Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 24

Morgunblaðið - 04.01.1986, Síða 24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JANÚAR1986 24 Fimm umferðum lokið á skákmótinu í Hastings: Margeir Pétursson í fyrsta sæti Skák Bragi Kristjánsson SEXTUGASTA og fyrsta jólaskák- mótiö í Hastings á Englandi stend- ur nú yfír. íslendingar eiga tvo fulltrúa á þessu frægasta móti skáksögunnar, Jóhann Hjartarson stórmeistara og Margeir Pétursson alþjóðlegan meistara. Hastings- mótin hafa oröið tveimur eldri stór- meisturum okkar mikilvægur áfangi á skákferlinum. Friörik Ól- afsson vakti fyrst verulega á sér athygli á aiþjóðavettvangi þegar hann sigraöi ásamt Kortschnoi á móti 1955—56 og Guðmundur Sigurjónsson náði stórmeistaratitli á mótinu 1974—75, þegar hann varð jafn Vaganjan í öðru sæti. Ekki má heldur gleyma þriðja sæti Guðmundar S. Guðmundssonar á mótinu 1946—47 þegar þátttaka íslendinga er rædd. Töfluröð keppenda á mótinu er nú þessi: 1. Rukavina, alþjóðlegur meist- ari (Júgóslavíu). 2. Braga, alþjóðlegur meistari (Ítalíu/Argentínu). 3. Margeir Pétursson, alþjóð- legur meistari. 4. Plaskett, stórmeistari (Eng- landi). 5. Balasjov, stórmeistari (Sov- étríkjunum). 6. Formanek, alþl. meistari (Bandaríkjunum). 7. Pia Cramling, stórmeistari kvenna(Svíþjóð). 8. Federovicz, alþl. meistari (Bandaríkjunum). 9. Conquest, FIDE-meistari (Englandi). 10. Jóhann Hjartarson stór- meistari. 11. Watson, alþl. meistari (Englandi). 12. Greenfeld, alþl. meistari (ísrael). 13. Mikhalchishin, stórmeistari (Sovétríkjunum). 14. Bellon, stórmeistari (Spáni). Þegar þessar línur eru ritaðar, er lokið 5 umferðum. Margeir hefur tekið forystuna á mótinu, hefur 4 vinninga. Hann hefur unnið þrjár skákir í röð og virðist líklegur til stórræða. Jóhann hefur þrjá vinninga og biðskák við Englendinginn Conquest. Jafnir Jóhanni í 2.-4. sæti eru Greenfeld og Watson. ísraels- maðurinn er sá eini sem líklegur er til að vinna sína biðskák. í 5.-7. sæti koma Balasjov, Mik- halscishin og Braga með 3 vinn- inga hver. Mesta athygli hefur vakið góð frammistaða Green- felds, Braga og Conquest, en slæm byrjun Piu Cramling hefur einnig komið mörgum á óvart. fsraelsmaðurinn er skákmeistari heimalands síns, og er vafalaust einhver efnilegasti skákmaður sem komið hefur fram þar í landi. Braga er Argentínumaður sem um þessar mundir er búsett- ur á Ítalíu og ferðast um Evrópu til að tefla. Hann teflir ef til vill undir fána ftalíu því sá argent- ínski er ekki vinsæll í Englandi eftir Falklandseyjastríðið. Con- quest er einn margra ungra og mjög efnilegra skákmanna í Englandi. Við skulum nú líta á tvær skákir frá mótinu. 1. umferð: Hvítt: Margeir Pétursson. Svart: A. Greenfeld (ísrael) Drottningar-indversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — b6,4. Rc3 Margeir leikur venjulega 4. a3 eða 4. g3 í þessari stöðu en leikur- inn í skákinni hefur varla komið Greenfeld mjög á óvart, því hann fylgdist vel með einvígi Margeirs og Shvidlers í heimaborg sinni í apríl í fyrra. Leikurinn í skákinni reyndist Margeiri vel í því einvígi svo að hann reynir hann aftur á móti ísraelsmanni. 