Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 19

Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 Minning: Gróa María Oddsdótt ir, Þóroddsstöðum Fædd 2. september 1898 Dáin 29. desember 1985 Gróa María Oddsdóttir lést í Reykjavík að morgni 29. desember sl. Hún fæddist í Ólafsvík 2. sept- ember 1898, dóttir hjónanna Odds Valentínussonar, skipstjóra og hafnsögumanns, og konu hans, Guðrúnar Hallgrímsdóttur. Gróa ólst upp á heimili foreldra sinna í Stykkishólmi, en hún var elst barna þeirra hjóna. Innan við tvítugt fer Gróa til Reykjavíkur og stundaði þar nám í saumaskap og hússtjórnarfræð- um næstu vetur. Sumarið 1918 ræðst hún kaupakona að Þórodds- stöðum í Hrútafirði. Á Þórodds- stöðum bjó þá Þorvaldur Ólafsson, hreppstjóri, og kona hans, Ingi- björg Ólafsdóttir. Þau voru barn- laus, en hjá þeim var fóstursonur og systursonur Þorvaldar, nafni hans Böðvarsson. Þorvaldur Böð- varsson var sonur Böðvars Böð- varssonar, gestgjafa í Hafnarfirði, og Kristínar Olafsdóttur, konu hans. Þetta sumar munu þau Þorvald- ur og Gróa hafa ákveðið að ganga saman lífsins veg. Vorið 1919 legg- ur Þorvaldur í ferð vestur á Snæ- fellsnes og kemur til baka með brúði sína, Gróu, en þau voru gefin saman 7. júní 1919. Gamlir Hrút- firðingar hafa sagt mér hversu minnisstætt þeim varð, þegar brúðhjónin ungu komu ríðandi yfir Laxárdalsheiði á leið til heim- kynna sinna. Þar fór saman glæsi- leiki ungu hjónanna og reiðskjót- anna, en Þorvaldur átti afburða fallega hesta. Þau Þorvaldur og Gróa hófu nú búskap að Þórodds- stöðum með fóstra Þorvaldar og var hann með þeim uns hann andaðist 1938, þá farinn að heilsu ogblindur. Þau Þorvaldur og Gróa eignuð- ust 10 börn. Þau eru: Kristin f. 1920, kaupmaður í Reykjavík, maki Geirarður Siggeirsson, bílaútgerð- armaður í Stykkishólmi og síðar kaupmaður í Reykjavík, látinn 1973. Þorvaldur f. 1921, bifreiða- stjóri í Reykjavík, kvæntur Huldur Arnbergsdóttur frá Borgarnesi. Haraldur f. 1922, bankastarfsmað- ur í Reykjavík, kvæntur Lise Friis Þorvaldsson frá Danmörk. Oddný Guðrún f. 1924, gjaldkeri hjá Pósti og síma í Reykjavík, látin í október 1984. Ingibjörg f. 1925, handa- vinnukennari og húsmóðir í Reykjavík, maki Sverrir Júlíusson fyrv. alþingismaður. Böðvar f. 1926, bóndi að Akurbrekku í Hrútafirði, kvæntur Kristínu Jó- hannsdóttur frá Litlu Hvalsá í Hrútafirði. Arndís f. 1928, kaup- maður og húsmóðir á Blönduósi, maki Einar Þorláksson, kaup- maður á Blönduósi. Anna f. 1929, húsmóöir í Reykjavík, maki Bragi Kristjánsson frá Stykkishólmi, látinn 1985. Ása f. 1930, húsmóðir og skrifstofumaður í Kópavogi, maki Jóhann Baldurs frá Blöndu- ósi. Þórarinn f. 1934, bóndi og hreppstjóri á Þóroddsstöðum, kvæntur Önnu Elísdóttur frá Laxárdal í Hrútafirði. Það er óhætt að segja að þau Þorvaldur og Gróa hafi átt miklu barnaláni að fagna. Öll hafa börn- in reynst mætir og góðir borgarar og sýnt foreldrum sínum ræktar- semi og umhyggju svo fágætt er. Barnabörnin eru 34. Það segir sig sjálft, að mikla elju og útsjónarsemi hafi þurft til að koma þessum stóra barnahóp upp, ekki síst þegar litið er til þess að þetta tímabil var bændum mjög óhagstætt m.a. vegna verðfalls á