Morgunblaðið - 04.01.1986, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.01.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 17 Gjaldþrotamálið stóra í Noregi: Var gífurlegum fjár- munum komið með leynd til útlanda? Osló, 2. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKI útgerðarmaöurinn með ís- lenskulega ættarnafnið - Parley Augustsson - sem nýlega varð gjald- þrota, hefur að ölium líkindum komið gífurlegum fjármunum meö leynd til útlanda og getur féð skipt tugum milljóna króna, að sögn norska útvarpsins. Er þess getið til, að peningarnir hafi verið lagðir inn á bankareikninga í Sviss og Licht- enstein. Aðalfyrirtæki (af um 150 fyrir- tækjum) Augustsson, Balder In- vest, var lýst gjaldþrota í maímán- uði og dró það nokkur hinna fyrir- tækjanna með sér í fallinu. Nú eru kröfurnar í þrotabúið komnar upp í tæpa tvo milljarða norskra króna, og því um að ræða stærsta gjaldþrotamál í sögu Nor- egs. Einar Koefoed lögfræðingur, sá er fer með stjórn þrotabúsins, segir, að það muni ekki koma sér á óvart, þó að leitt verði í ljós, að Augustsson útgerðarmaður hafi komið fjárfúlgum með leynd til útlanda. En hann leggur áherslu á, að réttarrannsókn sé ekki hafin enn að því er þetta varðar. Lög- fræðingurinn telur víst, að leit að þessum fjármunum muni brátt verða hafin erlendis. Ítalía: Höfundur sjónvarpsmynda- flokksins um Verdi látinn Tórfni, 2. janúu. Frá frétlaritara Morgunblaósins, Brvnju Tomer. RENATO CASTELLANI, ítalski kvikmyndaleikstjórinn, sem meðal annars gerði sjónvarpsþættina um Giuseppe Verdi, er nú látinn 72 ára að aldri, en hann hafði átt við mikil veikindi að stríða undanfarin ár. Castellani var mikils metinn og virtur kvikmyndaleikstjóri, en hann hóf að vinna fyrir sjónvarp um 1970. Fyrsta verkefni hans fyrir sjónvarp var þáttaröð um líf og starf Leonardo da Vinci, sem hann gerði 1971. Þættina um Verdi, sem íslenska sjónvarpið hefur meðal annars sýnt, gerði hann fyrir þremur árum, árið 1982. Castellani fæddist í sjávarþorp- inu Finale Ligure við Genúaflóa 4. september 1913. Hann nam arkitektúr í Mílanó en var kallaður í herinn 1935 og sendur til Austur- Afríku. Er hann kom aftur til Ítalíu hóf hann að vinna að kvik- myndagerð og vann í upphafi með Blasetti, Salvador Rosa, Camerini og fleiri þekktum kvikmyndaleik- stjórum. Fyrsta kvikmynd hans sem hlaut umtalsverða athygli á Ítalíu og erlendis var „Tveggja aura von“ eða „Due Soldi Di Sper- anza“, eins og hún nefnist á frum- málinu, sem hann gerði árið 1951. Grænland: Lungnakrabba- mein vaxandi - í kjölfar aukinna sígarettureykinga Nuuk, 2.jan. Frá fréttaritara Morgunblaósin.s NJ. MIKIL aukning sígarettureykinga á Grænlandi hefur haft í for með sér fleiri tilfelli af krabbameini í lung- um á meðal Grænlendinga. Er það haft eftir J. Brangstrup-Hansen, aðstoðarlandlækni á Grænlandi, að æ fleira fólk þar í landi fái lungna- krabba og standi það vafalaust í tengslum við vaxandi sígarettu- reykingar. Walesa-hjónin með áttunda barnið AP/Símamynd Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi, og Danuta, kona hans, eru orðin foreldrar í áttunda sinn. Er átt- unda barnið stúlka, sem kom í heiminn 28. desember sl. Var þessi mynd tekin af þeim hjónunum á nýársdag ásamt dótturinni, sem ekki hefur enn verið vatni ausin. nafnið hafa þau þó ákveöið, litla stúlkan á að heita Brygida Katarzyna. Ár glataðra tækifæra í Póllandi segir Walesa Bruun. Á árinu 1983 veiktust 33 menn af lungnakrabba á Grænlandi, en árið 1968 — eða 15 árum áður — voru þeir aðeins þrír. Grænlend- ingar tóku að reykja sígarettur eftir heimsstyrjöldina síðari. A tímabilinu 1970 til 1983 hafa síga- rrettureykingar þeirra aukizt mjögeða úr 56 millj. í 150 millj. Varsjá, 3. janúar. AP. LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði að pólska ríkisstjórnin stjórn- aði með „þvingunum og lygum“ og varaði fólk við að ef svo færi sem horfði stefndi í óefni með málefni Póllands, í nýársávarpi til félaga sinna í hinni óopinberu pólsku verkalýðshreyfingu. Hann lýsti síðastliðnu ári sem ári glataðra tækifæra í Póllandi, þar sem ríkti efnhagsleg stöðnun, mannréttindabrot færðust í vöxt og kerfi kommúnistaflokksins hefði styrkst. Hann bætti við að þessi þróun gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. „Stjórnvöld vilja ekki leita stuðnings í ákveðnum lögum samfélagsins og kjósa fremur stefnu þvingana og lyga.