Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 20

Morgunblaðið - 04.01.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 Utgefandi tlribiMfe Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 40 kr. eintakiö. Samtaka þjóð orsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, er sá íslenskra stjórn- málamanna, sem mesta áherslu hefur lagt á nauðsyn þess undanfarin misseri, að víðtækar sættir náist á stjórnmálavettvangi um skynsamleg markmið í efna- hagsmálum. Áramótagrein hans hér í Morgunblaðinu er mótuð af þessu viðhorfi. Hann minnir á, að aðeins samtaka þjóð geti náð ár- angri í átökum við þann vanda, sem að steðjar. Formaður Sjálfstæðis- flokksins leggur úrlausnar- efnin skýrt fyrir án þess að krefjast þess af lesendum, að þeir taki afstöðu til annars en í hverju vandinn sé fólg- inn. Um viðhorfin í kjaramál- um segir hann til dæmis: „í byrjun árs stöndum við aftur frammi fyrir nýrri kjara- samningagerð, bæði á al- mennum vinnumarkaði og við opinbera starfsmenn. Á miklu veltur hvernig til tekst á næstu vikum við þetta vandasama verk. Mörgum spurningum er ósvarað og því er auðvitað mikil óvissa framundan. Ríkisvaldið hef- ur fyrir sitt leyti reynt aö draga úr opinberum umsvif- um í því skyni að auka oln- bogarými atvinnulífsins. Þetta er mikilvæg pólitísk stefnumörkun, en hún kallar enn frekar á ábyrgð þeirra, sem að kjarasamningum standa. Kaupmáttur launa mun nú sem fyrr ráðast af vexti þjóðartekna. Við höfum möguleika til þess að verja kaupmáttinn, jafnvel styrkja hann lítið eitt. En skorti vilja til sameiginlegs átaks, geta hjólin snúist öndvert við það sem ætlað er, verðbólga kann að vaxa og kaupmáttur að minnka." Þessi sáttaorð eru í hróp- legri andstöðu við það, sem lesa mátti eftir Svavar Gests- son, formann Alþýðubanda- lagsins, hér í blaðinu á gaml- ársdag: „Stundum heyrist að ekkert þýði að berjast — allt verði tekið aftur. Þetta sjón- armið er fráleitt. Við höfum ekki leyfi til að gefast upp.“ Slagorðavaðall af þessu tagi skilar launþegum ekki neinu. Hann á ekki heldur að leiða til þess,*aö menn veiti þeim stjórnmálamönnum brautar- gengi, sem nota hann. Engir hafa lofað launþegum meiru en alþýðubandalagsmenn á undanförnum árum. Engir hafa heldur svikið meira eftir að foringjum flokksins hefur verið veitt umboð af kjósend- um. Fyrir lesendur Morgun- blaðsins er athyglisvert að bera það saman, að í ára- mótahugleiðingum forystu- manna á síðum blaðsins er meiri samhljómur milli orða Þorsteins Pálssonar og Ás- mundar Stefánsson, forseta Alþýðusambands íslands, en milli Ásmundar og Svavars Gestssonar. Jafnvel Kristján Thorlacíus, formaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, segir íslendinga þurfa að láta af þeirri sundrung, sem hrjáir þjóð okkar á mörgum sviðum, eins og hann orðar það. í grein sinni segir Þor- steinn Pálsson: „Ýmsir spyrja eölilega, hvort raun- hæft sé að reikna með lækk- andi verðbólgu þegar svo umfangsmiklir kjarasamn- ingar standa fyrir dyrum. Aðrir spyrja hvort unnt sé að vænta þess að samningar náist án umfangsmikilla átaka og vinnustöðvana. Á móti má spyrja hvort nokkur treysti sér til að færa rök fyrir því, að verkfallsátök og verðbólgusamningar séu lík- legir til að auka kaupmátt og bæta lífskjör. Það væri sann- arlega of mikil bölsýni að trúa ekki á vilja manna til þess að finna lausn á grund- velli þess tvíþætta markmiðs, að verja kaupmátt og ná niður verðbólgu. Sá árangur næst ekki með slagorðum og hjaðningavígum heldur með markvissum og yfirveguðum vinnubrögðum." Morgunblaðið tekur ein- dregið undir þessi orö Þor- steins Pálssonar. Tækju stjórnmálamenn, atvinnu- rekendur og forystumenn launþegasamtaka höndum saman nú á fyrstu vikum