afurðum þeirra. Þá bættist við alvarlegt slys, sem Þorvaldur varð fyrir við uppskipunarvinnu á Borð- eyri, því aílir möguleikar til tekju- öflunar voru nýttir, og veitti ekki af. Lengi mátti ekki sjá hvort Þorvaldur héldi hægri hendinni vegna þessa slyss og hann bar þess aldrei bætur. Það reyndi því á kjark og dugnað Gróu að annast börn og slasaðan bónda sinn ásamt búskapnum. Þessu hlutverki skilaði Gróa af sömu hógværð og reisn, sem ein- kenndi allt hennar lífshlaup. Ekki voru þessi ár án átaka og sársauka. Tvær dæturnar, þær Ingibjörg og Önnu, varð hún að senda frá sér í fóstur til Önnu systur sinnar og manns hennar, Sigurðar Stein- þórssonar, kaupfélagsstjóra í Stykkishólmi. Hún gat þó huggað sig við að í betri höndum gátu þær ekki lent. Þau hjónin ólu systurnar upp af sömu ástúð og umhyggju og sín eigin börn. Fyrir þetta gat Gróa aldrei fullþakkað þeim Önnu og Sigurði. Eftir því sem barnahópurinn óx úr grasi og fór að geta tekið þátt í búskapnum, vænkaðist hagur þeirra hjóna, Gróu og Þorvaldar. Þorvaldur náði sér að nokkru eftir þau meiðsli, sem hann hlaut og hófst hann nú handa við ræktun, byggingar og stækkun búsins. Þegar Þorvaldur lést sumarið 1971, voru Þóroddsstaðir orðnir ein besta jörð í Hrútafirði. Þorvaldur var mikill félags- málamaður, auk þess sem hann var betur menntaður en flestir sveit- unga hans. Það hlóðust því á hann allskonar félagsstörf. Hann var hreppstjóri Staðarhrepps, hrepps- nefndarmaður, formaður skóla- nefndar Reykjaskóla, endurskoð- andi Kaupfélags Hrútfirðinga, og fleiri embætti mætti til nefna. Gróa var einnig kjörin til margs- konar trúnaðarstarfa. Hún var formaður Kvenfélags Staðar- hrepps, í stjórn Kvennasambands V-Húnavatnssýslu, formaður skólanefndar Staðarhrepps, í skólanefnd Kvennaskólans á Blönduósi, svo nokkuð sé nefnt. Þóroddsstaðir voru þingstaður Staðarhrepps, auk þess sem þjóð- vegurinn milli norður- og suður- lands lá þar um hlaðvarpann. Þar sem margir áttu erindi við húsráð- endur, var gestagangur óvenjulega mikill, þar við bættist gestrisni svo af bar. Það leið ekki svo dagur, að þar kæmu ekki fleiri eða færri, sem erindi áttu við þau hjón. Það var gott að koma að Þóroddsstöð- um. Gróa og Þorvaldur voru bæði einstaklega skemmtileg og nær- gætnir gestgjafar. Öllum hlaut að líða vel í návist þeirra. Allar veit- ingar voru bornar fram af miklum rausnarskap og yfirleitt ekkert til sparað til þess að gestum gæti liðið sem best. Þau hjón voru bæði mjög barngóð og aldrei leið svo sumar að ekki væru eitt eða fleiri barna- börn til sumardvalar á Þórodds- stöðum. Með þeim Þorvaldi og Gróu var lengi Anna Franklínsdóttir. Hún kom að Þóroddsstöðum með son sinn, Magnús Þorbergsson, sem þá var kornabarn. Magnús ólst upp með systkinunum á Þóroddsstöð- Á jóladag heyrðum við um örlög Ebbu. Hún hafði dáið í bílslysi á jólanótt úti í Þýskalandi. Eitt orð og eitt andartak skilja á milli lífs og dauða. í einu vetfangi er Ebba horfin. Við sjáum hana aldrei aftur, við eigum ekki eftir að hlæja og fíflast oftar. Við fáum ekki að heyra ferðasöguna eða um næstu áform hennar. Hún kemur ekki heim á þann hátt sem við vildum. En sú mynd sem við geymum af Ebbu er