4. — Bb4,5. Bg5 Margeir lék 5. Db3 á móti Shivdler. 5. — Bb7, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — Bxc3+ Önnur leið er hér 7. — g5, 8. Bg3 — Re4, 9. Dc2 — Bxc3+, 10. bxc3, o.s.frv. 8. bxc3 — d6, 9. Bd3 — Rbd7, 10. 0-0 — De7, 11. Rd2 — g5, 12. Bg3 — h5,13.h4I? Eftir 13. f3 - h4, 14. Bf2 - 0-0-0, 15. e4 - Hdg8, 16. h3 - Rh5, 17. c5 — dxc5, 18. Da4 — Kb8, 19. Bb5 - Hd8, 20. Hfel kemur upp flókin og vandtefld staða. Margeir vill ekki gefa andstæðingi sínum færi á þessari leið og leikur því leik sem stöðvar peðaframrás svarts á kóngs- væng. 13. — Hg8 Sovéski stórmeistarinn Tuk- makov mælir með 13. — Rg4 í þessari stöðu. Eftir 14. Hxg5 — Dxg5,15. Rf3 (hvað annað?) Dg7 hefur svartur mun meira spil en í skákinni. 14. f3 — 0-0-0, 15. hxg5 — Hxg5, 16. Bh4 — hg7,17. Re4?! Betra var að valda fyrst g2- reitinn með 17. Hf2 — Hdg8, 18. De2, en eftir það á svartur í erfiðleikum með að verjast mörg- um hótunum hvíts, 19. e4,19. Re4 eðajafnvel 19. Be4. 17. — Hdg8,18, Hf2 Árleg álfabrenna haldin á þrettándanum Akureyri, 3. janúar. ÁRLEG álfabrenna íþróttafélagsins Þórs verður haldin á svæði félagsins í Glerárhverfi á þrettándanum, 6. janúar, sem er á mánudaginn. Álfakóngur og drottning koma í heimsókn ásamt föruneyti sínu, jólasveinar skemmta, Óskar frá Iðnaðarbankanum kemur í heim- sókn, púkar, tröll, Grýla og Leppa- lúði verða á staðnum svo og Ánd- rés utangátta og einnig hundar, gíraffar og asnar. Siðast en ekki síst verður Bjössi bolla á svæðinu og Jóhann Már Jóhannsson söngv- ari skemmtir. Hjálparsveit skáta verður með flugeldasýningu við álfabrennuna eins og hún hefur verið með undan- farin ár. Aðgangur er ókeypis svo lengi sem húsrúm leyfir. Orgelsónötur Bachs fluttar í Dómkirkjunni ORGELSÓNÖTUR J.S. Bach verða fluttar í Dómkirkjunni sunnudaginn 5. janúar kl. 17 og 20.30. Organisti Háteigskirkju, dr. Orthulf Prunner, leikur allar org- elsónöturnar bæði kl. 17 og kl. 20.30, svo að sem flestum gefist kostur á að hlýða á þessa fögru tónlist. Orgelsónöturnar hafa aldrei verið fluttar í heild á íslandi fyrr á einum og sömu tónleikunum. í bókinni „Um Jóhann Sebastian Bach, líf hans, list og listaverk" segir Jóhann Nikolaus Forkel um þessar sex sónötur: „Bach samdi þær handa syni sínum Wilhelm Friedmann og skyldi hann æfa þær og búa sig þannig undir að verða mikill organleikari, sem hann og síðar varð. Af fegurð þeirra er aldrei ofsagt. Þær urðu til eftir að höfundur þeirra var kominn á efri ár, og má telja þær helzta verk hans sinnar tegundar." (Fréttatilkynning.) Vinsældalisti rásar 2: 3. vika íslensku hjálparsveitar- innar í efsta sæti VINSÆLDALISTI rásar 2 var valinn sl. fimmtudag. Hann lítur þannig út: 1. ( 1) Hjálpum þeim/íslenska Leiðrétting FÖÐURNAFN ljósmóðurinnar, sem tók á móti nýársbarninu og getið var í Morgunblaðinu í gær, misritaðist. Ljósmóðirin heitir Fjóla Þorleifsdóttir og eru hlutað- eigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. hjálparsveitin 