“ Hann sagði ennfremur að yrði reynt að koma á í Póllandi strangtrúuðu kommúnísku samfélagi myndi það mæta andstöðu fjöldans og enda með skelfingu. Walesa sagði að á nýju ári byndi hann helst vonir við þá breyttu fjöldavitund meðal þjóðarinnar, sem stofnun Samstöðu hefði meðal annars valdið fyrir fimm árum síðan. Benti hann á kosningarnar í október til pólska þingsins, sem sýndu að þjóðin væri ekki varnar- laus. Þá hefðu milljónir Pólverja, þrátt fyrir margs konar hótanir, skráð sjálfa sig sem óvini stjórn- valda, eins og því hefði verið lýst af opinberum aðilum. Stjórnvöld segja að 79% hafi kosið í kosning- unum, en Samstaða segir að það sé nær lagi að 66% hafi kosið. Um ástandið í alþjóðamálum sagði Walesa að fundur leiðtoga stórveldanna í Genf gæfi ástæðu til bjartsýni, en lagði áherslu á að slökun milli austurs og vesturs yrði að byggjast á fullveldi ríkja og réttindum sérhvers þeirra til að velja sér lausnir sem væru í samræmi við hagsmuni og þjóðleg- ar hefðir þeirra. Heimsmeistaratignin í skák: Reynir Korchnoi einu sinni enn? Frakkland: Verða bréfdúfurnar kallaðar í herinn? Sure.snes, Frakklandi, 2. janúar. AP. FRANSKI herinn, sem fyrir skemmstu seldi þeim bandaríska fjarskiptabúnað fyrir 4,3 milljaröa dollara, treystir ekki á tæknina einvörðungu. Ef til styrjaldar kemur og tækniundrin bregðast verður þaö þrautalendingin að notast við bréfdúfur. Áttunda fjarskiptadeild franska hersins hefur aðsetur á Valerien-fjalli, hæsta fjallstind- inum á Parísarsvæðinu, og hefur hún m.a. í fórum sínum 100 bréf- dúfur. Þær eru þó aðeins lítill kjarni því að til eru áætlanir um almennt herútboð meðal bréf- dúfna ef til stríðs kemur. í Frakklandi eru um 35.000 menn, sem eiga bréfdúfur, og ef þörf kremur verða þeir skikkaðir til að afhenda þær hernum. Bréfdúfa „Menn hafa notað bréfdúfur í 5000 ár,“ sagði Jean-Pierre Fauvez, 22 ára gamall hermaður, sem ber ábyrgð á bréfdúfunum. „Egypsku faraóarnir notuðu þær, Grikkir einnig og Rómverjar urðu fyrstir til að átta sig á gagnsemi þeirra í stríði." Þegar Karl Martel sigraði Araba við Poitiers árið 732 og forðaði þar með Evrópu frá því að játast spámanninum í Mekka skýrði hann frá sigrinum í skila- boðum, sem hann sendi með bréf- dúfu. „Sarracenti obtriti", „Serk- irnir sigraðir", sagði í bréfinu. í fyrri heimsstyrjöldinni komu bréfdúfur Frökkum að góðum notum en í þeirri síðari tóku Þjóðverjar Frakkland með svo skjótum hætti að varla gafst tími til að sleppa fuglunum. Franski herinn notaði bréfdúfur síðast í Alsírstríðinu. Tel Aviv, Locarno, 2. janúar. AP. VIKTOR Korchnoi, sem nokkrum sinnum hefur sóst árangurslaust eftir heimsmeistaratigninni í skák, er ekki fráhverfur því að gera eina atlögunaenn. Korchnoi sagði fyrr á árinu, að hann væri staðráðinn í að tefla aldrei framar við Anatoly Karpov, fyrrverandi heimsmeistara, og sagði hann um Karpov, að hann væri „ímynd hins sovéska kerfis, allt of valdamikill og enginn happadráttur fyrir skákíþróttina". Korchnoi var um áramótin í borg- inni Beersheba í ísrael þar sem stjúpmóðir hans hefur búið frá árinu 1982 og í símaviðtali við hann sagðist hann vera að hugsa um að reyna enn einu sinni við heimsmeistaratignina, nú þegar Kasparov væri orðinn heimsmeist- ari. „Kasparov er drengskaparmað- ur og sinn eigin herra. Hann er hvalreki fyrir skákíþróttina," sagði Korchnoi. FIDE, Alþjóðaskáksambandið, hefur gefið út nýja lista yfir sterk- ustu skákmenn í heimi. Er núver- andi heimsmeistari, Garri Kasp- arov, efstur með 2720 stig, Karpov er næstur með 2700 stig og í þriðja sæti eru tveir sovéskir skákmenn, Rafael Vaganian og Artur Yus- upov, ásamt Jan Timman frá Hollandi. Eru þeir með 2665 stig. Efst kvenna er sovéska skákkonan Maya Chiburdanidze með 2455 stig og næstar henni þær Pia Cramling frá Svíþjóð og Zsuzsa Polgar frá Ungverjalandi með 2400 stig. Pólland: Sex létust í nýársveislu Varsjá, 3. janúar. AP. NÝÁRSSAMKVÆMI í borginni Nova Sol í Póllandi fékk válegan endi: Sex unglingar létust í svefni í vcislunni af karbon-monoxíð eitrun frá ósandi kolaofni. ' Áður en þeir féllu í svefn að loknum næturlöngum fögnuði, kyntu unglingarnir upp í kolaofni í sumarbústað sínum og sakir eysukulda lokuðu þeir öllum glugg- um kyrfilega. Einn drengur vaknaði um morg- uninn, fór til síns heima og skildi vini sína eftir sofandi í herberginu. Súlkurnar fjórar og drengirnir þrir fundust meðvitundarlaus í hægindastólum ogfletum. Fimm unglinganna voru látnir þegar þeir fundust, einn lést á leið á sjúkrahús og tókst að bjarga lífi einnar stúlkunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.