full af lífi og geislandi fjöri. Ebba var falleg og skemmti- leg og umfram allt eðlileg og óþvinguð. Hún var alltaf sam- kvæm sjálfri sér, hreinskilin og góður vinur. Það var alltaf gaman að heimsækja fjölskylduna á Ljós- vallagötu, þar var hægt að slappa * af og láta stundina líða í góðu tómi. Setjast niður og hafa allt til alls, 1 á um og var alla tíð eins og eitt þeirra. Hann flutti til Selfoss, þegar hann sjálfur stofnaði fjöl- skyldu og hefur alla tíð síðan sýnt þeim Gróu og Þorvaldi sömu umhyggju og ástúð og börn þeirra hjóna. Þorvaldur Böðvarsson lést 1971 og tók þá yngsti sonurinn, Þórar- inn, við jörðinni. Gróa lét innrétta handa sér litla íbúð í húsinu að Þóroddsstöðum og þar bjó hún í skjóli Þórarins og Önnu konu hans, þar til heilsa hennar þraut. Eftir það dvaldist hún mest á sjúkrahús- um og nú síðast á Droplaugarstöð- um í Reykjavík. Sl. aðfangadags- kvöld dvaldi Gróa með fjölkskyldu okkar hérna í Kópavogi, ég held að við höfum öll notið að fá að hafa hana með okkur, það gerði þetta kvöld enn hátíðlegra. Hún var þá glöð og ánægð og ekki datt okkur í hug að svo stutt væri til kveðjustundar. Nú þegar Gróa María Oddsdóttir eru öll, er margs að minnast. Með henni er fallin frá kona, sem gædd var flestum bestu eiginleikum, sem nokkrum manni eru gefnir. Hún átti stórt hjarta, sem alla tíð var barmafullt af umhyggju og elsku til handa fjölskyldu sinni og öllum þeim, sem við hana höfðu sam- skipti. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka Gróu allt það sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína og biðja henni Guðs blessunar á þeirri vegferð sem framundan er. Ættingjum hennar og vinum sendi égeinlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Gróu Maríu Oddsdóttur. Jóhann Baldurs „Dauðiégóttast eigi afl þitt né valdið gilt. í Kristí krafti égsegi: Kom þúsæll,þáþú vilt.“ Ég held að hún Gróa María, vinkona mín, hefði fúslega tekið undir þessar hendingar úr sálmin- um hans Hallgríms Péturssonar, ef hún hefði verið spurð álits á þeim. Dauðinn vitjar allra fyrr eða síðar, það vitum við en á mismun- andi hátt. Stundum kemur hann hljótt án mikils fyrirvara og svo var að þessu sinni. Ég held samt að hún hafi verið sátt við lífið og farsælan vinnudag, sem kominn var að kveldi. Líkamsþrótturinn farinn að láta mjög undan, einkum frábæra mömmu og samrýnd systkini. Og svo bara hlæja. Það var gaman að umgangast Ebbu, því í kringum hana var gáski og gleði. Ebba hafði alltaf nóg fyrir stafni. Hún hafði gaman af að ferðast og takast á við ný verkefni. Hún fékk margar litríkar og spennandi hugmj'ndir, og það sér- staka við Ebbu var að hún fylgdi þeim eftir og framkvæmdi þær. Hestamennska og ferðalög áttu hug hennar allan. Hún naut þess að leggja land undir fót og kynnast nýjum siðum og nýju fólki. Enda var hún víðsýn og umburðarlynd og gerði ekki upp á milli manna. Við eigum ótalmargar minning- ar um Ebbu og þau eru ófá ævin- týrin sem við lentum í saman. Við þökkum fyrir að hafa kynnst Ebbu og öllum hennar góðu eiginleikum. Fjölskyldu Ebbu vottum við okkar innilegustu samúð. llulda, Guðrún, Ólöf og Manni. eftir áföll á síðustu árum. Andlegu þreki og hljóðlátri