nýbyrjaös árs um sáttfýsi og vinnubrögð í anda hennar, er fullvíst, að störf þeirra myndu bera meiri ávöxt en ef bitið verður í skjaldarrend- urnar og haft í heitingum. Afli og markaðsaðstæður eru með þeim ágætum um þessar rnundir, að miklir fjármunir fara í súginn, ef sundurlynd- isfjandinn á enn einu sinni aö ríða húsum. Samtaka þjóð þarf að átta sig á því, að í góðæri er slæm afkoma ein- ungis af manna völdum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 319. þáttur Charles Egill Hirt í Reykja- vík skrifar mér athyglisvert bréf. Birtist það hér á eftir í heild sinni, og verður síðan reynt að gera því einhver skil. En gefum bréfritara orðið: „Sæll og heill, Gísli Jónsson. Efni þessa bréfs er saman safnað vegna hvatningar þinn- ar til ungs fólks að láta í sér heyra. Mig langar einnig til að fullvissa þig að það heyrir ekki undantekningunni til að jafn- aldrar mínir láti sér íslenska tungu einhverju varða þó aö enn sé það latt við að skrifa um hana. En hér koma örfáar hugleiðingar. 1. I íslensku eru orðin utan og erlendis notuð á sama hátt og inn og inni. Stundum er hins vegar sagt af þekking- arleysi „hann fór erlendis í gær.“ Mér hefur löngum leiðst orðið útlönd (svo ég minnist nú ekki á eintölumyndina) og þegar talað er um að ferðast í útlöndum. Við för- um í utanlandsferðir en þó koma hingað útlendingar en ekki utanlendingar. Er þetta ekki ósamræmi? Að auki þætti mér gaman að fræðast um forskeytið (?) er- í orð- inu erlendur. 2. í tilkynningum Rásar einn- ar heyrði ég nýlega hvar Flugleiðir auglýstu jóla- vöruflutninga. Fyrri til- kynningin var hvatning til að koma vörunum í höfn í tæka tíð en sú seinni varaði við að missa af lestinni. Bæði orðatiltækin minna á allt aðrar samgönguleiðir en flug og veit ég ekki hvort það sé gert af ásettu ráði. Ekki get ég gert upp við mig hvort orðalagið hæfi. Reyndar minna þessi dæmi mig á orðið vírherðatré. 3. Úr því að minnst var á út- varp má geta þess að fyrir stuttu gerði þulur nokkur athugasemd við auglýsingu sem birtist í Rás tveimur en vitaskuld er auglýsing flutt í útvarpi, sýnd í sjónvarpi og birt í blöðum. 4. Oft heyrist sagt meira og meira í staðinn fyrir æ meira eða sífellt meira. Ég hygg að fyrsta dæmið sé myndað vegna erlendra áhrifa. 5. Oðru hef ég velt fyrir mér. í menntaskóla var mér kennt að orðið keppni væri aðeins til í eintölu. Geturðu útskýrt fyrir mér hverju þetta sætir og hvernig skuli haga orðunum ef rætt er um fleiri keppni en eina? 6. í riti sem kom út laust eftir síðustu aldamót veitti ég því athygli að orðið aöeins er ritað í tvennu lagi, að eins. Er ég sá þetta rifjaðist upp fyrir mér er mig og vin minn greindi á um hvort mætti rita gegnum í tvennu lagi. Það hlýtur jú að vera upp- runalegra og hvað er mál- verndun ef ekki varðveisla þess upprunalega? 7. Svo ég minnist eilítið á stíl- fræði hef ég að undanförnu veitt athygli (mis-)notkun á málsháttum og tilvitnunum sem sýna feimni og óöryggi. „Glöggt er gests auga eða þannig...“ og „spegill speg- ill herm þú mér og allt það ...“ eru tvö dæmi um kæruleysislegan og hvim- leiðan stíl. 8. Að lokum langar mig til þess að þakka Hauki Egg- ertssyni fyrir pistil sem birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 6. desember. Til viðbótar við þær stéttir sem hann fjallar um (listamenn og menntamenn) langar mig til að bæta stétt manna sem á að vera okkur hinum til fyrirmyndar enda þjóð- kjörnir í embætti sín. Stjórnmálamenn eru ekki ósparir [Þannig í bréfinu. Umsjónarm.] á ljótar slettur og held ég að ekki þurfi að nefnadæmi. Þinn einlægur." Umsjónarmaður þakkar þetta mikla bréf, enda er hér margt að athuga. Um sumt er umsjónarmaður á sama máli og bréfritari, en annað ekki, eins og