2. ( 2) IntheHeatofthe Night/ Sandra 3. (10) Fegurðardrottning/ Ragnhildur Gísladóttir 4. ( 3) Gaggó Vest/Gunnar Þórðarson 5. ( 7) Allur lurkum laminn/ Bubbi Morthens 6. ( 4) Tóti tölvukarl/ Laddi 7. ( 9) Sentimental Eyes/ Rikshaw 8. ( 6) Tangó/Grafík 9. ( 9) I’m YourMan/Wham! 10. (17) Segðu mér satt/ Stuðmenn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Glerárkirkja á Akureyri. Austurgaflinu blasir við en framan við hann keraur turninn 25 metra upp í ioftið. Akureyri: Vonast er til að taka hluta Glerárkirkju í notkun á árinu Akurcyri, 2. janúar. VONIR standa til að taka einhvern hluta Glerárkirkju í Síðuhverfi á Akureyri í notkun á þessu ári. „Bygg- ingin stendur þannig nú að við reikn- um með að ganga til samninga um byggingu þaks á kirkjuskipið næstu daga, og það verk tekur um 8—10 vikur ef veður leyfir,“ sagði Ingi Þór Jóhannsson, formaður bygginga- nefndar kirkjunnar, í samtali við Morgunblaðið en að öðru leytl er búið að semja um uppsteypu á allri byggingunni. Kirkjan er á tveimur hæðum, efri hæðin er 1100 m2 en sú neðri 900 mz. í vesturálmu kirkjunnar verður safnaðarheimili en í suður- álmunni verður aðstaða fyrir prest, kapella, aðstaða fyrir safn- Leiðrétting í FRÉTT um tónlistarsögusýningu í Norræna húsinu sem birtist í blaðinu í gær misritaðist í mynda- texta nafn sr. Bjarna Þorsteins- sonar á Siglufirði. Þá kom fram að sýningin væri opin milli kl. 14 og 22 en það er ekki rétt. Hún er opin frá kl. 14 til 19. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. aðarstjórn og húsvörð, fundarher- bergi ogfleira. Fystu skóflustunguna að bygg- ingunni tók biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigurgeirsson, fyrrum sóknarprestur á Akureyri, 31. maí 1984. Ingi var spurður hvort bygg- ingin gengi skv. áætlun: „Það held ég hljóti að vera. Ég held að engan SEINNI hluta desember var um 6.600 tonnum af loðnumjöli skipað út hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði, tvisvar í Suðurlandið og einu sinni í Keflavíkina. Mjölið fór m.a. til Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands og er sjaldgæft að þaö fari á þennan markað. Byrjað verður að bræða í kvöld eða fyrramálið hjá verksmiðjunum. Hjól atvinnulífsins eru nú að byrja að snúast eftir hátíðirnar. hafi órað fyrir því að það myndi ganga svo vel. Við höfum getað unnið við kirkjuna stanslaust frá byrjun og vonumst til að svo verði áfram,“ sagði Ingi. Þess má geta að 25 metra hár turn verður frístandandi austan kirkjunnar og þegar hafa undir- stöður undir hann verið byggðar. Togararnir voru allir inni nema Sveinborgin sem veiðir fyrir sigl- ingu. Bátarnir eru byrjaðir eftir áramótin og sumir búnir að leggja net. Sæmilegur afli er hjá línubát- unum. Siglfirðingur fór út í nótt, Stálvík og Sigluvík fara í dag og Skjöldur á morgun. Jól og áramót voru góð og frið- sæl hér á Siglufirði. Veðrið er mjög gott, og mikið af snjó. — Matthías Siglufjörður: Hjól atvinnulífsins byrjað að snúast Siglufirði, 2. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.