reisn hélt hún til hinstu stundar. Við hjónin hittum hana glaða og hressa í vistlegri stofu sinni í Droplaugarstöðum 27. desember síðastliðinn og ég hugsaði eins og svo oft áður: „Nú kem ég fljótlega aftur í heimsókn." Mér brá því er ég frétti lát hennar tveimur dögum síðar. Við þessi leiðarlok leitar hugur minn mörg ár aftur í tímann, þegar ég, sextán ára unglingur, átti því láni að fagna að kynnast Guðrúnu Hallgrímsdóttur, móður Gróu Maríu. Ég minnist góðvildar hennar og hlýju, sem gott var að sækja til, fyrir ungling fjarri ást- vinum og heimahögum. Ég nefni þetta hér vegna þess að löngu síðar, er ég kynntist Gróu dóttur hennar, fannst mér ég finna sömu eiginleikana og í fari móður henn- ar. Mörg ár liðu milli þessara þátta. Það er svo á haustdögum 1956 að við hjónin flytjum með fjöl- skyldu okkar að Reykjaskóla í Hrútafirði til átaka við verkefni, sem brugðið gat til beggja vona hvort lánaðist. Þarna í nágrenni, á Þórodds- stöðum bjuggu þau hjónin Gróa Oddsdóttir og Þorvaldur Böðvars- son myndarbúi. Þau voru þá búin að ala upp stóran hóp efnilegra barna sinna og voru mikils metin í sveitarfélagi sínu og héraði. Bæði sinntu þau trúnaðarstörfum, hún var þá formaður skólanefndar barnaskóla Staðarhrepps og í stjórn Kvennabandsins, en hann var hreppstjóri sveitar sinnar og formaður skólanefndar Héraðs- skólans að Reykjum. Heimili þeirra var þekkt fyrir frábæra rausn og myndarskap þeirra beggja. Það kom af sjálfu sér að sam- skipti okkar við þau hjónin á Þór- oddsstöðum urðu mikil og leiddu til ævilangrar vináttu. Ég minnist fyrstu komu minnar á heimili þeirra hjóna þá kvíðin fyrir verkefnum sem við blöstu, en fljótt fann ég í hljóðri reisn húsfreyjunnar sömu hlýjuna, góð- vildina og traustið, sem ég minnt- ist frá móður hennar. Oft var síðan farið inn að Þóroddsstöðum á góðra vina fund og heim aftur með meiri bjartsýni og styrk í huga. Sumarið 1971 missti Gróa Þor- vald mann sinn eftir langa og farsæla sambúð. Hún hélt þó áfram heimili á Þóroddsstöðum, en smám saman dró úr umsvifum þess af eðlilegum ástæðum, enda synir þeirra farnir að búa þar. Á seinni árum okkar á Reykjum var Gróa stundum fjarverandi heimili sínu á Þóroddsstöðum, ýmist hjá börnum sínum, sem flest voru búsett í Reykjavík, eða í Hveragerði sér til heilsubótar. Þá vildi jafnan svo til að mér fannst skapast tóm í huga mínum. Mér fannst vanta í umhverfi mitt þráð, sem veitti mér styrk. Þannig þró- aðist vinátta okkar, hljóð en ein- læg, sem við hjónin munum geyma í þakklátum huga til hinstu stund- Á jóladag barst okkur sú sorg- lega fregn að hún Ebba okkar væri dáin. Jólabirtan hvarf. Við stöndum 611 sem þrumu lostin, gat þetta verið satt? Þar sem aðeins kvöldinu áður hafði okkur borist símleiðis jólakveðja frá Ebbu, og dvaldi því hugur okkur sérstaklega hjá henni, þar sem hún var fjarri ættingjum og vinum heima á ís- landi þessi jól. Margs er að ar. Kveðjuorð: Þuríður Elín Bjarnadóttir Fædd 25. janúar 1960 Dáin 25. desember 1985 Mér þykir vænt um að Gróa hélt andlegum kröftum og reisn sinni til æviloka. En ég sakna hennar sem áður og finn tómið í sál minni. Ég sakna þess, sem áður var gleði mín, að ganga til fundar