gengur, og koma þá athugasemdir umsjónar- manns, jafnvel við sjálfan texta bréfsins, smátt og smátt. Fullyrðing bréfritara um almennan áhuga ungs fólks á íslenskri tungu gleður mig. En þegar hann orðar það svo, að jafnaldrar sínir „láti sér ís- lenska tungu einhverju varða", þá myndi ég hafa þolfall með láta og segja að fólk léti sig o.s.frv. íslenska er að uppruna norskt útflytjendamál að mestu leyti. Flestir voru út- flytjendurnir frá Vestur- Noregi, einkum Sogni, Fjörð- um og Hörðalandi. Á þeim slóðum tíðkaðist að kalla stefn- una til hafs út, en gagnstæða stefnu í áttarheitum land. Þannig táknaði útsynningur suðvestanátt, en landnyrðingur norðaustanátt. Urðu þessi heiti lífseig meðal íslendinga þrátt fyrir breyttar aðstæður. Þegar Norðmenn fóru vestur yfir hafið, svo sem til íslands, fóru þeir út, en utan á sömu leið til baka. Þessa málvenju tóku íslendingar í arf. Frá íslandi til Noregs varð utan, en aftur á móti sagðist Snorri Sturluson vilja út, er hann langaði frá Noregi til íslands. „Út vil ek“, er eftir honum haft. Þá segir Ari hinn fróði Þorgilsson í íslendingabók að á dögum Haralds hárfagra hafi för manna verið mikil mjög út hingað úr Noregi. En íslendingar fóru einnig út, er þeir fóru vestur til Grænlands. Skal nú aftur vitnað í íslend- ingabók (stafs. Fornritaútg., leturbr. umsjónarmanns): „Land þat, es kallat es Græn- land, fannsk ok byggðisk af íslandi. Eiríkr enn rauði hét maðr breiðfirzkr, es fór út heðan þangat...“ Það er því ekki að furða, þótt ruglings gæti í notkun orðanna út og utan um för manna milli landa og jafnvel lengri ferða- lög. Orðið útför merkir t.d. snemma bæði utanlandsferð og jarðarför. Ég er sammála bréfritara um orðið erlendis. Fyrir mér táknar það „dvölina á“, en ekki „hreyfinguna til“. Skylt er þó að geta þess, að í gömlu les- máli, sem gott þykir, kemur orðmyndin erlendis fyrir í merkingunni „í annað land“ eða jafnvel „í annan heim“. Þessar slóðir eru því vandrat- aðar. Ég er einnig, að vissu marki, sammála bréfritara um „út- landið". Það er hvimleið dönskusletta, þegar menn segj- ast hafa verið „í útlandinu" í stað þess að hafa verið erlendis eða utanlands. En önnur lönd mega vel heita útlönd og þeir, sem þar búa, útlendingar, enda þótt við förum í utanlands- ferðir. Samkvæmt framan- sögðu sýnist mér ekki ámælis- vert ósamræmi í því. Skákþing Reykjavík- ur hefst á sunnudag SKÁKÞING Reykjavíkur 1986 hefst næstkomandi sunnudag, 5. janúar og verður teflt í félags- hcímili Taflfélags Reykjavíkur á Grensásvegi 46. í aðalkeppninni, sem hefst á sunnudaginn kl. 14, munu keppendur tefla saman í einum flokki 11 umferðir eftir Mon- rad-kerfi. Umferðir verða þrisvar í viku, á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum og föstudögum kl. 19.30. Bið- skákadagar verða inn á milli. Keppni í flokki 14 ára og yngri á skákþingi Reykjavíkur hefst laugardag, 11. janúar, kl. 14. í þeim flokki verða tefldar níu umferðir eftir Monrad- kerfi, umhugsunartími 40 mínútur á skák fyrir hvern keppanda. Keppnin tekur þrjá laugardaga, þrjár umferðir í senn. Bókaverðlaun verða fyrir a.m.k. fimm efstu sæti. Lokaskráning í aðalkeppn- ina verður laugardag, 4. jan- úar, kl. 14—18 og er öllum heimil þátttaka. Taflfélag Reykjavíkur hefur haldið skákþing Reykjavíkur árlega frá árinu 1931. Ingi R. Jóhannsson hefur oftast orðið skákmeistari Reykjavíkur, alls sex sinnum. Nætir koma Ás- mundur Ásgeirsson, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Benóný Benediktsson, Björn Þorsteins- son og Jón Kristinsson, en þeir hafa unnið meistaratitilinn fjórum sinnum hver. Núver- andi skákmeistari Reykjavíkur er Róbert Harðarson. (Fréttatilkynníng.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.