilan, hvort fiskveiðisamningar við erlend ríki skuli heyra undir heima- stjórnina í Grænlandi eða utan- ríkisráðuneytið í Kaupmanna- höfn. Ritzau-fréttastofan hefur það einnig eftir áreiðanlegum heimildum, að danska stjórnin sé ekki of hrifin af, að Sovétmenn fái fótfestu á Grænlandi þar sem Atlantshafsbandalagið og Bandaríkjamenn eru með mikil varnarmannvirki. Þessu máli tengist það, að danska utanríkisráðuneytið hef- ur hafnað beiðni Kanadamanna um að koma upp ræðismanns- skrifstofu í höfuðstaðnum, Nuuk. Kanadamenn höfðu slíka skrif- stofu þar áður fyrr og þótti orðið brýnt að opna hana aftur vegna þess, að nú hefur verið tekið upp beint flug milli Kanada og Græn- lands auk þess sem verulegt samstarf hefur komist á með eskimóum í löndunum báðum. Danir vildu hins vegar ekki verða við ósk Kanadamanna því að þá hefði verið erfitt að segja nei við Sovétmenn. Jonathan Motzfeldt, formaður landstjórnarinnar, ætlar að taka þetta mál upp á næsta ríkisfundi, sem svo er kallaður, fundi hans, Poul Schliiters, forsætisráðherra, og Atla Dam, lögmanns Færeyja. Það eru ekki aöeins grænlensk- ir stjórnmálamenn, sem gera sér dælt við risaveldið í austri, held- ur einnig grænlenska alþýðu- sambandið og hefur það vakið litla hrifningu meðal forystu- manna dönsku launþegasamtak- anna. Snemma í sumar fór sendi- nefnd frá grænlenska alþýðu- sambandinu til Sovétríkjanna og nokkru síðar var nefnd manna frá Sovétríkjunum boðið til Grænlands á afmælishátíð græn- lensku launþegasamtakanna. Var þetta gert án samráös við LO, danska alþýðusambandið, sem þó kostar að verulegu leyti starfsemi grænlenska sam- bandsins. Vedur víða um heim Lægst Hæst Akureyri -5 hálfskýjað Amsterdam -3 2 riqninq Aþena 10 17 heiðskýrt Barcelona 14 léttskýjaö Berlín 0 3 skýjað Brlissel -2 8 rigning Chicago -2 2 skýjað Dublín 1 5 heiðskírt Feneyjar 1 þoka Frankfurt 3 4 skýjað Genf 3 9 skýjaö Helsinki -10 -10 snjókoma HongKong 15 19 heiðskýrt Jerúsalem 7 13 skýjað Kaupmannah. -4 -2 skýjaö Las Palmas 19 skýjað Lissabon 11 15 úrkoma London 3 5 heiöskírt Los Angeles 15 19 rigníng Lúxemborg 4 skýjað Malaga 15 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Miami 20 25 skýjað Montreal -11 -3 snjókoma Moskva vantar New York 0 8 heiðskýrt Osló -6 -6 skýjað Paris 5 8 skýjað Peking -15 -7 úrkoma Reykjavik 1 úrk. í gr. Ríó de Janeiro 20 32 akýjað Rómaborg 1 12 skýjað Stokkhóimur -17 -1 snjókoma Sydney vantar Tókýó 0 6 skýjað Vínarborg -3 -1 skýjað Þórshöfn -1 skýjað Gengi gjaldmiðla Metárangur Bengt West- erberg í nýrri könnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.