við hana. En ég veit líka að henni var hvíldin kær og ljúfir samfundir við horfna ástvini. Blessuð sé minning henn- ar. Sólveig Kristjánsdóttir í dag kveðjum við ömmu okkar, Gróu Maríu Oddsdóttur. Minning- arnar hrannast upp um allar þær góðu stundir sem við höfum átt með henni. Efst í huga okkar er mynd af ömmu á peysufötum á tröppunum á Þóroddsstöðum þar sem hún stóð og tók á móti öllum þeim fjölda gesta sem kom til lengri eða skemmri dvalar. Við vorum ófá barnabörnin sem urðum þeirrar gleði og gæfu aðnjótandi að vera hjá afa og ömmu í sveit- inni. Oft var mjög gestkvæmt og heimamenn margir en amma gat alltaf sinnt öllum oggefið hverjum sinn tíma. Það má segja að hún hafi átt langa og farsæla ævi og hún hélt reisn sinni til æviloka. Minninguna geymum við í huga okkar. „Að gefa af eigum sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér.“ Með þessari tilvitnun viljum við kveðja ömmu okkar. Marianna, Valdfs og Svanhildur „Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning." (E. Ben.) Það er ágústnótt við Hrútafjörð, stjörnurnar speglast í rennislétt- um firðinum. Ungur drengur stendur við glugga og horfir út. Hann getur ekki sofnað. ímyndun- araflið hefur kallað fram óhug og ótta. „Verður einhver morgundag- ur?“ hugsar hann undir áhrifum frétta um „sprengjuna“, sem eytt getur öllu lífi. „Vakna ég á morg- un?“ Hugsunin verður sífellt áleitnari og loks stenst hann ekki mátið og fer inn í herbergi afa og ömmu, vekur ömmu sína og í hlýj- um, gæskufullum faðmi hverfa áhyggjurnar af morgundeginum og höfgi sígur á sveininn. „Hun amma er svo góð, að ekkert illt getur komið fyrir," er síðasta hugsunin, áður en hann sofnar. Á kveðjustund leiftrar þessi minning og margar fleiri um bestu og göfugustu konu, sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Nær tíu sumur var ég í sveit hjá afa og ömmu og allan tímann mætti ég sömu gæskunni, hlýjunni og rónni, sama hvað á dundi og einnig þegar skammir hefðu talist eiga betur við, en haft til muna minni áhrif. Eg bið góðan Guð að gæta henn- ar vel, um leið og ég þakka þá auðnu að hafa átt svo góða ömmu. Hún var fjársjóður bernsku minnar, sem endist alla ævi. Þorvaldur Baldurs minnast eftir rúmlega 18 ára kynni. Þá sér í lagi margra ógleym- anlegra stunda hjá fjölskyldu hennar í Barmahlíð 6, en þar bjó Ebba þegar við kynntumst. Bund- umst við þá vináttuböndum sem vörðu alla tíð síðan. Ebba var ætíð glaðlynd og alltaf stutt í hláturinn. Hún var sannur vinur vina sinna, alltaf tibúin að gleðjast með þegar allt lék í lyndi og sýna hluttekn- ingu þegar á bjátaði. Á haustdögum kom Ebba til okkar á Flókagötuna glö og reif, því á morgun ætlaði hún að fljúga til Þýskalands og var hún komin til að kveðja. Ekki hvarflaði það að okkur að þetta væri í síðasta skipti sem við sæjumst og okkar síðasta samverustund. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að kveðja ástkæra vinkonu. Minning hennar mun lifa áfram í hjörtum okkar um aldur og ævi. Elsku Gagga, Pétur, Bryndís og Baddi, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi guð styrkja ykkur í sorgykkar. Ollý og Magga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.